Helgarpósturinn - 18.12.1986, Síða 2

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Síða 2
URJONSBOK Bréf til jólasveinsins eftir Jón Örn Marinósson Kæri jólasveinn. Þakka þér kærlega fyrir góðgætið sem þú laumaðir í skóinn minn í fyrri- nótt. Það er svo sannarlega mikil til- breyting í því fólgin að hafa eitthvað sætt til þess að maula á meðan verið er að einangra á manni grunnskólaskrokk- inn áður en fjölskyldan staulast út í vetr- arveðrið. Það fyrir utan er það vissulega mikil huggun fyrir litla barnssál að fá staðfestingu á því, þó ekki sé nema einu sinni, að foreldrarnir segja stundum satt. í hreinskilni sagt var ég farinn að efast um að þú værir til og varð hálf undrandi þegar mamma spurði mig í fyrrakvöld hvort ég ætlaði ekki að setja skóinn minn út í glugga. Þetta kom mér þeim mun meira á óvart þar sem hún hafði fyrr um kvöldið hent frá sér síð- degisblaðinu og lýst yfir með harðn- eskju í röddinni að hún væri hætt að trúa nokkrum sköpuðum hlut; það væri alveg sama hvað sagt væri og gert væri á þessu Iandi, ekkert væri að marka. Jafnvel sjálfstæðismenn væru farnir að setja hjálparvana sjúklinga á ríkisjöt- una; eins og það væri ekki löngu vitað að kutarnir væru best brýndir á einka- spítölum. Er til nokkurs, mamma mín, að setja skóinn út í glugga, spurði ég. Er yfirleitt að marka þessar sögur um jólasveininn? Eru þær ekki jafnmikil vitleysa og sög- urnar hennar Gunnu frænku um Jón andskota? Mamma leit með gapandi munni upp frá sjónvarpinu og mældi mig út með augunum eins og ég væri einn af þess- um hægrisinnuðu spítalasölumönnum í þjóðfélaginu sem eru sífellt að ganga fram af henni. Hver hefur verið að reyna að koma þessari vitleysu inn í höfuðið á þér? Auð- vitað er jólasveinninn til. Hann er til eins og pabbi þinn er til og eins og Stein- grímur er til og eins og Sighvatur er til. Hef ég nokkurn tímann sagt að þeir væru ekki til á meðan þeir voru til? Ég hugsaði mig vel um. Ég vildi svara mömmu eins skynsamlega og mér væri unnt og síst af öllu vera ósanngjarn. Nei, þú hefur aldrei sagt að þeir væru ekki til, svaraði ég loks, en ég held að þú sért stundum ekki alveg viss. Jæja, drengur minn, og hvers vegna heldurðu það? Ég heyrði þig spyrja hann pabba í fyrrinótt, þegar þið voruð komin upp í rúm, hvort hann væri ekki til. Þú hefur þá ekki verið alveg örugg. Ég átti ekki við það, elsku litla og sak- lausa hjartað mitt, svaraði mamma og klappaði mér á kollinn. Mér dettur ekki í hug að halda að hann pabbi þinn sé ekki til þó að ég taki svona til orða. Við vitum bæði að pabbi þinn er til þó að hafi ekki borið meira á honum að und- anförnu en gömlum yfirlýsingum fjár- málaráðherra um hallalaus fjárlög. Og settu nú skóinn þinn út í glugga, áður en þú ferð að sofa, og vittu bara hvort ég segi þér ekki satt. Ég valdi stóra kuldastígvélið, opnaði gluggann upp á gátt svo að söng og hvein í herberginu og bað þess í hugan- um að mamma yrði sér ekki til skamm- ar. Mér líður alltaf illa innvortis þegar ég stend fullorðna fólkið að því að gera eitt- hvað sem það á ekki að gera. En, guði sé lof, kæri jólasveinn, þú komst. Þú ert til eins og mamma sagði og meira en það; þú varst svo hugul- samur að loka glugganum fyrir mig eftir að þú hafðir sett nammi í stígvélið. Ég hljóp strax inn til mömmu og sagði að þú hefðir komið og bætti við að mér þætti leiðinlegt að ég skyldi ekki hafa trúað henni kvöldið áður. Mamma sagði að það væri allt í lagi. Það væri bara heilbrigt hjá börnum að velta því fyrir sér hvort allt væri satt, sem hinir full- orðnu segja. Og ekki að undra þó að þau væru jafnvel hikandi stundum að trúa móður sinni eins og allt væri í pottinn búið í þessu þjóðfélagi þar sem sjaldnast væri hægt að treysta á nokkurn skapað- an hlut; í landi þar sem allt væri fullt af grjóti og ekki væri einu sinni hægt að reka steinullarverksmiðju með hagnaði. Hún sagði líka að ég skyldi skrifa þér bréf, og það er einmitt það sem ég er að gera núna. Pabbi varð svolítið kyndugur á svip- inn i morgun, þegar ég sagði honum að ég ætlaði að skrifa bréf til jólasveinsins. Hann leit á mömmu og spurði hvað það ætti að þýða að vera að ala á einhverri