Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 18
UMTALSVERÐAR „BJÖRGUNARAÐGERÐIR" SKÖMMU FYRIR GJALDÞROT. KRÖFUHAFAR GLATA MILLJÓNUM KRÓNA. ÞUNGT ÁFALL FYRIR BLÓMABÆNDUR Verslunin Blóm og ávextir við Hafnarstræti. Starfsmaður verslunarinnar keypti verslunina en þeim kaupum verður mögulega rift að kröfu kröfuhafa. Með f kaupunum fylgdi slagorðið „Látið blómin tala". Spurning hversu lengi þau fá að blaðra . . . Húseign Fritz Hendrik Berndsens og Ástu Kristjánsdóttur að Túngötu 8. öllum að óvörum var húsið slegið Jóni Magnússyni lögmanni á fyrra uppboði — sem er harla óvenjulegt. Þau Fritz Hendrik og Ásta búa þar enn, enda segist Jón hafa keypt fasteignina fyrir umbjóðanda sinn, Ástu og að nú sé verið að ganga frá afsali yfir á hennar nafn. Eftir 45 ára misjafnlega,, blómleg- arí' rekstur var fyrirtœkiö Blóm og ávextir h/flýst gjaldþrota 24. febrú- ar sídastlidinn. Undir þad síöasta var fjármálaóreidan ordin óbœrileg eigendum fyrirtœkisins og Ijóst ad sérstök rannsókn mun fara fram á bókhaldi fyrirtœkisins og medferö búsins skömmu fyrir gjaldþrot. Inn í málid spila sídan umtalsverd okur- lánavidskipti, sem ekki hafa komið fram á skiptafundum, en eiga stœrsta þáttinn í falli fyrirtœkisins. ,,Látið blómin tala" er landsþekkt slagorö fyrirtœkisins. Það er kald- hœðni örlaganna að slagorð þetta er ein af verðmœtustu eignum þrotabúsins! Skuldir fyrirtækisins umfram eignir eru umtalsverðar. Almennar kröfur í þrotabúið hljóða upp á um 30 milljónir króna, en þar af hafa um 24 miiljónir króna verið viður- kenndar af þrotabússtjóranum Magnúsi Norðdahl. Öruggar í höfn eru forgangskröfur upp á 700—800 þúsund krónur, en þar er um að ræða launakröfur og kröfur frá líf- eyrissjóðum. Almennar kröfur hljóðuðu upp á rúmlega 28 milljónir króna auk 125 þúsunda danskra króna. Stærstu kröfuhafarnir eru Búnaðarbankinn með um 10 millj- ónir króna, tollstjórinn með um 4,5 milljónir króna, Blómamiöstöðin með um 2,2 milljónir króna, Blóma- heildsalan með um 1,6 milljónir króna og Verzlunarbankinn með um 1,3 milljónir króna. Hér vantar hins vegar inn í dæmið umtalsverðar okurlánaskuldir fyrir- tækisins eða aðaleigandans (fyrr- verandi) Fritz Hendrik Berndsens blómaskreytingamanns. Þessir lán- veitendur lögðu ekki fram kröfur í búið, eiga enda skiljanlega erfitt um vik, en heimildir Helgarpóstsins greina frá því að verið sé að semja um þessar skuldfr á bak við tjöldin. Sömu heimildir greina frá því að okurlánararnir geri sér ekki miklar vonir um að fá skuldirnar greiddar og hafi í raun afskrifað þær, enda fyrir löngu búnir að fá höfuðstól lán- anna og vel það. Hér er um umtals- verðar upphæðir að ræða og hafa tölur verið nefndar frá 15 og upp í 20 milljónir króna. Eins og oft vill verða voru okurlán þessi tekin þegar halla fór undan fæti hjá fyrirtækinu. Fyrir liggur að þegar þessi björgunaraðgerð brást og gjaldþrot blasti við, var hafist handa með að bjarga þeim eignum sem bjargað varð, bæði eignum fyr- irtækisins og eigandans persónu- lega. •Heimildir blaðsins greina frá því að áætlun björgunaraðgerðarinnar hafi byrjað á því að bifreið fyrirtæk- isins, amerísk skutbifreið af tegund- inni Chrysler Le Baron, var ,,seld“ 9. nóvember á síðasta ári. Kaupandinn var Othar Örn Petersen, hæstarétt- arlögmaður, en stöðugur notandi fram á þennan dag er sem fyrr Fritz Hendrik Berndsen. Umfangsmestu aðgerðirnar hóf- ust síðan í sama mánuði og gjald- þroti var lýst yfir. 14. febrúar var fyr- irtækið sjálft selt. Kaupandinn er Kristín Magnúsdóttir, starfsmaður verslunarinnar um 14—15 ára skeið. Söluverðið var 1,2 milljónir króna og hefur verið dregið í efa að um raunvirði sé að ræða, enda líkindi á