Helgarpósturinn - 23.10.1986, Page 34

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Page 34
BAKREIKNINGUR FRÁ BYGGUNG: UND ▲ A MILLJON KRONA KLÚÐUR Kaupverd íbúöanna var óverötryggt vegna sinnuleysis stjórnar. Endanlegt verö er 22% hœrra en upphaflega var áœtlaö. Framkvœmda- stjórinn ráölagöi fólki aö kaupa bílskýli, þar sem þaö œtti fé inni hjá félaginu. Eftirliti meö byggingafram- kvœmdum ábótavant. Þeir bakreikningar er 129 félagar í Byggung, Byggingasamvinnufé- lagi ungs fólks, fengu senda í sídustu viku sönnudu þad sem margan hafdi grunad lengi. Byggung reisir ekki ódýrari íbúdir en aörir aöilar á markaönum, fyrrv. framkvcemda- stjóri félagsins viröist ekki hafa kunnaö aö lesa stööu félagsins eöa einstakra byggingahópa út úr bók- haldi félagsins, nœr algert sam- bandsleysi almennra félagsmanna og stjórnar félagsins lamaöi í raun þaö innra eftirlit sem byggingafélög eiga aö hafa innbyggt, stjórn félags- ins og fyrrv. framkvœmdastjóri hafa vísvitandi eöa vegna vanþekkingar blekkt félagsmenn og gefiö rangar upplýsingar um greiöslustööu þeirra í áraraöir og stjórnun félags- ins viröist ekki hafa veriö í samrœmi viö þœr breytingar sem átt hafa sér staö í fjármála- og viöskiptalífi þjóö- arinnar á undanförnum árum. FRAMKVÆMDIR AUKNAR ÞRÁTT FYRIR SLÆMA STÖÐU Núverandi framkvæmdastjóri Byggung, Guömundur Karlsson, og stjórn félagsins hafa skýrt þá bak- reikninga er áfangi 5 fékk senda í síðustu viku með því að kaupverð íbúðanna hafi ekki verið verðtryggt fyrsta árið eftir að kaupsamningar voru gerðir. Þetta var árið 1982 og það er í sjálfu sér merkilegt að stjórn og framkvæmdastjóri Byggung skuli ekki leiðrétta þetta misgengi fyrr en tæpum 5 árum eftir að skað- inn var skeður. En þrátt fyrir að verðbólgan hafi verið mikil á árinu 1982 nær þessi skýring ekki yfir nema lítinn hluta af þeim bakreikn- ingi sem áfangi 5 fékk. Samkvæmt upplýsingum Byggung orsakar þetta misgengi það að féiagar í áfanga 5 eiga enn eftir að greiða um 18,5% af þeim hluta samningsins sem ekki var greiddur með húsnæð- isstjórnarláni. Það eru um 26 millj- ónir kr. en bakreikningurinn allur er nær því að vera 80 milljónir kr. Fleiri skýringa er þörf. Eftir að kaupsamningar voru gerðir ákváðu um 80 félagar í áfanga 5 að láta Byggung reisa fyrir sig bílskýli. Þetta var ákveðið eftir að húsnæðisstjórnarlánin höfðu hækkað um 50% umfram það sem upphaflega var gert ráð fyrir. Fyrrv. framkvæmdastjóri Byggung, Þor- valdur Mawby, hvatti fólkið til þess- arar ákvörðunar og sagðist telja að aukið húsnæðisstjórnarlán borgaði bílskýlin og því þyrfti bygging þeirra ekki að þýða aukna greiðslubyrði. Félagar í áfanga 5 hafa ekki getað gengið á Þorvald með spurningar sínar, vegna þess að hann er nú bú- settur í Bandaríkjunum þar sem hann rekur byggingafyrirtæki. En nú bregður svo við að núver- andi framkvæmdastjóri og stjórn skýra um 21 milljón af þessum bak- reikningi með því að benda á bíl- skýlin sem ákveðið var að byggja eftir að kaupsamningar voru gerðir. Það er í sjálfu sér rétt. 22% HÆKKUN Á BYGGINGARKOSTNAÐI En félagar í áfanga 5 hljóta þá að spyrja hvað orðið hafi' um 50% aukninguna á húsnæðisstjórnarlán- inu þar sem þeir eru sagðir skulda um 80 millj. Verður misgengið á upphaflegum áætlunum og stöð- unni í dag yfir 100 millj. kr. þegar tekið er tillit til hækkunar á hús- næðisstjórnarlánum. Guðmundur Karlsson, fram- kvæmdastjóri, hefur sagt að upp- hafleg kostnaðaráætlun