Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 33
Síðastliðinn laugardag, 24. maí, var opnuð sýning á verkum eftir Ole Kortzau í Norræna húsinu í Reykjavik. Þar sýnir listamaðurinn silfur- og postulínsmuni, vefnað, litografíur, vatnslitamyndir og fleira. Föstudaginn 30. maí opnar Jónína Guðnadóttir sýn- ingu á lágmyndum og skúlptúrum úr steinleir í Gallerí Grjóti við Skóla- vörðustíg. Þetta er sjötta einkasýning Jónínu og verður hún opin kl. 12—18 alla virka daga, en kl. 14—18 um helgar. JAZZ Hin fágaða Sarah og hrái McShann Sarah Vaughan: Summertime (CBS 21114 — Steinar). CBS heldur áfram að auka við /Love Jazz skífuröð sína. Ein nýjasta skífan er Summer- time með Söruh Vaughan. Þetta er endurút- gáfa á efni af Sarah Vaughan in Hi-Fi ogAfter Hours, upptekið á árunum 1949—53. Fyrri hliðin eru lögin átta er hún hljóðritaði með hljómsveit píanistans Jimmy Jones, þess er kom hingað með Ellu Fitzgerald 1966, í New York 18. óg 19. maí 1950. Þetta eru gull og gersemar, ekki síst vegna þess að sjálfur Miles Davis blæs þarna í trompetinn. Aðrir í sveitinni eru Benny Green á básúnu, Tony Scott á klarinett, Bud Johnson á tenórsaxa- fón, Billy Taylor á bassa og J.C. Heard á trommur. Freddie Green, Mr. Rhythm úr Basie-bandinu slær gítarinn fyrri daginn þegar: Ain’t Misbehavin’, Goodnight My Love, Can’t Get out of This Mood og It Might As Well Be Spring voru hljóðrituð, en Mundell Lowe á hinum lögunum fjórum er hljóðrituð voru þann 19. Eg get þessa fyrir geggjara því ekkert er um það á umslaginu — CBS er margt betur gefið en að gefa ná- kvæmar upplýsingar um tónlist þá er fyrir- tækið gefur út. Þeir félagar Davis, Green, Scott og John- son blása margan fallegan sóló og Sarah syngur einsog engill. Sérí lagi er Davis magnaður í Nice Work If You Can Get It. Á hlið tvö leika stórbönd með Söruh og stjórna þeim Mitch Miller, Percy Faith og aðr- ir í þeim stíl. Jazzinn ræður í Perdido, en í hinum lögunum átta þarsem stórsveitir leika undir hjá Söruh er dægurtónninn ráðandi — en hún er meistara frasari einsog Sinatra og gerir öllu góð skil er hún syngur. Fyrir djassgeggjara er þessi skífa óborgan- leg vegna laganna sem Miles Davis blæs á — það skipti minna þó vanti eitthvað af slögur- unum á Sarah Vaughan in Hi-Fi og After Hours fyrst allur Davis er með. Jay McShann: The Man From Muskogee — Affinity 147 (Skífan). Gamla brýnið Jay McShann er enn á fullu þó kominn sé yfir sjötugt. Hann ferðast um og leikur Kansans City blús og búgga á píanóið og syngur á stundum. Mongólskt negraandlitið Ijómar og sveiflan er heit. Það muna þeir er sáu hann, Count Basie og Big Joe Turner ásamt fleiri góðstjörnum í kvik- myndinni The Last of The Blue Devils. Eftir að Basie og Andy Kirk yfirgáfu Kansans City var stórsveit Jay McShanns aðalbandið þar í borg og það voru engir smákallar sem þar blésu og sá varð frægastur er yngstur var — sautján ára strákpjakkur, sem blés í altóinn eftir Vernharð Linnet svo blúsinn blómstraði sem aldrei fyrr. Charlie Parker hét hann og McShann kallaði piltinn Yardbird. Einusinni voru þeir á ferð og rútan keyrði yfir hænu. Bird heimtaði að bíllinn stansaði: Go back and pick up that yardbird, sagði Parker og lét síðan sjóða hænuna á hótelinu þarsem þeir gistu. Á sjötta áratugnum leik McShann á píanó heima í Kansans City og ræktaði tómata, en eftir að ofanrituð skífa kom út 1967 og McShann ferðaðist um Evrópu 1969 hefur hann haft meira en nóg að gera í tónlistinni — enda engir leikið eins magnaðan blús og búgga á píanó eins og hann og Sammy Price — eftir að Ammons-Lewis-Johnson tríóið hvarf úr þessu jarðlífi. Á The Man from Muskogee má finna 11 ópusa, flesta blúsbúgga. Þó er þarna einn vals í minningu Charlie Parkers og raular McShann angurvært: Yardbird Waltz. Svo er gamla kynningarlag Benny Moton bandsins: Moton Swing, og tvö af frægari lögum McShans stórsveitarinnar: Confessin The Blues og Dexters Blues. Það er sosum alltí lagi með undirleikarana á skífunni — en ekkert meira en það. McShann gerir allt sem þarf og hann kann að koma dansi í tærnar. HÚSGAGNAVERSLUN Strandgötu 7-9 Akureyri, símar 96-21790 og 21690. ORÐ ERU ÓÞÖRF VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI HELGARPÖSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.