vitleysu í börnum; nóg hefðu foreldrar að glíma við, afsiðandi popp og gervi- heim í vídeómyndum, þó að þeir tækju ekki upp á því sjálfir að skrökva. Það væri enginn jólasveinn til. Ég tók þetta ekki alvarlega hjá pabba. Hann segir stundum ýmislegt sem hann meinar ekki. Hann er nefnilega þing- maður og alltaf að vasast í stjórnmálum og með annarra manna peninga og svo- leiðis menn geta barasta ekki alltaf sagt það sem þeir meina. Þeir verða annað- hvort að segja það, sem þeir meina ekki, eða segja ekki neitt og stundum neyðast þeir til að segja eitthvað af því að þannig stendur á. Um daginn til dæmis, þegar pabbi tapaði í prófkjörinu fyrir manni sem hann kallaði alltaf heima hjá okkur Jón andskota, hélt ég að hann ætlaði að leggja okkar indælu einkaveröld í rúst. Þú hefðir átt að sjá hann pabba. Andlitið á honum var allt rautt nema undir augun- um, þar sem bláu baugarnir voru eftir talninganóttina, og hann stikaði um stofuna fram og til baka og strengdi þess heit í hverju skrefi að hann skyldi drepa þennan Jón andskota. Þegar hann rak hnéð á hornið á sóffaborðinu og felldi um koll vasann hennar mömmu, lét hann sér ekki einu sinni nægja að segj- ast ætla að drepa þennan Jón andskota heldur ætlaði hann að kála öllu þessu djöfuls hyski. Ég var svo hræddur við pabba að ég þorði ekki einu sinni að benda honum vinsamlega á að maður á ekki að bölva. Mamma var líka hrædd við hann; hún tíndi upp brotin af vasan- um án þess að minnast á það einu ein- asta orði, eins og hún gerir alltaf þegar ég brýt eitthvað fyrir henni, að sér væri allri lokið. Vertu bara feginn, sagði hún við pabba. Það er allt og sumt, sem þú getur sagt, hrópaði pabbi svo hátt að hann missti röddina og ég tapaði af kynningu á öðru sæti á vinsældalistanum. Vertu bara feg- inn! Ég á bara að vera feginn að missa þingsæti undir rassinn á þessum Jóni andskota, að láta þetta pakk níðast á manni með svikum og undirferli. Ég þurfti ekki að horfa nema einu sinni framan í pabba til þess að vera viss um að hann meinti hvert orð af því sem hann sagði. Og þess vegna varð ég svo hissa, þegar ég heyrði pabba stama út úr sér alveg að drepast af taugaveiklun í sjónvarpsfréttum um kvöldið að hann óskaði Jóni Hallgrímssyni innilega til JÓN ÓSKAR hamingju með verðskuldaðan sigur eftir drengilega prófkjörsbaráttu. Og pabbi hafði greinilega velt því fyrir sér, sem mamma benti honum á, því að hann sagði við fréttamanninn að hann væri feginn að geta séð fram á að losna af þingi og fá tækifæri til að sinna öðrum störfum. Pabbi, sem var orðinn miklu betri í skapinu, spurði okkur mömmu eftir fréttirnar hvort hann hefði ekki verið fínn í sjónvarpinu. Við sögðum auðvitað að hann hefði verið fínn þó að við hefð- um bæði verið kófsveitt af ótta um að hann færi ósjálfrátt að bora í nefið á sér af taugaveiklun. En ég get ekki neitað því að ég botnaði ekki til fulls í svo snöggum umskiptum sem virtust hafa orðið á afstöðu pabba til prófkjörsins. Er þessi Jón Hallgrímsson, spurði ég hikandi, sami maðurinn og sá sem þú kallar alltaf Jón andskota? Pabbi var að fá sér sopa af brúna drykknum úr glæru flöskunni, sem kemur honum ævinlega í gott skap, og ég virtist hafa sagt eitthvað, sem ég átti ekki að segja, því pabba svelgdist svo á að hann blánaði í framan og var í nokk- ur andartök — eins gullinhærður og hann er — í sænsku fánalitunum. Eftir að mamma hafði sprottið með skelfingarsvip upp úr stólnum sínum, tekið glasið úr höndinni á pabba og slegið flötum lófa nokkrum sinnum á bakið á honum, ræskti hann sig, leit á mig alvarlegum augum og sagði: Fyrst þú spyrð mig svona í einlægni, drengur- inn minn, skal ég svara þér í einlægni. Jón Hallgrímsson er Jón andskoti. En þú mátt ekki segja það nokkrum manni. Þú óskaðir honum til hamingju, pabbi. Ertu hættur við að drepa hann eins og þú sagðist ætla að gera? Ég ætlaði aldrei að drepa hann. Held- urðu virkilega að ég geti drepið nokk- urn mann? Ég sagði bara sisona í morgun af því að ég var svo reiður og þá segir maður stundum hluti sem maður meinar ekki. Og varstu þá að meina það í sjónvarp- inu að þú óskaðir Jóni andskota til ham- ingju með að hafa látið þig missa