hafi hækk- að um 6%, sé miðað við lánskjara- vísitölu, og um 10,81%, sé miðað við byggingavísitölu. Seinni vísitalan verður að teljast réttmætari þegar verið er að framreikna kostnað við húsbyggingar. En það sem núver- andi framkvæmdastjóri gerir er að taka ófyrirséða hækkun á húsnæð- isstjórnarláni inn í upphaflegt kaup- verð og fær með því mun minni hækkun á byggingarkostnaði en rétt er. Sannleikurinn er sá að þessi 50% hækkun á húsnæðisstjórnarláni hefði nægt til að greiða það mis- gengi er varð á greiðslum og kaup- samningi vegna þess að kaupverðið var ekki verðtryggt í eitt ár. Þegar tekið er tillit til þess kemur í ljós að raunveruleg hækkun á upphafleg- um áætlunum er orðin um 22%. Féiögum í áfanga 5 hefur nú verið gert skylt að greiða þessa hækkun (um 500 þús. kr. að meðaltali á hverja íbúð). Auk þess þurfa nú þeir, sem létu byggja fyrir sig bílskýli í þeirri trú að hækkun húsnæðis- stjórnarlána borgaði þau að greiða andvirðið. Stjórn Byggung hefur síðan til- kynnt þessu fólki að félagið geti ekki staðið undir skuldum þess og því verði það að greiða þessar fjár- hæðir mjög fljótlega. Byggung skuldaði yfir 90 milljónir kr. um síð- ustu áramót og staðan hefur ekki skánað það sem af er þessu ári. Þar sem félagar í áfanga 5 þurfa að standa straum af fjármagns- kostnaði vegna lána er þeir taka til þess að greiða skuld sína við Bygg- ung, verður útkoma áfanga 5 enn verri en hún er þegar orðin. „REKIÐ ÚR NATTBORÐS- SKÚFFU ÞORVALDAR" Endanlegt verð á íbúðum þessa fólks er því langtum hærra en það verð er var kynnt fyrir því er það gerðist félagar í Byggung. í sumum tilfellum er það mun hærra en gang- verð á þessum íbúðum. Dæmi eru um að fólk sem selt hefur þessar íbúðir fyrir svipað verð og það hef- ur greitt til Byggung og lagt sjálft í íbúðirnar standi nú frammi fyrir því að þurfa að greiða bakreikning upp á hundruð þúsunda króna fyrir íbúð sem það hefur selt fyrir nokkrum árum. En hvernig má það vera að fólk fái jafn háa bakreikninga og raun er á í hausinn tæpum 5 árum eftir að það gerði kaupsamning við Byggung? Allt þar til í sumar stóð þetta fólk í þeirri trú að það ætti fé inni hjá fé- laginu frekar en það skuldaði því. Allar upplýsingar er það fékk frá fé- laginu bentu til þess. Byggung hafði frá upphafi verið rekið „úr náttborðsskúffunni hans Þorvaldar Mawby“, eins og einn stjórnarmanna félagsins orðaði það í samtali við HP. Um áraraðir hafði félagið enga eiginlega skrifstofu og almennum félagsmönnum gekk mjög erfiðlega að fá upplýsingar um greiðslustöðu sína. Upplýsingar sem voru gefnar á aðalfundum og öðr- um fundum Byggung greindu ekki frá stöðu einstakra félaga eða bygg- ingahópa. Þrátt fyrir þennan skort á upplýsingum gerðu félagar í Bygg- ung ekkert til þess að bæta þar úr. Fólkið virðist hafa gert sér að góðu þær upplýsingar er Þorvaldur Mawby gaf því, en nú hefur komið í ljós að þær upplýsingar voru fengn- ar annarstaðar frá en úr bókhaldi fé- lagsins. Þegar félagar í áfanga 5 krefjast nú endurskoðunar á reikn- ingum félagsins treysta þeir ekki frá- farandi endurskoðanda, Helga Magnússyni, til verksins, enda er hann hættur slíkum störfum. Við þessar aðstæður varð allt eft- irlit félagsmanna með rekstri félags- ins óvirkt. Slíkt eftirlit er í raun einn af hornsteinum undir byggingasam- vinnufélögum vegna þess að félags- menn eru sameiginlega ábyrgir fyr- ir skuldum þess. Þannig er ólíklegt, hver svo sem niðurstaða endurskoð- unar