Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 31
Listahátíð sett á laugardag: Doris Lessing, Picasso og 250 þúsund króna smásaga Það þarfvtst enginn ad kvarta yfir því að nœsta helgi verði viðburða- snauð; áhugamenn um fótmenntir og boltaspark fá smjörþefinn af heimsmeistarakeppninni beint frá Mexíkó; áhugamenn um pólitískt þjark og þras kœtast yfir bœjar- og sveitarstjórnakosningunum; áhuga- menn um fagrar listir og menningu standa í löngum biðröðum í þeirri von að fá að líta stórstjörnur sem koma hingað norðureftir í tilefni Listahátíðar. Já, Listahátíð í Reykjavík verður sett núna um helgina með mikilli viðhöfn á Kjarvalsstöðum, Davíð Oddsson borgarstjóri og frambjóð- andi hefur reyndar beðist undan þeim heiðri að setja Listahátíðina á kjördag, en maður kemur í manns stað í Sjálfstæðisflokknum, og Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra ætlar að hlaupa í vandfyllt skarð Davíðs — varla að þar verði heldur neinn skortur á málsnilld og hugarleiftrum kvikum. Setningarathöfnin er annars býsna virðuleg, einsog þykir hæfa á slíkum stundum; að lokinni ræðu Sverris flytur Martin Berkofsky þrjú íslensk þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar; þvínæst afhendir rithöfundurinn frægi, Doris Lessing, verðlaun í smásagnakeppni Listahá- tíðar — óneitanlega býsna spenn- andi að sjá hver hreppir hnossið. Að því loknu verða tvær viðamiklar myndlistarsýningar opnaðar á Kjar- valsstöðum; Picassosýningin, dýr- asta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á Islandi — þ.e.a.s. ef list- in er mæld í peningum — og sýning- in Reykjavík í myndlist, náttúrulega i tilefni tvöhundruð ára afmælis höf- uðborgarinnar. Opnunarathöfnin á Kjarvalsstöðum hefst klukkan 14 á laugardaginn. •Síðdegis þann dag, um það leyti sem boltavinirnir setjast við sjón- varpið, leikur svo filippínski píanó- leikarinn Cecile Licad einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands í Há- skólabíói. Hún mun glíma við Kons- ert no. 2 fyrir píanó og hljómsveit eftir Rachmaninoff, en auk þess leikur hljómsveitin verk eftir Jón Nordal og Dvorak. Doris Lessing fer aftur á stjá á sunnudaginn, i þetta sinn í Iðnó. Á samkomu sem hefst kl. 16 flytur Magdalena Schram fyrirlestur sem nefnist „Doris Lessing og ritverk hennar", Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld og Bríet Héðinsdóttir lesa úr verkum Doris Lessing, en síðan flyt- ur skáldkonan sjálf fyrirlestur sem hún nefnir „Gullöld skáldsögunnar". Að lokum gefst áheyrendum færi á að spjalla og bera fram fyrirspurnir. Af miðasölunni á Listahátíð má ráða að marga fýsir að sjá Flam- enco-dansflokkinn frá Spáni leika listir sínar. Hann mun troða upp í veitingahúsinu Broadway á sunnu- dagskvöldið kl. 20.30 og aftur í Þjóðleikhúsinu á sama tíma á mánu- dagskvöldið. Og fer nú hver að verða síðastur að ná sér í miða. Á sunnudagskvöldið opnar einnig í Listasafni íslands sýning á verkum Karls Kvaran, yfirlitssýning sem spannar feril þessa sanntrúaða ab- straktmálara. Þetta er sumsé það helsta sem verður á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík um helgina. -EH. Leikhúsið Brúðubíllinn á 10 ára afmæli í sumar, en einsog kunnugt er ferðast útileik- húsið milli gæsluvalla borgarinnar í júnímánuði ár hvert og kemur tvisvar sinnum á hvern gæsluvöll á því tímabili. í sumar verða sýndir tveir einþáttungar sem hvor um sig tekur hálfa klukkustund. Sá fyrri heitir „Brúðubíllinn 10 ára" en það er blönduð dagskrá, bæði nýtt efni og valið ■ efni frá fyrri sýningum. Seinni einþáttungurinn heitir „Úlfurinn og kiðlingarnir sjö" í leikgerð Helgu Steffensen. Sigríður Hannesdóttir semur vísurnar en báðar stjórna þær brúðunum og Ijá þeim raddir ásamt leikurunum Erni Árnasyni, Aðalsteini Bergdal og Þórhalli Sigurðssyni, en hann er einnig leikstjóri hljóðbandsins. Það er tekið upp hjá „Ljósum punktum". Laugardaginn 31. maí verður opnuð samsýning þeirra kvenna, sem standa að Gallerí Langbrók — Textíl að Bókhlöðustíg 2 í Reykjavík. Sýningin ber nafnið „Flækja" og verður þar sýndur vefnaður, skúlptúr, fatnaður og þrykk. Aðgangur er ókeypis, en opið er alla daga frá kl. 14 til kl. 18. Beckett sviðsetur Beckett: Fangaleikhópur frá San Quentin til íslands í haust? Nóbelshöfundurinn írski, Samuel Beckett, er áttrœður á þessu ári, sem varla hefur farið framhjá fjöl- mörgum aðdáendum hans hér á landi. Og eftilvill munu þeir fá ærna ástœðu til að