Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 3
Indriði G. Þorsteinsson (Skellihlátur.) „Það er eflaust kominn tími á mig fyrir löngu!" — Saknarðu gamla starfsins sem ritstjóri Tímans? „Ja, það er nú orðið svo langt síðan ég var í gamla starfinu. Þetta eru orðin sextán ár. Maður er orðinn svo gamall." — Ertu alltaf jafn mikill framsóknarmaður? „Ég hef alltaf verið framsóknarmaður, já já, en ég er svo ekk- ert endilega ánægður með allt sem Framsókn gerir frekar en menn í öðrum flokkum eru ánægðir með sína flokka. Ég hef aldrei yfirgefið Framsókn, enda dettur mér það ekki í hug. Ég hef engan áhuga á flokkaflækingi." — Hver finnst þér staða framsóknarmanna vera núna? „Hún er mjög góð. Ég held hún hafi sjaldan verið betri að mínu mati, en eins og þú veist var ég kallaður „gamall fasisti" svo það eru kannski ekki meðmæli að ég sé að hæla Fram- sókn." — Hafa þær breytingar sem orðið hafa á dagblöðun- um á síðustu árum orðið til góðs eða ills að þínu mati? — „Þær hafa orðið til góðs. Þetta er allt orðið miklu frjáls- legra — öll umræða í blöðum. Og það fá allir að blómstra! Þetta er eins og hjá Maó. Maó sagði að þúsund blóm ættu að blómstra, þegar hann var ekki í menningarbyltingunni! Það er eins i fjölmiðlunum hérna. Að vísu flýtur heilmikið af vitleysu með, en þetta er nú almanna vettvangur og ég get ekki ímynd- að mér að almenningur eigi að hafa einhvern ákveðinn gáfna- kvóta. Það góða við það er, að fólk á miklu betri aðgang að fjöl- miðlunum og það er alltaf verið að opna þennan vettvang. Hitt er verra: Þegar verið er að búa til alþjóðadómstól í Austurstræti með því að spyrja fólk um eitthvað, sem það veit ekkert um..." — Hvernig finnst þér blaðamenn standa sig al- mennt? „Mjög vel. Ég er afskaplega ánægður með blaðamennsk- una, eins og hún er hér. Hún er djörf og hress og ber svip æsku- manna. Það er ekki nema gott eitt um hana að segja." — Ertu eitthvað að skrifa um þessar mundir? „Ég er alltaf skrifandi. Það komu út eftir mig tvö bindi núna af „Þjóðhátíðinni 1974", mikið verk og myndskreytt en var að vísu lokið 1977. Svo var ég að Ijúka við skáldsögu sem kemur í haust." — Viltu segja eitthvað um hana? „Nei, nei." — Ef þú verður ritstjóri Tímans, hvað ætlarðu þá að gera til að rífa blaðið upp? Indriði skellihlær, enda sér hann í gegnum spurninguna: „Ætli maður liggi ekki svolítið á þessum leyndarmálum öllum!" — Verður Svarthöfði íTímanum? „Svarthöfði? Ja það er spurning, hvort Svarthöfði sé ekki kominn svo hátt í þjóðfélagsstiganum að ég nái ekki samning- um við hann!!" Slðustu daga hefur mikið verið rætt um að Indriði G. Þorsteinsson setj- ist við hlið Níelsar Árna Lund sem ritstjóri Tfmans. Indriði gegndi því starfi áður fyrr, en lét af störfum árið 1971. HP sló á þráðinn til Indriða og spurði hvort eitthvað væri hæft í þessum sögum. HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR FYRST OG FREMST I NÝJASTA hefti Lœknablads- ins er birt erindi Kristjáns Bald- vinssonar læknis frá síðasta aðal- fundi Lœknafélags íslands. Þá fjallaði Kristján um samskipti lækna og Tryggingastofnunar ríkisins og var harðorður. Hann sagði meðal annars: „Það hefur orðið hugarfarsbreyting af hálfu starfsfólks TR í garð lækna. Andi tortryggni gagnvart læknum er alls ráðandi. Þeir eru grunaðir um græsku þar til annað sannast." Nefnir Kristján að iðulega séu vottorð lækna vefengd, krafist skriflegra skýringa og greinar- gerða langt umfram það sem vott- orðaeyðublöð segja til um og að læknar séu snupraðir fyrir skrif og frágang. „Talað er niður til þeirra í hrokafullum kansellístíl" segir Kristján... Kristján Baldvinsson SAMSKIPTI LÆ! góöir fundarmenn liðin síðan TR var stofnuð stu almannatryggingalögum á KRISTJÁN Baldvinsson hefur ákveðnar skýringar á reiðum höndum um versnandi samskipti lækna og starfsfólks Trygginga- stofnunarinnar. Hann segir: „Eflaust er um að ræða taktík af yfirlögðu ráði, annars vegar til að þreyta tímalitla lækna, sem eru í