Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 37
Guðrún Bachmann: „Síðan
gerðu foreldrar mínir eitt sem
ég verð þeim ævinlega þakk-
lát fyrir: þau tóku ekki af mér
alla ábyrgð á barninu, en það
held ég að foreldrar unglinga-
mæðra geri of oft."
GUÐRÚN BACHMANN
HUGMYNDASMIÐUR:__________________
|in formúla fyrir
ingju11
Eitt af því sem foreldrar mínir
höfðu lagt mikið upp úr var að vildi
ég fara í nám skyldu þau hjálpa mér.
Fyrsta veturinn í menntó var ég
óreglulegur nemandi. Við skipt-
umst á að passa strákinn — ég,
mamma, amma, pabbi og eldri
bróðir minn, þannig að ég gat sótt
tíma eins og nauðsyn krafði.
Síðan gerðu foreldrar mínir eitt
sem ég verð þeim ævinlega þakklát
fyrir: þau tóku ekki af mér alla
ábyrgð á barninu, en það held ég að
foreldrar unglingamæðra geri oft.
Um þetta leyti skellti mamma sér í
Háskólann þannig að þessi eðlilega
verkaskipting á heimilinu hélt
áfram, en meginábyrgðin var alltaf
hjá mér. Síðan fékk ég barnaheim-
ilispláss fyrir son minn en við höfð-
um það fyrir reglu að hann væri þar
aldrei lengur en brýnasta nauðsyn
krefði.
Forstöðukonan á barnaheimilinu
var mjög skilningsrík og ræddi oft
við mig. Kannski eru konur í ljós-
mæðra- og uppeldisstörfum al-
mennt heilar í sínu starfi — þær
kynnast svo mörgu. Þær virðast
halda þessum húmanisma, þessari
mannlegu hlýju sem er lykilorðið.
Síðan rúllaði þetta af sjálfu sér í
gegnum menntó. Þá var ég fyrir
löngu búin að eignast kunningja
sem tóku mér bara sem Guðrúnu
sem átti barnið. En þarna fór ég
fyrst að finna fyrir muninum á mér
oghinum, því að ég bjó yfir reynslu
sem enginn annar gat sett sig inn í.
Því fylgdi viss einmanakennd sem
mótaði sjálfsímynd mína: Jú, ég er
með, en aldrei nema að hluta til. Þar
að auki hafði ég lítinn tíma til að
sinna félagslífi, kannski líka litla af-
gangsorku. Hins vegar lagði ég mig
fram um að rjúfa þennan múr milli
mín og hinna, tók strákinn t.d. oft
með mér upp í skóla í ýmsum er-
indagjörðum.-Ég vildi láta viður-
kenna hann sem hluta af mínu lífi,
fyrir nú utan að mér fannst hann
auðvitað vera yndislegasta barn í
heimi. Það fannst reyndar öllum í
fjölskyldunni.
Ég man einungis eftir einni virki-
lega hræðilegri athugasemd sem ég
fékk. Þá var sonur minn u.þ.b. fjög-
urra ára gamall. Stelpa sem hafði
verið með mér í menntó en ég
þekkti ekki sagði: Ég var alltaf svo
viss um að þú værir svo vond við
barnið þitt. Þá hafði hún ekki getað
ímyndað sér, að ég, þessi stelpa sem
stóð reykjandi á göngunum í frímín-
útum o.s.frv., gæti hugsað almenni-
lega um barnið sitt! Henni fannst
það fjarstæðukennt. Fordómar?
Ég held aftur á móti að móðurást-
in sé síst minni hjá svona ungum
stelpum, m.a. vegna þess að tilfinn-
ingin er svo sjálfsprottin og eðlileg.
Stundum var ég með samviskubit
yfir að vera ekki meira með syni
mínum en á móti reyndi ég að vera
eins góð móðir og ég gat þegar við
vorum saman.
Fyrstu tvö árin eftir að Svenni
fæddist var oft sagt við mig: Mikið
ertu dugleg! Fyrst fannst mér þetta
ágætt en síðan fór ég að undrast, því
hvað annað átti ég að vera en dug-
leg? Svona nokkuð er ekki sagt við
tvítugar mæður eða þaðan af eldri.
