Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 22
Sama dag og þessi Helgarpóstur kemur út fer fram síöasti leikurinn í Reykjavíkurleikunum í knattspyrnu. Þaö er leikur Islands og Tékkó- slóvakíu. Þridja þjóðin sem tekur þátt íþessum leikum eru írar. Vid þá léku Islendingar á sunnudaginn var og töpuðu naumt, 1:2. Ad vanda er mörgum íslendingum sem leika knattspyrnu med erlendum félagslidum stefnt heim afþessu tilefni. Þeir eru atvinnumenn í knattspyrnu, leika med félagslidum vídsvegar um Evrópu, stundum nefndir útlendingarnir í íslenskri knatt- spyrnu. Flestir koma heim til að leika með ísleiiska landsliðinu en það fá ekki allir þeirra leyfi félaga sinna til að koma heim og spila. Sérstaklega ekki þegar stendur á einsog núna. Reykjavíkurleikarnir eru raunverulega einungis æfingaleikar, hér er enginn að reyna að komast til Mexíkó. Nýr landsliðsþjálfari hefur tekið við íslenska landsliðinu, Þjóðverjinn Sigfried Held eða Sigi Held. Hann hefur meðal annars unnið það sér til frœgðar að hafa verið í landsliði Vestur-Þýskalands þegarþað lenti íöðru sœti á heims- meistaramótinu íEnglandi 1966. En það mún vera einn mest spennandi úr- slitaleikur allra tíma. Reykjavíkurleikarnir eru frumraun Sigis Helds á heimavelli íslenska landsliðsins, áður hafði hann farið með liðinu til Bah- rain. Einn þeirra sem eru komnir heim erArnór Guðjohnsen, sem skoraði okkar mark gegn írunum. Hann er ekki nema tuttuguogfimm ára en samt húinn að vera atvinnumaður í knattspyrnu úti í hinum stóra heimi í átta ár. Hann er í HP-viðtali. Við mælum okkur mót á Hótel Loftleiðum þar sem útlendingarnir í íslenska landsliðinu gista. Þeir eru ekki í neinu fríi þegar þeir koma heim til að spila með landsliðinu, heldur verða þeir að gera svo vel að halda sig á hótelinu á milli æf- inga. Þegar gengið er inn í ganginn að herbergi Arnórs leggur á móti manni stæk hótellyktin. Þeir gista saman þrír; Arnór, Pétur Pétursson og Ragnar Margeirsson. Allir fræknir kappar ís- lenska landsliðsins. Við Arnór ákveðum að ræða saman frammi á gangi þar sem er litil setu- stofa og mjög rólegt. Þetta er á laugardegi dag- inn fyrir fyrsta leik. Klukkan er tvö, knattspyrnu- mennirnir höfðu verið á æfingu um morguninn og önnur er áætluð klukkan fjögur. „Eg er fæddur á Húsavík 1961. Bjó þar fram til níu ára aldurs en flutti þá hingað suður. Ég spil- aði alltaf með Vöisungi. Líka eftir að ég flutti suður. Þá fór ég norður á sumrin til að spila með Völsungi, fram til tólf ára aldurs. Eftir það fór ég til ÍR og var þar í eitt ár en hætti því við töpuðum öllum leikjum 10—0 eða 12—0. Fór þá yfir til Víkings. í meistaraflokki Víkings spilaði ég ein- ungis hálft tímabilið. Það komu upp á óskemmti- legir hlutir í sambandi við Víking þegar ég var að fara út. Það var leiðinlegt hvernig það allt fór fram.“ Það mál er auðsjáanlega liðin tíð þó það sé ekki alveg horfið úr minni Arnórs. Það er óþarfi að tíunda það hér. Skrifaði undir samning ekki sautján ára gamall „Ég skrifaði undir samning áður en ég var orðinn sautján ára. Ég skrifaði undir hjá Loker- en í Belgíu og var þar í fimm ár." Arnór Guðjohn- sen er fámáll, hægur en alveg fumlaus. Hann er spurður hvort það hafi ekki verið erfitt að fara út svo ungur sem raun ber vitni, hvort hann hafi fengið stuðning frá fjölskyldunni. „Pabbi og mamma fóru út með mér og voru hjá mér fyrsta hálfa árið. Það var náttúrulega mikill stuðningur í því. Að sjálfsögðu var þetta erfitt, bæði var ég mjög ungur og eins var ég kominn með konu og barn þegar ég fór út. Og þau fóru út með mér. Ég var byrjaður í fjölbraut en hætti því náttúrulega þegar ég fór út. Það má segja að ég hafi fórnað öllu fyrir fótboltann enda ætlaði ég það alltaf. Það stóð ekkert ann'að til.