Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 39
FRÉTTAPOSTUR Ficasso á íslandi Sýning á um 50 verkum Pablo Picassos opnar á Kjarvals- stöðum nú á laugardag og telst einstæður viðburður í menn- ingarlífi í Reykjavík. Listahátíð opnar með opnun sýningar- innar. Bkkja listamannsins, Jaqueline Picasso, er stödd hér á landi þessa dagana af þessu tilefni. Öflugur lögregluvörð- ur verður á Kjarvalsstöðum meðan á sýningunni stendur en meðal sýningargripa eru mörg verðmætustu listaverk Picas- sos. Hafskipsmanni sleppt í vikunni var einum af þeim sex Hafskipsmönnum sem hnepptir.höfðu verið í gæsluvarðhald sleppt. Það er Sigþór Guðmundsson aðalbókari sem sleppt hefur verið en hann var úrskurðaður í varðhald til H. júní eða tveimur vikum skemur en þeir aðrir sem fangelsaðir voru. Sjötti maðurinn sem erlendis var þegar handtakan fór fram kom til landsins í vikunni en var sleppt að loknum yfirheyrslum. Verður Stálfélaginu bjargað? Stálfélagið sem stofnað var 1982 til þess að endurvinna ís- lenskt brotajárn hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta hjá skiptaráðanda í Hafnarfirði. Kröfur í þrotabúið nema um 30—35 milljónum króna en stjórn félagsins rær nú að því öllum árum að bjarga fyrirtækinu. Stærsti kröfuhafi i búið er sænskt fyrirtæki vegna kaupa sem fyrirhuguð voru á stálvölsunarverksmiðju en aldrei urðu. Hlaupið fyrir Afríku Um 15.000 íslendingar tóku þátt í Afríkuhlaupi síðustu helgi. Hlaupið var til hjálpar munaöarlausum börnum í Afríku og söfnuðust um 5 til 6 milljónir króna til hjálpar- starfsins. Um helmingur hlauparanna hljóp í Reykjavík en viða á landsbyggðinni var þátttaka með eindæmum góð. Þannig hljóp um helmingur íbúa Hríseyjar. Afríkuhlauþið er alþjóðleg aðgerð en óvíða var þátttaka jafn góð og á ís- landi. Alls hlupu 20 milljónir manna, Kosið á laugardag Borgar- og sveitarstjórnakosningar verða núna á laugardag- inn en kosning í dreifbýlishreppum verður 14. júní. í Reykjavík hefur sjálfstæðismönnum verið spáð sigri en þó hafa skoðanakannanir heldur bent til minnkandi fylgis flokksins síðustu daga. Aðrir sem bjóða fram eru Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag, Kvennalisti, Pramsókn og Flokk- ur mannsins. Áhugaleysi almennings hefur einkennt kosn- ingabaráttuna. Viðeyjarstofa elst Rannsóknir Lýðs Björnssonar sagnfræðings á húsinu Aðal- stræti 10, sem taliö hefur verið elsta hús borgarinnar og byggt 1752, benda til að húsið hafi verið byggt 1863. í Aðal- stræti 10 er rekinn veitingastaðurinn Fógetinn. Þar með er Viðeyjarstofa orðin elsta hús borgarinnar en nýlega gaf ís- lenska ríkið Reykjavíkurborg Viðey í afmælisgjöf. Þeirri ákvörðun var mótmælt af þjóðminjaverði og skiptar skoðan- ir hafa verið um gjöfina. Tvö ný ríki Nú hefur verið ákveðið að opna tvær nýjar áfengisverslanir í Reykjavík og loka um leið Laugarásriki, sem þykir bæði óhentugt og er óvinsælt af íbúum i nágrenninu. Nýtt riki verður í Hagkaupshúsinu Kringlu í nýja miðbænum, Kringlumýri og annað í Mjóddinni í Breiðholti. Frystihúsin vantar 1,6 milljarða króna Skuldastaða margra frystihúsa er mjög slæm um þessar mundir en talið er að 22 þeirra sem verst eru sett vanti um 1600 milljónir króna. Ársreikningar frystihúsanna eru að berast