Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 34
Innrás sjöunda ára- tugarins heldur áfram Innrás sjöunda áratugarins á Broadway er aldeilis ekki um gard gengin. Vid höfum þegar fengid ad heyra í The Swinging Blue Jeans, Tremelos, Troggs, The Searchers, Dozy, Beaky, Mick and Tich og fleir- um. Hverjir eru svo nœstir, Björgvin Halldórsson móttökustjóri erlendu listamannanna? „Það eru náttúrlega stjörnurnar miklu, The Shadows. Þeir byrja tólftajúníogleikasíðan 13., 14., 15., 16. og sautjánda júní í Broadway. Þeir enda hljómleikaferð um Bret- landseyjar í Hammersmith Odeon þann sjöunda. Starfsmenn hljóm- sveitarinnar koma tveimur dögum síðar með tvö tonn af hljóðfærum og setja allt upp. Það á að leggja mikið upp úr góðum hljómburði að þessu sinni. Þessi hljómleikaferð Shadows hef- ur gengið mjög vel. Til dæmis spil- aði hljómsveitin í Biazers í Windsor í þrjár vikur samfleytt og það var uppselt á hvern einasta konsert." Það er sannarlega tilhlökkunar- efni að sjá og heyra þessar gömlu popphetjur. En skyldu fleiri vera á leiðinni? Björgvin kvað já við því. „Við fá- um Petulu Clark með tvenna tón- leika 20. og 21. júní. Hún kemur með stóra hljómsveit með sér. Það verður önnur söngkona með tón- leika 4. og 5. júlí. Engin önnur en Cilla Black. Við erum að vinna að því að fá Platters eða Gloriu Gaynor í júlí og höfum auk þess fengið stað- fest að Gerry And The Pacemakers muni leika hjá okkur 25. og 26. júlí. Fyrsta og annan ágúst fáum við síð- an hljómsveitina Marmelade í heim- sókn.“ Fyrir nokkru hélt sjötta áratugar rokkhetjan Fats Domino sex kons- erta á Broadway ásamt stórhljóm- sveit. Björgvin Halldórsson kvaðst vera að kanna möguleikana á því að fá fleiri stjörnur af fyrstu rokkkyn- slóðinni til að koma í heimsókn. Þar ber hæst Jerry Lee Lewis, Little Richard og Everly Brothers. En hverjir skyldu vera þeir tónlistar- menn sem Björgvin Iangar mest til að flytja til landsins? „Fyrir utan EIvis?" svaraði hann Petula Clark verður eins og fleiri á leið 12 Hlemmur — Fell, á næstu vikum. Með tvenna tónleika seint í júní. . . og glotti. „Okkur langar náttúrlega að fá níunda áratugar mennina og gerum það örugglega þegar við fá- um stærra hús í gagnið. Þá getum við farið að hugsa um menn eins og Paul Young, Stevie Wonder, Billy Joel. . . Við erum sem stendur að reyna að flytja inn þekkt fólk. Tón- listarmenn sem gestir okkar muna eftir. Það þýðir ekkert að hugsa um súperstjörnurnar eins og er. Mark- aðurinn er svo lítill að miðaverðið á Billy Joel til dæmis þyrfti að vera svo svimandi hátt að við fengjum engan til að mæta. Við höfum þegar sannað það að Broadway er leið- andi í því að flytja inn alþjóðlega listamenn og við stefnum enn hærra í framtíðinni." -ÁT KVIKMYNDIR Hvunndagsrealismi Háskólabíó: Sweet Dreams. (Ljúfir draumar.) irk Bandarísk. Árgerd 1985. Framleiöandi: Bernard Schwartz. Leikstjórn: Karel Reisz. Handrit: Robert GetcheU. Tónlist: Charles Gross. Aöalhlutverk: Jessica Lange, Ed Harris, Ann Wedgeworth, David Clennon o.fl. Karel Reisz (fæddur í Tékkóslóvakíu 1926) var á sínum tíma einn af upphafsmönnum þeirrar hreyfingar í breskri kvikmyndagerð, sem þekkt varð undir nafngiftinni „Free Cinema". Þessi hreyfing átti margt sammerkt með þeirri öllu frægari frönsku nýbylgju, sem um svipað leyti var hrundið af stokkun- um handan Ermarsundsins. Eins og flestum unnendum franskrar kvikmyndahefðar mun Ijóst átti Nouvelle Vague upptök sín á rit- stjórn kvikmyndatímaritsins Chaiers du cinéma, og sömu sögu er að segja um þá hreyfingu, sem hér er til umræðu. Á árunum 1947—52 voru gefin út af miklum vanefnum í Bretlandi