Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 12
Fyrrum fjármálastjóri Húsasmiðjunnar hf. fer með ábendingar um skattsvik fyrirtækisins til skattrannsóknarstjóra Tugmilljóna skattsvik? Viðtal við Guðlaug Ellertsson um ásakanir hans varðandi skattframtöl Húsasmiðjunnar á síðustu árum. Algjör hugarburður ,,Mér vitanlega veit ég ekki ann- aö en aö bókhald Húsasmiöjunn- ar standist allar lagalegar kröfur, sem geröar eru til hlutafélaga, bœöi samkvœmt hlutafélagalög- um og skattalögum," sagöi Eyjólf- ur K. Sigurjónsson, löggiltur end- urskoöandi Húsasmiöjunnar, um ásakanir Guölaugs Ellertssonar. — En hvaö um þá ásökun, aö um tugmilljóna undandrátt sé aö rœöa? „Það er algjör hugarburður." — Þannig aö þú óttast ekki rannsókn? „Nei, það geri ég ekki. Húsa- smiðjan er eitt af þeim fyrirtækj- um á Islandi, sem eru traust og vel rekin." Fyrrum fjármálastjóri Húsasmiðj- unnar hf, Guðlaugur Ellertsson hef- ur tilkynnt skattrannsóknarstjóra um stórfelld skattsvik, sem hann tel- ur sig hafa oröiö vitni aö á meöan hann starfaöi hjá fyrirtœkinu. Guö- laugur mun hafa reynt aö fá for- svarsmenn Húsasmiöjunnar til þess aö taka upp breyttar framtalsaö- feröir, en þeir héldu uppteknum hœtti — vœntanlega í samráöi viö endurskoöanda sinn, Eyjólf K. Sig- urjónsson. Eyjólfur er m.a. formaö- ur Félags löggiltra endurskoðenda og situr í bankaráöi Landsbankans fyrir Alþýðuflokkinn. Eins og fram kemur í yfirlýsingu frá Guðlaugi Ellertssyni, sem birt er hér á síðunni, telur hann sig hafa orðið vitni að lögbroti. Hann treystir sér ekki til að þegja yfir þessu og gerast þar með samsekur í málinu. Guðlaugur starfar nú sjálfstætt við fjármálaráðgjöf, en hann er við- skiptafræðingur að mennt og vann í mörg ár við Skattstofu Reykjanes- umdæmis. Helgarpósturinn náði tali af Guðlaugi Ellertssyni og spurði hvað það væri, sem hann sætti sig ekki við í skattframtölum Húsa- smiðjunnar. „Ég tel að ekki hafi verið viðhafð- ar réttar framtalsaðferðir." — Nœr þaö mörg ár aftur í tím- ann? „Ja, mér sýnist þetta uppsafnað á nokkrum tíma — nokkrum árum.“ Ábendingar til skattrannsóknarstjóra — Hvenœr haföir þú samband viö skrifstofu skattrannsóknarstjóra? „Ég fór með ábendingar til deild- arstjóra hjá skattrannsóknarstjóra þann 1. apríl. Kom sem sagt af fús- um og frjálsum vilja með þessar upplýsingar." — Hvaö haföir þú unniö lengi hjá Húsasmiöjunni, Guölaugur og viö hvaö? „Ég byrjaði 15. júní 1984 og hætti 30. nóvember 1985, og titill minn var fjármála- eða skrifstofustjóri." — Telur þú aö Eyjólfur K. Sigur- jónsson, endurskoöandi fyrirtœkis- og bjóðast til að gefa munnlega skýrslu, sem yrði bókuð. Sú skýrslugjöf átti að fara fram í gær, þriðjudag, en henni hefur nú verið frestað í hálfan mánuð að beiðni embættis skattrannsóknarstjóra." Um tugmilljónir að ræða Húsnæði Húsasmiðjunnar við Súðarvog í Reykjavík. ins, hafi veitt ráögjöf, sem varö til þess aö lög landsins voru brotin og beinlínis stoliö undart skatti? „Ég get ekki sagt til um hvað fór á milli eigenda Húsasmiðjunnar og endurskoðandans. Ég varð aldrei vitni að slíkum umræðum." — Hlýtur endurskoöandinn ekki aö hafa lagt blessun sína yfir skatt- framtölin? „Ég geri ráð fyrir því, fyrst hann ritar á framtölin fyrirvaralausa árií- un.