Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 38
HELGARDAGSKRÁVEIFAN
Föstudagur
30. maí
19.15 Á döfinni.
19.25 Tuskutígrisdýriö Lúkas. Finnskur
barnamyndaflokkur um ævintýri
tuskudýrs sem strýkur aö heiman.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.40 Reykjavíkurlag.
20.50 Picasso. Litiö er um öxl um langan
og stórbrotinn feril Picassos á lista-
brautinni og skoðuð verk frá hinum
ýmsu ólíku skeiðum á langri lífsleið.
22.10 Borgarstjórnarkosningar. Hring-
borðsumræður um málefni Reykjavík-
ur.
23.15 Seinni fréttir.
23.20 Óöld í Oklahoma ★★★ (Oklahoma
Kid). Bandarískur vestri frá 1939. s/h.
Leikstjóri Lloyd Bacon. Aðalhlutverk
James Cagney og Humphrey Bogart.
Skömmu fyrir aldamótin síðustu hófst
nýtt landnám í Oklahoma. Landnema-
flokkur gerir málamiðlun við ribbalda
sem vinna mörg óhæfuverk. Þá kem-
ur til sögunnar maður sem þorir að
bjóða þrjótunum birginn.
00.50 Dagskrárlok.
Sunnudagur
1. júní
17.15 Sunnudagshugvekja.
17.25 Andrés, Mikki og félagar frá Walt
Disney.
17.50 Brasilía — Spánn. Bein útsending frá
Heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.40 Listahátíö í Reykjavík 1986. Dag-
skrárkynning.
20.50 Sjónvarp næstu viku.
21.10 Kristófer Kólumbus. Lokaþáttur.
22.00 Flamenco. Bein útsending frá Lista-
hátíð í Broadway. Spænskur flam-
enco-dansflokkur sýnir, stjórnandi
Javier Agra.
22.50 Dagskrárlok.
0
Fimmtudagskvöldið
29. maí
Laugardagur
31. maí
16.45 HM í knattspyrnu í Mexíkó 1986.
Setningarhátíð — Bein útsending.
17.50 Ítalía — Búlgaría. Bein útsending.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Setning Listahátíðar í Reykjavík
1986. Þáttur frá setningarathöfn Lista-
hátíðar á Kjarvalsstöðum fyrr um dag-
inn.
21.10 Fyrirmyndarfaðir. ^
21.35 Tukthúslíf (Porridge) ★★ Breskgam-
anmynd.frá 1979. Leikstjóri Dick
Clement. Aðalhlutverk: Ronnie Bark-
er, Richard Beckingsale og Fulton
Mackay. Gamall kunningi lögreglunn-
ar er enn einu sinni kominn bak við lás
og slá í betrunarhúsi hennar hátignar.
Hann er þar öllum hnútum kunnugur
og verður margt brallað innan og utan
fangelsismúranna.
23.05 Kosningavaka í sjónvarpssal.
Sjónvarpsfréttamenn og gestir fylgj-
ast með talningu atkvæða í kaupstöð-
um landsins. Þá verður sitt af hverju til
fróðleiks og afþreyingar, m.a. leika
Árni Scheving og félagar í sjónvarps-
sal ásamt söngvurum og skemmti-
kröftum.
Dagskrárlok óákveðin.
19.00 Fréttir.
19.50 Daglegt mál.
20.00 Evrópukeppni landsliða í knatt-
spyrnu — ísland—Tékkóslóvakía.
20.45 Á ferð með Sveini Einarssyni.
21.15 Tónleikar í útvarpssal.
22.20 Fimmtudagsumræðan — Nútíma-
maðurinn og heilbrigðismálin.
23.20 Kammertónlist.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
30. maí
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
07.15 Morgunvaktin.
08.30 Fréttir á ensku.
09.05 Morgunstund barnanna.
10.40 Sögusteinn.
11.10 Fáein orö í einlægni.
11.30 Morguntónleikar.
12.20 Fréttir.
14.00 Miðdegissagan.
14.30 Sveiflur.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.00 Helgarútvarp barnanna.
17.40 Úr atvinnulífinu — Vinnustaðir og
verkafólk.
