Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 26
íslenskar laxveiöiár: SKILA TUGUM MILLJÓNA í GJALDEYRISTEKJUR Laxamýri (Reykjahverfi. Þar búa mesta myndarbúi bræðurnir Vigfús og Jón Jónssynir en ætla má að heildartekjur þeirra af sölu veiðileyfa á síðasta ári hafi numið 1,5 milljón- um króna. Fáar ef nokkrar jarðir á landinu hafa gjöfulli veiðihlunnindi. Á síðasta ári komu 31,5 milljónir í gjaldeyristekjur til skila hjá Seðla- banka uegna sölu á laxveiðileyfum í landinu. Raunverulegar tekjur Is- lendinga af sölu veiðileyfa nema miklu hœrri upphœð, tvöfalt hœrri segja sumir en aðrir heimildarmenn HP vilja margfalda þessa tölu. Dýr- ustu veiðileyfi í landinu eru seld á nær 40 þúsundir króna. Sem dœmi þá skilaði Vatnsdalsá í Húnavatns- sýslu eigendum sínum 6 milljónum í tekjur á síðasta ári. En hvert fara þessir peningar? Langflestar laxveiðiár eru í eigu bænda. Veiðifélög eru um árnar og ákveðnar reglur gilda um skiptingu veiðidaga eða arðs sé áin leigð út í einu lagi. Þannig leigir Veiðifélag Vatnsdalsár ána út fyrir um 10,5 milljónir og arður af þeirri leigu skiptist milli nær 50 aðila sem land eiga að ánni. Annarstaðar skipta bændur fjölda veiðidaga og leyfi- legra stanga á milli sín og selja veiði- leyfin hver í sínu lagi. Þá er ýmist að bændur og veiðifélög þeirra selji veiðileyfin eða að umboðsmenn taki árnar á leigu. Að mestu í eigu bænda „Þetta er vissulega mikill styrkur fyrir búskapinn," sagði Olafur Magnússon bóndi á Sveinsstöðum og formaður Veiðifélags Vatnsdals- ár. „En hitt er líka til að þeir eignast jarðirnar sem ekki búa og leggja þær í eyði. Það eru jafnvel blikur á lofti með það hér.“ Engar tölur eru til um hversu stór hluti laxveiðihlunninda í landinu er í eigu bænda og hversu stóran hluta Reykvíkingar og aðrir þéttbýlisbúar eiga. Böðvar Sigvaldason formaður Landssamtaka veiðifélaga sagði í samtali við HP að þó langflestar ár væru að mestu í eigu bænda þá væri einhver eignaraðild utansveitar- manna í þeim flestum. Selá í Vopna- firði og Haffjarðará í Hnappadals- sýslu eru þær einu sem að nær öllu eða öllu leyti eru í eigu utansveitar- manna. Haffjarðarána keypti Thor Jensen snemma á öldinni en Selána keyptu Reykvíkingar þegar Selár- dalur í Vopnafirði fór í eyði og ábú- endur seldu jarðir sínar þeim sem hæst bauð. Eigendur eru Oddur Olafsson læknir á Reykjalundi, syn- ir hans og fleiri. „Þetta er sorgarsaga hvernig fer þegar fólk hefur orðið að bregða bú- skap og þá hafa peningamenn í Reykjavík ginið yfir þessu og jafnvel keypt upp heilu landshlutana," sagði einn heimildarmanna HP úti á landsbyggðinni. Annað dæmi um eignaraðild Reykvíkinga á laxveiðihlunnindum nefna menn Þingeyrar, sem á land að bæði Vatnsdalsá og Víðidalsá. Þá jörð keypti Sigfús fngimundarson í Heklu á stríðsárunum, byggði hana upp og hefur jörðin verið leigð út til búskapar. Tekjur Þingeyra af lax- veiði í Vatnsdalsá námu um 600 þús- undum á síðasta ári en í samtali HP við Sverri Ingirnundarson hjá Heklu kom fram að tekjur af eign jarðar- innar í Víðidalsá eru verulega meiri. Utansveitareigendur Undantekningarlítið hafa bændur illan bifur á eignaraðild utansveitar- manna á hlunnindum. Ein ástæðan er að með því móti renna