Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 9
SEÐLABANKINN VEITTI BJÖRGÓLFI GUÐMUNDSSYNI HEIMILD TIL AÐ TAKA LÁN í DÖNSKUM BANKA VEGNA KAUPA Á LJÓSMYNDAFYRIRTÆKI VORUM AÐ TRYGGJA HAG ÚTVEGSBANKANS - SEGIR HALLDÓR GUÐBJARNASON BANKASTJÓRI UM SKULDABRÉF BJÖRGÓLFS OG VEÐ BANKANS í HAGAMEL 53 ,,Eg vil leidrétta þaö, aö meö því skuldabréfi, sem Helgarpósturinn birti fyrir þremur vikum hafi Útvegs- bankinn veriö aö veita Björgólfi Guömundssyni fv. forstjóra Haf- skips lán," sagöi Halldór Guö- bjarnason bankastjóri Útvegsbank- ans í samtali viö Helgarpóstinn. Hann sagöi, aö skuldabréfiö, sem HP birti vœri til komiö sem enn frek- ari trygging fyrir skilvísum greiðsl- um Björgólfs á dönsku láni hans upp á eina og hálfa milljón krónur danskar, sem Björgólfur heföi slegiö í Danmörku meö heimild langlána- nefndar viöskiptaráöuneytisins og jafnframt Seölabankans. Útvegs- bankinn kœmi inn í máliö vegna þess aö bankinn varöveitti veröbréf og aörar tryggingar, sem nœmu röskum átta milljónum íslenzkra króna eöa rösklega upphœö þess láns, sem Björgólfur fékk í Dan- mörku. Forsaga þessa máls er sú, að Björgólfur ætlaði að kaupa ljós- myndafyrirtæki í Danmörku af öðr- um íslendingi. Hann fékk heimild Seðlabankans til þess að taka lán allt að tveimur og hálfri milljón danskra króna. Það skilyrði var sett, að hann tæki lánið hjá erlendum banka en ekki hjá íslenzkum banka. Björgólfi tókst að fá lán og nýtti sér leyfi Seðlabankans með því að taka eina og hálfa milljón danskar að láni. Hins vegar var heimilað, að ís- lenzkur banki gengi í ábyrgð fyrir láninu og það gerði Útvegsbankinn í marz í fyrra. Upphæð lánsins var 1,5 milljónir danskra og kvaðst Hall- dór sér ekki vera kunnugt um hvort Björgólfur hefði nýtt sér afganginn eða ekki. Halldór: „Andvirði lánsins var að einum þriðja hluta nýtt til þess að gera upp skuld fyrri eiganda í öðr- um dönskum banka upp á 500 þús- und danskar krónur, sem var rekstr- arlán þessa manns, sem við vorum í ábyrgð fyrir.“ Halldór sagði, að gegn ábyrgð Út- vegsbankans hefði bankinn fengið tryggingar hjá Björgólfi í verð- tryggðum skuldabréfum, sem bank- anum voru sett að handveði. Jafn- framt hefði verið um það rætt og samið, að ef Björgólfur vildi fá í hendur þá peninga, sem kæmu inn í bankann af þessum skuldabréfum, þá væri honum það heimilt gegn því skilyrði, að hann léti bankanum í té aðrar jafngóðar tryggingar í stað- inn. I april óskar Björgólfur eftir því að losa út fé að upphæð um 1200—1400 þúsund krónur, sem komið var inn sem greiðslur af bréfunum -og býður aðstoðarbankastjóra Útvegs- bankans íbúð að Hagamel 53 sem tryggingu í staðinn. Þessi trygging var metin góð og gild og veðskulda- bréfið, sem HP birti var útbúið í stað venjulegs tryggingarbréfs til þess að tryggingin væri vísitölutryggð. „Með þessu var bankinn að tryggja til fulls, að hann gæti gengið beint að umræddri eign, ef danska lánið færi í vanskil. Við vorum að tryggja hagsmuni bankans," sagði Halldór Guðbjarnason. Við spurðum hann hvort ekki hefði verið gengið óvenjulangt til móts við Björgólf með því að fara jafnhátt með veðið í íbúðinni og hvort ekki hefði þá verið tryggara að óska eftir veði i villu Björgólfs við Hofsvallagötu. Halldór svaraði því til, að það hefði verið mat sérfræðinga bank- ans og hann væri sammála því, að hagsmunir bankans væru mun bet- ur tryggðir með veði í Hagamels- íbúðinni en einbýlishúsi Björgólfs, þar sem um væri að ræða mun sölu- vænlegri eign, sem bankinn þyrfti ekki að óttast að sitja uppi með lengi ef til vanskila kæmi. —H.H. stærstu sérverslun landsins með sport- veiðivörur. Valin merki — Vönduð vara — Kynningarverð Allt í veiðiferðina fyrir stóra sem smáa. Verslunin eióivi Langholtsvegi 111 104 Reykjavík > 6870'90 Gottverð, betri búð. Eitthvað fyrir alla, konur sem karla. Veiðivon vonin sem ekki bregst. Gá í LUKKUDA í fsT^MMXEit Verslun í alfaraleid LUKKUDAGAR? EF ÞÚ VERSLAR FYRIR 1000 KR. OG SVARAR EINNI SPURNINGU FÆRÐ ÞÚ LUKKUMIÐA SEM ÚR VERÐUR DREGIÐ ALLA FÖSTUDAGA í MAÍMÁNUÐI. SÁ HEPPNI HLÝTUR HELGARFERD TIL LONDON Fyrir tvo OPIÐ MÁIMUD.-FIMMTUD. 9-18.30 FÖSTUD. 9-19.00 LAUGARD. 10-16.00 OPIÐ ALLA DAGA í HÁDEGINU HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.