Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 29
SVONA GERUM VIÐ || I ■ ér koma fréttir af kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skyttunum, sem tekin verður í sumar. Eins og fram hefur komið skrifar Einar Kárason rithöfundur söguna með Frikka, en hún fjallar um tvo starfsmenn í Hvalstöðinni sem gefast upp á vinnunni þar og halda til borgarinnar í ævintýraleit, sem endar með því að þeir brjótast inn í Sportver, stela þaðan byssum — og haga sér ófriðlega. . . Eftir því sem HP heyrir er markmiðið með þessum efnivið að blanda saman þriller, „roadmovie" og ævintýra- mynd. Ari Kristinsson verður tökumaður Skyttanna og skýtur í þrjátíu og fimm millimetrum, þann- ig að þessi nýjasta mynd Friðriks verður ekki „blásin upp“ eins og flestar fyrri mynda hans, en það hef- ir bitnað á myndgæðum. Eggert Guðmundsson, nýútskrifaður leik- ari, fer með aðalhiutverkið ásamt Þórarni Agnari Jónssyni. Við þetta er svo því að bæta, að ofan- greindir aðilar virðast ætla að stefna á erlendan markað með myndina, því henni hefur þegar ver- ið gefið enskt nafn, „White Whales". . . að er ekki bara Friðrik Þór sem kvikmyndar í sumar. Kvik- myndafélagið Umbi, sem á Skila- boð til Söndru að baki, byrjar í sumar tökur á myndinni Stella, sem fjalla á um dellurnar í íslensku þjóð- félagi en handritið er eftir einn for- svarsmann Umba, Guðnýju Hall- dórsdóttur. Við heyrum að Guðný sé að íhuga að láta tvo leikstjóra um þetta verk, að annar annist leikara- leikstjórn, en hinn myndstjórnina. í því sambandi er minnst á Þórhildi Þorleifsdóttur og Þorstein Jóns- son. Leikararnir sem nefndir eru til sögunnar eru Þórhallur (Laddi) Sigurðsson, Edda Björgvinsdótt- ir og Gestur E. Jónasson. Töku- maður verður Örn Sveinsson af sjónvarpinu.. . l undirbúningi er mikil leiklistar- hátíð áhugaleikflokka af landinu í sumar í Reykjavík. Það er BÍL, Bandalag íslenskra leikfélaga, sem stendur fyrir þessu framlagi, með Sigrúnu Valbergsdóttur for- HÖNNUN OG AUGLÝSINGATEIKNUN GUÐBERGUR AUÐUNSSON Þingholtsstræti 23 101 Reykjavík Sími 619062 mann bandalagsins í fararbroddi. Við heyrum að Sigrún hafi trítlað upp á fréttastofu sjónvarps á dögun- um og spurt fréttastjórann þar, Pál Magnússon, hvort sá sterki miðill myndi ekki segja eitthvað af þessum menningarviðburði og bauðst í því sambandi til að láta honum í té allar hugsanlegar upplýsingar varðandi málið. Svarið er afdráttarlaust frá fréttamanninum: Nei, þetta er engin frétt. . . HELIX- FARSÆLOLÍA © HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.