tekjurnar að nær öllu leyti burt úr sveitarfé- lögunum. Önnur er að oft er hagur eigenda að koma Ieigujörðum sín- um í eyði. Þannig benda heimildar- menn HP á Haffjarðará sem dæmi. Þar eiga afkomendur Thor Jensens 10 jarðir og eru flestar þeirra í eyði. Lög kveða á um að til þess að eiga hlunnindi verði menn að eiga þá jörð sem hlunnindin fylgja. Sé jörð- in leigð getur ábúandi byggt upp og lagt í kostnað á jörðinni sem eigand- inn er svo skyldur til að kaupa af ábúanda þegar hann fer af jörðinni. Við bætist að jarðeigandi getur alls ekki sagt leiguliða sínum upp ábúð nema haldbær rök séu fyrir hendi. Fjöldi jarða í landinu sem ein- hverjar tekjur hafa af veiðiréttind- um skiptir hundruðum. Oft eru það tugir jarða sem eiga land að einni laxveiðiá. Þannig eru 48 atkvæði í Veiðifélagi Vatnsdalsár og þar á enginn einn aðili meira en tíunda hluta árinnar. Eigendur á félags- svæði Veiðifélags Laxár í Aðaldal eru um 20 talsins en þar á jörðin Laxamýri 5 stangir af 19, sem er meira en fjórðungur veiðinnar. Sá hagnaður sem bændur hafa af lax- veiðinni er því mjög misjafn, allt frá því að nema fáeinum krónum upp í það að teljast í hundruðum þús- unda. 6 milljónir úr Laxó Laxamýri er oft nefnd þegar spurt er um jörð sem hafi verulegar lax- veiðitekjur, án efa í hópi þeirra tekjuhæstu hvað það snertir. Vigfús Jónsson bóndi þar og formaður Veiðifélags Laxár, sagði í samtali við HP að gróflega áætlað hefðu tekjur af öllu svæðinu numið um 6 milljón- um á síðasta ári. Sem fyrr segir á Laxamýri um fjórðung árinnar. „Þá á eftir að taka af því kostnað, en ætli við höfum ekki farið með um 11 hundruð þúsund í sameiginlegan fiskiræktarkostnað á síðasta ári. Þar við bætist kostnaður við veiðieftirlit og ýmislegt," sagði Vigfús. „Hérna á Laxamýri er svo rekin stór klak- og eldisstöð og það er heilmikið í kringum þennan rekstur allan. Þetta er allavega miklu betri búskapur en sá hefðbundni, en þetta er rekstur og við erum farnir að reka þetta sem hvern annan ræktunarbúskap. Með sleppingum seiða er reynt að halda stofninum uppi og komið í veg fyrir að náttúru- legar sveiflur verði of miklar." Heimildarmenn HP úr hópi bænda töldu að yfirleitt næmi sam- eiginlegur kostnaður vegna fiski- ræktar og annars rekstrar 10% og þaðan af meira af heildartekjum. 2% greiðast beint í fiskiræktarsjóð en aðrir kostnaðarliðir eru laun veiðieftirlitsmanna sem veiðifélög greiða á móti ríkinu, bygging veiði- húsa, vegalagning og síðan, sem er víðast hvar lang stærsti þátturinn; fiskirækt, eldi og slepping seiða. Sem dæmi var Vatnsdalsá leigð út á síðasta ári fyrir um 8 milljónir króna en 6 milljónir komu í beina arð- greiðslu til félagsmanna. Árnar illa eða ekki auglýstar Auglýsingakostnaður við sölu veiðileyfa er víðast hvar mjög lítill og annarstaðar alls enginn. Ástæð- ur þess eru taldar að viðskiptahópur bæði meðal íslendinga og erlendra veiðimanna er mjög þröngur en aðrir heimildarmenn HP nefndu að einfaldlega hefði aldrei verið reynt að auglýsa, menn fengju „nóg“ fyrir sínar ár en óvíst nema sá sem fyrst- ur auglýsti gæti selt sín leyfi á veru- lega hærra verði. „Það má vel vera,“ sagði Böðvar Sigvaldason formaður Landssam- taka veiðifélaga. „Ég held líka að það sé eftir að skoða ýmislegt í sam- bandi við þessi mál. Hjá okkur hérna við Miðfjarðarána gerum við ekki annað en að setja saman verð- skrá um áramótin og senda hana út til viðskiptavina og annarra sem þess óska, — hún dreifist nokkuð víða.