Þetta var orðin ein versta setning
sem ég heyrði. Ég var farin að segja
á móti: Hvað áttu eiginlega við? Ér
ég dugleg af því að sonur minn
gengur í hreinum fötum eða af því
að ég tek góð próf? Og þetta fólk
vissi raunar ekkert hvernig mér leið.
Auðvitað varð ég að lifa áfram þótt
ég fengi ekki að rasa út á sama hátt
og hinir. Dugleg hvað!
Frá upphafi sá ég aðallega kosti
við það að hafa éignast barn vegna
þess að aðstæður mínar voru svo
góðar. Ég sveigði líf mitt að þessum
aðstæðum frá byrjun. Ég man ekki
eftir því að hafa hugsað meðvitað:
Bara aö ég væri nú ekki orðin móð-
ir. Svo var sonur minn hraustur
þannig að ég gekk ekki í gegnum
löng eyrnabólgutímabil o.þ.u.l. En
fyrstu tvö, þrjú árin var ég svo sem
alltaf þreytt og blóðlíti! og svefnlaus,
hugsaði með mér hvort ég ætti ekki
eftir að sofa út einn einasta sunnu-
dagsmorgun það sem eftir væri. . .
Eg var ótrúlega ákveðin í að berj-
ast fyrir tilvistarrétti okkar mæðgin-
anna. Eftir að ég hafði slitið sam-
bandinu við barnsföður minn og fór
að vera með öðrum strákum, ætlað-
ist ég til þess af þeim að þeir tækju
son minn inn í dæmið. Það var
merkilegt hvað ég stóð fast við
þessa kröfu mína því kvennahreyf-
ingin var fremur stutt á veg komin á
þessum tíma. En ég vildi engan
,,ráðskona-óskast-í-sveit-fíling“!
Stundum hef ég spurt sjálfa mig
hvaða ráð ég gæfi ætti ég fimmtán
ára dóttur sem yrði ófrísk. Slíkt er
mjög vandasamt. Þó að ég viti að ég
hafi komið vel út úr þessu og mér
finnist strákurinn minn síst verr
staddur en krakkar á hans aldri, þá
er ekki þar með sagt að það sama
yrði upp á teningnum hjá hvaða
fimmtán ára stelpu sem er.
Ég held að unglingar í dag séu al-
mennt betur upplýstir um kynferð-
ismál en ég var á þeirra aldri. Þau
ættu að hafa fræðilega möguleika á
að passa sig betur. En svo togast
þetta líka allt á í þeim — skynsemin,
löngunin, tilfinningarnar. Og fimmt-
án ára gömul stelpa er tæpast fær
um að taka ákvörðun um líf sitt,
fóstureyðingu eða ekki. Mér þætti
erfitt að taka afstöðu í svona tilfelli
— nógu erfitt að taka slíka ákvörðun
fyrir sjálfa sig.
Eftir að sonur minn komst á ungl-
ingsárin hefur hann oft spurt mig
hvernig mér hafi liðið þegar hann
var lítill. Það er kannski fyrst þegar
ég svara honum sem unglingi, að ég
lít til baka og velti fyrir mér hvernig
mér leið. Maður hefur ekkert verið
að velta sér upp úr vandamálum
fortíðarinnar. Oft brosi ég með
sjálfri mér þegar ég lít til baka — en
það er sko engin formúla fyrir lífs-
hamingju að verða móðir á ungl-
ingsárunum.
Sonur minn, já. .. Mér finnst hann
vera fallegasti gæinn í Reykjavík.
Blíður og góður. En það sem skiptir
mestu máli í dag er að mér finnst
hann vera alveg dúndur hamingju-
samur. Ég þurfti aldrei að skilja við
hann í lengri tíma og eftir að ég
flutti úr foreldrahúsum og fór að búa
með öðru fólki fékk ég bæði upp-
örvun og aðstoð, þó að ég hafi alltaf
borið meginábyrgðina sjálf. Þegar
allt kemur til alls stendur maður allt-
af einn með þessa ábyrgð.
Kannski hefur þessi lífsreynsla
kennt mér að gera kröfur til lífsins,
jafnt og til sjálfrar mín og ég held að
það hafi skilað sér. í dag held ég að
þessi reynsla sé hluti af styrk mín-
um, sjálfstæði og afstöðu til lífsins."
leftir Jóhönnu Sveinsdóttur myndir Jim Smart
Elín Þóra Friðfinnsdóttir ásamt Evu dóttur sinni sem fermdist í vor: „Það er oft vafamál hver er foreldri og hver er barn á þessu
heimili."