á reikningum félagsins verður, að félagar í áfanga 5 komist hjá því að borga þær 80 milljónir kr. sem þeir hafa verið rukkaðir um. HVAÐ LEIÐIR ENDUR- SKOÐUN í LJÓS? Heildarskuldin lækkar því aðeins að ástæður hennar verði raktar til mistaka stjórnar, að í reikninga áfanga 5 hafi verið færður kostnað- ur frá öðrum byggingahópum eða að við bókhaldsrannsókn komi í ljós refsiverð brot stjórnenda Bygg- ung. Varasjóður félagsins, sem er um 6 milljónir kr. í dag, mun mæta hugsanlegum mistökum stjórnar. Ef kostnaður vegna annarra bygginga- flokka hefur verið færður á reikning áfanga 5 á hann kröfur á hendur þeim byggingaflokkum. Ef einhver refsiverð brot koma í ljós er bókhald félagsins verður skoðað leiðir það til opinberrar ákæru á hendur þeim er brotin frömdu. Ef ekkert af þrennu ofansögðu kemur í ljós við endurskoðun á reikningum félagsins verður að skrifa þessa miklu hækkun frá upp- haflegum áætlunum á óvenjulegt klúður í rekstri. Þegar ársreikningar Byggung eru skoðaðir kemur í ljós að félagið hefur velt á undan sér mikilli skuldasúpu á undanförnum árum. Slíkt hefur í för með sér mik- inn kostnað. Banki félagsins, Út- vegsbankinn, virðist hafa veitt fé- laginu óvenju góða þjónustu þrátt fyrir erfiðleika sína. Ein hugsanleg skýring á þessari hækkun upphaflegra kaupsamn- inga er enn eftir. Hún er sú að fólk hafi óafvitandi eða vísvitandi verið blekkt til þess að ganga í Byggung með óraunhæfum áætlunum sem gáfu lágt íbúðarverð til kynna. Ef slíkt kæmi í ljós er erfitt að sjá fyrir hvert það myndi leiða. En það er ekki bara bókhaldið sem menn vilja meina að þurfi rann- sóknar við. Margir af viðmælendum HP hafa fullyrt að fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hafi haft mjög lítið eftirlit með byggingaframkvæmd- um til þess að spara stjórnunar- kostnað félagsins. Því eru miklir gallar að koma í ljós á þessum íbúð- um og öðrum er Byggung hefur reist. „MÁLIÐ LYKTARILLA OG TEYGIR SIG VÍÐA" Byggung er ekki eina bygginga- samvinnufélagið sem er á tímamót- um. Fyrr á þessu ári steyptu félagar í Byggingasamvinnufélagi Kópa- vogs stjórn félagsins og tóku bók- hald og rekstur félagsins til gagn- gerðrar endurskoðunar. Eitthvað mun farið að hitna undir fram- kvæmdastjóra og stjórn Byggung í Kópavogi og sömu sögu er að segja um önnur byggingasamvinnufélög. Margir af viðmælendum HP vildu meina að byggingasamvinnufélög væru einfaldlega gengin sér til húð- ar, bæði vegna breyttra aðstæðna á fjármála- og lánamarkaðnum og eins vegna misviturra stjórnenda er stýrt höfðu þessum félögum. Húsnæðisstofnun ríkisins aðstoð- aði Byggingasamvinnufélag Kópa- vogs við endurskoðun á reikningum þess eins og henni ber skylda til samkvæmt lögum. Félagar í áfanga 5 hjá Byggung hafa einhverra hluta vegna ekki enn snúið sér til hennar er þetta er ritað og hafa þess í stað leitað að endurskoðendaskrifstofu til að taka verkefnið að sér. Sú leit hefur ekki enn borið árangur og bera menn fyrir sig umfang verks- ins. Ekki eru allir vissir um að það sé eina ástæðan, eða eins og einn við- mælandi HP orðaði það: „Þetta mál lyktar illa og teygir anga sína á háa staði. Það þorir einfaldlega enginn endurskoðandi að snerta það.“ Fjölbýlishúsin við Rekagranda sem Byggung reisti. Endanlegt kostnaðarverð þessara húsa er langtum hærra en kaupendur gerðu ráð fyrir I upphafi. 34 HELGARPÓSTURINN eftir Gunnar Smára Egilsson mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.