Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 10
HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir og G. Pétur Matthíasson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Olafsson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson Dreifing: Garðar Jensson (heimasfmi: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11 Prentun: Blaðaprent h/f Hátíðir Það úir allt og grúir af hátíð- um nú um helgina. Þetta eru viðburðaríkir vordagar. Sumir kætast yfir Listahátíð í Reykja- vík sem verður sett á laugar- daginn, aðrir gefa listahátíðum langt nef og kjósa miklu heldur að kætast yfir fótboltahátíðinni sem tekur að streyma um loftin blá frá Mexíkó þann sama dag. Og svo er líka hátíð hjá þriðja hópnum sem kemur líklega til með að kætast og ókætast á víxl um helgina — það er nátt- úrlega sá mýgrútur af fram- bjóðendum til bæjarstjórna, sveitarstjórna og hreppsnefnda sem uppá síðkastið hefur keppst við að lofa kjósendum fegurra, betra og gróskumeira mannlífi. En það gildir það sama um þá undirfurðulegu skepnu kjós- andann og íslenska veðrið — það er ekki hægt að ganga að neinu vísu. Altént ekki því að kjósandinn sé endilega upp- lagður til að kjósa þegar loks rennur upp stjórnskipaður kjör- dagur. Það bendir nefnilega allt til þess að flestir kjósendur kæri sig kollótta um kosning- arnar á laugardaginn, hvort sem þeir eru heimilisfastir í þéttbýli eða svokölluðu dreif- býli. Frambjóðendur hafa streist við að vekja áhuga með ýmsu móti; kratar skarta Bryn- dísi og vilja kaupleiguíbúðir, framsókn vill þriðja miðbæ Reykjavíkur í Breiðholtinu, íhaldið opnar elliheimili og sker afmælistertur í gríð og erg og brosmildir allaballar setja sig í frjálsmannlegar stellingar á Ijósmyndastofum. Flokkur mannsins býður líka fram og segist vera öðruvísi, en sami rassinn undir öllum hinum. En allt kemur fyrir ekki: Skoðanakannanir sýna að helmingur kjósenda kærir sig ekki hætishót um storminn sem geisar í vatnsglasi pólitík- urinnar. Og samt — líklega láta þeir sig þó hafa það á endanum að fara á kjörstað, einn borgar- fulltrúi fellur og annar kemur í staðinn, en líklega verður allt við það sama eftir sem áður, þrátt fyrir alla kosningafundina, kjall- aragreinarnar og brosin blíðu. Ein ástæðan fyrir áhugaleys- inu er nefnilega sú að hvergi virðist stefna í neinar breyt- ingar. .. Það er hald Helgarpóstsins að líklega séu hinar hátíðirnar tvær miklu eftirminnilegri at- burðir þegar fram líða stundir — Listahátíðin og fótboltahá- tíðin sem hann Bjarni Fei. ætlar að halda í sjónvarpinu, reyndar í óþökk þeirra íslendinga sem finnst ekkert sérlega gáfulegt að sjá tuttugu og tvo fullveðja karlmenn hlaupa á eftir bolta. En þeir eiga bara eftir að sjá Platini og Zico og Mara- donna. .. Menntaskólinn I Reykjavík; óeðlilega mikið fall í íslenskuprófi í tveimur eðlisfræðideildarbekkjum og einum nýmáladeildarbekk sem Ólafur M. Ólafsson kenndi? Nemandi sem telst fallinn á stúdentsprófi lækkaði um 5,5 í ritgerð milli ára . . . ENGIN STUDENTSHUFAI AR...