Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSYN Ástæða deyfðarinnar er sú að strax upp úr ára- mótum var talið öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna kosning- arnar. fSi Kosningabarátta hefur ein- kennst af doða og mistökum Það sem einkennt hefur borgar- og sveitar- stjórnakosningarnar þetta vorið er einkenni- lega mikil deyfð yfir kosningabaráttunni. Það verður kosið á laugardaginn kemur en nú á miðvikudegi, þegar þetta er skrifað, er varla nokkur kraftur kominn í kosningabar- áttuna. Á þessu eins og öllu eru margháttað- ar skýringar. Hér verða reifaðar nokkrar þeirra þó ekki verði reynt að sanna neina þeirra vísindalega! Ein stærsta ástæðan fyrir deyfð kosninga- baráttunnar nú er að strax upp úr áramótum var talið öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn, les- ist Dav'tö Oddsson, myndi vinna kosningarn- ar. Hann myndi frekar bæta við sig en hitt. Þetta sló vopnin úr höndum minnihluta- flokkanna sem hreinlega lögðu ekki í vígi Sjálfstæðisflokksins heldur töldu það frá upphafi óvinnandi. Þetta voru langalvarleg- ustu mistök minnihlutaflokkanna í kosninga- baráttunni 1986. Það er erfitt að spá í stöðu mála á landsbyggðinni héðan úr Reykjavík en ætla má að sterk staða Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík smiti útfrá sér, a.m.k. á ein- hverjum stöðum úti á landi. í Reykjavík deyfði Alþýðubandalagið örlít- ið vopn Davíðs með velheppnuðu prófkjöri í endaðan janúar. Þar náði lýðræðishreyfing- 'm, Kristín Á. Ólafsdóttir og Össur Skarphéd- insson, góðu taki á Alþýðubandalaginu og Abl. gat teflt fram mjög þéttum lista með fjór- um jafnsterkum aðilum í efstu sætunum. Það hefur gefið Alþýðubandalaginu þá vigt sem hefur fleytt því áfram í kosningabaráttunni. Þessi breiðfylking hefur þó þann galla að þar er enginn einn sem keppt getur við Davíð. Það vantar borgarstjórakandídat. Prófkjör Alþýðuflokksins fór hinsvegar illa með þann flokk, eins og menn muna. Bryndís Schram hefur þó unnið það fylgistap upp með „sjarmerandi" framkomu á vinnustaðafund- um, sé tekið tillit til skoðanakannana. Fram- an af bærði Framsóknarflokkurinn ekki á sér fyrr en ,,gamli“ framsóknarmaðurinn Alfred Þorsteinsson hóf að skrifa kjallaragreinar í DV. Lítið hefur farið fyrir Flokki mannsins og hann virðist ekki njóta neins fylgis. Mun minna hefur farið fyrir Kvennalistanum nú en fyrir fjórum árum. Listinn er málgagns- laus og hefur ekki getað komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Kvennalistinn virðist vera að missa af lestinni. Það vantar grasrótina sem var til staðar fyrir fjórum árum, þrátt fyrir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipi enn efsta sætið. Það er ekki eingöngu deyfðin sem ein- kennir þessa kosningabaráttu heldur einnig málefnafátæktin. Þessi fátækt hefur verið svo augljós að á tímabili var einsog kosn- ingabarátta væri orðin nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum. Það var þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fór að ræða um sprungurn- ar við Rauðavatn. Frambjóðendur hafa rætt um síðustu fjögur ár og síðustu átta ár en um- ræða um næstu fjögur ár hefur nánast verið engin. Kosningaloforð einkenna ekki þessa kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur t.d. ekki birt í Mogganum loforðalista líkt og fyrir síðustu kosningar. Enda virðist engin þörf vera núna fyrir að selja Ikarusvagna. Minnihlutaflokkarnir hafa gagnrýnt Sjálf- stæðisflokkinn en ekki á breiðum grundvelli heldur hafa þeir tekið út fá afmörkuð atriði og hamast á þeim, jafnvel um of, þannig að bitið hefur farið úr vopninu. Þessi mál eru kaupin á Ölfusvatnslandinu, of miklar fram- kvæmdir við Nesjavelli, sameining BÚR og ísbjarnarins í Granda h/f, kaupin á hljóm- flutningstækjum fyrir útihátíðir og að lokum sú gagnrýni sem helst hefur hrifið: gagnrýn- in á einræðistilhneigingar Davíðs Oddsson- ar. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík með Davíð í fararbroddi er nefnilega um of farinn að líkjast flokksræði og miðstýringu sovéska kommúnistaflokksins og Gorbatsjoffs. En minnihlutaflokkarnir hafa ekki sett nógu skýrt fram hvað þeir ætli að gera næstu fjög- ur árin, komist þeir til valda. Hugsanleg ástæða er sú að þeir hafi aldrei reiknað með þeim möguleika og því tekið þá stefnu að gagnrýna án þess að koma með tillögur sjálf- ir. Það þykir vond stefna. Það er helst Kvennalistinn sem hefur sett fram ákveðna stefnuskrá en henni hefur einfaldlega ekki verið komið á framfæri við kjósendur þannig að gagn sé að. Minnihlutaflokkarnir tóku ranga stefnu þegar þeir gengu út frá því að Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík væri óvinnandi vígi. En það gerði einnig Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur. Mistök Sjálfstæðisflokksins í kosn- ingabaráttunni nú eru stærri en nokkru sinni fyrr nema ef undanskilinn er leiftursóknará- eftir G. Pétur Matthíasson róðurinn fyrir kosningarnar 1979. Kosning- j arnar nú snúast að miklu leyti um Davíð Oddsson borgarstjóra. Það er varla að fólk viti hver er annar maður á lista Sjálfstæðis- flokksins, hvað þá að fólk viti hver skipi t.d. sjötta eða sjöunda sætið. Þetta gagnrýndu minnihlutaflokkarnir óspart strax frá upp- hafi. Til varnar brá Davíð á það ráð að halda sér fyrir utan kosningabaráttuna og beita fyrir sig hinum. Það hefur alls ekki gengið upp. Menn eru ekki miklu nær um hver sé í öðru sætinu og aðdáendur Davíðs eru fúlir yfir því að hann hafi ekkert sést. Jafnvel Davíð Oddsson verður að hafa fyrir hlutun- um. Þetta voru stór mistök. Önnur mistök Sjálfstæðisflokksins voru að gleyma því að birta Ioforðalista, þeir hafa ekki frekar en minnihlutaflokkarnir boðað hvað eigi að gera næstu fjögur árin. Með þessu hafa sjálf- stæðismenn leyft minnihlutanum að ráða ferðinni, því þeir hafa ekki getað svarað fyrir Granda og Ölfusvatnslandið. En allra stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins og kosninga- maskínu hans, og þ'au mistök gætu kostað flokkinn meirihlutann í borginni, eru að hafa neitað að koma á kosningafund DV í Há- skólabíói. Að krefjast þess að einn flokkur fái jafn mikinn tíma á kosningafundi og fimm aðrir flokkar er óheyrt í islenskri stjórnmála- sögu og bendlar Sjálfstæðisflokkinn enn frekar við flokksræðið í Sovét að mati við- mælenda HP. Þessi afstaða flokksins til lýð- ræðisins er „óskiljanleg og lýsir slíkum hroka að orð fá eigi lýst“, eins og einn komst að orði. Niðurstaðan er því að kosningabaráttan vorið 1986 er með þeim aumari. Hún hefur aldrei náð sér á flug og einkennist af doða og mistökum. En það verður samt kosið og þrátt fyrir allt er líklegast að Sjálfstæðis- flokkurinn haldi meirihlutanum án þess þó að fá mikið yfir 45% atkvæða. Spá: A-listinn 1—2 menn, B-listinn 0—1, D-listinn 8 menn kjörna, G-listinn 3—4, M-listinn engan mann og V-listinn 1 mann inn. ERLEND YFIRSÝN Á síðasta ári fékk meirihluti á Bandaríkja- þingi frestað ákvörðun um að hefja fram- leiðslu á taugagasi