“ „Við þurftum ekkert að auglýsa þegar við byrjuðum með þetta 1984 og aldrei síðan," sagði Brynjólfur Markússon rafvirki, en hann hefur Vatnsdalsá á leigu. „Úti er þetta þröngur hópur, allt Bandaríkja- menn sem koma til okkar. Þeir hringdu bara, hafa sjálfsagt fengið símanúmerið í veiðihúsunum. Það eru margir með umboðsmenn úti en þá þarf að borga þeim 15% og það veit maður ekki hvort borgar sig.“ Helmingur dollara til skila „Hefði haldið að það væri óhætt,“ sagði Böðvar Sigvaldason þegar HP bar undir hann hvort rétt væri að tvöfalda mætti þá upphæð sem Seðlabankinn gefur upp sem gjald- eyrisskil fyrir seld veiðileyfi á síðasta ári, — 31,5 milljónir króna. „Annars veit maður svona hluti ekki. Við höfum fullan hug á því að þetta komi allt til skila. Svo veit maður ekki hvernig þetta er talið hjá Seðla- banka. Eitthvað af þessum pening- um kann að koma inn undir öðrum liðum." Talið hefur verið að hingað komi að minnsta kosti 500 til 600 erlendir veiðimenn á ári hverju. Auk veiði- leyfanna greiða þeir til veiðileyfis- sala gjald fyrir leiðsögn, fæði, ferðir hér innanlands, gistingu í veiðihús- um og margt fleira. í Vatnsdalsá eru veiðileyfi til útlendinga seld á $900, eða um 36 þúsundir króna á dag, og er þá innifalið allt sem útlendingur- inn þarf eftir að hann kemur til landsins. í sömu á er meðalleiga til bændanna 15 þúsund krónur fyrir hverja stöng á dag. Svokallaður út- lendingatími í Vatnsdalsá er einn mánuður af sumrinu en utan þess tíma eru leyfin ódýrari eða á verð- bilinu 3500 til 21000 krónur. Þar sem eru 6 erlendir veiðimenn eru sjaldan færri en fjórir leiðsögu- menn og tvær þjónustustúlkur sem starfa í veiðikofa við matseld og annað. Sumstaðar er þessi hópur stærri og talið er að sá hópur sem hefur sumarvinnu við íslensku lax- veiðiárnar sé nærri því að vera jafn- stór og fjöldi erlendra veiðimanna sem hingað koma. Þar við bætist að sömu menn ferðast oft um aðra hluta landsins, dvelja á hótelum og nýta sér almenna ferðamannaþjón- ustu, — „þannig að það fer ekki nærri allt til okkar," sagði einn heim- ildarmanna HP úr hópi bænda. Óstöðug eign „Hér í tölum í Fasteignamati eru öll hlunnindi stórlega vanmetin," sagði Stefán Ingólfsson hjá Fast- eignamati ríkisins. „Við værum fyrir löngu búnir að taka þetta í gegn ef við sæjum einhverja glætu til þess fyrir verkefnum." Almennt er talið að fasteignamat laxveiðiáa megi fjór- eða fimmfalda frá því sem nú er og kemur þessi munur m.a. fram þegar skoðað er mat þeirra áa sem metnar hafa ver- ið nýlega vegna óska frá landeig- endum eða heimamönnum. Þannig var Haffjarðará metin fyrir fáum ár- um og er verð hennar nú talið nema 55 milljónum. Lögum samkvæmt er matið miðað við að eignin borgi sig upp með hlunnindatekjum á 10 ár- um — tífalt leiguverð fyrir eitt ár, sem þá má ætla að sé um 5,5 millj- ónir af ánni. „En á markaðinum sjálfum reikna ég með að menn myndu miða við 15 til 20, jafnvel 25 ár,“ sagði Stefán. „Góðar landareignir