Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 20
Tímamót £ fóðurframleiðslu á Islandi Fóðurblandan hf. hefur flutt alla starfsemi sína í nýja, fullkomna fóð- urverksmiðju að Korngarði 12 við Sundahöfn. Með opnun nýju verk- smiðjunnar verða ekki einungis þáttaskil í 25 ára sögu Fóðurblönd- unnar hf. heldur og tímamót í fóður- framleiðslu á Islandi. Við hönnun verksmiðjunnar höfum við í senn tekið mið af reynslu okkar og hugviti svissneskra völundar- smiða. Arangurinn er tæknilega full- komin fóðurverksmiðja þar sem tölvutækni er nýtt við eftirlit og alla vinnslu. Þetta gerir okkur meðal ann- ars kleift að blanda fóðrið nákvæm- lega í þeim hlutföllum sem uppskrift- irnar segja til um og að auka mjög vinnsluhraða og fjölbreytni. Með þessu móti verða blöndurnar okkar alltaf nýjar og ferskar er þær berast kaupandanum. ✓ I heild sinni mun nýja verksmiðjan leiða af sér enn betri fóðurblöndur og fullkomnari þjónustu. Nú, á tímum kvótakerfls og offramleiðslu, er mikil- vægara en nokkru sinni að standa rétt að fóðrun búfjár. Skynsamleg notkun kjarnfóðurs, byggð á þekkingu og reynslu, er forsenda hagkvæmni í bú- rekstri. Bændur! Hafið samband við okkur og nýtið ykkur fullkomnustu tækni í fóð- urblöndun. FÓÐURBLANDAN HF. KORNGARÐI12 S: (91)687766 SUNDAHÖFN FORYSTA Í FÓÐURBLÖNDUN Landhelgisgæslunnar og Slysa- varnafélags Islands. Eins og mönnum er enn í fersku minni gaf gæslan SVFÍ varðskipið Þór í byrjun ársins og var fleyið þegið með þökk- um og kemur til með að verða notað við kennslu í slysavörnum fyrir sjó- menn. En hér kemur þá málið: Nokkru eftir gjöfina höfðu slysa- varnamenn samband við forstjóra Landhelgisgæslunnar, Gunnar Bergsteinsson sem að undanförnu hefur verið í gagnrýnu sviðsljósi vegna meininga Jóns Sveinsson- ar. Þeir spurðu Gunnar hvort SVFÍ væri ekki leyfilegt að nota Þórsnafn- ið áfram á skipið. En Gunnar hélt nú ekki og sagði að Landhelgisgæslan yrði að halda eftir þessu fræga nafni úr sögu stofnunarinnar, annað væri ekki verjandi. Þessvegna brá slysa- varnamönnum talsvert í brún á dög- unum þegar þeir fréttu að sami Gunnar hefði veitt vini sínum og bílaviðgerðarmanni, sem við höfum því miður ekki nafnið á enn, leyfi til að nota Þórsnafnið á hraðbát sinn, sem Gunnar mun reyndar hafa leyfi til að nota öðruhvoru.. . Þ að er ekki í hverri viku sem Helgarpósturinn birtir fréttir af starfi skátahreyfingarinnar, en hér á eftir er gerð bragarbót á því: Við heyrum nefnilega að fyrir dyr- um standi undirbúningur að gríðar- mikilli hátíð skáta í Viðey á kom- andi sumri. í tengslum við landsmót hreyfingarinnar verður þar haldin fjölbreytt útiskemmtun fyrir fjöl- skylduna með vísi að tívolíi og kaðlaævintýrum að hætti þessa fé- lagsskapar. Skátarnir ætla að nefna þetta framtak sitt „Nýtt lýðveldi" eftir því sem HP heyrir ennfrem- ur... lESn það verður ekki bara ging- gang-gúlli-gúlli í Viðeynni. Jafn- framt landsmóti sínu í eynni og fjöl- skylduskemmtuninni sem við dráp- um á hér á undan, ætla skátarnir að skipuleggja ítarlegan ratleik um borgina, sem er einskonar fótgang- andi rall sem allir geta tekið þátt í, jafnt smáir sem stórir. Þetta verður framlag hreyfingarinnar til 200 ára afmælishátíðar borgarinnar í sum- ar. . . -------------- Bílbeltin hafa bjargað BÍLALEIGAN ÓS Langholtsvegi 109 (í Fóstbræömheimilinu) Sækjum og sendum Greiðslukorta þjónusta Sími 688177 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.