kœtast á afmœli karls- ins — nokkrir óbangnir íslendingar vinna nefnilega að því þessa dag- ana að fá hingað til lands frœgan leikhóp sem túlkar þrjú verk Beck- etts undir yfirskriftinni „Beckett sviðsetur Beckett". Leikritin þrjú eru gamalkunn — Endatafl, Beðið eftir Godot og Síð- asta orðræða Krapps, löngu orðin sígildar bókmenntir öll. Leikhópur- inn er hinsvegar svolítið óvenjulega samansettur; hann er nefnilega upprunninn úr San Quentin fangels- inu í Bandaríkjunum, það eru níu fyrrverandi tugthúslimir sem hafa sett leikritin á svið — undir leik- stjórn meistarans sjálfs. Og það þyk- ir téðum Beckett-aðdáendum ekki svo lítið, enda fer líklega hver að verða síðastur að sjá verk Becketts undir leikstjórn Becketts. Þetta er sumsé Beckett einsog hann gerist hreinastur og tærastur — kannski ekki síst vegna reynslu leikaranna úr grjótinu. Einsog þeir sem þekkja verk Becketts vita eru þau uppfull af anda innilokunar, vonleysis, leið- inda og endurtekninga — það er ekki örgrannt um að þetta ættu að vera kenndir sem fangar þekkja öðrum betur, enda hefur Beckett alla tíð sýnt uppfærslum fanga á verkum sínum mikinn áhuga. Leik- hópurinn frá San Quentin lék í Kaupmannahöfn á dögunum við mikla hrifningu, í samtölum við Is- lendinga þar létu þeir í ljósi mikinn áhuga á að koma hingað — vonir standa til að það geti orðið í haust. . . Listahátíð í Nýló: Ljóðrænar abstraktsjónir og Gilbert og George Það eru listahátíðir víðar en Listahátíð í Reykjavík og þarfekki einu sinni að fara útúr bœnum til að rekast á eina slíka. 1 Nýlista- safninu við Vatnsstig opna á laug- ardaginn 31. maí hvorki fleiri né fœrri en 10 ungir Austurríkismenn sýningu. Atta karlar og tvœr kon- ur. Listamennirnir 10 hafa vakið talsverða athygli úti í hinum stóra heimi og nokkur fengur að fá þau hingað til lands. Öll vinna þau abstrakt myndir, allt frá Ijóðrœn- um abstraktsjónum át í harða geómetríu. Listamennirnir leita aftur í tím- ann í gamlar stefnur sem lítil sem engin rækt hefur verið lögð við spkum hins mikla hraða sögunnar. Út frá þessum punkti hefja Austur- ríkismennirnir tíu rannsóknir sín- ar sem formbirtast í verkunum. Nýlistasafnið telur þessa sýningu góða viðbót við Listahátíð í Reykjavík, en hún stendur til 15. júní og er opin frá klukkan 16 til 22 virka daga en 14 til 22 um helgar. Nýlistasafnið stendur einnig fyr- ir sýningu á kvikmynd eftir Bret- ann og Italann Gilbert og George. Þeir hafa komið víða við í list- heiminum, t.d. leikið kyrrar myndastyttur á listahátíðum í Bretlandi. Kvikmyndin er The World ufGilbert og George. Heim- ildir HP telja þessa mynd allra at- hygli verðar. Kvikmyndin verður sýnd í MÍR-salnum Vatnsstíg 3 laugardaginn og sunnudaginn 31. maí og 1. júní klukkan 21. Kostar hundraðkall. Góða skemmtun. -gpm í tilefni Listahátíðar I Reykjavík 1986 verð- ur á sunnudag opnuð yfirlitssýning á verkum Karls Kvarans listmálara í Lista- safni Islands. Á sýningunni eru alls 96 verk, olíumálverk, gvassmyndir, vatnslita- myndir og klippimyndir. Sýningin spann- ar allan listferil hans, og er elsta myndin frá 1941 en þær yngstu frá þessu ári. Sýn- ingin verður sem fyrr segir opnuð sunnu- daginn 1. júnf, stendur til 29. júníog verð- ur opin daglega frá kl. 13.30 til 22 meðan á Listahátíð stendur. Stórsveit stofnuð um ICY-hópinn: Faraldur Úr hljómsveitargeiranum berast þœr fréttir að stofnuð hafi verið stór- hljómsveit í kringum ICY-hópinn svonefnda, sem eins og kunnugt er flutti Evrópubúum Gleðibankann í Bergen í siðasta mánuði. Hljóm- sveitin heitir Faraldur. Auk Pálma Gunnarssonar (bassi og söngur), Helgu Möller og Eiríks Haukssonar, eru meðlimir grúpp- unnar þeir Tryggvi Húbner á gítar, Pétur Hjaltestedt á hljómborð, Jens Hanson á sax og Sigurður Reynis- son á húðir. Faraldur fer um landið í sumar, ásamt tveimur leikurum, þeim Arn- ari Jónssyni og Eggerti Þorleifssyni, en þeir verða í sameiningu og sitt í hvoru lagi með ýmis grínatriði milli laga. Þetta er í fyrsta sinni sem þess- ir landsþekktu listamenn fara í álíka Iandsreisu. Umrædd hljómsveit er að undir- búa upptöku á hljómplötu um þess- ar mundir og er áætlað að hún komi út 15. júní næstkomandi. Plötunni hefur ekki enn verið gefið nafn, en víst er að innihald skífunnar kemur til með að geyma efni eftir Magnús Eiríksson meðal annarra góðra lagasmiða. HELGARPÓSTURINN 31 l'UVPi.lTSÓ^FiaojjH OC

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.