19.00 Fréttir.
19.50 Daglegt mál.
20.00 Lög unga fólksins.
20.40 Kvöldvaka.
----------------------------------------
Eg mœli meö
Sjónvarp, laugardagskvöldið 31.
maí, frá 23.05 og frameftir: Kosn-
ingavaka í sjónvarpssal. Fylgst
með því hvernig einn fréttamaður
af öðrum dettur út af. Inn á milli
hrota verður skotið inn nokkrum
drepfyndnum úrslitum utan af
landi. . .
21.30 Frá tónskáldum.
22.20 Kvöldtónleikar.
23.00 Heyrðu mig — eitt orð.
00.05 Djassþáttur.
01.00 Dagskrárlok.
Laugardagur
31. maí
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
07.30 íslenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
08.30 Fréttir á ensku.
09.30 Óskalög sjúklinga.
11.00 Frá útlöndum.
12.20 Fréttir.
13.50 Hér og nú.
15.00 Miðdegistónleikar.
16.20 Listagrip.
17.00 Beint útvarp frá Listahátíð — Tón-
leikar í Háskólabíói. Cecile Licad leik-
ur með Sinfóníuhljómsveit íslands.
Jean-Pierre Jacquillat stjórnar.
19.00 Fréttir.
19.35 „Sama og þegið".
20.00 Hamoníkuþáttur.
20.40 „Vatnið er ein helsta auðlind okk-
ar". Ari Trausti Guðmundsson ræðir
við Sigurjón Rist.
21.20 Vísnakvöld.
22.00 Kosningaútvarp vegna sveitar-
stjórnakosninga. (Einnig útvarpað á
stuttbylgju.) Lesnar tölur um fylgi og
kjörsókn frá öllum kaupstöðum og
kauptúnum landsins. Þess á milli leik-
in tónlist og reiknimeistarar spá í spil-
in.
Óvíst hvenær dagskrá lýkur.
Sunnudagur
1. júní
08.00 Morgunandakt.
08.30 Fréttir á ensku.
08.35 Létt morgunlög.
09.10 Morguntónleikar.
10.25 Út og suður.
11.00 Messa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
12.20 Fréttir.
13.20 Kosningaútvarp. Úrslit kosninga
tekin saman og rætt um þau.
14.30 Frá tónlistarhátíðinni í Ludwigs-
burg sl. sumar.
15.10 Að ferðast um sitt eigið land. Um
þjónustu við ferðamenn innanlands.
Fimmti þáttur: Austurland.
16.20 Framhaldsleikrit: „Villidýrið í þok-
unni" eftir Margery Allingham í leik-
gerð eftir Gregory Evans. Leikstjóri:
Hallmar Sigurðsson.
17.00 Síðdegistónleikar.
18.00 Myndir úr borginni. Guðjón Frið-
riksson spjallar við hlustendur.
19.00 Fréttir.
19.35 Frá Vínartónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands 16. janúar sl.
20.00 Stefnumót.
21.00 Ljóð og lag.
21.30 Útvarpssagan.
22.20 Strengleikar. Þáttur um myndlist.
23.10 Útvarp frá Listahátíð — Tónleikar
í Háskólabíói daginn áður. Sinfón-
íuhljómsveit íslands leikur Sinfóníu nr.
9 eftir Antonín Dvorák. Stjórnandi:
Jean-Pierre Jacquillat.
00.05 Miili svefns og vöku.
00.55 Dagskrárlok.
Fimmtudagskvöldið
29. maí
20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö.
21.00 Gestagangur.
22.00 Rökkurtónar.
23.00 Þrautakóngur.
24.00 Dagskrárlok.
Föstudagur
30. maí
10.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Pósthólfið.
16.00 Léttir sprettir.
18.00 Hlé.
20.00 Hljóðdósin.
21.00 Dansrásin.
22.00 Rokkrásin.
23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni
og Þorgeiri Ástvaldssyni.
03.00 Dagskrárlok.
Laugardagur
31. maí
10.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Gestagangur.