samninganefndum og verða oft fyrir verulegu tekjutapi og hins vegar til að draga greiðslur frá TR á langinn svo lengi sem auðið er." Harðar ásakanir þetta. Þær hljóta fyrst og fremst að beinast að for- stjóra TR Eggert G. Þorsteinssyni, formanni Tryggingaráðs Ólafi G. Einarssyni þingmanni og svo formanni samninganefndar TR Helga V. Jónssyni endurskoðanda... INNBROT hafa hingað til ekki þótt mál til að brosa að, en þó varð mörgum á að glotta þegar DV birti frétt fyrir nokkrum vikum um innbrot í hús við Fjólugötu. Húsráðendur vöknuðu um miðja nótt við það að verið var að ganga um léttilega á parketgólfinu á neðri hæðinni. Þustu þeir niður og komu að „gestum" sem voru að bera sjónvarpstæki hjónanna út úr húsinu. Ekki brá þjófunum meira en svo að þeir náðu að taka sjónvarpstækið með sér og hefur það víst ekki sést síðan. Ástæðan fyrir því að sumir brostu í kampinn var hins vegar sú að eigandi sjónvarpstækisins var Sigurmar Albertsson lögfræðingur, sem sér um innheimtuaðgerðir fyrir ríkisútvarp/sjónvarp. Eins og menn vita annast hann vörslu- sviptingu á sjónvarpstækjum þeirra sem ekki greiða gjöldin... MAL og menning var í öndverðu stofnað af sanntrúuðum sósíalist- um sem höfðu hugsjónina eina að vopni. Nú er hinsvegar illt í efni hjá félaginu, Kommúnistaávarpið uppselt en að vísu von á endurút- gáfu. Á sama tíma gerist það að SMARTSKOT búðarfólk MM ákveður að seija ekki lengur klám í búðinni sinni, ekki einu sinni einhverri ákveð- inni tegund af fullorðnum karl- mönnum, vegna þess að börnin hafi átt það til að standa fyrir framan blaðarekkann og stara á þessa forboðnu ávexti. Ollum ætti að vera ljóst hvað kemur í rekk- ann í stað klámritanna, enda eins gott að börnin stari á eitthvað uppbyggilegt séu þau starandi á annað borð .. . MENNTAMÁLAráðherrar Evrópuríkja héldu fund um fjöl- miðla sl. haust og var rætt um framtíð fjölmiðlunar í álfunni. í síðasta tbl. Nordisk medie nyt, sem gefið er út af Norrænu menningar- málaskrifstofunni eru viðtöl við menntamálaráðherra Norðurland- anna um Vínarfund Evrópuráðsins og er m.a. beint spurningu um þessi mál til Sverris Hermannsson- ar, menntamálaráðherra. Það vek- ur athygli við ummæli ráðherrans að hann er óhress með fundarstað menntamálaráðherranna og segir: „Fundir Evrópuráðsins hafa aldrei verið haldnir á íslandi og því spyr maður sig, hvort kvóti Vínarborg- ar og Stokkhólms sé nú ekki full- ur. Eftir leiðtogafundinn í Reykja- vík er spurning hvort ekki sé kominn tími til að halda fundi ráð- herra Evrópuráðsins á íslandi." Framsækinn og stoltur maður Sverrir . .. UMBOTASINNAÐIR stúdent- ar heitir flokkur einn sem býður fram til Stúdentarádskosninga við Háskóla Islands. Flokkurinn var stofnaður einhverntíma í fyrndinni af óánægðu fólki sem ekki vildi láta spyrða sig saman við uppeld- isstöðvar stjórnmálaflokkanna inn- an skólans. Þegar á leið þóttust þó sumir kenna að þarna væri á ferð- inni einhver ungliðahreyfing sem ætti rætur sínar að rekja til Fram- sóknarflokksins. Undir þessu hafa þeir umbar, eins og þeir eru í dag- legu tali nefndir, ekki viljað sitja, enda ákaflega vont mál, og löng- um staðið í stappi við að sverja af sér framsóknarlitinn. Nú þykir mönnum þó sem einsýnt sé að það muni aldrei takast og byggir það á ákaflega einfaldri röksemda- færslu. Höfuðvígi Framsóknar- flokksins er á Akureyri, þar er sömuleiðis KEA og SIS og tveir af hverjum þremur frambjóðendum umbanna hafa þreytt stúdentspróf við M.A. Ljóst mun af þessu hver stefna umbanna er varðandi Há- skólann á Akureyri, heima enda best... ,,Betri gerðin af kommúnistaáróðri var mjög vinsœl á markaðinum..." HALLDÓR GUÐMUNDSSON, ÚTGÁFUSTJÓRI MÁLS OG MENNINGAR, I VIÐTALI I' ÞJÓÐVIUANUM UM SÖLUNA Á BÓKAMARKAÐINUM GVÖÐ TVÖ Vandi er nú orðinn að velja sér trú, vitið það, bræður og systur. Um barnanna sálir þeir bítast nú bæði Jón Óttar og Kristur. Niðri Er kominn Tími á þig Indriði? HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.