Helgarpósturinn - 18.12.1986, Side 40

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Side 40
INNLEND YFIRSYN eftir Helga Má Arthursson Fjárveitinganefnd Alþingis puðar og puðar en Skortir alla heildaryfirsýn • Fjárveitingarnefnd sér um útgjöld, fjárhags- og viðskipta- nefnd um tekjuöflun • Alvarleg brotalöm í vinnubrögðum Alþingis • Ósamræmi og hringlandaháttur einkennir fjár- lagagerð. Yfirleitt virðast menn ekki átta sig á því, að stór hluti fjárlaga er bundinn af annarri lög- gjöf. Og breytingar á fjárlögum — allar meiri háttar breytingar — kalla á umfangsmiklar lagabreytingar á öðrum sviðum. Fjárlögin sem nú liggja fyrir Alþingi gera ekki ráð fyrir neinum slíkum breytingum, enda hefðbund- in fjárlög þótt lögð séu fram af fjármálaráð- herra Sjálfstæðisflokks. FJÁRLÖG ÁN FRAMTÍÐAR Margir hagfræðingar líta svo á, að fjárlögin megi gera að virkara hagstjórnartæki og í sambandi við gerð fjárlaganna hefur það bæði verið gagnrýnt, hve stutt fram í tímann menn hugsa fjárlagadæmið og eins hitt, að menn hugsa almennt í fjárlögum, en ekki sérstaklega um lausnir einstakra vandamála, eða um sérstök verkefni. Nefna menn stundum í þessu sambandi fjármálahlið landbúnaðarstefnunnar, rekst- ur ríkisins á atvinnufyrirtækjum — stundum í samkeppni við einkaaðila — þjónustufyrir- tæki við atvinnuvegina, sem ríkið kostar, fjármögnun almannatrygginganna, rekstur sjúkratryggingakerfisins og fjármögnun þess. Hefur verið talað um það, að láta fylgja árlegum fjárlögum nokkurra ára áætlun um hvern þessara málaflokka og tilkynna um það, að fyrirhugaðar séu breytingar á þess- um þáttum, eða ekki. M.ö.o. að ríkisstjórnin móti sér stefnu í stórum dráttum til nokkurra ára, en vinni að því að ná yfirlýstum mark- miðum á nokkrum afmörkuðum sviðum á lengri tíma en hin almennu, bundnu fjárlög, sem nú eru samþykkt, gera ráð fyrir. Þekkt dæmi um þröng, almenn sjónarmið í fjár- lagagerðinni eru milljónirnar fjórar sem fara til hafnargerðar á Blönduósi, en þar er talið að heildarkostnaður við hafnargerð hlaupi á hundruð milljónum króna. Sjá menn ekki hvað milljónirnar fjórar duga í þessu sambandi? Annað dæmi um hringlandahátt ogstefnu- leysi í fjárlögum er sú staðreynd, að á sama tíma og sett eru lög og reglugerðir til að tak- marka búvöruframleiðslu, þá er veitt styrkj- um til jarðræktar og nýbyggingarstuðnings í landbúnaði. En það er ekki aðeins í útgjaldalið, sem stefnuleysi ríkir. Skattahlið, eða tekjuhlið, frumvarpsins er afar losaraleg. Dæmi um þetta er, að menn féllu frá orkuskatti, sem leggja átti á, áður en sjálf tillagan var komin fram á Alþingi. Spyrja má hvaða tilgangi sá skattur átti að þjóna? Átti hann að stýra orkunotkun? Eða átti hann að afla tekna í eitthvað annað? Það liggur ekki fyrir. Það einasta sem menn vita er að hann var felldur niður. ÓTAKMÖRKUÐ ÞENSLA Upplýsingar benda til þess að hér ríki góð- æri. Nokkur árangur hefur náðst í baráttu við verðbólgu og í fljótu bragði væri eðlilegt að þess sæjust einhver merki í fjárlagafrum- varpi, að ríkisstjórnin vildi varðveita þennan árangur. Launaskrið er verulegt á vinnu- markaði og