sgmtals 14 tölublöð af kvik- myndatímaritinu Sequence. Ritstjórar þess (m.a. þeir síðarmeir svo þekktu leikstjórar Lindsay Anderson og Karel Reisz) gagn- rýndu, líkt og hinir frönsku stéttarbræður þeirra, harkalega þá stefnumótun, eða öllu heldur það stefnuleysi, er þeir töldu ríkjandi í kvikmyndaiðnaði heimalands síns. Á þess- um forsendum boðuðu þeir félagar því nýja stefnumótun í breskri kvikmyndagerðarlist. Þó ekki vegna þess að þeir töldu sig geta staðið svo ýkja frjálsir gagnvart hinum hefð- bundnu fjármagnsaðilum í kvikmyndaiðn- aði heimalands síns, heldur boðuðu þeir um- fram allt frjálsræði höfunda til eigin efnisvals og persónulegrar túlkunar á hinum þjóðfé- lagslega raunveruleika samtíðarinnar. Kvik- myndir þær, er síðan voru gerðar undir for- merkjum „Free Cinema" einkenndust hins vegar oft á tíðum af einkar hlutlægum lýs- ingum á hversdagslífi venjulegs alþýðufólks, og kvað svo rammt að þessari viðleitni í myndum hinna nýju ungu höfunda, að gár- ungarnir gáfu hinni nýju stefnu viðurnefnið „eldhúsvasksrealismi", og þá einkum vegna þeirrar staðreyndar að varla var framleidd kvikmynd í Bretlandi á þessum árum, að ekki kæmi fyrir í henni sena með lekum eld- húsvaskskrana. Þó svo að mikið vatn sé til sjávar runnið síðan Reisz sat ritstjórnarfundi sína á Sequence, þá er þó nauðsynlegt að hafa framangreint í huga þegar við skoðum verk hans nú 35 árum síðar, því áhrifa „Free Cinema" gætir enn á margan hátt í kvik- myndum hans. Þannig fjallar Sweet Dreams fremur um eiginkonuna, móðurina og eldhúsmelluna Patsy Cline, en „country" söngkonuna, er lagði heila þjóð að fótum sér og komst í lif- anda lífi í dýrlingatölu meðal hinna væru- Hlutlœgt og yfirbordskennt Stjörnubíó: Agnes of God. (Agnes, barn Guös) ★★ Bandarísk: Árgerö 1985. Framleiöendur: Patrick Palmer/Norman Jewison. Leikstjórn: Norman Jewison. Handrit: John Pielmeier eftir eigin leik- verki. Kvikmyndun: Sven Nykvist. Tónlist: Georges Delerue. Aöalhlutverk: Jane Fonda, Anne Bancroft, Meg Tilly, Gratien Gelinas, Winston Rekert, Guy Hoffman o.fl. Norman Jewison hefur komið víða við á leikstjórnarferli sínum. Kvikmyndir hans ku hafa hlotið ein níu Oskarsverðlaun og verið útnefndar til ekki færri en 36 annarra sömu tegundar. Þegar að auki er haft í huga að slóða hans marka minnisvarðar á borð við Fiddler on the Roof, In the Heat ofthe Night, Jesus Christ Superstar og A Soldier’s Story, þá er ekki laust við að margir hafi fyllst eftir- væntingu þegar fregnaðist að honurft hefði verið falin leikstjórn kvikmyndunar hins margrómaða leikverks John Pielmeiers. Agnes, barn Guös varð fyrst verka Piel- meiers til að njóta verðskuldaðrar athygli. Það var frumsýnt í Bandaríkjunum árið 1979 og gekk samfellt í tvö ár á Broadway við frá- bærar undirtektir bæði áhorfenda og gagn- rýnenda. Leikritið hefur verið þýtt á ein 10 tungumál og sýnt í a.m.k. 17 löndum, og ís- lenskum leikhúsunnendum mun enn í fersku minni stórgóð uppfærsla Leikfélags Reykja- víkur á verkinu á síðastliðnu ári undir leik- stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Kvikmyndun Norman Jewisons á þessu öndvegisverki Pielmeiers er um margt góðra gjalda verð, enda valinn maður í hverju rúmi. Kvikmyndataka Sven Nykvists er að vanda bæði stórbrotin og heillandi, og sömu sögu er að segja af frammistöðu einstakra leikara myndarinnar. Það geislar hreinlega af túlkun Anne Bancroft og Meg Tilly í hlut- verkum abbadísarinnar og Agnesar, og Jane Fonda kemur að sjálfsögðu skammlaust frá sér þessu nýja afbrigði af hinni sannleiks- þyrstandi rannsóknarblaðakonu, sem af ein- hverjum undarlegum ástæðum virðist