ELÍN ÞÓRA FRIÐFINNSDÓTTIR
DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR:
„Læknirinn vildi rekja óléttuna
til greindarskorts!##
„Þegar ég varð ólétt gerði ég mér
enga grein fyrir hvað það var að
eignast barn. Ég hélt að þetta gæti
orðið skemmtilegt, að ég eignaðist
lítinn, sætan krakka sem ég gæti
klætt upp á um helgar. Ég held að
þetta hafi verið miklu meira sjokk
fyrir foreldra mína þó að þau hafi
ekkert látið á því bera þá. Ég þykist
hafa skynjað það eftir á. Það var
ekki fyrr en barnið var orðið nokk-
urra mánaða gamalt að ég skildi í
hverju ég var lent.
Líkamlega leið mér vel meðan á
meðgöngunni stóð, en það var mik-
ið horft á mig. Ég vakti auðvitað
mikla athygli, var í landsprófi á
þeim tíma.
Andstyggilegasta reynslan í sam-
bandi við þetta held ég að hafi verið
fæðingardeildin. Þar fékk ég Maríu
Hallgrímsdóttur á mig í fullu veldi.
Hún spurði hvers konar aumingi ég
væri. Það lá við að hún kallaði mig
skækju. Hún var hrikaleg. Þar fyrir
utan var ekkert útskýrt fyrir mér á
deildinni. Fæðingin var mjög erfið,
tók þrjá sólarhringa. Dóttir mín
fæddist að kvöldi og var síðan sett í
súrefniskassa. Þegar ég rankaði við
mér morguninn eftir var komið með
börnin til allra kvennanna sem lágu
með mér, en ekkert til mín. Þá var
ég alveg viss um að barnið væri dá-
ið vegna þess að mér hafði ekkert
verið sagt. Ég þorði ekki að spyrja.
Svo kom mamma í heimsóknartím-
anum og spurðist fyrir um barnið.
Svo lenti ég líka hjá Pétri gamla
Guðmundssyni lækni. Hann vildi
rekja óléttuna til greindarskorts, var
sífellt að spyrja hvað ég hefði fengið
í einkunn í sjö ára bekk! Mamma
uppgötvaði á undan mér að ég var
ólétt og fór með mig til Péturs af því
að hann var eini kvenlæknirinn sem
hún þekkti. Fóstureyðing kom
aldrei til greina á þessum tíma. Ég
man ekki eftir neinni slíkri umræðu.
Ég er svo lítil, með svo litla grind,
en samt var keisaraskurður ekki
álitinn koma til greina. Ég mátti
rembast í mína þrjá sólarhringa. Því
var ég lengi að jafna mig eftir fæð-
ingupa og hélt þar að auki áfram að
stækka á eftir,
Það þótti svo óvenjulegt að svona
ung og smávaxin stelpa ætti barn að
í miðri fæðingu var hrúgað inn til
mín einhverjum læknanemum til að
sýna þeim fyrirbærið. Það var
hrikalegt.
Ég hafði verið á spítala sem
krakki en eftir reynsluna á fæðing-
ardeildinni varð ég svo spítala-
hrædd að þegar ég átti síðara barnið
mitt í Ameríku gat ég ekki hugsað
mér að vera lengur en tíu tíma á
spítalanum. Samt var þar allt annað
og betra viðmót. Þar fylgist sami
læknirinn með manni allan með-
göngutímann og tekur síðan á móti
barninu. Ég get því alveg ráðlagt
fólki að eiga börn í Ameríku.
Dóttir mín fæddist um vor. Um
sumarið fannst mér æðislega leiðin-
legt að labba úti með barnavagninn,
allir voru í unglingavinnunni og ég
hafði engan til að tala við. Það var
mér dálítil sárabót að frænka mín
sem þá bjó í Svíþjóð sendi mér rauð-
an flauelisbarnavagn sem var ein-
hver flottasti barnavagninn í
Reykjavík.
Ég held að sumum jafnöldrum
mínum hafi fundist ég vera dálítið
undarleg í háttum fyrst eftir að ég
átti barnið. í ágúst hafði ég farið í af-
mæli til vinkonu minnar, dressað
mig upp og fengið lánaða skartgripi
hjá mömmu og móðursystur minni.