mannekla nokkur, næsta ár verður skattlaust og má gera ráð fyrir því að menn muni vinna meira og þéna meira 1987 en ella mætti gera ráð fyrir. Allt stuðlar þetta að þenslu. Allt bendir þetta til þess að veru- legur viðskiptahalli verði á næsta ári. En í fjárlagafrumvarpi Þorsteins Pálssonar er ekki gert ráð fyrir þessu. Engin sérstök ákvæði eða tillögur eru í frumvarpinu til að reyna að koma í veg fyrir vaxandi þenslu. Ríkisstjórnin þyrfti annað hvort að skera niður í rekstri sínum, eða þá að setja á nýja skatta til að ráða við hina fyrirséðu þenslu. Niðurskurður hefði í för með sér að miklar lagabreytingar þyrfti að gera, enda stór hluti útgjalda bundinn af lögum og venjum, sem engir tilburðir eru til að breyta, leggja af, eða hugsa uppá nýtt. Ríkisstjórnin hefur engar slíkar breytingar boðað og því eru þetta hefðbundin fjárlög. Ósveigjanleg, óbreytt fjárlög — án mikillar hugsunar fram í tím- ann. Hluta skýringarinnar er að finna í vinnu- brögðum í þinginu. Fjárveitingarnefnd Al- þingis fjallar um útgjöld fjárlagafrumvarps- ins, en fjárhags- og viðskiptanefndir þingsins um tekjuöflunina. Sérgreindar nefndir, s.s. landbúnaðarnefnd, sjávarútvegsnefnd o.fl. eru síðan að fjalla um mál og löggjöf, sem í mörgum tilvikum hefur í för með sér veruleg útgjöld fyrir ríkið, án þess að menn gefi gaum að þeirri heildarmynd sem að lokum kemur út úr dæminu. Og enda þótt fjárveit- ingarnefnd tali við á sjötta hundrað manna og haldi nákvæma skrá yfir fundi sína og af- rek, þá vantar nefnd þessa alla yfirsýn — alla heildarmynd yfir ríkisfjármálin. HALLAREKSTUR GAGNRYNDUR í nefndarálitum minni hluta fjárveitingar- nefndar, sem lögð voru fram við aðra um- ræðu um fjárlögin, kemur fram mikil gagn- rýni á fjárlagagerð ríkisstjórnarinnar svo sem venja er til, en þrjú minnihlutaálit liggja fyrir. Frá Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Samtökum um kvennalista. Alþýðubandalagið leggur áherslu á það í sinni gagnrýni, að gert sé ráð fyrir áfram- haldandi halla á fjárlögum, skuldasöfnun muni enn aukast og nefnir sérstaklega að hallarekstur og skuldasöfnun ríkissjóðs nemi á þremur árum einum 12 Hafskipsgjaldþrot- um. Bent er á, að ríkisstjórnin hafi fjármagn- að sinn þátt febrúarsamninganna með 2000 milljóna rekstrarhalla í góðærinu, eins og sagt er í áliti Alþýðubandalags. Þá er bent á það, að áhrif nýgerðra kjarasamninga séu hvergi tekin inní fjármáladæmi ríkisins, né heldur sé mælt fyrir um það hvernig ríkið hyggist gegna sínu hlutverki í verðlagsmál- um. Þá er bent á það, að árangur samninga geti ráðist af efnahagsákvörðunum ríkis- stjórnarinnar. Er það skoðun Alþýðubanda- lagsins, að ef fjárlagafrumvarp verði sam- þykkt óbreytt muni afleiðingarnar verða óhjákvæmilegar, þ.e. „verðlagssprenging". Samtök um kvennalista gagnrýna sömu- leiðis hallarekstur og skuldasöfnun. Benda konur á, að útgjaldahlið fjárlagafrumvarps- ins sé vanáætluð, nú sem fyrr, og gagnrýna harðlega niðurskurð ríkisstjórnar á fjárveit- ingum og framlögum, einkum til Trygginga- stofnunar ríkisins og til dagvistarmála. Nið- urstaða gagnrýni Kvennalista er sú, að