hafa fest við hana á liðnum árum. Engu að síður situr maður allsendis ósnort- inn eftir í myrkvuðum salnum að lokinni sýningu og veltir vöngum um stund, í for- undran yfir því hvað hafi orðið af þeim hug- hrifum og þeirri útgeislun er fyrir ári ljómaði af leik þeirra Guðrúnar Gísladóttur, Sigríðar Hagalín og Guðrúnar Ásmundsdóttur í sama verki á fjölum gamla Iðnaðarmannahússins. Hvað varð um hinar heimspekilegu vanga- veltur Pielmeiers um eðli trúarinnar og Rannsóknarréttarins. . . hið þjóðfélags- gagnrýna líkingamál hans? Það var ekki fyrr en ég annars hugar fletti gegnum prógrammblað Stjörnubíós á heim- leiðinni, að ég datt niður á mögulega lausn á framangreindum vangaveltum. Þar er haft orðrétt eftir Sven Nykvist, fyrrum aðalkvik- myndatökumanni Ingmars Bergman: ,,Ég hef lítinn áhuga á vísindaskáldskap og hef Anne Bancroft, sem útnefnd var til Óskars- verðlaunanna fyrir túlkun abbadísarinnar f Agnesi barni Guðs, sést hér í hlutverki sínu ásamt Meg Tilly f rullu Agnesar. kærari unnenda þessarar velgjulegu tónlist- arstefnu. Reisz hefur m.ö.o. valið að einbeita sér að skilgreiningu þess þjóðfélagslega hvunndagsveruleika er gat af sér listakon- una Patsy Cline, fremur en að gera nánari út- tekt á listsköpun hennar. Þannig bregður hann upp að því er virðist samhengislausum svipmyndum úr lífi þessarar mætu listakonu, þar sem hún endasendist á milli upptökusala og tónlistarhalla, á milli þess sem hún stjanar undir rassgatið á eiginmanninum, fæðir hon- um börn og bakar eplapæ ofan í fjölskyld- una. Þegar á heildina er litið kemur síðan í ljós að þessi aðferð Reisz gefur okkur mun heilsteyptari mynd af lífi og list þessarar æru- verðugu konu, en ef höfundur hefði einsett sér að leggja höfuðáhersluna á listsköpun hennar. Undir slíkum kringumstæðum er m.ö.o. mun hættara við að goðsögnin verði ofaná, á kostnað þeirra raunverulegu að- stæðna er hún í raun nærist á. Ó.A. enga reynslu afslíkri töku, en ég nýt þess aft- ur á móti aö mynda andlit —• finna sálina í hverri manneskju." ingmar Bergman er ásamt Alfred Hitch- cock meistari hinnar huglægu myndnotkun- ar í kvikmyndum. Og hvað er þá huglæg mynd? Jú, andhverfa hlutlægrar að sjálf- sögðu. I leikhúsi nægir nærvera leikarans á sviði til að áhorfandanum megi takast að setja sig inn í hugarástand viðkomandi per- sónu. í kvikmynd þarf hins vegar oft á tíðum meira til, ef leikstjóranum á að auðnast að ná að hrófla við hugarheiini áhorfenda. Þetta á einkum við, ef um kvikmyndun sviðsverka er að ræða, því þar hefur höfundur upphaf- lega lagt mun meiri áherslu á áhrifamátt hins talaða orðs en gengur og gerist í kvikmynd- um. Kvikmynd er m.ö.o. eðlilega fyrst og fremst byggð upp á áhrifamætti myndarinn- ar, ólíkt leikhúsi, þar sem hið talaða orð og nálægð leikarans á sviði eru helstu tæki lista- mannsins til að koma framangreindum hug- hrifum til skila til áhorfenda. í kvikmyndun sinni á sviðsverki Piel- meiers hefur Jewison m.ö.o. ofmetið áhrifa- mátt texta höfundar. Hann hefur því valið að lýsa atburðarásinni einvörðungu með notk- un hlutlægra mynda. Þ.e.a.s.: áhorfandinn upplifir atburðarásina sem hreina þriðjuper- sónufrásögn. Huglæg myndnotkun felur hins vegar í sér, að myndavélinni er undir vissum kringumstæðum komið fyrir í spor- um einnar sögupersónunnar og áhorfendur þannig þvingaðir til að upplifa viðkomandi atburðarás út frá hennar sjónarmiði. Þetta hefur m.ö.o. það í för með sér, að áhorfand- inn hefur öðlast eins konar huglægan þátt- tökurétt í viðkomandi atburðarás, og er því knúinn til að taka afstöðu til hennar. Ó.A. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.