Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 16
eftir Friðrik Þór Guðmundsson SLEGIST UM BÍLNÚMERIÐ Um 6 vikna skeið voru tveir einstaklingar með númerið 1-3, annars vegar Pétur Halldórsson, starfs- maður vélsmiðju (hann á Mitsubishi-inn), hins vegar Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri (sem á Volvo-inn). Sýslumaður hefur kveðið upp úrskurð; slökkviliðsstjórinn fær að halda númerinu. Sýslu- maðurinn sjálfur, Pétur Kr. Hafstein, ekur um á 1-1, en það númer fylgir reyndar embættinu. Pétur Haildórsson; Fyrirslattur hjd sýslumanni ,, Pétur sýslumaður sagði fyrst að ég fengi númerið, en skipti síðan um skoðun. Mér viröist sem hann sé of stór karl í sér til að leiðrétta þetta. Mér finnst greinileg stétta- skiptingarlykt af þessu og hef reyndar heyrt dœmi um að sýslu- menn vilji ná til sín lágu númerun- um í því skyni að úthluta þeim til valinkunnra vildarvina," sagði Pétur J. Halldórsson, starfsmaður vélsmiðjunnar Þórs á Isafirði um baráttu sína við að halda númer- inu f-3. „Sýslumaður hefur kúvent í þessu máli og útskýringar hans eru fyrirsláttur einn. Bifreiðaeftir- litið í Hafnarfirði segist hafa fulla heimild til að úthluta mér númer- inu. Það er vissulega venja, að þegar lágum númerum er endur- úthlutað beri að fá heimild sýslu- manns, en ekki í þeim tilfellum þar sem um sama eiganda er að ræða, eins og í mínu tilfelli. Ég ræddi við fulltrúa í dómsmálaráðuneytinu, en hann vildi ekkert gera í málinu. Síðan ræddi ég við Árna Grétar Finnsson lögfræðing og hann sagði að ég gæti farið í mál, en það myndi taka langan tíma og yrði dýrt og ég treysti mér ekki í slíkt. Og nú er búið að taka númerið af mér,“ sagði Pétur Halldórsson. Það hafa sjálfsagt flestir heyrt um þá samkeppni sem ríkir milli áhuga- manna um að eignast sem lœgst skráningarnúmer á bíla sína. Slík númer ganga gjarnan kaupum og sölum fyrir all álitlegar og stundum lygilegar upphœðir. Kunnugir segja okkur þannig að í Reykjavík gangi þriggja talna númer á milli 60 og 120 þúsund krónur og enn hœrri upphœðir fyrir lœgri númer. Þannig er okkur sögð algjörlega óstaðfest saga af ónefndum forstjóra bílasölu á höfuöborgarsvœðinu sem á að hafa„verslað“ einnar tölu bílnúmer og greitt fyrir heila fólksbifi vC, se>u í dag er metin á eina milljón kröna! Sjálfsagt ýkt, en eftir stendur að miklar upphœðir eru í spilinu og ekki óalgengt að gott númer hœkki verð á bílum upp úr öllu valdi. Á ísafirði hefur staðið styr um númerið 1-3. Fyrir tveimur árum fékk Pétur Halldórsson, starfsmaður vélsmiðjunnar Þórs, þetta númer við bílakaup. Pétur seldi bílinn í september 1985, en kaupandinn umskráði ekki fyrr en í febrúar sl. í millitíðinni hafði Pétur flutt frá ísa- firði til Hafnarfjarðar og um leið lög- heimili sitt. Pétur fór að lengja eftir númeri sínu og hringdi í bifreiða- eftirlitið á ísafirði, sem tjáði honum að búið væri að umskrá, en númera- plöturnar ekki komnar. Allt um það, Rétur Halldórsson: „Greinilega stétta- skiptingarlykt af þessu". Pétur pantaði nýjar plötur í Hafnar- firði og fékk í framhaldi af því núm- erið umskráð á nýja bifreið og í sama mánuði flutti hann lögheimili sitt til Isafjarðar á ný. í lok mánaðar- ins skipti hann aftur um bifreið og umskráði hjá bifreiðaeftirlitinu í Hafnarfirði 2. apríl. Tveir með sama númerið Síðan gerðist það nokkrum dög- um síðar að Pétur var beðinn að hafa samband við sýslumanninn á ísafirði, Pétur Kr. Hafstein, sem hann gerði. Þá kom í