Síðar sagði þessi vinkona mín mér
að ég hefði þótt býsna skrýtin.
Veturinn sem ég var ólétt hafði ég
svo sem ekki mikil samskipti við
bekkjarfélaga mína í Vogaskóla.
Þeir ætluðu allir í MT en ég vildi fara
í skóla þar sem ég gæti byrjað upp
á nýtt, vildi ekki bera þetta tvöfalt á
bakinu. Þess vegna for ég í MH, þar
leið mér vel.
Foreldrar mínir studdu vel við
bakið á mér, en sjálfsagt hefur það
verið erfitt fyrir þau því ég er lang-
yngst sjö systkina. Þau voru á sex-
tugsaldri þegar ég átti dóttur mína.
Ég bjó heima hjá þeim meðan ég
var í menntaskóla, en á sumrin fór
ég norður til Akureyrar til systur
minnar í byggingarvinnu því það
var miklu meira upp úr því að hafa.
Hún passaði fyrir mig á daginn og
ég fyrir hana á kvöldin ef því var að
skipta.
Eftir stúdentspróf vildi ég ekki
íþyngja mömmu og pabba um of,
fannst þau alveg hafa gert nóg og
fór til Bolungarvíkur að kenna
ásamt dóttur minni og núverandi
manninum mínum.
Sambandið við barnsföðurinn og
alla hans fjölskyldu hefur alltaf ver-
ið mjög gott. A aðfangadagskvöld
fer ég t.d. alltaf með fjölskylduna
heirn til hans. Við byrjuðum að vera
saman þegar við vorum þrettán ára
og slitum svo sambandinu þegar
dóttir okkar var eins árs. Hann hef-
ur alltaf verið ógurlega mikill pabbi
í sér, tekur oft báðar dætur mínar
heim ef svo ber undir. Við vorum að
ferma dóttur okkar um daginn.
Auðvitað hafði maður átt ýmsa
drauma á unglingsárunum, eins og
að vinna á hóteli í Noregi og tína
jarðarber í Frakklandi en þeir runnu
allir burt með legvatninu. En ég var
ákveðin í því frá upphafi að verða
ekki bitur. Ég kærði mig ekki um að
vera orðin gömul kerling tuttugu og
þriggja ára og segja við barnið: Það
var þér að kenna að ég gat ekki gert
þetta og hitt.
Ég var mikið með dóttur mína í
bakpoka þegar hún var litil, t.d. á
sumrin fyrir norðan. Við þvæld-
umst um allt. Eftir veturinn í Bol-
ungarvík fórum við til Ameríku og
hún var ofsalega meðfærilegur
krakki. Ég hafði náttúrulega hvorki
þolinmæði né ábyrgðartilfinningu
og hlustaði bara ekki á hana ef hún
var með einhvern kjaft. Hún sat og
stóð eins og ætlast var til, þetta litla
grey, og átti þrjátíu og sex tússliti
sem entust henni í fimm ár. í
Ameríku fengum við enga barnapíu
og hún fór oft með okkur og sat úti
,í horni og gat sofnað hvar sem var.
Það var einhvern veginn hægt að
gera allt með henni.
Það liðu reyndar aðeins fjórir dag-
ar frá því að ég sleit sambandinu við
barnsföður minn og þar til ég tók
saman við manninn minn núver-
andi, Hallgrím Thorsteinsson. Hann
hafði náttúruiega ekki nokkra
ábyrgðartilfinningu heldur né nokk-
urn skilning á því hvað það var að
vera með barn. En ég held að við
höfum haft gott af þessu öll þrjú.
Það er líka oft vafamál hver er for-
eldri og hver barn á þessu heimili.
En ég mæli ekki með þessari
reynslu. Ég hefði aldrei getað þetta
nema vegna þess að ég átti svona
góða að. En ef dóttir mín lenti í
þessu myndi ég tvímælalaust hvetja
hana til að fara í fóstureyðingu, jafn-
vel taka hana með valdi. Mér finnst
fáránlegir allir þessir orðskviðir um
að börn barna verði lukkufólk. Það
er ekkert sjálfgefið. Unglingamæð-
ur þroskast líka á allt annan hátt,
mikið á tilteknum sviðum, en eru
svo út úr kú á öðrum fram eftir öllu,
t.d. félagslega."
HELGARPÓSTURINN 37