Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 8
skipi beint eða óbeint, bæði á með- an hann var stjórnarformaður þess og utan þess tímabils. í skýrslu skiptaráðenda var vikið að þessu en ekki kveðið upp úr um þetta atriði, en á hinn bóginn vísað í fylgiskjöl úr þrotabúi Hafskips og úr Utvegsbankanum. Þetta er að sjálfsögðu einn viðkvæmasti þáttur rannsóknarinnar, þar sem um er að ræða fv. fjármálaráðherra og núver- andi iðnaðarráðherra, sem er valda- maður í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum. Að auki er þess að geta, að Albert Guðmundsson lá undir ámæli, þeg- ar Hafskipsmálið var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í tvígang sl. vetur. Þá óskaði hann sjálfur eftir því við Ríkissaksóknara, að efnt yrði til sérstakrar rannsóknar á meintum þætti hans sjálfs í þessu máli. Ríkissaksóknari varð ekki við beiðni Alberts, þar sem hann taldi ekki rétt að einangra rannsóknina við eina persónu. Samkvæmt upplýsingum Helgar- póstsins miðar rannsókn Hafskips- málsins mjög vel og nú þegar hefur Sigurþór Guðmundsson aðalbókari félagsins lagt öll sín spil á borðið auk Arna Arnasonar, sem átti að hneppa í gæzluvarðhald. Hann hef- ur gefið ítarlega skýrslu og hefur framburður þessara manna auð- veldað mjög yfirheyrslur yfir hinum fimm forsvarsmanna Hafskips, sem enn sitja í SíðumúJafangelsinu. Þessu til viðbótar hefur hópur Hafskipsmanna og fleiri verið kvaddur á fund rannsóknarlögregl- unnar og þeir spurðir spjörunum úr um ýmis atriði er varða innra starf hjá Hafskipi og um einstök atriði, sem enn eru óljós eða óupplýst. Þá stendur til að kalla enn fleiri fyrrver- andi starfsmenn Hafskips í yfir- heyrslur. Skýringin á því hversu langan gæzluvarðhaldsúrskurð fimm- menningarnir fengu er, eins og fram hefur komið, umfang málsins, en ekki síður sú staðreynd að sam- kvæmt rannsókn skiptaráðenda munu forsvarsmenn Hafskips hafa samhæft framburð sinn og skýring- ar í þeirri von, að þeim tækist að blekkja rannsóknarmenn. Þessu til viðbótar þótti ófært að allur sá fjöldi manna, sem enn á eftir að mæta til yfirheyrslu, gæti fengið fregnir af því að hverju rannsóknin beindist sérstaklega. Ein af lykilspurningunum í þessu máli, sem lögð hefur verið áherzla á að upplýsa, er hvort Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra sé á ein- hvern hátt viðriðinn málið. Þetta var sérstaklega kannað við rannsókn skiptaráðenda og hefur HP heimildir fyrir því, að af gögnum málsins og við yfirheyrslur hafi a.m.k. vaknað grunsemdir um að Albert tengist málinu á óbeinan hátt. Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins er þetta mál til rannsóknar, og segja heimildir okkar, að við yfirheyrslur hafi einn eða fleiri Hafskipsmenn nefnt nafn Alberts Guðmundssonar. Eftir því, sem við komumst næst var spurt rækilega um það við rann- sókn skiptaráðenda og við rann- sókn RLR nú hvort Hafskip hefði staðið straum af kostnaði árlegra ut- anlandsferða Alberts til Frakklands, bæði á meðan hann var formaður stjórnar Hafskips og bankaráðsfor- maður Útvegsbankans og eftir að hann var orðinn fjármálaráðherra. Þess er skylt að geta, að enn sem komið er hefur ekkert komið fram óyggjandi um þessi atriði. Hins veg- ar segja heimildir Helgarpóstsins, að við rannsókn RLR hljóti að koma að því, að iðnaðarráðherra verði kallaður fyrir. Sú spurning, sem sérstaklega hef- ur brunnið á mönnum varðandi Hafskipsmálið, er hvort Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra hafi með einum eða öðrum hætti haft áhrif á lánafyrirgreiðslu Útvegs- bankans til Hafskips eða ekki. Sjálf- ur hefur Albert lýst yfir því, að mál- efni Hafskips hafi aldrei komið til kasta bankaráðs á meðan hann var bankaráðsformaður. Þessi yfirlýsing er i sjálfu sér ákaflega lítils virði, vegna þess, að það vita allir, sem eitthvað vita um gang mála í bönk- um og samskipti bankaráðsmanna við bankastjóra, að þau fara ekki fram á bankaráðsfundum. Þess vegna verður að reiða sig á ummæli sjálfra bankastjóranna á árabilinu 1981—1983 um það