“ — ólga í Menntaskólanum í Reykjavík vegna mikils falls í íslenskuprófi „Það verður ertgin stúdentshúfa í ár" segir í skondnum dœgurlaga- texta sem iðulega hefur hljómað á öldum Ijósvakans nú í vor, á sama tíma og œskufólk í hundraðatali sit- ur slímusetur yfir skólabókum í þeirri von að ávinna sér rétt til að setja að lokum upp hvíta kollinn, stúdentshúfuna — þetta vegabréfút í lífsbaráttuna. En téður texti, hann fjallar sumsé um undantekningar- tilfellin, þá fáu nemendur sem eru svo ólánsamir — eða þá svo af- spyrnuslakir — að þeir heltast úr lestinni á lokasprettinum. Á laugardaginn útskrifast stúdent- ar úr elstu menntastofnun iandsins, Menntaskólanum í Reykjavík. Þeg- ar Helgarpósturinn fór í prentun var ekki enn vitað með vissu hversu margir standast ekki stúdentsprófið þar að þessu sinni, en ljóst er að móðurmálið ástkæra og ylhýra er mörgum óþægur ljár í þúfu — ekki síst þeim ungmennum sem hafa stundað nám undir handleiðslu Ólafs M. Ólafssonar íslenskukenn- ara, nemendum í 6. bekk B, X og Y. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins hafa alls fjórtán nemendur fallið í íslensku í þessum bekkjar- deildum og útlit fyrir að falleinkunn- irnar komi til með að kosta ein- hverja nemendur stúdentsprófið. Þeir nemendur MR sem Helgar- pósturinn ræddi við báru Ólaf M. Ólafsson þungum sökum; þeir segja að munnlegt próf í íslenskum fræð- um hafi farið fram eftir hans geð- þótta; hann hafi spurt út í óþarfa smáatriði sem jafnvel hafi ekki ver- ið í pensúmi, en látið hin veigameiri aðalatriði sitja á hakanum. MR-ing- ar nefna sem dæmi spurningar á borð við þessar: Hver var afi Staðar- hóls-Páls? (Svar: Jón Arason.) Hver voru langafi og langamma Ara fróða? (Svar, sagnfræðilega heldur vafasamt: Þorkell Eyjólfsson og Guðrún Ósvífursdóttir.) „Þetta voru andstyggilegar spurn- ingar, hann hljóp yfir öll aðalatriði og skrifaði ekki hjá sér nema það sem var vitlaust," segir piltur sem Ólafur felldi í íslensku og bætir því við að ýmsir nemendur sem hafi verið með góðar íslenskueinkunnir hjá öðrum kennurum, fyrstu einkunn og ágætiseinkunn, hafi fengið fall-i einkunnir hjá Ólafi M. Ólafssyni í þetta sinn. Til að ná stúdentsprófi í Mennta- skólanum í Reykjavík þarf nemandi að ná meðaleinkunninni 5 í öllum greinum, en auk þess má hann ekki fara undir 3 í nema tveimur fögum. íslenskueinkunnin á stúdentsprófi skiptist í tvo hluta — fyrir íslenska ritgerð og íslensk fræði, en þar er annars vegar gefin árseinkunn og hins vegar einkunn fyrir munnlegt próf. Þeir nemendur sem telja sig hafa verið sárt leikna segja að fall- prósentan sé óvenjulega há, hvort tveggja í ritgerðinni og fræðunum íslensku. Þeir segja líka að mikið misræmi sé milli árseinkunnar, sem er gefin fyrir frammistöðuna um veturinn, og prófeinkunnarinnar. Þetta.er reyndar ekki í fyrsta sinn sem kastast í kekki milli Ólafs M. Ólafssonar og nemenda í MR. Ólaf- ur hefur alla tíð verið umdeildur kennari, ógleymanlegur öllum þeim sem hafa setið tíma hjá honum og kannski ekki síst þeim sem hafa uppgötvað algjöra fákunnáttu sína í móðurmálinu undir handleiðslu hans. Það er ástæðulaust að tína hér til gamlar sögur af löngum kenn- araferli Ólafs M. Ólafssonar — látum nægja að geta þess að blaðamaður hér á Helgarpósti féll um heila sex milli ára í íslenskum stíl, úr 9 í 3, eftir að hann settist við fótskör Ólafs. Að vonum hafa verið uppi tals- verð klögumál vegna umrædds ís- lenskuprófs. Nemendur sem ekki fella sig við einkunnir sínar hafa gengið á fund Guðna Guðmunds- sonar rektors og foreldrar þeirra