þing- sæti undir rassinn á honum? Maður getur ekki alltaf sagt það sem maður meinar, sonur minn, og ég varð að segja eitthvað í sjónvarpinu. Það situr enginn í sjónvarpi og segir ekki neitt nema fjármálaráðherra þegar hann svarar gagnrýni. Þarna sérðu, kæri jólasveinn, að það er ekki alltaf að marka það sem hann pabbi minn segir og þess vegna skaltu ekki taka nærri þér þó að hann segi að jólasveinar séu ekki til fremur en góðar hliðar á Jóni andskota og hafi neitað í morgun að fara með þetta bréf í póst. Ég heyrði mömmu segja einu sinni við Gunnu frænku að pabbi ætti svo bágt með að segja öðrum það sem honum lægi á hjarta. Og kannski skammast hann sín fyrir að viðurkenna að hann trúi á jólasveina. Ég held hann ætti bara að viðurkenna það. Kannski hefur hann tapað fyrir Jóni andskota í prófkjörinu af því að fólk hélt að hann tryði ekki á jólsveina. Mér dettur ekki í hug að trúa pabba þegar hann segir að það séu ekki til jólasveinar. Hann segir stundum hluti sem eru svo fáránlegir að enginn heil- vita maður mundi trúa honum. Eins og þarna um nóttina, þegar mamma spurði hann hvort hann væri til. Hverju held- urðu að hann hafi svarað? Hann sagði nei. Hefurðu nokkurn tíma heyrt aðra eins fjarstæðu? Hann lá uppi í rúminu við hliðina á mömmu, í fullu fjöri eins og ég og hún, og sagðist ekki vera til. Ég var alveg hissa á mömmu að hún skyldi ekki skamma hann fyrir að vera að skrökva svona. Hún lét duga að segja: Ósköp ertu þungur þessa dagana, góði minn. Já, kæri jólasveinn, ég held að það sé alveg rétt hjá mömmu. Pabbi er ósköp þungur síðan hann tapaði prófkjörinu fyrir Jóni andskota. Það er eins og hann hlakki ekkert til jólanna. Pabbi fær þó lengra jólafrí en Jón andskoti af því hann er ennþá þingmaður. Mamma segir að það fari alltaf í taugarnar á pabba þessi hamagangur við að af- greiða fjárlögin, en ég held að pabbi sé ekki miður sín vegna þess. Honum finnst bara virkilega leiðinlegt að hafa tapað í prófkjörinu og hafa í ofanálag orðið að segja annað en hann meinti í sjónvarpinu. Og þá er ég kominn að megintilgang- inum með því að skrifa þér þetta bréf, fyrir utan það auðvitað að þakka þér fyrir að setja sælgæti í stígvélið mitt. Heldurðu ekki, kæri jólasveinn, að þú gætir glatt hann pabba með því að setja eitthvað í skóinn hans núna einhverja nóttina fyrir jólin? Ég veit að það er til- gangslaust að biðja hann að setja skóinn sinn út í glugga (hann setur aldrei skóna sína þar sem þeir eiga að vera, segir mamma), en ég ætla að reyna að ná í einhvern af skónum hans í kvöld og lauma honum út í gluggakistuna á svefnherberginu þeirra pabba og mömmu. Verst þykir mér að ég veit ekki nákvæmlega hvaða skó ég á að taka. Pabbi á nefnilega fjölmörg pör af skóm sem hann kallar ýmsum nöfnum. Hann á til dæmis neðrideildar skó sem hann notar alltaf á þingfundum og eru með svitagötum og góðu plássi fyrir tærnar. Kosningabaráttuskórnir eru úr hrá- skinni og þarf aldrei að bursta þá, þola hvað sem er, segir pabbi. Og svo á hann skó, sem hann kallar ráðherraskó og eru ofsalega fínir og hann smyglaði í gegn- um græna hliðið fyrir mörgum árum og tímir aldrei að nota; segist ætla að fara í þá þegar hann verði ráðherra. Nú er út- séð um það í bili svo að mér ætti kannski að vera óhætt að taka annan af ráðherra- skónum og lauma honum út í gluggakistu. Ég skal muna eftir að skilja gluggann eftir opinn og settu bara eins mikið og þú tímir af sælgæti í skóinn. Ég er viss um að pabbi verður bæði hissa og glaður þegar hann vaknar og kemst að raun um að það eru til jólasveinar; og ekki bara það heldur líka hitt að það var ekki eintóm vitleysa að spandéra stórfé í ráð- herraskóna eins og ég heyrði hann segja við mömmu einu sinni. Nú bið ég þig að muna eftir þessu fyrir mig, elsku besti jólasveinn. Og um leið og ég slæ botninn í þetta bréf óska ég þér gleðilegra jóla og þakka þér fyrir, besti vinur, að vera til — eins og pabbi er oftast nær þegar mamma spyr hann. Kær kveðja. Þinn Siggi ps. Þú mættir svo sem líta einmg við hjá Jóni andskota. Það er í anda jólanna að setja eitthvað í skóinn hjá honum líka. Sami. 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.