ríkis- stjórnin leggi rangar áherslur í niðurskurði sínum, sem hitti félagslegar framkvæmdir og rekstur, og að á sama tíma þenjist rekstr- argjöld ráðuneyta og ríkisstofnana út án mik- illar fyrirstöðu. Fulltrúar beggja flokka hafa lagt fram breytingartillögur við fjárlögin á grundvelli gagnrýni sinnar, en þær eins og aðrar tillög- ur stjórnarandstöðunnar verið felldar við aðra umræðu um fjárlög. TILLAGA UM KERFISBREYTINGU Alþýðuflokkurinn fer um margt aðrar leið- ir en hinir stjórnarandstöðuflokkarnir í sinni gagnrýni, sem efnislega er þó sú sama og Al- þýðubandalags og Samtaka um kvennalista. Fjallar þeirra álit um tekjuöflunarkerfi, sem talið er vera í rúst, gjaldahlið og að endingu stefnubreytingu í ríkisfjármálum. Síðast taldi þátturinn sker Alþýðuflokk frá hinum flokk- unum tveimur. Þar tala kratar um kerfis- breytingu í ríkisfjármálum, sem m.a. felst í því, að flytja velferðarkerfi atvinnuveganna til viðkomandi atvinnugreina, að leggja nið- ur tilteknar ríkisstofnanir, að ríkisstofnanir afli sértekna með sölu þjónustu og sérfræði- þekkingar, að ríkið skuli selja nokkrar stofn- ana sinna. Þannig vill flokkurinn að Fiskifélag ís- lands, afleysingaþjónusta í sveitum, Búnaðar- félag íslands, Ríkismatið og Ferðamálaráð verði sett á viðkomandi atvinnugreinar. Stofnun Húsameistara ríkisins, Bifreiðaeftir- litið, tilraunastöð á Reykhólum, grænfóður- verksmiðja í Flatey o.fl. verði lagt niður. Haf- rannsóknastofnun, Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Fasteignamat ríkisins, Flug- málastjórn, Orkustofnun og fleiri fyrirtæki opinber selji þjónustu sína við kostnaðar verði, og að Fríhöfnin í Keflavík, Áburðar- verksmiðja ríkisins, Lyfjaverslun ríkisins, Umferðarmiðstöðin, Ferðaskrifstofa ríkisins, Sementsverksmiðja ríkisins og fleiri fyrir- tæki ríkisins verði seld. Rök Alþýðuflokksins fyrir þessum tillög- um sínum eru þau, að ríkisafskipti eigi að vera takmörkuð við að setja atvinnulífinu al- mennar leikreglur og að með því að draga saman seglin á þeim sviðum, sem ríkið fer illa með fé þá opnist leiðir til aukinna fram- laga á öðrum sviðum sem setja þurfi í for- gangsröð. Segja þeir tillögur sínar miðast við það, að bæta ríkisrekstur og gera þjónustu við almenning betri. Sé miðað við aðstæður þær sem nú ríkja í efnahagslífinu og spárnar sem birtar hafa ver- ið síðustu daga um næstu framtíð, þá er ljóst að veruleg hætta er á mikilli þenslu á næsta ári. í fjárlagafrumvarpi er ekkert gert til að takmarka þessa þenslu, eða búa þannig um hnútana að ekki hljótist af vaxandi verð- bólga. Að þessu leyti er gagnrýni stjórnar- andstöðu e.t.v. á rökum reist. Það er svo ann- að íhugunarefni hvort breytingar á fjárlaga- gerð og ný skilgreining á hlutverki ríkisins og einstakra stofnana þess er ekki forsenda fyrir sveigjanlegri fjárlögum — nýrri gerð fjárlaga — sem ekki eru fyrirfram bundin að fjórum fimmtu hlutum. Við óbreyttar að- stæður heldur fjárlagagerð áfram að vera bókhaldsatriði. Bókhaldskúnstir, sem rædd- ar eru á 550 fundum í fjárveitingarnefnd, en ekki pólitík. 40 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.