Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 14
Magnús Ólason, laeknir. „Nálastungumeðferð stunduð á flestöllum heilsugæslustöðv- um í Finnlandi." Það er langt síðan vitneskja um nálastungulœkningar barst til Vest- urlanda, en til skamms tíma hefur þessi lœknisaöferö uerið sueipuð mikilli dulúð. Fólk hefur oft talið að um kraftaverk eða einhvers konar „hókus-pókus" vœri að rœða, eða þá hreinlega galdrakukl. Viðhorf hins vestrœna heims til nálastungumeðferðar hefur hins vegar tekið miklum breytingum á síðari árum. Nú er þessi aðferð orð- in töluvert algeng í Bandaríkjunum og einnig víða í Evrópu, m.a. á hin- um Norðurlöndunum. Hérlendis stunda þrír lœknismenntaðir menn nálastungumeðferð, svo angi þess- ara breyttu viðhorfa hefur greim- lega náð að teygja sig hingað norð- ur í Atlantshaf. Þar að auki hefur íslenskur maður hannað eins konar „nálastungutæki" og flutt hafa ver- ið inn svipuð tœki frá útlöndum, fyr- ir utan hinn margumrœdda „nála- stungueyrnalokk". Helgarpósturinn náði tali af Magnúsi Olasyni, endurhœfingar- lœkni á Reykjalundi, og Marinó Ólafssyni, fyrrum tœknimanni hjá sjónvarpinu, og rœddi við þá um nálastungumeðferð almennt og notkun þessarar aðferðar á íslandi að undanförnu. Góð óhrif ó stoðverki Magnús Ólason er læknir á Reykjalundi, en jafnframt því að stunda hefðbundnar lækningar, notar hann hina fornu, kínversku nálastunguaðferð. Hann var fyrst spurður að því hvar hann hefði komist í kynni við þessi austrænu fræði. „Það má segja að ég hafi fyrst kynnst nálastunguaðferðinni fyrir tíu árum í kínverska sendiráðinu hérna í Reykjavík. Ég var þá að vinna á Borgarspítalanum og okkur var nokkrum boðið í sendiráðið, þar sem m.a. voru sýndar kvikmyndir af nálastungum í Kína. Ég hélt náttúrulega þá, að þetta væru að meira eða minna leyti ein- hver töfrabrögð. Þetta var auðvitað á þeim tíma, þegar menn hérlendis vissu lítið um þessi mál. Manni fannst samt sem áður einkennilegt, að hægt væri að skera upp smábarn í nálastungudeyfingu, en það sást t.d. í þessari kvikmynd. Sumarið 1980 var ég síðan að vinna á endurhæfingarsjúkrahúsi í Noregi og þar var þessi aðferð not- uð til þess að draga úr stoðkerfis- verkjum hjá sumum sjúklingum, sem þar voru. Ég sá að þetta gekk mjög vel og fékk að prófa þetta sjálf- ur undir handleiðslu yfirlæknis á staðnum. Meðferðin hafði óyggj- andi áhrif, meira að segja þegar ég framkvæmdi hana sjálfur — kunn- andi ekki neitt. Það varð til þess að vekja mikinn áhuga hjá mér.“ — Hvað eru stoðkerfisverkir, sem nálastungan gagnar svo vel gegn? „Það eru verkir í liðum og vöðv- um. í Svíþjóð hefur verið gerð mikil rannsókn á áhrifamætti nálastungu- meðferðar og það þykir fullsannað, vísindalega, að þessi aðferð hafi áhrif gegn ýmiss konar verkjum. Verkir eru auðvitað af ýmsum toga, en algengustu verkjavandamál, sem leitað er með til iækna, eru verkir í stoðkerfinu." Það þarf meira til — Hvað með hina illræmdu vöðvabólgu, sem svo margir þjást af? „Vöðvabólga er eiginlega ekki nógu gott orð yfir þetta. Ég held, að læknar séu alménnt farnir að kalla þetta vöðvagigt. Varðandi hana gildir það sama og varðandi margt annað, sem nálastunguaðferðinni er beitt við. Það er mikil einföidun að halda að maður leysi vanda sjúkl- ingsins með því einu að draga úr verkjunum. Það getur nálastungan svo sannarlega gert, en það þarf oft mikið meira til. Varðandi vöðvagigt þarf kannski ekki minnst átak frá sjúklingnum sjálfum. Nálastungan