þessa dagana og bætast stöðugt ný í hóp þeirra sem illa eru stödd. í ríkisstjórninni er m.a. rætt um skuldbreyt- ingu til lausnar vandans. Falskir dollaraseðlar Fyrir nokkru komu grísk lögregluyfirvöld RLR á sporið með að hér á landi væru í umferð falskir hundrað dollara seðlar. Gríska lögreglan handtók íslending þar ytra með falska seðla en honum var síðan sleppt. Tveir menn hafa verið handteknir hér heima, öðrum þeirra sleppt og er nú í rann- sókn hvaöan seðlar þessir komu til landsins. Alls er talið að ‘ mennirnir hafi upphaflega haft um 90 seðla, allt 100 doll- ara, eða samtals að verðmæti 9000 dollara sem jafngildir um 370 þúsundum króna. Fréttapunktar • Keppnisbann það sem ÍSÍ dæmdi Jón Pál Sigmarsson kraftlyftingamann í á fyrra ári hefur verið dsémt ógilt í Borgardómi. • Jón Ingvarsson, einn Isbjarnarbræðra, hefur verið end- urkjörinn sem formaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. • Sjómannadegi verður víðast hvar frestað vegna kosninga og haldinn 8. júní, nema hvað Hornfirðingar halda sig við 1. júní. • Nú á morgun verður haldið nauðungaruppboð á eignum trésmiðjunnar Víðis. • íbúar Reykjavíkur eru nú 90.000 talsins en voru við bráðabirgðamanntal 1. desember taldir 89.767. • Jesúítareglan í Köln í Vestur-Þýskalandi hefur boðið ís- lenska ríkinu að kaupa öll frumrit verka Jóns Sveinssonar, Nonna frá Akureyri. • Birgðir af nautakjöti voru í ársbyrjun 1335 tonn, sem er 482 tonnum meira en í fyrra. • Þrir hestar i Mosfellssveit drápust nýlega úr matareitrun sem þeir fengu af meltu sem þeim var gefin i litlum mæli. • Loðnuveiðar hefjast væntanlega 20. júní og verður skipt- ing kvóta með sama sniði og undanfarin ár en hlutur ís- lands verður 652 þúsund tonn af heildarveiðinni. • Ómari Ragnarssyni hefur verið gert að taka flugpróf að nýju vegna þess sem Loftferðaeftirlitið telur gáleysislegt flug. Allt í húsið frá einum stað TRÉ-X BITALOFT bjóða upp á mikla möguleika I upp- setningu á loftbitum og klæðningum. TRÉ-X LOFTAPLÖTUR grunnmálaðar með samsetning- arfalsi (tappa og mót). Uppsetning er einföld og fljótleg. TRÉ-X VEGGKLÆÐNINGAR með eða án millilista. Spónlagðar úr eik, beyki, aski og fjölda annarra viðar- tegunda. TRÉ-X INNIHURÐIR spónlagðar I flestum viðartegund- um, plastlagðar, tilbúnar undir málningu og afgreiddar beint af lager. TRÉ-X VIÐARÞILJUR fást í fjölmörgum viðartegund- um. Nýtískulegar og handhægar í uppsetningu. Henta i öll hús. TRÉ-X MILLIVEGGIR eru framleiddir í stöðluðum ein- ingum, grunnmálaðir. Einfaldir og þægilegir í uppsetn- EINNIG Fataskápar í fjölbreyttu úrvali — Útihurðir — Svalahurðir — Bílskúrshurðir úr tekki, oregon pine og mahóní. Sólbekkir, massífir úr eik og beyki, eða plastlagðir að vali kaupenda. Parket, eik og beyki, og ýmislegt annað í húsið. Viðskiptavinir TRÉ-X á Suðurnesjum og á Stór-Reykjavíkursvæðinu fá allar TRÉ-X vörur heimsendar endurgjaldslaust. TRESMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR hf. IÐAVÖLLUM 6 KEFLAVÍK. Símar 92-4700 og 3320. SVEFNSÓFAR EÐA STAKAR DÝMUR hAÐBESTA KOSTAR OFT MINNST RAÐSETT VELJIÐ ÁKLÆÐIÐ SJÁLF ^WTWeIMALIST HF HUSGAGNAVERSLUN SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 84131 HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.