á ný eftir tveggja áratuga hlé. Ríkisstjórn Reagans forseta vildi endur- nýja taugagasbirgðirnar, en andstæðingar eiturvopna á þingi fengu því til leiðar komið að fé til að kosta framleiðsluna yrði ekki veitt fyrr en fyrir lægi samþykki ráðs Norður-Atl- antshafsbandalagsins við taugagasfram- leiðslunni. Eiturvopn eins og taugagas eru þýðingar- laus, nema þau séu til taks nærri væntanleg- um vígvelli. Taugagasið sem landvarnaráðu- neyti Bandaríkjanna vill taka að framleiða á ný í stórum stíl, er því ætlað til geymslu í Vestur-Evrópulöndum, í birgðageymslum þeirra bandarísku herja sem kynnu að vilja nota það í bardaga. Taugagas er jafn banvænt óbreyttum borg- urum og hermönnum á því svæði sem verður vígvöllur gasbardaga. Því er ekki við að bú- ast að neinn fýsi að fá birgðir af því í nám- unda við sig, og málskot meirihluta Banda- ríkjaþings til ráðs Atlantshafsbandalagsins var gert í þeirri von að Evrópuþjóðir, sem síðar yrðu beðnar að taka við taugagasinu til geymslu fyrir Bandaríkjaher, risu upp til and- stöðu og kæmu því til leiðar að stjórnir ein- hverra Evrópuríkja hreyfðu mótmælum í ráðinu. En evrópskir þingmenn eru upp til hópa ekki mikið fyrir að fylgjast með því sem ger- ist utan kjördæmis hvers og eins og stundar- hagsmuna líklegra kjósenda. Samþykkt þingsins í Washington um að skjóta ákvörð- un um taugagasframleiðslu til ráðs Atlants- hafsbandalagsins til umsagnar fór því fram hjá þeim flestum. Málið var ekki tekið til meðferðar á þingum né rætt að ráði á opin- berum vettvangi. Niðurstaðan er sú sem Mark 0. Hatfield öldungadeildarþingmaður lýsir í grein í International Herald Tribune og birtist í síð- asta helgarblaði. Hatfield er repúblíkani frá Oregon og því flokksbróðir Reagans forseta, en honum gersamlega andvígur í ýmsum greinum vígbúnaðarmála, þar á meðal varð- andi framleiðslu á taugagasi. Formennska í fjárveitinganefnd Öldungadeildarinnar veitti honum sterka aðstöðu til að beita sér fyrir skilmálanum sem settur var fyrir að hefja á ný framleiðslu á taugagasi. Hatfield öldungadeildarmaður sýnir fram á í grein sinni, að Bandaríkjastjórn hefur far- ið í kringum samþykkt þingsins. í stað þess Caspar Weinberger land- varnaráðherra fer með framleiðslu taugagas- vopna sem hertæknilegt mál en ekki pólitískt. Andvaraleysi Evrópuþing- manna ruddi taugagasinu braut að taka framleiðslu á taugagasi upp sérstak- lega í ráði Atlantshafsbandalagsins, lét hún það fylgja öðum atriðum í skýrslu um áform- aðan herstyrk, sem tekin er fyrir og afgreidd efnislega á fundum fastafulltrúa og land- varnaráðherra. Slíkar skýrslur eru sam- kvæmt hefð ekki taldar ákvörðunaratriði fyrir bandalagsríkin í heild, svo þótt athuga- semdir séu gerðar við einstaka liði þeirra lýs- ir fundarstjóri þær afgreiddar óbreyttar. Svo var einnig farið að á fundum fastafull- trúa og landvarnaráðherra á síðustu vikum. Enda þótt fulltrúar Danmerkur, Grikklands, Hollands, Islands og Noregs gerðu mismun- andi athugasemdir við að taugagasfram- leiðsla væri hafin á ný og tækju fram að ekki yrði tekið við eiturvopnunum í löndum sín- um, lýsti fundarstjóri bandarísku skýrsluna um herstyrk afgreidda. Ásamt níu öðrum öldungadeildarmönn- um skrifaði Mark O. Hatfield Reagan forseta bréf og mótmælti þessari málsmeðferð, þar sem ríkisstjórnin skyti sér undan því að upp- fylla skilyrði þingsins um að leita samþykkis ráðs Atlantshafsbandalagsins áður en hafin væri á ný framleiðsla á taugagasi. Tekið er fram í bréfinu, að