Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 36
HP kynnir sér reynslu þriggja kvenna sem eignuðust börn á unglingsárunum og hafa nú komið ungl- mgum a legg. „Það er alþýdumál ad börn barna verði lukkubörn," segir sveitaslúlk- an Ugla í Atómstöd Halldórs Lax- ness við borgarbarnið A/dinb/óð þegar þœr eiga báðar von á barni ungar að árum. Og í mest seldu unglingabók síðasta árs, Sextán ára í sambúð eftir Eðvarð Ingólfs- son, er lýst vandamálalausri sam- báð sextán ára unglinga sem dásama kaffivélina slna og baka kökur af list eftir að hafa farsœl- lega eignast afkvœmi. Samkvœmt lýsingum og hugmyndaheimi bók- arinnar er þetta sannkallað lukk- unnar velstand: Ekkert mál! En er nú líklegt að slík reynsla sé pott- þétt formúla fyrir lífshamingju eins og bókin vill vera láta? Hvað sem því líður er staðreynd að barnsburðaraldur íslenskra kvenna er talsvert lœgri en í ná- grannalöndum okkar og íslensk- um mœðrum innan við tvítugt hefur fjölgað jafnt og þétt fram eftir þessari öld. Sé litiö á tölur yfir barnsfœðingar á Islandi kem- ur í Ijós að á árunum '31—'-40 eign- uðust konur innan við tvítugt 5,2% allra barna á landinu, '41—50 8,9%, '51-60 11,2%, '61-65 14,2%, '66-70 17,7% '71-75 16,4% og ’76-t80 14,5%. Þessar tölur sýna að barnsburðar- tíðni þeirra sem við nefnum hér táningamœður nœr hámarki á árunum '66—75 en síðan hefur lítið eitt dregið úr henni síðastliðin ár, hvort sem það stafar af aukinni kynferðisfrœðslu eður ei. Til að varpa Ijósi á þessa reynslu rœddi HP við þrjár konur sem eignuðust sitt fyrsta barn á aldrinum 15—18 ára, og spurði þœr um meðgönguna, fœðinguna, andlega og líkamlega líðan á þessum tíma, viðbrögð foreldra, vina og kunningja, barnauppeldið, svo og hvernig þœr brygðust við el þeirra börn sem nú eru komin á unglingsaldurinn œttu von á barni. Kristín Ólafsdóttir: „Á þessum tíma gátu óléttar konur ekki gengið í nánast hverju sem er eins og í dag, heldur tíðkuðust þessir bannsettu óléttusloppar sem undirstrikuðu að maður var að verða „kerling", eða a.m.k. öðruvísi en stelpurnar." KRISTÍN Á. ÓLAFSDÓTTIR STJÓRNMÁLAMAÐUR: MM Full samviskubits i árMÆ „Mér þótti þaö hið mesta áfall þegar ég komst að því að ég var ólétt, þá nýorðin átján ára. Ég hafði ekki hugsað mér að verða móðir svo snemma enda var ég nýbyrjuð í leiklistarskóla og vann að auki með skólanum. Kannski var þetta ekki síst áfall vegna þess að ég hafði hreinlega vegna feimni og einhvers hjárænuskapar ekki þorað til læknis og fá mér pilluna. Ég held að þáttur i uppeldinu hafi valdið því að ég þorði ekki í þá kjallaraskoðun sem því fylgdi. Loksins tókst einni vin- konu minni að drífa mig með sér og ég fékk pilluna og leiðbeiningar um hvenær ég ætti að taka þá fyrstu. En biðin eftir að ég tæki hana varð meira en ár því að á þeim tima var ég orðin ólétt. Áfallið sem ég fékk var ekki per- sónulegs eðlis fyrst og fremst heldur fannst mér að ég hefði verið að svíkja foreldra mína, sérstaklega móður. Hún hafði brýnt það mjög fyrir mér frá því að ég komst á ungl- ingsárin að ekkert þýddi að koma með barn og segja mömmu að passa það og svo framvegis. Þar sem ég var jafnframt eina stelpan í fimm barna hópi hafði það skipt hana miklu máli að dóttir hennar gæti gengið menntaveginn og stæði ekki í ótímabærum barneignum. En síðan brugðust foreldrar mínir eins vel við og hægt var að hugsa sér og það sem gerði þetta ailt léttbær- ara heldur en mig hafði órað fyrir var sú mikla ást sem þau höfðu á dóttur sinni. Ég minnist þess að pabbi sagði við mig þegar hann fékk tíð- indin: Nú er bara að vera sterk, elsk- an mín. Þau voru minn aðalstuðn- ingur bæði meðan á meðgöngunni stóð og eins mörg fyrstu árin eftir að strákurinn minn fæddist. Ég átti son minn, Hrannar, rétt áð- ur en annað árið í leiklistarskólan- um hófst. Ég bjó svo heima hjá for- eldrum mínum þótt ég væri hring- trúlofuð og kærastinn þar með ann- an fótinn. I meðgöngunni skiptust á skin og skúrir, tilfinningarnar tætast ansi mikiö upp við þær aðstæður, ýmist var maður alsæll eða heldur niðurdreginn. Ég man að það sem braust um í