Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 27

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 27
Erla B. Skúladóttir í hlutverki kýrinnar, Helgi Björnsson ( hlutverki kattarins og Marfa Sigurðardóttir í hlutverki konunnar. Myndin er tekin á æfingu. Alþýðuleikhúsið uppfærir Köttinn sem fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk: Ævintýri, þrususöngleikur og hnyttinn farsi ,,Pað er allt annað líf að þurfa ekki að byrja á því að smíða hús ut- an um leiksýninguna eins og við höfum þurft að gera undanfarin misseri," segir Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri í framvarðarsveit Alþýðu- leikhússins. Nú hefur hið húsnœðis- lausa leikhús brugðið á það ráð að gera samning við Leikfétag Hafnar- fjarðar um afnot af Bœjarbíói og þar verður fyrsta verkefni leikársins frumflutt nœstkomandi sunnudag undir Sigrúnar stjórn. Hér er um að ræða verk Ólafs Hauks Símonarsonar, Kötturinn fer sínar eigin leiðir, sem Sigrún setti upp á Akureyri í fyrra og Isfirðingar frumsýndu um daginn. „Verkið er allt í senn ævintýri fyr- ir börn, þrususöngleikur fyrir ungl- inga á öilum aldri og hnyttinn farsi fyrir restina af mannskapnum, þar sem horft er á skoplegu hliðarnar á upphafi mannkynssögunnar," segir Sigrún, „allt ýkt og stílfært." Ólafur Haukur byggir leikritið á ævintýri eftir Kipling, sem segir frá því þegar öll dýrin gengu villt og maðurinn líka. Síðan kemur konan til sögunnar og færir þeim siðmenn- inguna. Hún byrjar á því að temja LEIÐRÉTTING í síðasta Listapósti urðu þau leiðu mistök að ein lína féll niður í prent- un á ljóði Heimis Más, Pegar örninn talar á þrösturinn að þegja. í skaða- bætur skáldinu birtum við nú ljóðið óskaddað: Orð, orð orð til einskis sögð áðursögð betur sögð. Haltu kjafti Söngfugl söngur þinn hefur verið sunginn áður um aldir betur um aldir til einskis um aldir. manninn og síðan þau dýr sem hún telur sig geta haft gagn af. Það er aðeins kötturinn sem verður útund- an. Konan sér ekki í fljótu bragði hvernig hann megi nýtast. Svo kemur að því að kattargreyið vill fá að njóta hlýjunnar í hellinum og lepja þar mjólk og ákveður að gera samning við konuna. Ef hún geti hrósað honum fyrir eitthvað muni hann verða tiltekinna réttinda aðnjótandi, lið fyrir lið, eftir frammi- stöðu. Þegar manninum og konunni fæðist fyrsta barnið kemur í ljós að enginn getur huggað það nema kötturinn. Því kemst hann inn í hell- inn en þar sem hann hafði hvorki gert samning við manninn né hund- inn er það enn svo að hundurinn hrekur hann upp í tré og maðurinn kastar einhverju lauslegu á eftir honum. í raun er þetta söngleikur þar sem flutt eru tólf lög eftir Ólaf Hauk sjálf- an, bæði hörku rokklög og fallegar ballöður, þar á meðal Vögguvísa sem Ólafur sendi í Sönglagakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eins og frægt er orðið. Eins og við höfum þegar greint frá kemur innan skamms á markað breiðskífa með þessum lögum í útsetningu Gunnars Þórðarsonar og það eru jafnframt útsetningar hans sem notaðar eru í þessari uppfærslu Alþýðuleikhúss- ins. Það er Helgi Björnsson sem fer með hlutverk kattarins, María Sig- urðardóttir með hlutverk konunnar, manninn leikur Barði Guðmunds- son, barnið Margrét Ólafsdóttir, hundinn Gunnar Rafn Guðmunds- son, Erla B. Skúladóttir kúna en Bjarni Ingvarsson hestinn. Leik- mynd og búninga gerir Gerla en iýs- ingu annast Lárus Björnsson. Frumsýning er sem fyrr segir sunnudaginn 26. október kl. 15 í Bœjarbíói. Næstu sýningar þriðju- dag, miðvikudag og fimmtudag kl. KVIKMYNDAHÚSIN AIISTURBÆJARRifl Stella í orlofi. ★★★ Geggjuð ærsl, sjá umsögn í LP. Kl. 5,7, 9 og 11. Purpuraliturinn (The color