ljós að sýslu- maðurinn hafði 7. apríl úthlutað númerinu 1-3 til nýs slökkviliðsstjóra þar í bæ, Þorbjarnar Sveinssonar. Að sögn Péturs tjáði sýslumaður honum að Pétur hefði verið talinn alfluttur suður og með lögheimili í Hafnarfirði og hann ætti því ekki rétt á númerinu. Pétur benti sýslu- manni hins vegar á að hann hefði flutt lögheimili sitt vestur og það áð- ur en hann fékk númerið umskráð á ný í Hafnarfirði. Sýslumaður bað um staöfestingu á þessu og fékk síð- an ljósrit af kvittun um aðseturs- skipti og flutning lögheimilis til ísa- fjarðar. Um leið komst Pétur að því að Þorbjörn slökkviliðsstjóri Sveins- son var enn með lögheimili í Hafn- arfirði. Embættin eru ósammóla! Að sögn Péturs hafði sýslumaður tjáð honum að með staðfestingunni fengi hann réttinn til númersins, en skyndilega hafi sýslumaður breytt þessu og sagt að lögheimilið skipti ekki máli heldur búsetan. Pétur leit- aði álits á þessu hjá bifreiðaeftirlit- inu í Hafnarfirði og þar var honum tjáð að það væri lögheimilið sem skipti máli en ekki búsetan. Pétur benti sýslumanni á þetta misræmi, en þá segir Pétur sýslumann enn hafa breytt um stefnu og sagði hann að hvorki lögheimilið né búsetan skipti mestu í málinu, heldur sú staðreynd að bifreiðaeftirlitið í Hafnarfirði hefði úthlutað honum númerinu án heimildar, þar eð starfsregla væri að úthlutun númera undir ákveðinni tölu — á ísafirði 100 — mætti ekki fara fram án sam- þykktar lögreglustjóraembætta á viðkomandi stöðum. Hjá eftirlitinu í Hafnarfirði var Pétri aftur á móti tjáð að úthlutunin hefði verið með fullum rétti. Það gerðist síðan 20. maí síðast- liðinn að númerið í-3 var tekið af Pétri og Þorbjörn slökkviliðsstjóri er einn um þetta eftirsótta númer. Pétur er hins vegar á ísafirði með óskráðan bíl. Þessari orrustu er lok- ið, en bílnúmerastríðið heldur áfram! Pétur Kr. Hafstein sýslumaður: Mistök í Hafnarfirði ,,Úthlutun númersins 1-3 í Hafn- arfirði var óheimil, þar áttu sér stað viss mistök. A hinn bóginn var úthlutunin á númerinu hér á ísafirði til Þorbjarnar Sveinssonar í samrœmi við starfsreglur, því þó hann hafi ekki haft hér lögheimili þá bar honum að umskrá bifreið sína þar eð hann mun dveljast hér lengur en í 6 mánuði. Mér fannst ég ekki geta afturkallað úthlutun- ina til Þorbjarnar á þessum for- sendum og afturkallaði því úthlut- unina frá bifreiðaeftirlitinu í Hafn- arfirði til Péturs Halldórssonarý sagði Pétur Kr. Hafstein bœjar- fógeti á ísafirði og sýslumaður ísa- fjarðarsýslu um málið. „Pétur hefði sjálfsagt haldið þessu númeri ef þeir hjá eftirlitinu í Hafnarfirði hefðu farið eftir regl- um, enda hafa menn með lög- heimili á ísafirði haldið sínum númerum þó þeir flytji brott um tíma. Pétur var með lögheimili í Hafnarfirði, þar sem hann lagði númerið inn. Plöturnar voru send- ar hingað. Pétur flutti síðan lög- heimili sitt aftur til ísafjarðar, sem mér var ekki kunnugt um. Eftir stendur að útdeilingin í Hafnar- firði var óheimil, enda víðast hvar ríkjandi sú starfsregla að ekki megi úthluta númerum undir ákveðinni tölu — hér 100 og mjög víða — nema með leyfi viðkom- andi lögreglustjóraembættis. Á hinn bóginn var úthlutun númersins hér í samræmi við reglur og á þeim forsendum tók ég þessa ákvörðun," sagði Pétur Kr. Haf- stein. Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður: „Úthlut- unin hér í samræmi við reglur og á þeim forsendum tók ég þessa ákvörðun." 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.