mér var annars vegar þessi sektarkennd gagnvart mömmu og svo hins vegar ákveðin skömm því þá var það ekki eins al- gengt og nú að ungar stelpur yrðu óléttar. Viðhorfin sem maður þóttist finna að væru fyrir hendi höfðu ákveðin áhrif á mann. Tískan hafði líka sitt að segja. Á þessum tíma gátu óléttar konur ekki gengið í nánast hverju sem er eins og í dag, heldur tíðkuðust þessir bannsettu óléttusloppar sem undirstrikuðu að maður var að verða „kerling", eða a.m.k. öðru vísi en stelpurnar. En vinir og kunningjar sýndu mér skilning og ég mætti mikilli tillits- semi bæði í vinnunni og í skólanum. Og vinkonur mínar úr Kvennaskól- anum sem ég hef alla tíð haft mikið samband við tóku fullan þátt í þessu með mér. Ég var sú fyrsta sem átti von á barni og þeim fannst spenn- andi að fylgjast með. Það var mjög mikil hlýja allt í kringum mig. Það voru frekar innri viðhorf mín og eitthvað óþægilegt sprottið úr upp- eldinu sem bagaði mig framan af, fyrir utan að ég vissi að þetta myndi gera nám og framtíðaráætlanir miklu flóknari og erfiðari heldur en ég hafði reiknað með. Svo fæðist barnið og ég upplifi stærsta ævintýri lífsins. Ég lá á Fæð- ingarheimilinu og þótti mjög gott að vera þar enda fór ég þangað aftur þrettán árum síðar. Ég ímynda mér að Fæðingarheimilið sé betri og notalegri staður en Fæðingardeildin sérstaklega fyrir smæðina, það er líkara heimili en sjúkrastofnun. Síðan gekk þetta mjög vel vegna þess að þessi einstaka móðir mín, sem hafði ekki ætlað að fá barn í hausinn eins og hún sagði áður, reyndist náttúrulega hin besta amma og allt að því mamma og ég gat haldið áfram í náminu vegna hennar. Svo átti sonur minn líka mjög góða föðurömmu sem hljóp oft undir bagga. Eftir á að hyggja finnst mér þetta hafa gengið alveg ótrúlega vel. Og ég er mjög montin af stráknum mínum, ég varð satt að segja hissa á því hvað útkoman varð góð... En ég man eftir því að um leið og ég byrjaði aftur í skólanum eftir að hann fæddist fór ég að finna fyrir þessu móðursamviskubiti og var í rauninni úttroðin af því næstu þrett- án, fjórtán árin. Það sest ansi fast að í manni. Þegar ég svo eignaðist rúmlega þrítug seinna barnið mitt og fann hvað ég var tilbúnari tilfinn- ingalega og hvað þroska varöar að gefa því barni miklu meira, þá tók gamla samviskubitið sig dálítið upp gagnvart eldra barninu. Ég skildi ekki hvenær ég hafði eiginlega haft tíma til að gefa honum eitt né neitt. En ég hef líka fundið hvað fyrri barneignin var að vissu leyti auð- veldari þegar ég var svona ung. Líkamlega var maður brattari og út- haldsbetri, og þar fyrir utan voru hlutirnir ekki eins mikið mál og þeg; ar maður var rúmlega þrítugur. Þá var maður orðinn hræddur við að maður væri nú ekki að gera rétt í uppeldismálunum, myndi hugsan- lega binda einhverja hnúta á sál barnsins o.s.frv. Þá var maður búinn að setja sig í stellingar og orðinn dá- lítið taugaveiklaðri gagnvart þessu. Því var það afar ólík lifsreynsla að verða móðir átján ára og svo aftur rúmlega þrítug. En ég vissi alltaf að mamma gaf stráknum það sem hann þurfti og ég var með samviskubit yfir að hún væri í mínu hlutverki. En þann stutta tíma sem ég var með honum hafði ég það mjög hugfast að þá ætt- um við að .hafa það gott saman og ég lagði alla áherslu á að leika, tala og kela við hann. Ég var sannfærð um að það væri fyrst og fremst þetta sem manni bæri að gefa barninu og ég er enn sannfærð um að svo sé. Slíkt er ekki bara mælt í tímalengd heldur miklu fremur hvernig maður ver timanum með barninu. En ég er ekki í vafa um að sonur minn er svona vel lukkaður af því að ég átti þessa yndislegu foreldra til að ann- ast hann með mér. Ég byrjaði svo að búa með barns- föður mínum þegar strákurinn var eins og hálfs árs, hann fór síðan í leikskóla og ömmurnar héldu áfram að vera miklar bjargvættir, pabbinn vann mikið eins og pöbbum er gjarnt. En ég held að þær mæður sem eru ekki eins mikið hjá börnun- um og umhverfið segir þeim að vera, þekki mjög vel þetta sam- viskubit og að það taki óþarflega mikið pláss í sálum þeirra. Það bætir engan veginn úr