líka. Rektor hefur svarað því til að engum einkunnum verði breytt, en Helgarpósturinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að mál eins nemanda hafi verið farsællega til lykta leitt — sá taldist fallinn í þremur fögum, meðal annars í ís- lenskum fræðum og íslenskri rit- gerð, og þar með á stúdentsprófi. í því tilviki munu foreldrar hafa átt fund með rektor og öðrum hlutað- eigandi. „Það verða engin próf endurtek- in, þetta er klárt mál frá hendi stjórnskipaðs prófdómara," segir Guðni Guðmundsson rektor. Það stendur heima — stjórnskipaður prófdómari hefur lagt blessun sína yfir umrædd íslenskupróf; þeir voru reyndar tveir sem könnuðu ís- lenskukunnáttu nemendanna í 6.-B, -X og -Y ásamt Ólafi M. Ólafssyni, Jón Aðalsteinn Jónsson orðabókar- ritstjóri og Runólfur Þórarinsson hjá menntamálaráðuneytinu. Þeir nem- endur sem Helgarpósturinn ræddi við kvörtuðu hins vegar yfir því að áhugaleysi prófdómaranna hefði verið algjört, þeir hefðu lítið sem ekkert lagt til málanna og látið Ólaf stjórna munnlega prófinu eftir sín- um hentugleikum. Foreldri sem Helgarpósturinn hafði tal af taldi að misbrestirnir á prófinu væru ekki síður sök prófdómaranna en Ólafs M. Ólafssonar. Það virðist Ijóst að fallprósentan í téðu íslenskuprófi er óvenjulega há — munnlega prófið fór hins vegar fram bak við luktar dyr skólastof- unnar og því er erfitt að fullyrða hvort fallprósentan þar var óeðli- lega há. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að liggja hjá kennaranum og prófdómaranum. „Það er búið að leysa úr máli sonar míns,“ segir for- eldri í samtali við Helgarpóstinn, „en það breytir því ekki að þarna var mjög skringilega staðið að verki. Áð hluta til er þetta kannski spurning um kerfið, partur af stærra máli — allavega er ég viss um að krakkarnir hefðu ekki lent í þessu í öðrum skólum." Einsog áður kom fram var enn ekki ljóst hversu margir hafa fallið á stúdentsprófinu í MR. Að sögn Guðna rektors var talsvert um fall í einstökum greinum og ekki segir hann Ólaf M. Ólafsson vera einn íslenskukennara um að hafa gefið falleinkunnir. En var kunnáttuleysið þá svona algjört — og hvers vegna hafa þessir nemendur komist jafn- langt í skólanum og raun ber vitni, alla leið uppí sjötta bekk? Guðni Guðmundsson: „Ætli þetta staðfesti ekki ótta manna um framtíð ástkæra, ylhýra málsins. Margir virðast hafa verið áberandi illa lesnir og í ritgerðinni reyndist miklu vera áfátt um mál- smekk og málkunnáttu. Þeir sem svo falla á stúdentsprófi fyrir vikið hafa verið í neðri kantinum í öðrum fögum líka og það kemur þeim í koll. En sú spurning hvers vegna þetta fólk hefur komist svona langt í skólanum á fullan rétt á sér — . kannski erum við ekki nógu drjúgir við að fella fólk í neðri bekkjunum." Sá umtalaði íslenskukennari Ólaf- ur M. Ólafsson lætur líklega af störf- um fyrir aldurs sakir nú í vor og kveður svo sannarlega með eftir- minnilegum hætti. Og nemendur hans, stúdentsefnin sem þreyttu íslenskuprófið, líklega verður ein- hver þeirra að bíta í það súra epli að afpanta veisluföngin í stúdentsgillið og húfuna sem P. Eyfeld var í óða önn að sauma, svó notuð séu orð nemanda úr sjötta bekk Mennta- skólans í Reykjavík. ■eftir Egil Helgason mynd: Jim Smart 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.