Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 15
HP RÆÐIR VIÐ TVO BRAUTRYÐJ-
ENDUR í KÍNVERSKRI
NÁLASTUNGUMEÐFERÐ Á ÍSLANDI
Marlnó Ölafsson, hönnuður. „Tækið gefst sérlega vel gegn höfuðverk og hvers kyns
verkjum."
Ég hef hins vegar kynnt mér ýmis
sársaukaferli í líkamanum og hvern-
ig hægt er að grípa inn í þau með
nálastungum. Maður örvar úttaugar
með nálunum og þannig er hægt að
hefta sársauka. Þetta hef ég sökkt
mér í, en látið heimspekina eiga sig,
þó hún sé að mörgu leyti mjög
spennandi líka.“
Eyrnastunga
— Stingur þú sjúklinga í eyrun?
„Eyrnanálastunga er alveg sér-
stök fræðigrein og ég kann lítið fyrir
mér í henni. Mér skilst að það hafi
einhver Frakki fundið hana upp á
síðustu öld.
Það virðist hins vegar vera hægt
að ná árangri með þessari aðferð,
sérstaklega ef rafstraumur er settur
í nálarnar. Það eru til rannsóknir,
sem sýna að hægt sé að aðstoða eit-
urlyfjasjúklinga við að venja sig af
eitrinu með eyrnanálastungum.
Þessu hefur einnig verið haldið fram
varðandi reykingar, en þær
kannanir sem ég hef séð um þá
meðferð, sýna mjög lélegan árang-
ur þegar til langs tíma er litið.
í þeim tilvikum, þegar ég hef
fengist við reykingavandamál, hef
ég gert fólkinu ljóst að nálastungan
ein og sér gerir ekkert gagn sem
slík. Hún getur hins vegar hjálpað til
með því að draga úr fráhvarfsein-
kennum, þegar fólk er ákveðið í að
hætta að reykja. Ákvörðunin er eftir
sem áður í höndum einstaklingsins
sjálfs og það er hans að hætta."
— Hefurdu kannad eitthvaö
þennan eyrnalokk, sem seldur er í
þeim tilgangi aö hjálpa fólki aö
hœtta að reykja og jafnvel aö grenn-
ast?
„Já. Það gildir nákvæmlega það
sama um hann. Það er engin töfra-
aðferð til.
Hins vegar er hægt að örva þenn-
an ákveðna punkt á eyranu með
eyrnalokknum. Það er líka hægt að
gera með því að beita þrýstingi, sem
framkallaður er með öðru en eyrna-
lokk, t.d. svokölluðum þrýstinálum.
Ég held að auglýsingar lofi því
miður of miklu í þessu sambandi.
Fólki er talin trú um að eyrnalokk-
urinn leysi vandann."
Nálastungutæki
Auk Magnúsar Ólasonar á Reykja-
lundi, mun Úlfur Ragnarsson, lækn-
ir á Akureyri, einnig stunda nála-
stungumeðferð hér á landi. Þar að
auki hafa Islendingar leitað þessar-
ar meðferðar hjá læknum erlendis,
m.a. í Svíþjóð, Bandaríkjunum,
Þýskalandi og Danmörku. Einn
nálastungulæknir, sem vinnur í
Danmörku, mun einnig koma til ís-
lands stöku sinnum til þess að
stunda hér hóp fólks, sem til hans
hefur leitað.
Þessari kínversku aðferð er hins
vegar einnig hægt að beita með því
að veita veikum rafstraumi á þá
nálastungupunkta, sem erta á. ís-
lenskur maður, Marinó Ólafsson,
hefur hannað tæki til þessara nota
og er nú að sækja um einkaleyfi á
því á heimsmarkaði. Þegar eru þó á
markaðinum lítil tæki, sem hönnuð
eru með sama markmiði, en þau
eru ekki jafnfullkomin og tæki
Marinós. Þessi erlendu tæki hafa
verið til sölu hérlendis, bæði í gegn-
um smáauglýsingar í dagblöðum og
hjá a.m.k. einni heilsufæðisverslun í
Reykjavík.