“ — Er ekki sérstakt ad fara svona ungur út í atvinnumennsku? Taka stóran hluta þroskans út medal atvinnumanna í knattspyrnu? „Jú, það er vissulega sérstakt. Þetta er nátt- úrulega viss reynsla. Maður hefði kannski viljað fara í skóla einsog félagarnir uppá íslandi en þó stóð hugurinn aldrei mikið í þá átt. Það er að sjálfsögðu heilmikill skóli að vera í fótboltanum, í atvinnumennskunni. En ég fékk mikinn stuðn- ing. Sérstaklega frá pabba, hann stóð með mér í öllu. Hann veitti mér allan þann stuðning sem ég þurfti. Sama er að segja um fyrsta þjálfarann minn hjá Lokeren, Braens heitir hann og reyndist mér vei. Fyrsta árið mitt hjá Lokeren spilaði ég hvern einasta leik. Það er mjög óvenjulegt að nýliði og svo ungur leikmaður sem ég var spili hvern ein- asta leik. Það vakti athygli. En Braens hélt upp á mig.“ Lokeren stökkpallur yfir í sterkara lið „Ástæðan til þess að ég fór til Lokeren var að nota félagið sem stökkpall yfir í sterkara lið. Meiningin var alltaf sú að komast upp, að spila með virkilega sterku liði. Tíminn hjá Lokeren var fínn, þetta var mjög góður undirbúningur fyrir mig, fínn skóli. En ég ætlaði aldrei að vera þar mjög lengi. Ég gerði góða samninga og átti þar af leiðandi ekki í erfiðleikum með að komast úr liðinu. Meðan Braens var þjálfari þá gekk allt mjög vel, allt gekk upp. En eftir fyrsta árið fór Braens og varaþjálfarinn tók við. Þá komu tvö tímabil hjá mér sem voru mjög erfið. Varaþjálfarinn, Maesart, hafði ekki eins mikla trú á mér og Bra- ens hafði haft. Ég fékk ekki að spila eins marga leiki og áður. Þrátt fyrir að það gengi mjög vel hjá mér á vellinum og ég skoraði mikið af mörk- um þegar ég kom inn á, vildi þjálfarinn engan veginn gefa mér möguleika. Hann hélt mér á varamannabekknum. Allt þetta tók verulega á mig.“ En þjálfarar koma og fara. Enn á ný kom nýr þjálfari til Lokeren og sá hafði meiri trú á Arnóri. Waseige heitir hann. „Það má segja að ég hafi brillerað undir hans stjórn. Hann lét mig leika meira á miðjunni en ég hafði áður gert. Hann setti mig aðeins aftar en ég hafði verið og þar blómstraði ég. Hann fann réttu stöðuna fyrir mig. Og þar hef ég síðan verið, á miðjunni." — Þjálfarar hafa þá allt aö segja, jafnvel meira en hœfUeikar leikmannanna? „Það má segja það. Það er mikilvægt að hafa góðan þjálfara, skiptir öllu að þjálfarinn sé skiln- ingsríkur." Talandi um þjálfara: Þáttur landsliðsþjálfarans Sigis Helds „Guten tag.“ Ég sný mér við í sætinu. „Góðan dag!“ Arnór er staðinn á fætur. Hér er kominn lands- liðsþjálfarinn, Sigi Held, mjög svo þungur á brún. Hann er skuggalegur, minnir á Jon Voigt í Flóttalestinni, miskunnarlaus. Og það er auð- séð á svipnum að hann ræður. Arnór leggur af stað inn herbergjaálmuna en staldrar við, á með- an Sigi kemur því á framfæri við blaðamann, að ... „Þeir eiga að vera inni á herbergjum að hvíl- ast. Þú verður að koma einhvern tímann seinna,“ segir þjálfarinn án þess að líta á Arnór og án þess að yrða á hann. Það er bara ég sem er að ráðast inná hans yfirráðasvæði, án leyfis hans. Hann vill greinilega ekki hafa þetta lengra. En ég spyr Arnór hvenær við getum hist. Það er einsog Sigi hafi skilið hvað ég segi þó hann sé greinilega ekki ánægður yfir því að töl- uð sé íslenska. „Það er æfing klukkan fjögur, leftir G. Pétur Matthíasson mynd Jim Smart þeir eru lausir klukkan sex, þú getur hitt hann þá," segir Sigi Held á enskunni sinni sem hefur mjög sterkan þýskan hreim. Ég lít á Arnór og hann samþykkir að hitta mig klukkan sex og með það er hann horfinn. Og þjálfarinn hverfur einsog dögg fyrir sólu, eins snögglega og hann kom. Ég sit eftir og á erfitt með að átta mig á hörkunni í þjálfaranum og hlýðni leikmannsins. En það fer að renna upp fyrir mér ljós að í