Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 25
Alþýðubandalagsins um helgina hafi fræðslustjóramálið hleypt upp fundinum um tíma. María Kristj- ánsdóttir frá Húsavík mun hafa krafið Guðrúnu Helgadóttur svara um afstöðu hennar á Alþingi. Guðrún er sögð hafa verið mjög ill- yrt um Sturlu Kristjánsson fræðslustjóra, þannig að fauk í Norðlendinga eystri. Einhverjir þeirra, þar á meðal þingmaðurinn Steingrímur Sigfússon, Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Ak- ureyri og Jóhann Antonsson, frá Dalvík, eru sögð hafa gengið út í mótmælaskyni við orðbragðið, en þá móðgaðist Guðrún líka og gekk af fundi eftir að hafa lokið ræðu sinni. Hrikti þá í fjölleikahúsinu... Dagbókin hennar Dúllu 9. mars 1987 Kæra dagbók mín! Svo þú vitir það strax, þá er ég sko steinhætt að vera skotin í honum Jóni Gústafs. Ég sat fyrir honum (eins og þeir segja í sakamálasögun- um) þegar hann var að byrja með þátt á Bylgjunni á fimmtudaginn var og hvað heldurðu? Hann var með einhverja stelpu með sér.. . í vinnunni! Þá hlýtur hann að vera rosalega skotinn í henni eða hvað? Ekki þekki ég að minnsta kosti neinn, sem myndi nenna að hafa kellinguna sína með í vinnuna. Svo ég ætla bara alveg að hætta að pæla í honum, ef ég get. . . Það er annars rosalegt ástand hérna á heimilinu og ég er hrædd um að það eigi ekki eftir að fara batnandi á næstunni. Þetta er allt út af þessu skattlausa ári, sem er að gera liðið vitlaust. Það er enginn með viti lengur, nema við Addi bróðir. Við græðum heldur ekkert á því að vinna eins og vitleysingar, vegna þess að við fáum svo lítið kaup. Mamma er farin að þýða bók á kvöldin, pabbi er líka að hugsa um að fá sér aukavinnu og Stebba systir auglýsti á Flóamark- aðnum eftir fleiri heimilum til að skúra. Ég meina það!!!! Ekki veit ég hvenær í ósköpunum þau ætla að gera þetta allt. Þau eru aldrei heima hvort sem er. . . alltaf að vinna eða hendast á einhverja fundi og vesen. Það er líka geggjað af mömmu að byrja á þessari bók fyrst hún er ekki viss um að neinn ætli að gefa hana út. Pabbi segir a.m.k. að hún byrji á vitlausum enda. Það hefur sömu áhrif og að gefa henni blásýru í æð að segja þetta við hana — svona eins og þegar pabbi er að tala við ömmu á Einimelnum og segir að þau séu ekki að gera neitt sérstakt. Þá blánar mamma alltaf í framan og fer að pata út í loftið með öllum öng- um, en pabbi lætur eins og hann taki ekki eftir því. Eftir smástund eru þau svo lögð af stað í bíltúr með ömmu um ,,nýju hverfin", eins og hún kallar þau. Og mamma talar ekki. . . hvorki við ömmu né pabba. .. og hættir að strauja skyrt- ur í smá tíma. Glætan hjá þessu full- orðna fólki! Kann bara ekkert að hafa samskipti, eða svoleiðis. Góða nótt, Dúlla í pínu ástarsorg. INNRÖMMUN Alhliða innrömmun, smellurammar, tilb. álrammar Sérverslun meö innrömmunarvörur Nœg bílastœði v/dyrnar _RAMMA__nöU. MIDSTOÐIN LWJ“ SIGTÚN 20, 105 REYKJAVÍK. SÍMI 25054 Plaköt og myndir Opið á laugardögum i Vor Með hækkandi sól færist lífið í Hamborg út á götur, torg og garða. Og nú, þegar vorið er á næsta leiti býður borgin græna upp á svo ótrúlegt úrval alþjóðlegra skemmt- ana og listviðburða að það hálfa væri nóg. Sumartískan Sumartískan er komin í versl- anir og verslanirnar í Ham- borg eru kapítuli útaf fyrir sig. Þar finnur þú allt það besta sem kemur frá tískuhúsum í París, London og New York. Og á hagstæðu verði. Jafnvel þótt þú bítirá jáxl- inn og skiljir VISA-kortið eftir heima þá er gaman að fara um verslunargöturnar þvf þær eru svo einstaklega fall- egar og snyrtilegar. (Og svo erjú alltaf hægt að hlaupa heim á hótel og ná í blessað kortið). kræsingarnar sem fram- reiddar eru á 3000 veitinga- húsum borgarinnareru slíkar að nokkur hreyfing er nauð- synleg. (Við gerum nú ekki ráð fyrir að þú borðir á þeimöllum í sömu helgarferðinni). Djamm, djamm Um skemmtanalífið skulu ekki höfð mörg orð. En fyrir utan „skemmtistaðina" sem Hamborg er frægust fyrir, er mikill fjöldi af notalegum krám og eldfjörugum dans- stöðum. Ef þú kannt að jóðla ertu sérstaklega vel- kominn. Er eftir nokkru að bíða? Hringdu snöggvast og pant- aðu miða. Vaknaðu til lífs- ins með Hamborg. Namm, namm Þú hefur nú bara gott af því að hiaupa dálítið því Flug og bíll frá kr. 15.190.- Flug og hótel frá kr. 18.510.- |Frá flmmtudegl tll mánudags). ^SfARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.