Helgarpósturinn náði tali af
Marinó Ólafssyni, sem nýverið
hætti störfum hjá sjónvarpinu, þar
sem hann hafði unnið í mörg ár.
Marinó hafði af því nokkrar áhyggj-
ur að vekja með fólki falskar vonir,
Þessi nálastungupunktur er notaöur við ýmsum kvillum. Ef Ijósmyndin prentast vel, má
sjá hvar Magnús Ólafsson hefur stungið nál í hendi sjúklings, sem hann hafði til með-
ferðar.
því fólk hefur verið á biðlista eftir
tækjum frá honum í mörg ár, en
féllst samt sem áður á að spjalla lítil-
lega um þessa uppfinningu sína.
Hann var fyrst spurður að því, hvort
hann hefði framleitt mikið af „nála-
stungutækjum".
„Nei, það eru ekki nema fá eintök
í umferð. Þetta hefur verið algjör til-
raunaframleiðsla og tækin eru alls
ekki öll ein, því það hefur átt sér
stað ákveðin þróun með árunum.
Síðustu eintökin eru mun fullkomn-
ari en þau fyrstu. Það er mikill
munur þar á, þó þau virki auðvitað
öll.“
Ekki hægt að lofa árangri
— Hver hefur árangurinn veriö af
notkun þessara tœkja?
„Ég vil leggja megináherslu á það,
að það er ekki hægt að lofa árangri
af þessum tækjum, frekar en ann-
arri læknislist. Sé tekið mið af nála-
stungukenningum, eru engir tveir
menn með nákvæmlega sama sjúk-
dóminn. Þó upp komi tilfelli, sem
hér kallast flensa, getur krankleik-
inn verið af ólíkum orsökum og á
mismunandi stigum hjá sjúklingun-
um. Það er oft erfitt að setja upp
ákveðið kerfi í slíkum tilvikum, þó
hægt sé að ganga út frá vissum aðal-
línum.
Fólk hringir hins vegar mikið til
mín og lýsir undraverkum, sem það
hefur gert með þessi tæki. Það, sem
ég tek eftir að er auðveldast viður-
eignar, eru alls kyns vöðva- og liða-
verkir."
— Hvaö meö höfuöverk og
„mígrerí?
„Já, þetta tæki gefur mjög góðan
árangur í meðferð hvers kyns höf-
uðverkja, þó það sé auðvitað aldrei
hægt að lofa árangri.
Varðandi lækningu á „mígren"
þarf að ná sjúklingi í kasti og það
þarf yfirleitt fjögur til sex köst, þar
til sjúkdómurinn hverfur. Ég þekki
dæmi um allt að tólf ára reynslu af
þessu, þar sem sjúklingurinn hefur
verið einkennalaus þó hann hafi
verið töluvert illa haldinn fram að
meðferðinni með tækinu."
— Tekur fólk þetta alvarlega, eöa
heldur það að um sé að rœða ein-
hvern hókus-pókus?
„Núorðið veit fólk heilmikið um
þetta, en þegar ég byrjaði með tæk-
ið fyrir fjórtán árum var litið á nála-
stungumeðferð sem einhvers konar
„vúdú“. Maður heyrði þá sagt að það
væri fulllangt gengið að stinga í lík-
ama fólks — þeir í „vúdúinu" létu
sér þó nægja að stinga í dúkkur!
Þegar Nixon fór til Kína, breyttist
síðan viðhorfið á Vesturlöndum.
Einn af vestrænu blaðamönnunum í
för með honum var skorinn upp við
botnlangabólgu og þá var þetta
blásið upp í erlendum blöðum og
tímaritum. Fyrir þennan tíma höfðu
menn haldið því fram, að það væri
bara dáieiðsla að skera menn upp
með nálastungudeyfingu einni sam-
an. Menn sáu þarna sem sagt að
hægt var að deyfa með þessari að-
ferð, fyrst blaðamaðurinn hafði ver-
ið skorinn upp — glaðvakandi.