hvort stjórrtarformaður Hafskips, Albert Guðmundsson, hafi séð um lánafyr- irgreiðslur til Hafskips fyrir tilstilli einhverra bankastjóranna. Jónas Rafnar fv. bankastjóri svar- aði Þjóðviljanum á þá leið fyrir nokkrum mánuðum, að hann hefði ekki gengið erinda Alberts og sömu sögu hefðu hinir bankastjórarnir haft að segja Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra, þegar hann kallaði þá á sinn fund í desember í fyrra. Fyrir liggur, að lán til Hafskips þrefölduðust í tíð Alberts í bankan- um og kunna að vera eðlilegar skýr- ingar á því. Eins og Helgarpósturinn hefur skýrt nákvæmlega frá er Hafskips- málið gífurlega víðtækt og teygir anga sína út fyrir landsteinana. Þannig má gera fastlega ráð fyrir því, að Baldvin Berndsen, fv. for- stöðumaður Hafskips í Bandaríkj- unum, verði kallaður heim til yfir- heyrslu. Skiptaráðandi fór til Banda- ríkjanna, en þar var slík óreiða á bókhaldinu, að rannsókn þeirra gagna er ekki lokið. Meðal rannsóknarefna þar er bíla- innflutningur forstöðumannsins, fyrirframgreiðsla launaáárinu 1984 upp á u.þ.b. 1,7 milljónir króna, sem svarar til heilla árslauna viðkom- andi, skúffufyrirtækið Georgia Ex- port Import, sem fékk samkvæmt upplýsingum Ragnars Kjartans- sonar fv. stjórnarformanns um 40 þúsund dollara í greiðslur fyrir þjón- ustu, sem aldrei var veitt. Fleira mætti nefna. Þá má ekki gleyma Hillebrand- svindlinu, en í því tilviki er ljóst, að Hafskipsmenn greiddu ólögleg umboðslaun og afslætti, auk þess sem grunur leikur á um að hluti „greiddra" peninga hafi „horfið". Hallvarður Einvarðsson rannsóknar- lögreglustjóri. Höfum HP „in extensio" - SEGIR HALLVARÐUR EINVARÐSSON RANN- SÓKNARLÖGREGLU- STJÓRI Helgarpósturinn haföi samband vid Hallvarð Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóra og sagði hann, að rannsókn málsins gengi vel. Um einstök atriði vildi hann ekki tjá sig. Hann var spurður um ýmsar þær sakargiftir, sem birst hafa í Helgar- póstinum um meint misferli for- svarsmanna Hafskips og vildi hann ekki tjá sig um þau, en svaraði okk- ur á þennan veg: „Því er ekkert að leyna, að við höfum hér hjá okkur skrif HP um Hafskipsmálið og raunar er blaðið geymt hér „in extensio", þ.e. öll tölu- blöðin í heild sinni.“ BANKASTJÓRNIN SEMUR SKÝRSLU • Telja sig ekki hafa sofnað á verðinum heldur hafa verið í góðri trú gaanvart Hafskipsmönnum • Bankastjórn Útvegsbankans og seðlabankastjóra ber ekki saman um veð og tryggingar bankans Áætlanir og skýrslur frá Hafskipi. Eru þetta fölsuð plögg? Var Útvegsbankinn blekktur með þessum skjölum? Rannsóknarlögreglan hefur sent bankastjórninni bréf, þar sem ósk- að er svara við spurningum um þessi efni og spurningum um það hvort bankinn var blekktur. Helgar- póstinum er kunnugt um, að síðustu daga hefur bankastjórnin unnið að gerð skýrslu til RLR. Til dœmis var sérstakur fundur um málið í Utvegs- bankanum í gœr, miðvikudag. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins mun bankastjórum Útvegs- bankans óljúft að viðurkenna, að þeir hafi sofnað á verðinum gagn- vart fyrrverandi viðskiptavini sín- um, Hafskipi. Meðal annars kemur fram og hefur komið fram, að megn þeirra erlendu lána, sem Hafskip fékk í gegnum Útvegsbankann, voru veitt af fyrrverandi bankastjór- um bankans, en þeir Lárus Jónsson, Halldór Guðbjarnason og Ólafur Helgason eru allir tiltölulega ný- setztir í stóla aðalbankastjóra. Þá mun liður í málsvörn þeirra snúast um það, að í bankaviðskipt- um á Islandi hingað til hafi verið hægt að treysta bæði einstaklingum og fyrirtækjum og ekki verið ástæða til að ætla, að fyrir banka- stjórnir væru lagðar upplýsingar og áætlanir, sem ýmist væru rangar eða falsaðar. Þessu til viðbótar mun koma fram í skýrslu bankastjóranna, að fram til þessa hafi aldrei verið ástæða til að ætla, að löggiltur endurskoðandi legði fram og skrifaði upp á pappíra, sem síðar reyndust svo alrangir. Með málsvörn af þessu tæi eru bankastjórarnir að segja, að þeir hafi verið í góðri trú gagnvart þess- um stóra viðskiptavini