Helgarpósturinn - 05.06.1986, Page 13

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Page 13
A ^^^^-flokkarnir svokölluðu, Al- þýðuflokkur og Alþýðubanda- lag, eru nú víða ljúfir hvor í annars garð eftir kosningarnar og hyggja sums staðar á meirihlutasamvinnu. Vináttan er þó ekki alls staðar fyrir hendi og má nefna Akureyri í því sambandi. Þessir flokkar hafa þar reyndar ekki meirihluta saman, en það sem þykir útiloka með öllu nokkra samvinnu þar á milli er að fyrir kosningarnar var því lýst yfir í málgagni Alþýðubandalagsins að stærstu kosningamálin hjá þeim væru atvinnumálin og „útrýming kratá'. Ekki gekk það beinlinis eftir, því krataatkvæðum fjölgaði um 901 eða um 140%.. . Íf til vill hefði DavíðOddsson betur sleppt því að fækka borg- arfulltrúum úr 21 í 15 þegar kosningaúrslitin eru skoðuð í Reykjavík. Með óbreyttri fulltrúa- tölu hefði Sjálfstæðisflokkurinn nefnilega fengið 13 fulltrúa í stað 12 — unnið einn. 6 viðbótarfulltrúar hefðu orðið 4 sjálfstæðismenn, einn krati (Bryndís) og einn allaballi (Ossur). Með fækkun borgarfulltrúa felldi Davíð þannig þau Sigurjón Fjeldsted, Huldu Valtýsdóttur, Helgu Jóhannsdóttur og auk þess Onnu K. Jónsdóttur, sem hefði orðið hrein viðbót, með fáein at- kvæði umfram fimmta mann alla- balla, Tryggva Þór Aðalsteins- son. .. v erðbréfaspekulantar eru ekki beint ánægðir með Þorstein Pálsson fjármálaráðherra þessa dagana. Lækkun á vöxtum spari- skírteina ríkissjóðs hefur verið yfir- vofaridi og yfirlýst og hafði reyndar komið fram í Mogganum að vext- irnir myndu lækka 1. júní. Með þetta í huga hafa spekúlantarnir verið pungsveittir að undanförnu við að kaupa spariskírteini ríkissjóðs, en nú hefur Þorsteinn látið þau boð út ganga að ekkert verði af vaxtalækk- uninni — hún komi einhvern tíma síðar. Margir munu vera Þorsteini mjög gramir vegna þessa og er t.d. nefnt að 200 milljónum króna hafi kjarabréfasjóður Fjárfestingafé- lagsins varið til að hagnast á vaxta- lækkuninni, en situr nú eftir með sárt ennið. . . Á laugardaginn efnir Landsbanki íslands til 100 ára afmælishlaups í samvinnu við Frjálsíþróttasamband íslands. Hlaupið er ætlað öllum krökkum sem fæddir eru 1975 og 1976. Keppnin fer fram víðsvegar um iandið þar sem bankinn hefur afgreiðslur og útibú. Sigurvegari á hverjum stað, fær verðlaunapening og þátttökurétt í úrslitahlaupinu sem fer fram í Reykjavík í haust. Allir þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og dregið verður um aukaverðlaun á hverjum stað, Kjörbók með 2.000,- króna innstæðu. Skráning fer fram í öllum útibúum og afgreiðslum og þar fást einnig nánari upplýsingar. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár £ > jj H Z um leið og þú lítur í iDæinn HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.