Hinn vestræni heimur reynir allt-
af að einangra öll fyrirbæri, en í
austrænum kerfum er reynt að
finna sameiginleika í öllu. Vestrænir
menn fóru því að einangra nála-
stungufræðin, til þess að finna
hvernig þau virkuðu, og þá fundu
þeir efni í líkamanum, sem virkar
eins og morfín. Þar með þóttust þeir
hafa fundið skýringuna á því hvers
vegna nálastungumeðferð kemur
að notum.
Það gleymist hins vegar, að hægt
er að breyta nánast hverri einustu
eind í líkamanum — t.d. hormóna-
Nýlegt eintak af „nálastungutækinu" sem Marinó Ólafsson hefur hannað.
ferlinu, hjartslættinum og blóð-
þrýstingnum — með nálastungum.
Deyfingaráhrifin eru næstum því
hrein hliðarverkun, en margir lækn-
ar þvertaka fyrir það að hægt sé að
gera nokkuð annað en að deyfa
með þessari aðferð."
Hvað er heilbrigði?
— Þaö er sem sagt erfitt aö sann-
fœra menn um þetta sem alhliða
lœknisaðferð?
„Já, því þarna er farið út fyrir þær
kenningar, sem viðurkenndar eru á
Vesturlöndum. Hér veit enginn
hvað heilbrigði er. Það er ekki til
nein lýsing á því
— Er það ekki einfaldlega að
kenna sér ekki neins meins?
„Jú, fólk veit einmitt hvað óheil-
brigði er og skilgreinir heilbrigði út
frá því. Þetta er kerfi sem miðar við
sjúkdóma.
Menn fóru í fyrsta sinn að hugsa
um þetta, þegar farið var að þjálfa
upp geimfara. Þá reyndist erfitt að
velja þá heilbrigðustu úr hópnum,
þegar enginn þeirra kenndi sér
neins meins.
Vestræna kerfið leitar uppi ein-
hvern sökudólg og drepur hann svo.
Þetta iýsir sér í öliu þjóðfélaginu og
gerð þess.
I austrænum fræðum er reynt að
finna út hvað sé sameiginlegt með
öllum hlutum og ekki farið alla leið
niður á frumusviðið við lækningu
sjúkdóma. Þar er fremur reynt að
leiðrétta ójafnvægi, með því að
kippa því inn í röðina aftur, sem far-
ið hefur úrskeiðis. Hér vestra er sá,
sem fer út úr röðinni, skotinn á
staðnum!"
— Það er sem sagt nauðsynlegt að
skipta um hugsanagang til þess að
skilja þessi frœði til fulls?
„Já, það er nauðsynlegt. Samt
sem áður má maður heldur ekki
týna alveg hinum vestræna hugs-
anagangi, því rökvísin er auðvitað
nauðsynleg í okkar þjóðfélagi. Á
henni byggja t.d. öll tækniundur
undanfarinna áratuga."
Nálastungumeðferð, hvort sem
hún er framkvæmd á hefðbundinn
hátt eða með nýtískulegum tækjum,
er greinilega í mikilli sókn á Vestur-
löndum. Á því er ekki vafi. Fólk er
margt tilbúið til þess að reyna nær
hvað sem er, eftir áralanga baráttu
við sjúkdóma af ýmsu tagi. Þá lætur
það allt eins stinga sig upp á kín-
verskan máta, eins og hvað annað.
Víða erlendis hafa svokallaðar
„óhefðbundnar læknisaðferðir"
mjög svo rutt sér til rúms og vaxa nú
og dafna jafnframt hinum hefð-
bundnu aðferðum. Við íslendingar
erum, eins og oft áður, svolítið á eftir
nágrannaþjóðunum, en þessi þróun
virðist nú vera á góðri leið með að
breyta læknismeðferð hérlendis.
HELGARPÓSTURINN 15