Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 4
FRETTASKYRING eftir Óskar Guðmundsson HRÁSKINNALEIKUR UM ÞJÓÐHAGSSTOFNUN • Gerjun í kerfinu — uppstokkun efnahagsstjórnunar í vœndum? • Alþýðuflokkurinn á fullu í kerfinu • Verður stofnunin pólitískur kontór eða sjálfstœð eftirlits- og rannsóknarstofnun? Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um sjálfstæði Þjóðhagsstofnunar. Þessi umræða skaut upp kollinum, eftir að Jón Sigurdsson forstjóri stofnunar- innar ákvað að fara í framboð og ríkisstjórnin setti sérlegan efna- hagsráðgjafa sinn, Pórd Friöjóns- son, forstjóra meðan Jón er í leyfi. Með ráðningu Þórðar þótti mörgum fagmönnum sem frek- lega væri gengið framhjá Bolla P Bollasyni aðstoðarforstjóra Þjóð- hagsstofnunar. Þórður hefur eðli málsins samkvæmt verið pólitísk- ur ráðgjafi og áróðursmaður rikis- stjórnarinnar og því þóttust marg- ir sjá að með timabundinni ráðn- ingu hans væri verið að festa í sessi pólitískt ,,kommisarakerfi“. í fjörlegum útvarpsþætti ,,Hér og nú" í Ríkisútvarpinu sl. laugardag var rætt við þá sem koma helst við sögu málsins og þar bar m.a. til tíð- inda, að Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra lýsti því nán- ast yfir að Þórður hefði verið sett- ur forstjóri vegna pólitískrar fylgni sinnar við ríkisstjórnina. SJÁLFSTÆÐI ÓGNAÐ Ýmsar kenningar hafa verið á lofti inní kerfinu um þetta mál. Margir telja t.d. að Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn hafi lent í samkeppni og hafi Stein- grímur viljað meina Jóni Sigurðs- syni/Alþýðuflokknum beinan að- gang að stofnuninni með því að ráða Þórð, um leið og ríkisstjórn- inni væri tryggður forgangur að Þjóðhagsstofnun. Með Þórði, sem er í Sjálfstæðisflokknum, hafi einnig falist trygging á samstöðu/ afskiptaleysi samstarfsflokksins í ríkisstjórninni. Samkvæmt lögum heyrir stofn- unin undir forsætisráðherra, og er fjármögnuð af almannafé í gegn- um ríkissjóð og Seðlabanka. Þjónustuhlutverk Þjóðhags- stofnunar á að vera tvíþætt. Ann- ars vegar á stofnunin að veita ríkisstjórn og öðrum opinberum aðiljum ráðgjöf og hins vegar hvíl- ir nokkur upplýsingaskylda á stofnuninni gagnvart atvinnulífi og almenningi. Margir gagnrýn- endur stofnunarinnar telja að hún hafi um of lagt áherslu á fyrr- nefnda þáttinn á kostnað upplýs- ingastreymis til almennings. Á hinn bóginn er engin önnur efna- hagsstofnun í landinu, sem miðlar jafn áreiðanlegum upplýsingum og Þjóðhagsstofnun hefur gert til þessa, og hún hefur þrátt fyrir allt verið sá trausti brunnur, sem aðrir í þjóðfélaginu hafa ausið úr. Pólitísk ráðning forstöðumanns er auðvitað ekki líkleg til að auka traust stofnunarinnar til að sinna upplýsingaskyldu til almennings, — og hún hlýtur að leiða hugann að því hvort annað og meira búi undir. FEIGÐIN KALLAR Atburðarásin og útvarpsþáttur- inn á dögunum olli því að ýmsar vangaveltur komust uppá yfir- borðið. Þar á meðal kom fram að stjórnmálamenn hafa verið að ræða sín á milli um uppstokkun Þórður Friðjónsson forstöðumaður í tímabundinni ráðningu. Steingrímur undirstrikaði í útvarpsþætti að um póli- tíska ráðningu væri að ræða. kannanir hafa fært honum aukið vægi í pólitíkinni. Sjálfstæðisflokkurinn vill fá blessun hans í mikilvægum málum. Viðreisnarstjórnin á frumstigi. stofnunarinnar; jafnvel að leggja hana niður. Þetta mátti lesa útúr ummælum stjórnmálamannanna án þess að talað væri hreint út um málið. Haft var eftir Þorsteini Páls- syni að skipta mætti starfseminni upp, þannig að Hagstofan tæki yfir ákveðna þætti starfsins, Jón Bald- vin kvað koma til greina að leggja hana niður en skoða þyrfti málið í samhengi við uppstokkun annars staðar í kerfinu og fleiri töluðu sama myrka málið. En af hverju er verið að ræða til- veru Þjóðhagsstofnunar núna — hvað er það í verkum Þjóðhags- stofnunar, sem ekki á uppá pall- borðið núna þannig að ástæða þyki að leggja stofnunina niður eða draga undan henni verkefni? KRATAR Á FULLRI FERÐ Innan kerfisins er margt skralað um sókn Alþýðuflokksins og Steingrlmur Hermannsson forsætisráð- herra. Vann lotu I slag við Alþýðuflokk- inn með því að styðja sjálfstæðismann. Lausmáll I útvarpinu. ||||| A fjpli plf jjffl BSri ■••••: pES! plsiiifesfll >ir; glif: fasg ai8i SlSiSS ÍJS! Alþingi islendinga. Ætlar stofnunin að nota tækifærið og sækja sér eftirlitsvald? væntanlega