halda sér mjög vel þannig að áætlunarkrafan um það hversu hratt eignin á að borga sig er hærri, miðast við lengri tíma heldur en er með forgengilegri hluti." Hér á landi hefur Veiðimálastofn- un það hlutverk að koma í veg fyrir að ár séu eyðilagðar með ofveiði eða öðru móti. En þrátt fyrir eftirlit með ánum er ekki komið í veg fyrir að ár á ákveðnum landsvæðum detti niður í veiði í vondu árferði. Þannig var síðasta sumar slæmt ár, vegna kulda norðanlands og þurrka sunnanlands. Á Norðausturlandi glæddust ár aftur á móti eftir margra ára lægð. „Þetta er óstöðug eign. Árnar hérna á Norðausturlandi eru við- kvæmastar fyrir kuldum úr sjónum og hér gerðist það 1979 að skilið var eftir of mikið af hrygningarfiski. Of- an á þessa ofbeit bættist svo slæm veðrátta þannig að áin hreinlega hrundi niður,“ sagði Sigfús Árnason á Hofi í Vopnafirði, formaður Veiði- félags Hofsár. í Hofsá veiddust um og yfir 1200 laxar fram til 1979. 1979 og 1980 var veiðin rétt um 600 laxar hvort árið en frá 1981 til 1984 var árleg veiði á bilinu 141 til 185 laxar. „Þá gerðist undrið, í fyrra- sumar, þá veiddust 1219 laxar," segir Sigfús. Utilokad ad komast ad á útlendingatíma — segir Þórarinn Sigfússon tannlæknir og íaxveiöimaöur „Kannski er það svo.. . ég hef stundað þetta nokkuð," sagði Pór- arinn Sigþórsson tannlæknir þeg- ar HP bar undir hann að hann ætti met meðal íslenskra laxveiði- manna í veiðiskap, hvað fjölda veiðidaga og aflasæld snerti. Mest hefur Þórarinn veitt 812 laxa á sumri og nú fregnaði HP að hann hefði keypt 90 veiðidaga fyrir . komandi sumar. „Ég er nú búinn að losa mig við eitthvað af þessu aftur, — verð á Norðurlandamótinu í bridge og hef þessvegna minni tírna," segir Þórarinn. „Þetta er dýrt og vissulega mikil synd þegar menn geta ekki leyft sér þetta kostnaðarins vegna. Kostnaðurinn rauk upp úr öllu valdi fyrir 10 til 15 árum þegar út- lendingar komu fyrst í árnar. Þetta virðist þó komið í fastar skorður iþannig að það eru þeir sem hirða gullið úr ánum besta tímann. Yfir- leitt júlímánuð allan og svo mis- jafnt hvað það eru margir dagar á undan honum og eftir. Auðvitað vildi maður helst vera laus við alla helvítis útlendingana úr ánum.“ — En geta Islendingar ekki keypt veiðileyfi á þessum útlend- ingatímum ef þeir borga sama verð? „Það er útilokað. Þeir sem leigja árnar út eru búnir að koma upp heilmiklu apparati af leiðsögu- mönnum og þjónustu sem við ís- lendingar höfum ekkert við að gera. Þar við bætist að útlending- arnir kaupa yfirleitt heilu hollin. Þá allar stangirnar í viðkomandi á eða á tilteknu svæði og svona vikutíma í einu. Islendingar geta ekkert verið að kaupa svoleiðis og ef þeir fengju það keypt yrði leigu- salinn að hafa alla þá þjónustu sem hann kemur upp fyrir útlend- ingana óvirka." — En hversvegna lax? Afhverju veiðirðu aldrei silung Þórarinn? „Ég hef ekki minnsta áhuga á að dorga silung. Ef ég þyrfti að hætta laxveiðunum þá myndi ég frekar hætta alveg heldur en að fara yfir í silunginn." „Ég er nú búinn að skila stórum hluta þess aftur," segir Þórarinn Sigfússon tannlæknir sem hafði fyrr í vor keypt um 90 veiðidaga í ýmsum ám. Mynd: G. Bender. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.