purple) ★★★ Manneskjulegur og hrífandi Spielberg kl. 9 fyrir 12 ára og eldri. Innrásin frá Mars (Invaders from Mars) ★ Geimd leiðindi, en spennó kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir 10 ára og eldri. BfÖHÖI Stórvandræði í Litlu Kína (Big trouble in Little China) Ný gr(n, karate, spennu og ævintýra- mynd kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir 12 ára og eldri. I svaka klemmu (Ruthless people) ★★ Sjúklegur ærslaleikur kl. 5, 7, 9 og 11. Á bláþræði (The Rark is Mine) ★ Mökkur af militarisma kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir 16 ára og eldri. Mona Lisa ★★★ Hörku drama, leikur og taka kl. 5, 7, 9 og 11. Eftir miðnætti (After Hours) ★★★ Fágað grfn Scorsese kl. 5, 7, 9 og 11. Poltergeist 2: Hin hliðin ★★★ Vænn framhaldshrollur kl. 7 fyrir 16 ára og eldri. Lögregluskólinn III (Run for Cover) ★★ Ágætis ærsl af framhaldi að vera kl. 5 fyrir 16 ára og eldri. BÍÓHUSID Á bakvakt (Off Beat) ★★ Notalegt grfn frá Disney kl. 5, 7, 9 og 11. Af holdi og blóði (Fresh and blood) Ný. Sverð og brynju-ævintýri gamla tímans * kl. 5, 7.15 og 9.30 frá og með laugar- degi fyrir 16 ára og eldri. Fram að þeim tíma. . . Stundvfsi (Clockwise) ★★ Guðdómlega grfnugur Cleese, kl. 5, 7 og 9. LAUGARÁS B I O Spilað til sigurs ★★ Tilvistartvist hjá krökkum og smá klám kl. 5, 7, 9 og 11. Jörð i Afríku (Out of Africa) ★★ Streep með dönskum hreim og renni- legur Redford kl. 5 og 9. Lepparnir (Critters) ★★ Skophrollfurðugeimópera kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir 14 ára og eldri. IRE0NBOGUNN Midt om natten Ný. Danatryllir með Kim Larsen og fleirum kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir eldri unglinga og annað fólk en 16. MYND VIKUNNAR Stella f orlofi er kjörin afþreying, en þess utan verður ekki meira mælt með annarri mynd en Hönnu og systrum hennar f Regnboga. Þar sýnir Woody Allen á sér einkar Ijúfa hliö. Þetta er sterkt fjölskyldudrama sem lætur menn ekki ósnortna. Þá gleyma kvik- myndaáhugamenn varla Hitchcock- veislunni f sama kvikmyndahúsi. Walter Hill með blús í Tónabíó = for- vitnilegt. BMX meistararnir ★ Hjólandi vitleysa, en smá smart engu að siður kl. 3 og 5. Hanna og systur hennar ★★★ Lífsglaður, næmur og sætur Allen kl. 7, 9 og 11.15. Stundvfsi (Clockwise) ★★ Guðdómlega grinugur Cleese kl. 5,7,9 og 11 frá og með laugardeginum. Þeir bestu (Top Gun) ★★★ Stríð (strípur/stjörnur) og fjör kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 fyrir þá sem náð hafa 16 ára þroska. Hálendingurinn (Highlander) ★★★ Magnaður tryllir, spes spenna kl. 3,5,7, 9 og 11.15. Aldur 16 ár. Mánudagsmynd: Kona hverfur (Lady Vanishes) ★★★★ Spennuþrunginn Hitchcock-standard kl. 7.15 og 9.15. Með dauðann á hælunum (8 million ways to die) ★★ Hal Ashby með hægan trylli kl. 5, 7, 9 og 11.10. Aldur 16 ár. Karatemeistarinn II ★★ Svoldið sérhæfð afþreying, en Ijúft hagahaga kl. 7 fyrir eldri íslendinga en 10 ára. Algjört klúður (A Fine Mess) ★★ Ágætt klúður a la Blake Edwards kl. 5, 9 og 11. Krossgötur (Crossroads) Ný. Kennslustund f blúsfræðum kl. 5, 7 og 9. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O rnjög vond HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA UM HELGINA? Guðmundur Mýrdal, miðill Ég býst fastlega viö því að taka þaö rólega um helgina, í mesta lagi aðmaður labbi niður ífjöru. Ég geri töluvert af því að fara í fjöruferðir snemma á sunnudagsmorgnum, svona milli sjö og níu, en þá er kyrrðin algjör og maður afstressast gjörsamlega fyrir vikið. Svo kíki ég eflaust eitthvað á efni Stöðvar II sem mér sýnist hafa farið ágætlega af stað. HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.