bréfritararnir tíu séu sumir andvígir en aðrir fylgjandi því að framleiðsla á taugagasvopnum sé hafin á ný, en þeir séu á einu máli um að með málsmeðferð sinni í stofnunum Atlantshafsbandalagsins virði Bandaríkjastjórn að vettugi fyrirmæli þings- ins. Ráð Atlantshafsbandalagsins er skipað ut- anríkisráðherrum aðildarríkja, og það kem- ur saman til fundar í dag í Halifax í Kanada. Þegar þetta er ritað bendir ekkert til að utan- ríkisráðherra neins Evrópuríkis láti bóka mótbárur við að Bandaríkjastjórn hefji á ný framleiðslu taugagasvopna, og verður þeirra þá hvergi getið í niðurstöðum fundarins, þótt fram væru settar á fyrri stigum í meðferð á skýrslu Bandaríkjastjórnar um áformaðan herstyrk. Síðan ætlar Caspar Weinberger landvarnaráðherra að halda því fram við Bandaríkjaþing, að nú hafi skilmálunum sem það setti um samþykki ráðs Atlantshafs- bandalagsins verið fullnægt, og því beri að reiða af hendi féð til að kosta framleiðslu á taugagasvopnum. Rök bandarísku herstjórnarinnar fyrir að hefja beri á ný framleiðslu á taugagasvopn- um eftir langt hlé, eru jöfnum höndum að birgðir eldri vopna séu úr sér gengnar og taki að gerast hættulegar vegna tæringar á hylkjunum utan um gasið, og að gasbirgðir þurfi að vera til taks sem mótvægi gegn taugagasbirgðum Sovétríkjanna. En sé litið á eflir Magnús Torfa Ólafsson málið í samhengi við önnur atriði, fellur það inn í allsherjar hervæðingarstefnu núver- andi stjórnar í Washington. Síðast í fyrradag lét Reagan forseti tals- mann sinn, Larry Speakes, kunngera að ákveðið væri að Bandaríkjastjórn virti ekki lengur en fram í desember ákvæði SALT II samkomulagsins við Sovétríkin um tak- mörkun á langdrægum kjarnorkuvopnum. Þá yrði tekið að koma fyrir Cruise flugskeyt- um í sprengjuflugvélum Bandaríkjanna af gerðinni B-52, þótt þar með væri farið fram úr tölu kjarnorkuvopna sem SALT II heimil- ar. Þessi ákvörðun var rökstudd með því, að vopnabúnaður Sovétríkjanna væri kominn yfir sömu mörk, en ekki greint frá hvað gert hefði verið til að taka slík brot á gerðu sam- komulagi upp við Sovétmenn eftir þeim leið- um sem SALT ákveður. Tímasetningin í desember er athyglisverð. Þá verða afstaðnar þingkosningar í Banda- ríkjunum. Tvísýnt er hvort repúblíkönum tekst að halda meirihluta í Öldungadeild þingsins. Eitt af því sem stendur flokknum fyr- ir þrifum í sumum fylkjum, er að erkiíhalds- mönnum þykir stjórn Reagans ekki nógu harðskeytt í skiptum við Sovétríkin. Sú gagn- rýni var líkleg til að eflast við ákvörðun for- setans, að láta rífa tvo úrelta kafbáta af gerð- inni Poseidon, um leið og nýr Trident-kafbát- ur, sá áttundi í röðinni, hefur reynslusigling- ar. Með því að láta rífa gömlu kafbátana, heldur Bandaríkjastjórn sig innan marka SALT II um fjölda langdrægra kjarnorku- vopna. Reagan reynir því bæði að sleppa og halda í senn. Uppfyllt eru að sinni ákvæði sam- komulagsins við Sovétríkin, en lýst yfir jafn- framt að það standi ekki til frambúðar, samn- ingurinn, sem Bandaríkjaþing hefur reyndar aldrei fullgilt og Reagan fann allt til foráttu þegar hann keppti að forsetaframboði og fyrstu kosningu, verði að vettugi virtur af af- stöðnum þingkosningum. Til slíks er betra að hafa fulltingi jringsins, svo þarna er búinn til hvati fyrir erkiíhaldið að berjast nú rösk- lega fyrir samherjum forsetans í komandi átökum um meirihlutann í þeirri deild Bandaríkjaþings sem fer með utanríkismál ásamt forsetanum. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.