“ lagt á skattstofunni og samkvæmt þeirri túlkun, sem starfsfólk þar fer eftir." — Þú talar um ,,borgaralega skyldu“ / yfirlýsingu þinni. „Já, ég reyndi að leita mér upplýs- inga um borgaralega skyldu mína, því ég taldi mig hafa orðið vitni að YFIRLÝSING Lögbrot — En þú lelur aö um lögbrot hafi veriö aö rœöa? „Já. Miðað við minn lærdóm og þá reynslu, sem ég öðlaðist á Skatt- stofu Reykjanesumdæmis á þriggja ára starfstíma mínum þar. Framtöl Húsasmiðjunnar standast ekki, samkvæmt því sem fyrir okkur var FRÁ GUÐLAUGI ELLERTSSYNI Guðlaugur Ellertsson, fyrrum fjármálastjóri Húsasmiðjunnar hf. Þaö er málfrelsi í þessu landi og ég segi þaö sem mér liggur á hjarta og veit aö er rétt. Ég er bú- inn aö fá nóg af hrœsni, lygum og svikum í þessu þjóöfélagi. Eg hef nokkuð fastmótaðar hug- myndir um breyttar og betri leik- reglur í þessu landi, þannig að hægt verði að ná raunverulegum en ekki sýndarárangri í efnahags- málum og þeim málaflokkum, sem þeim tengjast. Við leysum ekki efnahagsmál með því að skapa mannleg vandamál. Ég spyr: Er einhvers staðár í kerfinu hægt að fá skriflegar upp- lýsingar um borgaralega skyldu? Eg get ekki hugsað mér lengur að búa við þá andlegu kúgun að taka þátt í samsæri þagnarinnar. Ég tek það fram, að ég ber mikla virð- ingu fyrir stjórnendum og eigend- um Húsasmiöjunnar hf. fyrir dugnað og útsjónarsemi í rekstri og treysti þeim vel til þess að kom- ast af án ólöglegra hjálparmeðala í framtíðinni. Opinber yfirvöld hafa freistað margra með því að hundsa sín eig- in lög og reglugerðir og standa ekki við sitt á réttum tíma. „Það sem höfðingjarnir hafast að, hinir halda sér leyfist það.“ Ég tek fram, að ég upplýsi ekki þetta mál af neinni refsigleði, heldur er þetta uppgjör við mína eigin samvisku. Það er víða pottur brotinn í þessu landi, ekkert síður hjá opinberum aðilum en öðrum. Ósanngjörnum lögum og reglu- gerðum, ásamt hæpinni fram- kvæmd oft á tíðum, á ekki að mæta með lögbrotum, heldur á að beita þrýstingi á breytingar. Ég er reiðubúinn að taka þátt í undir- búningi slíkra breytinga, með því skilyrði að fordómar og hundalóg- ik verði lögð til hliðar. Með von um betri framtíð, Guölaugur Ellertsson." athæfi, sem misbauð siðferðis- kennd minni. Þess vegna hafði ég samband við ríkislögmann og spurði hann ráða varðandi það hvort ég ætti að fylgja þessu eftir með kæru. Hann íhugaði málið og ráðlagði mér síðan að hafa samband við skattrannsóknarstjóra — Getur þú nefnt tölur varöandi þá upphœö, sem þú telur aö um sé aö rœöa? „Ég vil ekki nefna neinar tölur í þessu sambandi, en tel þetta geta skipt tugum milljóna króna. Þarna er um að ræða vantalinn skattstofn." — Þú segir í yfirlýsingunni aö op- inber yfirvöld hafi „freistaö margra meö því aö hundsa sín eigin lög og reglugeröir og standa ekki viö sitt á réttum líma". Geturöu nefnt dœmi um slíkt? „Já. Til dæmis húsnæðislánin, þó margt annað sé einnig hægt að telja. Ég starfaði í milliþinganefndinni um húsnæðismál, sem fulltrúi Bandalags jafnaðarmanna, og fékk þar mikið af upptýsingum og reynslu í þeim málum. Mér virðist fjárveitinganefnd Al- þingis vera eins konar samnings- vettvangur um það hvaða gildandi lög eigi að hundsa' og hver ekki. Ráðherrar eru einnig oft að prútta um framgang Iaga. Það má kannski spyrja um það hver þáttur stjórnvalda hafi verið í því að skapa núverandi siðferðis- ástand í landinu." eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smarti 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.