Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 41

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 41
ALDÍS BRYNJÓLFSDÓTTIR SCHRAM, TENGDAMÓÐIR JÓNS BALDVINS HANNIBALSSONAR: „JÖN BALDVIN SÉRSTAKLEGA GÖÐUR f UMGENGNI" ANNA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, TENGDAMÓÐIR ÞÓRARINS ELDJÁRNS: „LISTABRAUTIN ALDREI VERIÐ ÞYRNIR í MÍNUM AUGUM" „Ég hafði góða samvisku, þegar samband Bryndísar og Jóns Baldvins byrjaði. Ég hafði gert mitt besta í uppeldi dóttur minnar til þess að hún hefði heilbrigðar skoðanir á lífinu og treysti dómgreind hennar. Hún varð auðvitað sjálf að skapa sér sínar aðstæður. Þetta var hennar líf, ekki satt? Maður hefur aldrei leyfi til að blanda sér í gjörðir annarra. Það veit maður heldur ekki hvort verður til góðs eða ills. Ég hef ekkert haft áhyggjur af þessu með tengdamóðurímyndina, sem svo oft er gantast með, enda hef ég verið alveg einstaklega heppin með tengdasyni. Þeir taka mig bara ná- kvæmlega eins og ég vil láta taka mig og hafa borið fulla virðingu fyrir mínu heimili. Eg hef stjórnað heimilinu að miklu leyti og þeir hafa leyft mér að halda mínum sessi í friði. Mér fannst Jón Baldvin mjög kraftmikill unglingur, þegar ég sá fyrst til hans. Ég varð vör við samdrátt þeirra á menntaskólaárunum og heyrði þá skemmtilegar sögur hjá Bryndísi af því hve duglegur hann væri að læra og hvað hann væri áhugasamur í pólitík. Mér fannst þessi stjórnmálaáhugi hans síður en svo nei- kvæður, því ég hef alltaf haft gífurlega gaman af öllu sem er svolítið lifandi og hressilegt. Það er aðalatriðið! Og ég hafði líka alltaf haft „sympati" fyrir Hannibal, sem ég kannaðist við frá því að ég var ung stúlka á ísafirði. Þetta var kröftugur pólitíkus og maður með kjark og dug. Mér finnst hann Jón Baldvin ekki hafa breyst mikið frá því að ég kynntist honum fyrst. Hann er alltaf á sömu linunni. Hann er t.d. alveg sér- staklega góður í umgengni. Þau bjuggu nú hjá okkur í eitt ár, eftir að hann kom frá námi og hafði eiginlega enga vinnu. Það var virkilega þægilegt að hafa hann hérna á heimilinu. Al- veg til fyrirmyndar. Þegar elstu börnin mín voru komin til vits og ára, fann ég að ég var að uppskera eitthvað. Það er erfitt að vera ung kona með lítil börn og ég held að enginn geti sett sig inn í það, sem ekki hefur upplifað það. Maður er á vakt allan sólarhringinn í mörg herrans ár — öll bestu ár- in, frá tvítugu til fertugs. Við erum alltaf með ábyrgðina í huganum og þessu getur ekkert breytt, ekki einu sinni kvennahreyfingin. Þegar börnin manns eru komin á þann aldur að þau fara að velja sér maka, er hlutverki for- eldranna hins vegar lokið. Þá er maður búinn að gera sitt besta í því að leiða þau á réttar brautir og þá kemur í ljós hvort uppeldið og innrætingin hefur dugað. Það er ekki hægt að gera meira. Maður kennir ekki fólki eða stýrir því, eftir að það er orðið fullorðið, þó dæmi séu um að reynt sé að stía pörum sundur og slikt. Það er ábyggilega ekki rétt, því það verð- ur einfaldlega að leyfa fólki að upplifa sitt..." — Hefur þér þótt erfítt aö fylgjast med um- fjöllun um Jón Baldvin í gegnum tídina? Þad er nú ekkert koppalogn í kringum hannl „Ég verð nú bara að vitna í hana móður mína, þegar þú spyrð mig svona. Hún varð ní- ræð og í gegnum tíðina fékk hún að heyra ým- islegt um Hannibal og fleira og einu sinni svar- aði hún á þennan hátt: „Aldrei hef ég heyrt hann Hannibal tala um fólk eins og þið talið um hann!" Þetta fannst mér svolítíð gott hjá henni. Auðvitað er alltaf sárt að verða fyrir ein- hverju aðkasti, en maður veit þá að það kemur aldrei frá góðu fólki. Ég vorkenni bara fólki, sem segir slíka hluti." „Mér finnst það mjög góð tilfinning að fylgj- ast með börnunum velja sér lífsförunaut. Mað- ur hefur alið þau upp til þess að fara út í lífið og hefur ekki hugsað sér að halda fyrir þau elliheimili í föðurhúsum. Það er því bara gleði- legt, þegar þau finna sér lífsförunaut og eru glöð og ánægð. Ég á sjö börn og Unnur var líklega sú fjórða til að fara að heiman, en þrjár dætur mínar giftu sig reyndar um mjög svipað leyti. Það er í raun og veru enginn munur á því að eignast tengdasyni eða tengdadætur. Munurinn er fólginn í sambandinu við synina annars vegar og dæturnar hins vegar — manns eigin börn, sem sagt. Þetta er ekkert, sem maður hefur alið upp í börnunum. Þau hafa öli valið sér lífsstarf og förunaut, án þess að maður hafi reynt að hafa þar nokkur áhrif á. Samt sem áður þróast þetta nú þannig að dæturnar hafa meira samband við mæður sínar en synirnir. Þetta eru einhver tengsl frá æskuárunum. Dætiirnar eru að ala upp börn og mamman, sem hefur reynslu af því, er nærtæk. Þannig skeður þetta: Barn fær t.d. eyrnabólgu og mamma þess leitar til móð- ur sinnar, sem veit hvað gera skal... Það er einfaldlega annað að eiga syni en dætur. Það er ekki það, að tengdadætur séu öðru- vísi en tengdasynir. Þetta er allt jafngott! Mér leist afskaplega vel á Þórarin þegar ég sá hann fyrst — með hrokkið englahár niður á herðar. Þá var Unnur í menntaskóla, að því er mig minnir, en hann við nám úti í Svíþjóð. Hún var hins vegar í Lundi eitt sumar og þar held ég að þau hafi kynnst. Svo sá ég hann bara hér heima og frétti af þessu, eins og gengur. Maður heldur sig svolítið til baka þangað til maður veit að þetta er orðið. Mér hefur litist afar vel á öll tengdabörnin mín og þekki ekki þá tilfinningu að finnast þetta erfitt." — Hafa tengdamœdur áhyggjur af því ad tengdasynirnir „skaffi" ekki nógu vel? „Nei, alls ekki. Ég er svo innilega laus við að hafa áhyggjur af svona 'hlutum. Fólk í dag er svo duglegt, að ég tali nú ekki um hann Þórar- in, sem er alveg frábær! Hann er svo duglegur maður, vel gerður og aðlaðandi í allri um- gengni — bæði við sitt fólk og tengdafólk. Ég hef þess vegna aldrei haft neinar áhyggjur af þessu. Þar að auki þekki ég líka hvað það get- ur verið erfitt að vera á listabrautinni. Það er eflaust með erfiðustu brautum, sem maður fer á. En ég held að það hafi aldrei verið neinn þyrnir í mínum augum — síður en svo. Og ég hef aldrei heyrt þau kvarta undan því heldur." mmmmmama HELGARPÓSTURINN 41

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.