getur hins vegar komið þar að gagni, til þess að draga úr verkjum. Það verður þá til þess að sjúklingurinn verður fær um að takast á við vandamálið, þ.e. að hreyfa sig meira og gera æf- ingar. Rannsóknir síðari ára hafa sýnt fram á að þegar maður notar stóra vöðva í líkamanum, t.d. við að synda, hjóla eða gera líkamsæfing- ar, örvar maður sömu kerfi í mið- taugakerfinu og verið er að örva með nálastungunum. Nálastungu- meðferð er talin verka í gegnum miðtaugakerfið. Við hana eykst framleiðsla á endorfíni, eða „verkja- hormóni" í líkamanum. Framleiðsla líkamans sjálfs á þessu efni örvast líka þegar menn hreyfa sig. Meðferð iækna hér á Reykjalundi við vöðvagigt beinist mjög mikið að því að virkja sjúklinginn sjálfan í meðferðinni. Það er afskaplega mikilvægt að sjúklingurinn hreyfi sig og nái upp líkamlegu þreki, því þeir sem eru þrekgóðir fá ekki vöðvagigt! Það er hægt að fram- kalla vöðvagigt, t.d. með því að ræna menn svefni. Þannig fær við- komandi ekki þá slökun, sem svefn- inn annars gefur. Þetta er hins vegar ekki hægt að gera við íþróttamenn, sem eru í mjög góðri þjálfun. Þeir fá ekki vöðvagigt, þó svo þeir séu rændir svefni." — En svo við snúum okkur aftur að kynnum þínum af nálastungu- meðferð úti í Noregi '80. Fórstu þá strax að nota þessa aðferð sjálfur? „Nei. Árið 1982 fór ég á námskeið hjá finnskum prófessor við endur- hæfingarsjúkrahúsið í Noregi, sem ég minntist á. Eftir það keypti ég mér nálar og byrjaði að þreifa mig áfram. Notkun nálastungumeðferð- ar er ekki-síst spurning um að ná upp þjálfun og ég byrjaði í smáum stíi við að fást við vandamál, sem ég hafði áður fengist við undir hand- leiðslu annarra. Fyrst leitar maður fanga í hefð- bundnum textum þessara fræða, en þar er að finna forskrift fyrir punkt- um, sem nota á gegn ákveðnum kvillum. Síðan reynir maður ýmsar samsetningar af punktum, .þar til fundin er einhver „blanda", sem gef- ur góðan árangur. Á þennan hátt hef ég smám saman víkkað út með- ferðina, en aðallega er um að ræða verkjameðferð, vegna bak- og höf- uðverkja og verkja í liðum.“ Það skiptir miklu hverjir stunda þetta — Nú ert þú tiltölulega nýkominn heim frá framhaldsnámi í endur- hœfingarlœkningum í Svíþjóð. Hvernig er viðhorfið til nálastungu- meðferðar þar? „Svíar gerðu úttekt á nálastungu- aðferðinni árið 1978. Það má segja að för Nixons Bandaríkjaforseta til Kína árið 1973 hafi valdið straumhvörfum hvað varðar upplýsingaflæði á milli Vest- urlandabúa og Kínverja. Eftir þessa ferð Nixons fóru kínverskir læknar að koma vestur um haf og læknar frá Vesturlöndum fengu að koma til Kína og kynna sér nálastunguað- ferðina. Frá þessum tíma hefur orð- ið mikil framþróun hvað varðar all- ar rannsóknir á nálastungum." — Mér skilst að einn af blaða- mönnunum, sem var í fylgdarliði Nixons, hafi fengið botnlangabólgu og verið skorinn upp í Kína með nálastungudeyfingu. „Ég hafði nú ekki heyrt það, en fyrst þú minnist á botnlangabólgu, vil ég koma að öðrú í því sambandi. Bráð botnlangabólga gefur mikla verki, sem kannski er hægt að deyfa með nálastungum, en það gæti ver- ið stórhættulegt. Þess vegna er það mjög mikilvægt að nálastungumeðferð sé stunduð af fólki, sem kann eitthvað fyrir sér, einsog t.d. læknar. Hér áður fyrr var mikið um það á hinum Norðurlönd- unum að fólk var að meðhöndla sjúklinga með nálastungum nánast í skúmaskotum, án nokkurrar þekk- ingar. Það er hins vegar mikilvægt að viðkomandi aðili geri sér grein fyrir því hvenær um er að ræða verki, sem gefa til kynna ástand sem nauðsynlegt er að grípa inn í á annan hátt. Botnlangabólga er gott dæmi um slíkt. Það er einnig mikilvægt að nál- arnar séu sótthreinsaðar af vand- virkni og að ekki sé stungið í við- kvæm líffæri. Það skiptir því miklu í höndum hverra þessi meðferð er.