knatt- spyrnunni giidir aginn. Þjálfarinn ræður öllu, fuílkomlega, leikmaðurinn er aðeins tæki, hiuti af vél sem ætlast er til að skili árangri. Og það er ekki einungis þjálfarinn sem krefst árangurs heldur einnig — á Islandi að minnsta kosti — öll þjóðin. Seinna sagði Arnór við mig: „Atvinnu- mennskan er enginn barnaleikur þó margir virðist halda það." Og ég trúi honum þegar hann segir það. Var pottþéttur í liðið Þegar ég kem klukkan sex er Arnór ekki við en Pétur Pétursson segir hann vera í sundi og hljóta alveg að vera að koma. Stuttu seinna kem- ur hann gangandi í hægðum sínum inn ganginn. Við ákveðum að ræða saman inná herbergi eftir hrakfarirnar fyrr um daginn. Þar úir og grúir af íþróttafatnaði. Þeir eru þrír í tveggjamanna her- bergi. — Vid vorum ad rœda um þridja þjálfarann þinn hjá Lokeren? „Mér gekk mjög vel í öllum æfingaleikjum hjá honum. Hann sagði að ég væri alveg pottþéttur í liðið. En ég lenti í því að rifbeinsbrotna og var frá í fimm vikur. Þeir voru þá í liðinu Lado, Lub- anski og Preben Elkjær hinn danski. Þegar ég kom aftur lét Waseige mig spila á miðjunni, eins- og ég sagði fyrr í dag. En þá fóru hlutirnir líka að rúlla hjá mér. Ég var tvö síðustu tímabilin mín hjá Lokeren með Waseige sem þjálfara. Það gekk mjög vel, ég spilaði vel. Þegar um einn mánuður var eftir af tímabilinu höfðu þeir sam- band við mig frá Anderlecht. Ég ræddi við þá og á endanum buðu þeir mér samning til tveggja ára. Það var ekkert erfitt að komast frá Lokeren. Ég hafði gert þannig samning við þá að ég átti auðvelt með að skipta um félag." Sex leikir með Anderlecht „Ég spilaði fyrstu sex deildarleikina með And- erlecht, þangað til ég meiddist í landsleik hér heima.“ Én það var einmitt leikurinn gegn Irum fyrir þremur árum. „Það er fyrst núna sem ég er að finna mig aftur. Ég er hundrað prósent með núna en ég var það ekki á þessu tímabili, ekki í tæp þrjú ár. Ég var ekki skorinn upp við meiðsl- unum úr landsleiknurn fyrr en tveimur og hálf- um mánuði síðar og átti i þessum meiðslum alveg fram í febrúar. Þá var tímabilið að verða búið þannig að ég lagði alla áherslu á næsta keppnistímabil. Ég var á varamannabekknum nokkra síðustu leiki tímabilsins, kom inná í úr- slitaleiknum í Evrópukeppninni við Tottenham. En ég var engan veginn orðinn nógu góður. Um haustið lék ég eina fjóra leiki, en eftir vetr- arfríið ’85 sleit ég liðband. Það var í febrúar. Ég er eiginlega fyrst að ná mér núna, ári síðar. Það er fyrst núna að ég er orðinn hundrað prósent inni á vellinum. Ég lék síðustu fjóra deildarleik- ina með Anderlecht núna í vor en ég var ekki orðinn alveg öruggur fyrr en bara fyrir hálfum mánuði.” — Mikil slysasaga þín saga? „Já, það má segja það. Eg hef verið meira á slysabekknum en á varamannabekknum. En ég er orðinn góður núna.“ — Þú ert ekkert hrœddur á vellinum, hrœddur um ad slasa þig aftur? „Nei, ég er ekki hræddur. Það þýðir ekki. Ef þú ert hræddur geturðu ekkert. Þú verður að vera allur með, vera hundrað prósent með. En ég hef lært af þessu. Ég haga mér öðruvísi, þó ekki þannig að ég sé að passa mig allan tímann. Þetta er allt spurning um tækni." Gífurleg samkeppni innan liðsins „Innan liðsins er gífurleg samkeppni. Flest sterk lið eru með stóran kjarna. Anderlecht til dæmis hefur á að skipa fimmtán landsliðsmönn- um. Þannig að það er ekkert gefið eftir og menn eru undir mikilli pressu allan tímann. Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að hafa stóran kjarna, það koma alltaf fyrir slys annað veifið. Góður andi? Nei, það er ekki hægt að segja það. Það fer hver sínar leiðir. Það er enginn vinskapur á milli manna. Við tökum þetta sem vinnu og hver fer til síns heima að aflokinni vinnu. Þetta eru góðir kollegar, ekkert meira. Á mánudögum er ein æfing í einn og hálfan tíma, við mætum þetta hálftíma fyrir æfingu. Á þriðjudögum eru tvær æfingar, líka klukkan þrjú. Ein æfing á miðviku- og föstudögum, tvær á fimmtudögum. Þá daga sem eru tvær æfingar borðum við saman. Yfirleitt eru heimaleikirnir á laugardagskvöldum og þá eigum við frí á sunnudögum. Séu leikir á sunnudögum þá er æfing líka á laugardögum. Vinnuvikan er sex eða sjö dagar, aldrei minna en það. Þetta er strangt." Sautján ára með konu og barn Ég spyr Arnór aftur hvernig það hafi verið að koma til Belgíu aðéins sautján ára gamall með konu og barn. „Það hefði eflaust orðið miklu erfiðara hefði fjölskyldan ekki hjálpað okkur svona mikið. En við kynntumst fólki i Belgíu mjög fljótt, góðu fólki. En þetta var náttúrulega gjörbreyting. Heima hafði maður verið í skóla og unnið á sumrin en spilað fótbolta á kvöldin. Þegar út var komið varð fótboltinn manns vinna. Við eigum strák. Hann er orðinn átta ára núna og hefur gengið í skóla i Belgíu. Þar sem við höfum verið er töluð franska og strákurinn talar hana betur en íslenskuna. Hann er búinn að búa í Belgíu alla sína ævi. Hans heimili hefur verið þar alla tíð.“ — Þú ert fastur í sessi í Belgíu og sem atvinnu- madur í knattspyrnu? „Já, það er óhætt að segja það. Ég er fastur i sessi. Og ég ætla að halda áfram í fótboltanum í tíu ár enn ef ég verð heppinn. Ég vonast til þess að geta haldið áfram þetta lengi. Nei, ég hef ekki fengið neina bakþanka út af því að hafa valið mér þessa leið í lífinu. Ég hef pælt í því hvernig það hefði verið að vera í sporum kunningjanna sem fóru í skóla, allt aðra leið en maður sjálfur. En ég hef ekki gert mikið af því, því að mér hef- ur strax dottið í hug að þeir hafi á sama hátt hugsað út í það hvernig það hefði verið að fara mína leið. Ég er mjög sáttur við þetta allt saman. Sé ekki eftir neinu. Það væri líka bæði fáránlegt og tilgangslaust.” Skemmtilegast að vinna Saíoniki „Skemmtilegasti leikur sem ég hef leikið var í Evrópukeppninni. Við lékum við Saloniki frá Grikklandi. Ég var að byrja að spila eftir að hafa setið á bekknum. Ég skoraði tvö mörk. Á eftir þeim leik fylgdu mjög skemmtilegir leikir við Brúgge og eins landsleikir hér heima, til dæmis við Wales, 2—2 leikurinn í heimsmeistarakeppn- inni. Mjög skemmtilegur leikur. En það allra leiðinlegasta voru fyrstu meiðslin hér heima, þau reyndu mjög á þolrifin. Það var líka grátlegt að skora ekki í vítaspyrnukeppninni í úrslita- leiknum við Tottenham. Þó var meira svekkj- andi að tapa leiknum í vítaspyrnukeppni, það er alltaf leiðinlegt að tapa á þann hátt. Ég hef reynt að koma í alla landsleiki íslands en það hefur ekki alltaf verið hægt. Landsliðið í dag? Ja; það er eiginlega um að ræða nýtt landslið. Ég er að spila með í fyrsta skipti núna. Vörnin er alveg ný. Menn eru svona að þreifa fyrir sér. En landsliðið er ekki nógu sterkt, við gætum komið á óvart í vissum leikjum hér heima, annað ekki.“ Vissulega eru það orð að sönnu, núna þegar leikurinn við íra er úti, 2—1 fyrir íra og írarnir áttu allan seinni hálfleikinn. „Þetta lið á ekki eftir að gera neinar rósir, ekki á næstunni að minnstakosti. Þjálfarinn, Sigi Held, er alveg nýbyrjaður og af fyrstu kynnum mínum af honum líst mér bara mjög vel á hann. Ég vona að við eigum eftir að hafa gaman af þessu í framtíðinni." Kem heim þegar ég er hættur Útlendingarnir í landsliðinu íslenska gista á hótelum þegar svona stendur á, þeir eru í vinn- unni, ekki í fríi. Ég spyr Arnór hvernig það sé að gista svona á hóteli í eigin landi, hvernig sé að vera gestur í eigin landi: „Ég hef aldrei verið gestur á íslandi, hér á ég heima og það er pottþétt að ég kem heim þegar ég er hættur."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.