Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 6
| nnflytjendum alls kyns vítamín- efna mun vera talsvert heitt í hamsi þessa dagana vegna fréttar, sem Guðjón Arngrímsson fréttamað- ur á Stöð 2 flutti á þriðjudagskvöld. Þar kom fram, að Islendingar væru hinir mestu vítamínhákar og raunar væri allt þetta vítamínát meira og minna óþarft, að undanskilinni D- vítamínneyslu að vetri til. í fréttinni leiddi Guðjón Brynhildi Briem matvælafræðing fram til vitnis um málið, sem benti jafnframt á að hollt mataræði væri lykillinn að réttri bætiefnaneyslu. Innflytjendur eiga hins vegar mikilla hagsmuna að gæta að sjálfsögðu og benda á, að mjög hafi færst í aukana neysla landans á alls kyns hraðfæði. . . Y ■ firlýsingar Ólafs Ragnars Grimssonar um „bjarghring ríkis- stjórnarinnar", Ásmund Stefáns- son, hafa vakið mikla gremju og reiði innan verkalýðshreyfingarinn- ar. Ekki síst meðal Reykjaness-deild- ar verkalýðsarms Alþýðubanda- lagsins, í kjördæmi Ólafs. Nú velta menn utan flokks sem innan því fyr- ir sér hvernig í ósköpunum Ólafur og forystukjarninn í Alþýðubanda- laginu á Reykjanesi hafi farið að því að gefa út mikið og rándýrt kosn- ingablað, auglýsingalaust að mestu. Borðapantanir í síma 11340. Áætla menn kostnaðinn við blaðið á bilinu 500 þúsund til milljón og auk þess er auglýst í dagblöðum ótt og títt. Umræður þessar benda til þess að menn séu að reyna að finna höggstað á Ólafi Ragnari... Eitt rótgrónasta fyrirtæki Reykjavíkur, Málarinn, hefur nú skipt um eigendur. Málarinn var stofnaður árið 1925 og var lengi til húsa á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis en hefur síðari ár ver- ið starfræktur á Grensásvegi. Kaup- andinn er Ingi Karl Ingason að- stoðarframkvæmdastjóri Þýsk-ís- lenska . . . ay ■ ú í vikunni var myndin Heartburn, með Meryl Streep og Jack Nicholson, frumsýnd í Reykjavík. Hlaut hún nafnið Hjartasár hjá þýðanda myndarinn- ar. Skömmu áður hafði bókaforlagið Svart á hvítu hins vegar gefið út bókina, sem myndin er byggð á, og heitir hún Brjóstsviði. Töldu þeir bókaforlagsmenn sig hafa gert óformlegt samkomulag við kvik- myndahúsið um nafnið, sem kæmi báðum aðilum til góða varðandi markaðssetningu. Kom nýja heitið þeim því algjörlega á óvart. Það er annars mikið um að vera hjá forlag- inu, því þeir ætla að gefa út bók á mánuði á næstunni í seríunni Regn- bogabækur, en Brjóstsviði var ein- mitt úr þeim flokki. Allt verða þetta þýðingar á nýlegum, erlendum met- sölubókum. . . iðtöl við Valgerði Bjarna- dóttur, ekkju Vilmundar Gylfa- sonar, virðast vera með pottþéttari söluvöru. Viðtal við Valgerði birtist í fyrsta tölublaði Mannlifs á sínum tíma og seldist það eins og heitar lummur. Aftur er Valgerður forsíðu- efni hjá Herdísi Þorgeirsdóttur, sem nú ritstýrir sínu eigin blaði, og ekki stendur á viðbrögðunum. Mun blaðið renna út.. . ' Hilla semmá' skástilla fyrír stórar v flöskur. y ' Femuríhurð: N Nóg pláss I skápnum. Massíf hurð með málmhillum og lausum boxum. Alvöru 4-stjömu frystihólf. [#** VAREFAKTA er vottorð dönsku neytendastofnunarinnar um eiginleika vara, sem framleiðendur og innflytjendur geta sent henni til prófunar, ef þeir vilja, með öðrum orðum, ef þeir þora! EKTA DÖNSK GÆDI MEÐ ALLT Á HREINU - fyrir smekk og þarfir Norðurlandabúa - gxði á góðu verði! þorir og þolir KALDAR STAÐREYNDIR um það sem máli skiptir, svo sem kælisvið, frystigetu, einangrun, styrk- ieika, gangtíma og rafmagnsnotkun. VAREFAKTA ★ Kæliskapar meö stórum, litlum eda engum frysti ★ frystiskapar ★frystikistur n sS Bp ■ ] imiilllllll ca M M N D AA Tímarit þeirrn sem %% J w fylgjast með w w 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.