“ Vestrænar kannanir — Hver var niðurstaða könnunar- innar, sem Svíar gerðu 1978? „Niðurstaða þessarar viðamiklu úttektar á nálastunguaðferðinni var sú, að það þætti ekki nægilega sannað að meðferðina væri hægt að nota í lækningaskyni. Það þótti ekki vísindalega sannað og þar með var þetta afskrifað sem liður í lækning- um. í nágrannalöndunum náði þessi aðferð hins vegar mikilli útbreiðslu, t.d. í Finnlandi. Þeir voru mun fljót- ari að tileinka sér þetta, Finnarnir, og nú er þetta til dæmis kennt í öli- um læknaskólum þar í landi. Maður getur gengið inn á hvaða heilsu- gæslustöð sem er í Finnlandi og átt von á því að fá nálastungumeðferð, þegar því er að skipta. Svíar gerðu síðan aðra rannsókn'á nálastunguaðferðinni árið 1982 og út úr henni kom óyggjandi niður- staða um að þetta ætti að leyfa sem lið í lækningum við krónískum verkjum. Það þótti hins vegar enn ekki nægilega sannað að þessi að- ferð dygði gegn öðrum kvillum eða sjúkdómum. í Noregi var gefið grænt ljós á nálastunguaðferðina, ef svo má að orði komast, töluvert fyrr en í Sví- þjóð. Þar er í gildi reglugerð um að tannlæknar og læknar, sem hafa til- skilin leyfi, megi stunda nálastungu- meðferð." — Hefurþú gert einhverja úttekt á þinni eigin reynslu af notkun nála- stungumeðferðar? „Já, ég gerði rannsókn fyrir réttu ári og bar saman tvo hópa sjúklinga. Annar hópurinn fékk eingöngu hefðbundna lyfjameðferð, en þeir, sem fengu nálastungumeðferð, gátu dregið mjög úr lyfjatöku." — Hvernig er viðhorf manna til nálastungumeðferðar í íslenskri lœknastétt? „Það þekkja núorðið allmargir íslenskir læknar til nálastungumeð- ferðar og þeirra möguleika, sem hún gefur. Enn sem komið er, eru þó mjög fáir íslenskir læknar hér á landi sem nota þessa meðferð." Fyrstu nálarnar úr tinnusteini — Nú er nálastunguaöferðin ekki einangrað fyrirbœri í Kína, heldur tengist hún heilmiklu heimspeki- kerfi. Eru vestrœnir lœknar ekki að stytta sér ansi mikið leið með því að nota aðferðina eingöngu vegna þess að hún ber árangur, en taka að öðru leyti ekki mark á kenningunum á bakvið hana? „Jú, kannski. Þetta er auðvitað flókið fyrirbæri. Ég hef kynnt mér svolítið sögu nálastungunnar og það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að kynnast þróun þessarar aðferðar. Þetta er afar forn lækningaaðferð í Kína, sennilega 4—5 þúsund ára gömul. Elstu nálarnar, sem fundist hafa, eru úr tinnusteini. Með þeim hefur því ekki verið stungið, heldur fremur verið veittur þrýstingur, eða svokall- að „acupressure". Á járnöld var síð- an farið að nota nálar úr járni og seinna meir úr eðalmálmum, svo sem silfri og gulli. Ég held að það taki okkur, sem erum þessum þankagangi fram- andi, mjög langan tíma að fá heild- armynd af því hvernig heimfæra má heimspekikenningarnar upp á starf- semi líkamans. Satt best að segja hef ég hvorki gefið mér tíma til þess né haft á því nægilegan áhuga til þess að kynna mér þetta. Þessi punktur á Kkamanum er m.a. notaður, þegar lækna á eyrnaverk. Sé hvorki nála- stungulæknir né nálastungutæki við hendina, má beita þrýstingi með fingurgómunum. eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.