Helgarpósturinn - 18.12.1986, Qupperneq 48

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Qupperneq 48
ðalfundur Hjálparstofn- unar kirkjunnar verður í janúar. Þar munu tvær nefndir, önnur skipuð af stjórn stofnunarinnar og hin af kirkjuráði, skila skýrslum sínum. Á fundinum mun líka að öllum líkind- um verða skimað eftir eftirmanni Guðmundar Einarssonar, fram- kvæmdastjóra. Gunnlaugur Stef- ánsson, sem er um margt efnileg- ur arftaki, sótti um prestakallið í Heydölum áður en hitna fór undir Guðmundi. Hann hefur nú messað þar einu sinni en ekki verður gengið til kosninga í Heydölum fyrr en í byrjun nýs árs. Gunnlaugur er einn í kjöri. Áðrir sem hafa verið áber- andi hjá Hjálparstofnuninni eru flestir í ágætum stöðum: Árni Gunnarsson er kominn með ann- an fótinn á þing, Jón Ormur Hall- dórsson á enn eftir um tvö ár í sínu námi og sr. Bernharður Guð- mundsson er fréttafulltrúi þjóð- kirkjunnar. Jón Ormur á reyndar lítt upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum þar sem hann er enn álit- inn upphafsmaður skrifa HP um málefni Hjálparstofnunarinnar. Ef enginn annar kemur fram á sjónar- sviðið er ekki ólíklegt að sr. Bern- harði verði boðin staðan... largt kemur á óvart í heimi hér. Hjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Þorbergs- dóttir eru komin í stétt kaup- manna. Þau hafa keypt verslunina Garn Gallerí við Skólavörðustíg. Þar með geta þau hæglega farið að sækja fundi Kaupmannasamtak- anna og haft áhrif á álagningarmál og aðra hagsmuni verslunarinnar. Þetta skapar sjálfsagt gremju sumra manna, þar sem Ólafur Ragnar hef- ur einmitt beint spjótum sínum að þessum þjóðfélagshópi undanfarin ár. Kannski enska orðatiltækið eigi þarna við: If you can’t beat them, join them... Toppurinn Toppurinn í dag: Nautahryggur með öllu góðgœti í veisluna á aðeins 690,- kr. pr. mann. Ath.: Jóladlboð okkar 399 kr. er hangikjöt með öllu + desert. fyrirtœki og stofnanir. Leitið til fagmannsins VEITINGAMAÐURINN Sími 68 68 80 Fyrir B 48 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.