Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 32
Bandarlski píanóleikarinn Karol Sue Redd- inglon heldur lónleika I vestursal Kjarvals- slaða þann 4. júní nœstkomandi. Karol Sue Reddington slundaöi nám í píanóleik undir handleiðslu Soulima Sravinsky við University of lllinois þar sem hún lauk einleikaraprófi. Framhaldsnám slundaði hún við Indiana University Bloomington undir handleiðslu Alfonso Monlecino og Marion Hall auk framhaldsnáms i Munchen þar sem Rafal de Silva var leiðbeinandi hennar. ■ Karol Sue Reddington hefur verið kennari við ríkisháskólann í Iridiana, Rose Hulman Institute of Technology of Depaw University. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mozarl, Beethoven, Rachmaninoff og Chopin. Tónleikarnir eru sem áður segir í vestursal Kjarvalsstaða og hefjast kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis. LEIKUST Ljósgrár fiöringur Þjódleikhúsið: Helgispjöl! eflir Peter Nichols. Þýding og leikstjórn: Benedikl Árnason. Lýsing: Arni Baldvinsson. Búningar: Guöný Björk Richards. Leikrnynd: Slígur Steinþórsson. Leikendur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Margrét Guðmunds- dóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Bessi Bjarna- son, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Bald- vin Halldórsson, Jón S. Gunnarsson, Lilja Guörún Þorvaldsdóttír, Ragnheiöur Stein- dórsdóttir, Siguröur Sigurjónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þóra Friöriksdóttir, Örn Árnason. Ekki bætir lokasýning Þjóðleikhússins i vetur miklu við hróður leikhússins á því leik- ári sem senn er liðið, því miður. Að þessu sinni er sýnt nýlegt breskt leikrit, Helgispjöll eftir Peter Nichols, sem fjallar um hjóna- bandið og þó einkum um það ástand sem skapast þegar grái fiðringurinn grípur um sig. Persónur eru fáar, eiginlega fjórar, hjón um fimmtugt, ung ekkja vinar þeirra og fyrrver- andi eiginkona þess sama vinar. Pað sem gerir þetta verk óvenjulegt er að stærstan hluta sýningartímans er hjónunum skipt upp í tvennt, eiginlega í ytri og innri mann þeirra. Með þessu sjónarhorni skapast möguleikar til þess að sýna manneskjur í óvæntu ljósi, sýna samtímis viðbrögð þeirra eins og við- mælendur þeirra skynja þau og hvernig hugsunin eða tilfinningarnar bregðast við — og eins og allir vita getur þar verið mikill munur á. Á þessu sama byggist einnig gam- ansemi verksins, að sýna samtímis tvenns- konar viðbrögð sömu persónu. Ég held að hver maður geti séð í hendi sér að leikrit af þessu tagi gerir miklar kröfur til leikenda og ieikstjóra. Það krefst mikillar ná- kvæmni, ögunar og þjálfunar að láta tvo menn leika samtímis tvær hliðar á sömu per- sónu, það krefst hárfíns samspils leikaranna tveggja og reyndar leikaranna allra þegar fleiri eru á sviðinu, sem oftast er. Þetta tekst ekki sem skyldi í þessari sýn- ingu og þar með verður hún meira og minna máttlaus. Mér sýnist einkum vera þrennt sem þessu veldur. í fyrsta lagi eru það stað- setningar og hreyfingar leikaranna um svið ið sem ekki ná að skapa það andrúmsloft sem til þarf. í öðru lagi er verkið alls ekki nóg æft, kom það bæði fram í stirðum samleik og ennþá frekar í stirðum textaflutningi, jafnvel svo að ópin í hvíslaranum glumdu um salinn. I þriðja lagi er ekki allskostar skynsamlega raðað í hlutverk, ég á a.m.k. einum of erfitt með að trúa á Róbert sem gráafiðringstýpu. Bessi gengur alveg sem slíkur, en þetta verð- ur svolítið erfitt þegar þeir eiga að feika eina og sömu persónuna. Þórunn Magnea og Margrét Guðmundsdóttir eiga heldur auð- veldara með að ná saman. Anna Kristín Arngrímsdóttir leikur ekkj- una ungu sem kveikir fiðringinn með tál- snörum sínum og reynist hinn værukæri heimilisfaðir vera henni auðveld bráð. Hún nær sér verulega á strik og nær að skapa trú- verðuga persónu. Sigurveig Jónsdóttir leikur eiginkonuna fyrrverandi og nær ekki sterk- um tökum á því hlutverki, m.a. var framsögn hennar ekki nógu hljómmikil. Þýðingin á verkinu er ærið misjöfn, stund- um er allt í lagi en stundum verður hún til- gerðarleg, en hún er berorð og nokkuð klúr án þess að ofbjóða neinum, frekar til að dilla miðaldra konum dálítið. Lýsingin er lifandi og leikmyndin vel út- færð. Leikritið sem slíkt er ágætt, fyndið og velt- ir fyrir sér mörgum spurningum sem vel eru þess virði að skoða, en þessi sýning er slöpp. Enn einusinni hefur listamönnum Þjóðleik- hússins verið stýrt í vitlausar áttir og ekki gefinn