16.00 Listapopp.
17.00 Hringborðið.
18.00 Hlé.
20.00 Línur.
21.00 Milli stríða.
22.00 Næturútvarp á kosninganótt. Tón-
list leikin milli þess sem nýjustu kosn-
ingatölur verða lesnar á hálftíma
fresti.
03.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
1. júní
13.30 Krydd » tilveruna.
15.00 Dæmalaus veröld.
16.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö.
18.00 Dagskrárlok.
Svæðisútvarp virka daga
17.03-18.15 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík
og nágrenni — FM 90,1 MHz.
17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og
nágrenni — FM 96,5 MHz.
UTVARP
Rás $ og Rás A
SJÓNVARP
eftir G. Pétur Matthíasson
Maðurinn er suikaskepna
Að þessu sinni verður ekki fjallað um hið
hefðbundna útvarp okkar íslendinga,
hvorki það við Skúlagötu né það við Háa-
leiti og ekki heldur tilfallandi svæðisútvarp
hins opinbera. Síðustu 'vikuna hefur nefni-
lega borið á nýmælum og tilbreytni!
Fyrir það fyrsta langar mig til að minnast
á núorðið árlegan viðburð í útvarpi
„verndara" okkar á Miðnesheiðinni (Rás
$?), kanaútvarpsins. Á síðastliðinn föstu-
dag hófst þar Radiothon, en það er mara-
þonútsending í því skyni að safna fé (í
hvaða málefni hefur reyndar gjörsamlega
farið framhjá mér). Ef ég hef tekið rétt eftir
þá hafa þegar safnast yfir 30 þúsund dollar-
ar eða vel á aðra milljón króna. Radiothon
þetta er mjög skemmtilega útfært þannig
að menn „kaupa“ óskalög fyrir tiltekin
áheit, en þeim sem ekki líkar lögin gefst
kostur á að „bömpa" lögunum, það er
borga betur fyrir að stjórnendurnir taki
lögin af fóninum. Meira að segja hafa kom-
ið upp tilvik þar sem fréttunum hefur verið
„bömpað". í upphafi hverrar klukkustund-
ar hljóma nokkur lög sem hafa verið keypt
dýru verði, þar af fyrst einkennissöngur
bandarískra landgönguliða (Marines), sem
væntanlega mun varpast út keppnina á
enda, þar eð enginn virðist ætla að bjóða
betur til að „bömpa" honum, enda búið að
safna og greiða 8 þúsund dollara fyrir þetta
yfirmáta leiðinlega lag! Ýmsar aðrar uppá-
komur fylgja Radiothon þessu og dettur
mér í hug hvers vegna í ósköpunum íslend-
ingar hafa ekki apað þetta eftir (t.d. Rás-2)
nú á þessum bestu tímum fjársöfnunar. . .
Svo við snúum okkur að landanum þá
hafa íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins feng-
ið um nokkurra daga skeið að hlýða á
nokkuð sem kallast Rás-A á FM 103. Þetta
er kosningaútvarp Alþýðuflokksins og má
merkilegt telja að sá flokkur skuli hafa orð-
ið á undan öðrum flokkum höfuðborgar-
svæðisins á þessu sviði, þó einkum og sér
í lagi hinum fjársterka Sjálfstæðisflokki.
Rás-A fór hægt af stað og ekki bar mikið á
áróðri fyrr en nú undir það síðasta. Kratar
útvarpa ekki eingöngu sínum áróðri held-
ur hafa þeir boðið framboðslistum annarra
flokka að útvarpa á rásinni sínum sjónar-
miðum, þeim var hverjum úthlutað 90 mín-
útum. Áðspurðir sögðust útvarpsmenn
krata ekki hafa verið skyldugir að gera
þetta, hér væri hreinlega um vinarþel að
ræða. En skyldi vera mikið hlustað á þessa
rás? Ýmislegt bendir til þess að meira sé
hlustað á Rás-A en í fyrstu mætti ætla. T.d.
var kosningafundi DV útvarpað á þessari
rás og munu DV-menn hafa kennt því um
að mæting á fundinn hafi verið fremur
dræm. í Tímanum í gær var síðan verið að
minna á hlutdeild frammara á rás þessari
og sagt: „Rás-A er eins og flestir vita á FM
103...“ Það er síðan ósvöruð en pólitískt
söguleg spurning hvort þetta frumkvæði
krata reddi þeim mönnum aukalega inn í
borgar- og bæjarstjórnir höfuðborgar-
svæðisins!