skák. Mestu máli skiptir að nota tímann til að tengjast barninu sem best tilfinningalega, gefa því sem mesta hlýju. Það bygg- ir best grunninn að persónu barns- ins. Hvað barnaheimili og leikskóla varðar þá er það alveg ljóst að þar gefst börnum kostur á fleiri örvandi leikjum og viðfangsefnum heldur en þau fá á mörgum heimilum. Það segir sig sjálft vegna aðbúnaðarins. Eg er almennt þeirrar skoðunar að miklu æskilegra sé að fólk bíði með að eignast börn þar til það er búið að ná sæmilegum þroska, sé orðið mótað, vilji eignast börn, og geri sér grein fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Og vonandi er hræðsla stelpna við að ná sér í getnaðar- varnir minni en hún var á mínum unglingsárum. Þegar krakkar eru farnir að sofa hjá þá verða þau fyrst að tryggja að ekki verði úr því barn þar sem þau eru ekki tilbúin til að eiga það. Einhver nefndi við mig fóstureyð- ingu á sínum tíma en frá mínum bæjardyrum séð kom það ekki til greina. Tilfinningalega brást ég við gjörsamlega öndverð. En síðan hef- ur afstaða mín til fóstureyðinga breyst mjög mikið. Ef dóttir mín yrði ólétt á unglingsárunum myndi ég nefna fóstureyðingu sem mögu- leika. En aldrei í lífinu myndi ég leggja hart að henni, því stúlkan verður að taka ákvörðun um fóstur- eyðingu fullkomlega upp á eigin spýtur ef hún á ekki að verða meiri háttar vandamál seinna meir. Hún má aldrei fá þá tilfinningu að ein- hver hafi ýtt henni út í þetta." „Ég var fimmtán ára í landsprófi þegar ég komst að því að ég væri ólétt, var á föstu, en samt ósköp græn. Mér krossbrá og trúði þessu ekki. Eftir að ég fékk þungunina staðfesta þá held ég að viðbrögð for- eldra minna hafi dregið úr sjokkinu af því að þau stóðu hundrað prósent með mér og bökkuðu mig upp í einu og öllu. Ég held að það hafi jafn- framt gert meðgönguna auðvelda og ánægjulega, sömuleiðis afstaða barnsföður míns. Hann var þremur árum eldri en ég og var þarna til að halda utan um mig. Og sjálfsagt hef- ur mér hálfpartinn fundist ég vera orðin kona, fundist ég vera eldri en ég var. Þennan vetur umgekkst ég aðallega mínar bestu vinkonur sem sýndu merkilega mikinn þroska í þessu máli, og svo barnsföður minn og vini hans. Um vorið tók ég síðan landsprófið og náði því — með herkjum. Þá var farið að sjá allvel á mér. Kannski hefði ég ekki haldið mig svo vel að bókinni hefði ég ekki verið ólétt og ákveðin í að standa mig. Ég held að ég hafi gætt þess að gefa engan höggstað á mér. Þar sem ég átti tvö yngri systkini og hafði verið heima þegar mamma fékk hríðirnar þekkti ég aðdrag- anda fæðingarinnar og þetta var eðlilegur hlutur fyrir mér. Ég varð ekki hrædd þegar ég fékk hríðirnar, heldur fegin, því að þær mörkuðu ákveðinn endapunkt. Síðan keyrði kærastinn mig upp á Fæðingar- heimili og var viðstaddur alla fæð- inguna. Ég held að hann hafi átt erf- iðara en ég, fundið betur hversu ung ég var. En þegar ég átti að gefa upp nafnnúmerið mitt varð ég að gefa upp nafnnúmer pabba. Ég var svo ung að ég hafði ekki fengið mitt eig- ið. Hulda Jensdóttir og Ijósmæðurn- ar á Fæðingarheimilinu reyndust mér mjög vel. Þær voru tillitssamar við fæðinguna, gerðu hvorki mikið né lítið úr því hvað ég var ung. Fæð- ingin var erfið, barnið stórt, enda hafði ég lifað eins og blóm í eggi allt sumarið. Hins vegar vissi ég ekki að fæðingin hefði verið erfið því ég hafði engan samanburð! Kannski fá- vísi mín í þessum efnum hafi líka hjálpað mér. Svo hafði allur aðdrag- andi fæðingarinnar verið ánægju- legur og það mótaði það sem á eftir kom. Ef meðbyr er fyrir hendi hjálp- ar það manni til að takast á við svo mörg vandamál. Eftir fæðinguna man ég eftir yfir- þyrmandi hamingjutilfinningu — maður verður hissa og hamingju- samur til skiptis — svona lítil mann- vera. Ég held mér hafi liðið eins og öðrum mæðrum. En þegar farið var að kenna okkur að baða börnin o.þ.u.l fann ég að mér var leiðbeint sérstaklega. Fjölskylda og vinir heimsóttu mig á sængina og sam- glöddust mér. Það er mikilvægt að maður finni að barnsfæðing er ánægjuefni. 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.