sínum, Haf- skipi, og hafi þeir látið glepjast til þess að trúa þeim gögnum, sem fyr- ir þá voru lögð, sé ekki við þá að sakast heldur sakborningana, sem nú sitja í gæzluvarðhaldi og fleiri. Hvað svo sem segja má um máls- bætur bankastjóranna og starfs- manna þeirra, sem kanna veð, þá mun skýrsla þeirra auka enri þunga þeirra sakarefna, sem þegar eru í athugun. •Eitt af þeim atriðum, sem Þórður Björnsson ríkissaksóknari óskaði sérstakrar athugunar á, þegar hann sendi Hafskipsmálið til Rannsóknar- lögreglu ríkisins var hvort einhverjir starfsmanna Útvegsbankans hefðu gerzt sekir í starfi í viðskiptum sín- um við Hafskip. HP hefur öruggar heimildir fyrir því, að hugsanleg sakarefni starfsmanna Útvegsbank- ans snúist um það hvort yfirstjórn bankans hafi á saknæman hátt of- metið þær tryggingar, sem forsvars- menn Hafskips lögðu fram vegna lána, sem fengin voru fyrir tilstilli bankans. Ólíklegt er talið, að slíkt hafi gerzt, en fróðir menn segja að með rannsókn á þessu fáist gleggri mynd af því hvort Hafskipsmenn og end- urskoðandi þeirra hafi lagt fram fals- aðar og villandi skýrslur um stöðu fyrirtækisins og þær áætlanir, sem fyrirtækið kynnti bankanum. í þessu sambandi er rétt að rifja upp, að undirritaður ritstjóri HP hélt því fyrst fram í Morgunblaðsgrein 12. júní, að Útvegsbankann skorti 160 milljónir upp á veð vegna skulda Hafskips. Þetta var „úr lausu lofti gripið" sögðu þeir Lárus Jóns- son og Ölafur Helgason bankastjór- ar Útvegsbankans í mótmælum, sem þeir sendu Morgunblaðinu. Þessu svaraði ég í grein í HP þann 20. júní, þar sem farið var í saumana á þessu atriði. Bankastjórarnir sögðu til viðbótar vjð „lausa loftið", að „tryggingar bankans eru í eignum fyrirtækisins og hluthafa”. Hér var látið að því liggja, að ég hafi farið með fleipur. En þetta svar benti að sjálfsögðu strax til þess, að bankinn væri búinn að gera sér grein fyrir mjög veikri stöðu fyrirtækisins, fyrst eignir fyr- irtækisins einar sfóðu ekki undir skuldum fyrirtækisins. Þá er rétt að benda á, að skipa- eign félagsins var ofmetin, tæki, vél- ar, fasteignir o.s.frv. voru ofmetin og samkvæmt þessu skorti ekki 160 milljónir upp á tryggingar bankans heldur 246 milljónir króna sam- kvæmt útreikningi. Rétt er að geta þess, að á þessum tíma mat bankinn veð í víxlum og skuldabréfum upp á röskar 100 milljónir króna. Og samt dugði það ekki til! Enda kom það fram í langri grein eftir Jóhannes Nordal í Morgunblað- inu, að samkvæmt yfirliti um skuld- ir Hafskips við Útvegsbankann sem hann hafði undir höndum og miðað- ist við 3. júní, ásamt yfirliti um tryggingar þær, sem bankinn hafði frá Hafskipi, skorti 21 milljón upp á, að tryggingar bankans nægðu fyrir skuldum félagsins. í grein sinni gaf Jóhannes upp, að samkvæmt þeim upplýsingum, sem hann fékk hafi beinar skuldir og ábyrgðir verið 614 milljónir króna. Rétt er að upplýsa, að hér fer eitt- hvað milli mála, því samkvæmt yfir- liti um veð Útvegsbankans, sem dagsett er 4. júní, skortir ekki 21 milljón heldur 35 milljónir króna sé tekið mið af þeim upplýsingum, sem seðlabankastjóri hafði. Yfirlitið frá 4. júní er fylgiskjal með bréfi til Matthíasar Bjarnasonar viðskipta- ráðherra, þar sem bankastjórnin reynir að hrekja staðhæfingu mína og Guðmundar Einarssonar alþing- ismanns, sem fram kom í bréfi hans til viðskiptaráðherra, þar sem hann óskar rannsóknar á rökstuðningi og sannleiksgildi yfirlýsingar banka- stjórnarinnar. Þess verður að geta, að þáv. við- skiptaráðherra Matthías A. Mathie- sen endurtók á Alþingi athuga- semdalaust yfirlýsingu bankastjór- anna og endurtók stáðhæfingu bankastjóranna, að ekki væri hægt að lesa út úr ársreikningunum ein- um saman hvort bankinn hefði nægar tryggingar. Samkvæmt grein Jóhannesar Nordals frá í desember er staðfest, að bankinn hafði ekki nægar trygg- ingar, þegar hann sagði undirritað- an fara með rangt mál. Hér fer eitthvað milli mála sem þarf að fá botn í. -H.H. , t.L ý íAgw.c.u-í á fe** - > '* i mmrnm

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.