Helgarpósturinn - 18.12.1986, Page 13

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Page 13
nefnd Keflavíkur vinni eftir öðrum lögum og reglugerðum en samskon- ar nefnd á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Helgi Aðalsteinsson heitir húðflúrmeistari sem tvivegis hefur fengið starfsleyfi til að reka húðflúr- stofu í Þingholtsstræti. Hann hóf reksturinn árið 1983 og gekk hann víst það vel að Helgi fór utan til frek- ara náms hjá „tattoo-meisturum". Hann lokaði því stofunni í Þing- holtsstræti. Rekstur Helga á stof- unni varð til þess að heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur og nágrennis sendi frá sér Reglugerð um rekst- ur húðflúrstofa. Þegar Helgi sneri heim frá frekara námi hóf hann að innrétta nýja stofu í Keflavík og lagði umsókn um starfsleyfi fyrir heilbrigðisnefnd þess byggðarlags. Svar frá nefndinni dróst og kom ekki fyrr en Helgi hafði innréttað velbúna húðfiúrstofu og lagt í það mikla fjármuni. Svarið var neikvætt og Helga neitað um starfsleyfi án þess að ástæður neitunarinnar væru tilgreindar. Þetta fannst Helga að vonum súrt í broti og hugðist leita réttar síns hjá Ólafi Ólafssyni, landlækni. Þegar Helgi loks náði fundi Ólafs snerist samtal þeirra mest um hversu illa Ólafi landlækni væri við allt húðflúr. Helgi mun því ætla sér að leita annað til að fá bót sinna meina... M ■ W Wargt taka verkalýðshetj- urnar sér fyrir hendur. Sigfinnur Karlsson, forseti Alþýðusam- bands Austurlands, hefur komið við sögu hér í Helgarpóstinum þeg- ar greint var frá því hvernig hann hefur rekið sambandið nánast úr rassvasanum. En Sigfinnur er ekki við eina fjölina felldur. í hinum rass- vasanum geymir hann bókhaldið fyrir umboð sitt fyrir Coca-Cola, Lindu og Sana. Sigfinnur keyrir þessar vörur í verslanir á Neskaup- stað þegar tími gefst frá annasöm- um verkalýðsmálum.. . . Borðapantanir í síma 11340. I veisluna Kaffi, snittur — adeins 35 kr. stk. Gerum sérstakt tilboö í cocktail- og brauötertuveislur. Ath.: Jólatilboö okkar 399 kr. er hangikjöt meö öllu + desert. Fyrir fyrirtœki og stofnanir. Leitid til fagmannsins VEITINGAMAÐURINN Sími 68 68 80 AFBURÐA TÆKNI SEM SPARAR ÞÉR TÍMA, FÉ OG FYRIRHÖFN Undanfarin ár hafa VICTOR tölvurnar skapað sér virðingarsess á íslenskum markaði. Þær eru hraðvirkar, öruggar og tæknilega fullkomnar. Reynslan hefur sýnt að þær eru vandaðar, sterk- byggðar og hafa lága bilanatíðni. Mikið framboð er af tölvum á markaðinum sem virðast líkar við fyrstu sýn. Gjarnan eru gylliboð auglýst sem auðvelt er að láta ginnast af. Við ráðleggjum viðskiptavinum að kynna sér vandlega hvað á boðstólum er, til að kaupa ekki köttinn í sekknum. Reynslan sýnir að ódýrustu tölvurnar eru yfirleitt ekki ódýrastar þegar upp er staðið. Einar J. Skúlason er gamalgróið fyrirtæki sem starfað hefur í hartnær hálfa öld. Fyrirtækið hefur á að skipa reyndu og vel menntuðu starfsfólki, sem kappkostar að veita viðskiptavinum trausta og góða þjónustu. VICTOR VPC II VICTOR V286 Síðastliðið vor kom á markað- inn ný og endurbætt tegund einmenningstölva frá Victor, VPC II. Fyrirtæki, skólar og einstaklingar tóku Victor VPC II opnum örmum og hafa á þessum stutta tíma u.þ.b. 500 tölvur verið teknar í notkun hérlendis. Victor VPC II ein- menningstölvan er mjög vel útbúin, hún hefur vinnsluminni í fullri stærð, þ.e. 640 kb, og er hraðvirkari. Victor VPC II er IBM PC samhæfð, sem þýðir að úrval staðlaðra íorrita er mikið. Hún er með tveimur lágum disklingadrifum, 14" skjá, graf- ísku skjákorti, raunverulegum 16 bita örgjörva (Intel 8086, sem gerir vélina hraðvirkari), MS-DOS 3.1. stýrikerfi, GW- BASIC, 3 vönduðum handbók- um, endurstillingarhnappi og innbyggðum rað- og hliðar- tengjum. Victor VPC II tekur lítið pláss á skrifstofunni en er gífurlega öflug. Victor V286 er öflug einkatöiva með mikið geymslurými. For- senda þess er 16 bita örgjörvi af gerðinni Intel 80286 og Winchester diskur sem er ým- ist 20 eða 40 MB. Intel 80286 hefur tiftíðnina 6 eða 8 MHz sem gerir Victor V286 jafn af- kastamikla og raun ber vitni. Victor V286 er búin endurstill- ingarhnappi til að tryggja ör- yggi gagna á diskum Victor V286 hentar mjög vel sem móðurtölva í tölvuneti. í Victor V286 er það innbyggt sem í öðrum tölvum telst aukabún- aður. Victor V286 hentar vel þar sem gögn eru fyrirferðar- mikil. Val á Victor V286, af- burðatölvu, leiðir til aukinna afkasta og hagkvæmni á skrif- stofunni. V) :o O) o (0 Hringið eða komið á Grensásveg 10 og við veitum góðfúslega allar nánari upplýsingar. vict. n Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.