I vetur hafa þriðjudagskvöldin verið
bestu sjónvarpskvöldin. Þau hafa borið af í
allan vetur. Dagskráin hefur fólgist í
fræðsluþætti, sakamálaþætti og kastljós-
um. Frábærir fræðsluþættir á borð við
þættina um sjónvarpið og nú síðast Daginn
sem veröldin breyttist með James Burke.
Sakamálaþættirnir hafa verið stórgóðir en
sá síðasti þeirra verður gerður að umtals-
efni hér en það er írsk/breski þátturinn
Gjaldiö.
Þessir þættir eru miklu meira en saka-
málaþættir, þeir fjalla um mannskepnuna
sem slíka, um hryðjuverk og síðast en ekki
síst um ástand mála á írlandi, séð frá Ir-
landi sjálfu en ekki einsog vanalega frá
Norður-írlandi. Gjaldid eru mjög raunsæir
þættir. Allt er mjög trúverðugt, hér eru
ekki á ferð þeir félagar James Bond og
Rambo. I þáttunum tapa allir og það er
sama hvert litið er, mannræningjarnir
tapa, fórnarlömbin tapa, eiginmaðurinn
tapar, írska lögreglan tapar. í lok þáttanna,
og á það' sérstaklega við um lok fimmta
þáttar, ríkir algert vonleysi. I lok fimmta
þáttar, þegar mannræninginn og eiginkon-
an, fórnarlambið, hafa samfarir í augsýn
dótturinnar, nær hin mannlega niðurlæg-
ing hámarki. Eiginkonan svíkur eigin-
manninn og dóttur sína, mannræninginn
svíkur samstarfskonu sína, eiginmaðurinn
hafði hikað að selja og sveik þar með konu
sína og fósturdóttur. Það virðist ekki vera
nein leið útúr ógöngunum. En þetta lýsir
einmitt ástandinu á Norður-írlandi. Þar
hafa allir svikið alla og það er engin leið út-
úr ógöngunum. Alveg einsog í sjónvarps-
þáttunum Gjaldid hefur viðbjóður hryðju-
verka á Norður-írlandi sett mark sitt svo
djúpt í sálir fólks að það ber þess aldrei
bætur. Og ekki frekar en í þáttunum er í
sjónmáli nein lausn. Viðbjóðurinn hefur
gengið of langt og of lengi.
I sjötta og síðasta þættinum dóu mann-
ræningjarnir líkt og Norður-írar deyja,
skotnir niður einsog skynlausar skepnur.
Eina vonin sem gefin er í lokin er að ef til
vill geti dóttirin lifað góðu lífi, hún gæti náð
sér að mestum hluta. Hún var sú eina sem
hugsanlega var hægt að hafa samúð með.
Eiginkonan og eiginmaðurinn voru bæði
svo illa farin vegna atburðanna að þau
höfðu misst samúð áhorfenda, þau voru
bæði svikarar.
Til að kóróna mannvonskuna og niður-
lægingu mannsins í heimi hryðjuverka ná
þau tvö saman á svikunum. Þau vita bæði
að þau hafa svikið hvort annað, hann tímdi
ekki að selja, hún hélt framhjá. Á forsend-
um eigin svika ná þau saman og ganga
glottandi á vit framtíðarinnar. En þau
munu lifa einhverskonar lífi saman. Það er
ekki góður dómur sem kveðinn er upp yfir
mannskepnunni í þessum þáttum en það
er sagt að maðurinn lifi allt af, hversu við-
bjóðslegt sem það nú er.
38 HELGARPÖSTURINN