Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 40
s Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, hefur fallist á að taka sjónvarpsviðtal við Jacqueline Picasso, sem eins og kunnugt er verður við opnun Listahátíðar í Reykjavík á laugardaginn, en þá hefst m.a. sýning á verkum meistar- ans á Kjarvalsstöðum. Viðtalið mun eiga að fara fram um morguninn á Kjarvalsstöðum innan um myndir Pablos og verða um fimmtán mín- útna langt í útsendingu. Þess má til gamans geta að Vigdís kynnti í sjón- varpinu eina'af fyrstu Listahátíðun- um sem hér voru haidnar upp úr 1970, en hafði þar áður verið með frönskuþætti í sama miðli eins og margir minnast. .. egar handtökurnar í Haf- skipsmálinu dundu yfir á dögunum ásamt meðfylgjandi endursýning- um í sjónvarpi um kvöldið, þurfti blaðamaður eins af dagblöðunum í Reykjavík að ná tali af einum fyrr- verandi starfsmanni fyrirtækisins, Jóni Hákoni Magnússyni, af öðru tilefni. En þrátt fyrir stanslausar símhringingar á skrifstofu hans þennan örlagaríka dag í lífi fyrrver- andi samstarfsmanna hans, náðist ekki í hann fyrr en seint um kvöldið. Astæðan var einföld eins og Jón Hákon lýsti henni fyrir blaðamanni: Nú, auðvitað var hann allan daginn á rölti um miðbæinn til að sýna sig og sanna öðrum að hann væri ekki einn þeirra sem hefði verið settur inn. .. Í^^öggiltur endurskoðandi Haf- skips, Helgi Magnússon, sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna Haf- skipsmálsins kemur víða við í við- skiptalífinu. Fyrir utan að hafa verið löggiltur endurskoðandi Hafskips, var hann einnig endurskoðandi Þýsk-íslenska verslunarfélagsins, sem lenti í skattrannsóknastjóra á dögunum, hann er endurskoðandi Frjáls framtaks, hann er vara- formaður í fyrirtæki föður síns, Hörpu, og hann er löggiltur endur- skoðandi Skrifstofuvéla, þess fyr- irtækis sem Páll Bragi Kristjóns- son er framkvæmdastjóri fyrir. Raunar mun Helgi hafa byrjað hjá Skrifstofuvélum um leið og Páll Bragi tók við starfi sínu þar... Arftáki Uniflo Hlutverk smurolíu er vitanlega aö smyrja og minnka núningsviðnám og slit bdvélarinnar. Því hlutverki hefur UNIFL0+ skilað frábærlega frá því hún kom á markaðinn. Þróunin heldur áfram og kröfur bílaframleið- enda aukast og nú getum við kynnt oiíu sem tekur Uniflo+ fram í gæðum. Þennan árangur má þakka þrotlausum tilraunum og prófunum með ný og fullkomnari bætiefni. Arftaki Uniflo+ heitir ESSO SUPEROIL. Skiptu yfir í sparnað! Vfirburðir ESSO SUPER felast ekki síst í hæfileikum nýju bætiefnanna til að ná fram auknum sparnaði á eldsneyti og smurolíu. Enda getur ESSO SUPER státaö af afgerandi meðmælum virtra fagrita. Það sem stendur uppúr I umfjöllun þeirra eru einkum 5 atriði: 1 ■ „Super“ sparnaður á smurolíu. „Super“ sparnaður á eldsneyti. „Super“ vernd gegn vélarsliti. „Super“ virkni á öllum árstíðum. „Super“ kaldræsieiginleikar. SKIPTU YFIR í REKSTRARÚRYGGi 0G SPARNAD MEÐ SUPER SMUROLÍUNNI, SKIPTU YFIR í ESSO SUPER! KJOTMIÐSTOÐIN Laugalaelc 2 — S: 686511 MARINERAÐ LAMBAKJÖT Kryddaðar lærissneiðar 365 kr. ka. Kryddaðar grillkótilettur 310 kr. kg. Kryddaður framhryggur 365 kr. kg. Krydduð grillrif 120 kr. Jcg. Krydduð grilfsteik læri 239 kr. kg. Lado læri úrbeinað 435 kr. kg. Lado frampartur úrbeinaður 365 kr. kg. SVÍNAKJÖT ÁLÁ6A VERÐINU Ný svínalæri 245 kr. kg. Nýr svínabógur 247 kr. kg. Nýr svínahryggur 470 kr. kg. Nýjar svínakótilettur 490 kr. kg. Svínafillet (hnakki) 420 kr. kg. Svínarif 178 kr. kg. Svínaschnitzel 530 kr. kg. Svínagullasch 510 kr. kg. Svínalundir 666 kr. kg. Svínahnakki reyktur 455 kr. kg. Svínalæri úrbeinað 335 kr. kg. Svínabógur úrbeinaður 295 kr. ka. Svínakjötsgriílpinni aðeins 40 kr. stk. Nautahakk 10 kg aðeins 250 kr. kg Nautagullasch 465 kr. kg. Nautabuff 550 kr. kg. Nautahnakkafillet 368 kr. kg. Nautabógsteik 275 kr.Lg. Nautagrillsteik 275 kr. kg. Nautainnanlæri 599 kr. kg. Nautaschnitzel 595 kr. kg. Nautahamborgari 100 gr. 27 kr. stk. Nautagrillpinni beint ó pönnuna ca. 50 kr. stk. Grillmaturinn fró okkur er góður NAUTAKJÖT aðeins það besta U.N.I. aldrei neitt annað 40 HELGARPÓSTURINN AUK hf. 15.141/SlA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.