viðreisnarstjórn. Á dögunum birti DV ljósmynd á for- síðu þarsem sátu á málþingi Olaf- ur G. Einarsson, Þorsteinn Páls- son, Matthías Bjarnason, Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sig- urðsson. Kváðust þeir ræða virðis- agkaskattinn, en heimildir HP herma, að i raun hafi þeir verið að ræða uppstokkun bankakerfisins. Þá segir að óformlegar viðræður hafi farið fram milli manna úr þessum flokkum, um uppstokkun efnahagsstjórnunar í kerfinu. Jón Baldvin og þeir félagar velta mjög vöngum yfir efnahagsráðu- neyti, sem hefði með höndum flesta meginþætti efnahagsstjórn- unar. Inní þær hugmyndir spila svo framtíðarhorfur Þjóðhags- stofnunar, — m.ö.o. vilji til að taka verkefni Þjóðhagsstofnunar og. setja undir ráðuneyti beint eða setja undir Hagstofuna. Þorsteinn Pálsson. Reiðubúinn til að taka þátt I uppstokkuninni með krötum? Þjóðhagsstofnun. Pólitísk þjónustu- stofnun eins flokks eða alvöru rann- sóknastofnun með upplýsingaskyldu gagnvart almenningi. Það segir ekki litla sögu um stemmninguna gagnvart Alþýðu- flokknum í kerfinu og stöðu hans, að þessi stjórnarandstöðuflokkur á þingi virðist hafa afgerandi áhrif á þróun mála, jafnvel í stjórnkerf- inu fyrir kosningar. Nú er talið að Sjálfstæðisflokkurinn taki enga stóra ákvörðun nema blessun Al- þýðuflokksins fylgi — og í rökréttu framhaldi setjist „viðreisnar- stjórn“ í ráðherrastóla eftir kosn- ingarnar. Kosningarnar yrðu eins- og léttvægt framkvæmdaatriði að mati margra. En þetta var nú útúr- dúr af gefnu tilefni. UPPLÝSINGAR — PÓLITÍSKT VALD Upplýsingar um efnahagsmál, stærðir og tölur eru afar dýrmæt- ar. Sá sem býr yfir slíkum upplýs- ingum umfram aðra, t.d. samn- ingsaðilja sína, hefur pólitískt um- framvald, ef svo má að orði kom- ast. Það er því að vissu leyti skilj- anlegt, að Steingrímur Hermanns- son skuli leggja sig í líma við að skipa pólitískan „kommissar" yfir stofnunina. Þegar upplýsingarnar liggja hins vegar á borðinu, öllum að- gengilegar og ljósar, standa menn, flokkar og hagsmunasamtök jafnfætis í samningum. Því má ljóst vera, að óprúttnum ráðherra (flokki) kann að vera í mun að sölsa undir sig mikilvægar upplýs- ingar og hafa á þeim einokun. í raun gætu því endalok Þjóðhags- stofnunar þýtt að pólitískt vald (upplýsingar) sé tekið af almenn- ingi og fært undir einn flokk. Það getur ekki talist þjóna lýðræðis- legri þróun í landinu. EFTIRLITS- OG RANNSÓKNARSTOFN- UN Þjóðhagsstofnun hefur oft verið réttilega sökuð um að gæta um of hagsmuna ríkisstjórna hverju sinni. Þannig finnst til að mynda mörgum undarleg „tilviljun" að fyrir síðustu samningaviðræður og oft áður, koma þjóðhagsspár og fréttir frá stofnuninni, sem spá þröngri stöðu fyrir verkalýðs- hreyfingu til að auka hlut sinn. Að vísu hefur sú hreyfing verið lítil- þæg í samningum og þetta atriði ekki skipt þess vegna mjög miklu máli, — en engu að síður hefur síð- an komið í ljós í endurskoðaðri spá og fréttum, að staðan sé mun rýmri. En þrátt fyrir augljósa ann- marka af þessum toga, þá hefur stofnunin miðlað upplýsingum eins og um kaupmátt sem skipta miklu máli og fela stundum í sér gagnrýna afstöðu gagnvart við- fangsefninu. í sjálfu sér væri ekki óeðlilegt að þau verkefni, sem fela í sér póli- tíska ráðgjöf og þjónustu við ríkis- stjórnina færu undir eitthvert ráðuneytanna, stefnumótun í efnahagsmálum, þjóðhagsáætlun og þess háttar. Áð þessu vinna nokkrir menn í stofnuninni. Hinn þátturinn ætti að vera mun stærri og mikilvægari: hagrann- sóknir og almenn þjónusta við al- menning og opinbera aðilja. Eiginlega er það forsenda fyrir meira sjálfstæði stofnunarinnar, að pólitíska áætlanagerðin verði færð út úr henni. Einnig hlýtur að koma til álita, að sjálfstæði slíkrar stofnunar væri tryggt með því að færa hana undir Alþingi. Þannig gæti Þjóð- hagsstofnun orðið eftirlitsstofnun Alþingis og almennings með þjóð- arbúskapnum og þróast uppí að verða með tímanum sjálfstæð rannsóknarstofnun. Þannig væri hægt að þjóna mörgum markmið- um sem í dag eru alltof langt frá vettvangi; binda víðtækari upplýs- ingaskyldu Þjóðhagsstofnunar gagnvart almenningi í lög, auka eftirlitshlutverk og vald Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Það þjónaði fólkinu í landinu, sem borgar þessa starfsemi, lengst og best. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.