málshöfðun af hendi kröfuhafa til að fá kaupunum rift. Ekki eru þó all- ir sammála um að verðið sé undir því sem eðlilegt má telja. Ekki var um húseign að ræða, því húseignin við Hafnarstræti var leigð af Ó. Johnson og Kaaber og húseignin við Miklatorg leigð af Alaska. Það sem kaupunum fylgdi var nafnið sjálft með áhöldum, tækjum og lag- er, auk þess viðskiptavild og slag- orðið áðurnefnda, „Látið blómin tala“. í eigu fyrirtækisins var sendibif- reið af tegundinni Subaru Van, en fjórum dögum fyrir gjaldþrot var sú bifreið umskráð af nafni fyrirtækis- ins, á nafn aðaleigandans fyrrver- andi, Fritz Hendrik Berndsens. Sú bifreið fylgdi því ekki með í kaupun- um. Samtals eru eigur þrotabúsins metnar á um 3 milljónir króna. Að forgangskröfum frágengnum er því Ijóst, að við óbreytt ástand mun að- eins tíundi hluti krafna innheimtast. Enn er ótalinn einn liður í björg- unaraðgerðunum. Fritz Hendrik Berndsen og sambýliskona hans, Ásta Kristjánsdóttir, áttu væna fast- eign að Túngötu 8 í Reykjavík. Framreiknað fasteignamat húss og lóðar hljóðar upp á um 5,8 milljónir króna, endurstofnverð húss upp á 4,8 milljónir króna, en brunabóta- matið upp á 9,5 milljónir króna. Þetta 181 fermetra hús var hins veg- ar selt á uppboði skömmu fyrir eða í sama mánuði og fyrirtækið var lýst gjaldþrota. Kaupandinn reyndist vera samkvæmt afsali Jón Magnús- son héraðsdómslögmaður og kaup- verðið rúmar 3 milljónir króna. Jón er þó enn ófluttur inn í húsið, því þar búa enn sem fyrr þau Fritz Hendrik Berndsen og Ásta Kristjánsdóttir. Fasteign þessa keypti Jón á nauð- ungaruppboði, en sjálfur segir Jón Magnússon að hann hafi keypt hús- ið fyrir umbjóðanda sinn, Ástu Kristjánsdóttur og að nú sé verið að ganga frá afsali yfir á hennar nafn. Fasteign þessi var seld á fyrra upp- boði og viðurkenndi Jón að það væri óvenjulegt, enda hefði það vissulega komið sér á óvart að eng- inn aðili hefði beðið um síðara upp- Skömmu fyrir gjaldþrot var þessi sendi- bifreið umskráð hjá Bifreiðaeftirlitinu af nafni fyrirtaekisins á nafn Fritz Hendriks. I nóvember sl. var drossla fyrirtækisins af tegundinni Chrysler Le Baron „seld" Othari Erni Petersen, en Fritz Hendrik hef- ur hana þó enn til umráða. boð — í ljósi þess hversu skuldirnar voru miklar. Fritz Hendrik Berndsen er um þessar mundir staddur í Danmörku. Þar hefur hann verið að undanförnu að undirbúa stofnun sérstaks með- ferðarheimilis fyrir áfengissjúkl- inga. Meðferðarheimili þetta hefur verið hugsað fyrir sterkefnaða Dani og ætlunin að hagnast þar ytra á ár- angursríkri formúlu Samtaka áhugamanna um áfengisvarnir. Það setur hins vegar strik í reikninginn, að samstarfsmaður Fritz Hendriks í verkefni þessu hefur verið handtek- inn hér heima, en það er Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Hafskips. Er talið að verkefni þetta hafi ekki síst átt að bjarga þessum mönnum út úr fjárhagslegum ógöngum þeirra. Á morgun, föstudag, verður hald- inn skiptafundur um málefni Blóma og ávaxta h/f. Að sögn skiptaráð- andans, Jóns Finnbjörnssonar, verður þar fjallað um kröfurnar og teknar ákvarðanir um önnur mál, svo sem hvort rifta skuli sölunni á versluninni fyrir dómi. Fyrir liggur að kröfuhafar muni sækja að ábyrgðarmönnum þeirra lána sem eru inni í dæminu, en inn- heimta gæti reynst afar erfið og nokkuð ljóst að kröfuhafarnir muni tapa háum upphæðum í gjaldþrota- máli þessu. Það setur vitaskuld hvorki bankana né tollstjórann á hausinn, en fyrir viðkomandi blómabændur og blómakaupmenn kann þetta mál að reynast mjög þungbært og jafnvel óyfirstíganlegt áfall fyrir suma. eftir Friðrik Þór Guömundsson mynd Jim Smart 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.