tími til þess að vinna sitt verk al- mennilega. POPP Bravó John Lydon eftir Ásgeir Tómasson ALBUM — Public Image Limited Virgin/Steinar Stóra platan heitir Album. Þær litlu Singl- es, kassettan heitir Cassette, plötumiðinn Label, blaðaauglýsingin Ad og auglýsinga- plakötin Poster. Af hverju í andsvítanum hef- ur engum dottið þetta í hug fyrr en nú? Svar- ið liggur svo sem í augum uppi: Af því að það er bara til einn John Lydon. Eftir að hafa hlustað á plötu eins og Album verður manni betur ljóst en áður hversu meðalmennskan er ráðandi í heimspoppinu. Þeir eru óskaplega fáir sem hafa eitthvað frumlegt fram að færa. Bob Seger hljómar eins og að Elvis Costello, Rod Stewart og Bruce Springsteen hafi verið hristir saman í kokkteil og þannig mætti nefna nær enda- laus dæmi. En mér vitanlega líkist enginn John Lydon og hann líkist engum! Ég verð reyndar að játa það áður en lengra er haldið að ég hef aldrei haft álit á John Lydon sem söngvara. Mér hreint og beint leiddist hann á Sex Pistols árunum og finnst hann enn þann dag í dag frekar bera titilinn kallari en söngvari með rentu. Enda fæst Lydon ekki við rólega tónlist heldur ein- göngu kraftmikla og stórkarlalega samsuðu pönks, rokks, bárujárns og jafnvel synþa- popps. Og það merkilega er að rödd hans hæfir þessari blöndu býsna vel. En þó að sönghæfileikar Johns Lydons hafi lítt vaxið með árunum verður hann sífellt betri og betri lagasmiður. Á Album er til að mynda hið gullfallega Rise. Eitt besta rokk- lag sem ég hef heyrt það sem af er þessu ári. Önnur lög plötunnar vinna einnig á við hlustun en ekkert þeirra kemst enn í hálf- kvisti við Rise. Á Album nýtur Lydon aðstoðar nokkurra valinkunnra tónlistarmanna. Fyrst skal þar frægan telja Ginger Baker súpertrommara sjöunda áratugarins. Þarna er einnig trommuleikarinn Tony Williams, svo og Ryu- ichi Sakamoto sem leikur á hljómborð, L. Shankar fiðluleikari og gítaristarnir Steve Vai og Nicky Skopalitis. Ekki má svo gleyma bassaleikaranum Bill Laswell sem stjórnaði upptökum plötunnar með Lydon. Með að- stoð þessara prúðu pilta og nokkurra ann- arra hefur gamla forystusauðnum úr Sex Pistols tekist að gera afar áheyrilega plötu sem kom mér gjörsamlega á óvart. Gefið gamla Rotten sjéns ef þið viljið heyra eitt- hvað skapandi sem ekki er eftiröpun ein- hvers annars. WELCOME TO THE REAL WORLD — Mr. Mister RCA/Skífan Og þá er það iðnaðarrokkið, Iesandi góður. Hljómsveitin Mr. Mister hefur á undanförn- um mánuðum verið að vinna sér nafn víða um heim og meðal annars hér á landi. Á vin- sældalistum hefur brugðið fyrir lögunum Broken Wings, Kyrie og nú síðast Is It Love? Og meira á sjálfsagt eftir að fylgja á eftir því að Mr. Mister byrjaði fyrir stuttu að taka upp nýja LP plötu í heimahögum sír.um. Mr. Mister. Nafnið eitt nægir til þess að maður veitir hljómsveitinni eftirtekt. Fjór- menningarnir sem skipa hana eru síður en svo nýgræðingar í poppinu þó að enga tinda- smelli hafi þeir átt fyrr en á þessu ári. Allir eru þeir vel launaðir stúdíóspilarar í Los Angeles og jafnvígir á djass, rokk og rhythm and blues. Að þessu leytinu minna þeir á liðs- menn iðnaðarsveitarinnar Toto og samlík- ingin sú getur náð lengra: Fáar hljómsveitir hafa verið skammaðar jafn hressilega í plötu- dómum á síðustu árum og einmitt þessar tvær. En þó að erlendir krítíkerar ausi sér yfir tónlistarmenn og finni þeim allt til foráttu eru þeir þá þar með lélegir spilarar? Liðs- menn Led Zeppelin voru skammaðir sundur og saman í upphafi ferils þeirrar hljómsveit- ar og fyrstu tvær plöturnar rakkaðar niður. (Sú þriðja reyndar líka en það var öllu skilj- anlegra.) Án þess að ég vilji fara að jafna saman piltunum úr Led Zeppelin, Toto og Mr. Mister þá bendi ég á þetta til að vekja á því athygli að gagnrýni er oft byggð á fordóm- um. Mr. Mister lítt skapandi hljómsveit en hana skipa fyrsta flokks iðnaðarmenn. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Tón- listin byggir á þvottekta formúlu sem margir hafa prófað á undan þeim og það með góð- um árangri. Vilji menn verða ríkir á því að spila rokk verða þeir að velja auðveldustu og öruggustu leiðina. Það hjálpar svo yfirleitt til ef þeir eru jafn flinkir tónlistarmenn og liðs- menn Mr. Mister. Upp úr meðalmennskunni ná þeir sér þó seint. Til þess þarf menn eins og John Lydon sem fyrr var getið. 32 HELGARPÓSTURINN • > 'h s rr> < F t c' '■* v

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.