Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 10
HP
HELGARPÖSTURINN
Ritstjóri:
Halldór Halldórsson
Ritstjórnarfulltrúar:
Helgi Már Arthursson
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Blaðamenn:
Friðrik Þór Guðmundsson
Gunnar Smári Egilsson
Guðlaugur Bergmundsson
Kristján Kristjánsson
Jónína Leósdóttir og
Óskar Guðmundsson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Auglýsingar:
Sigurður Baldursson
Sveinbjörn Kristjánsson
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasími: 74471)
Guðrún Geirsdóttir
Afgreiðsla:
Bryndís Hilmarsdóttir
Ritstjórn og auglýsingar
eru að Ármúla 36, Reykjavík sími
681511. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36, sími 681511.
Útgefandi: Goðgá h/f
Setning og umbrot:
Leturval s/f.
Prentun: Blaðaprent h/f.
LEIÐARI
Hjálp — í hungruðum heimi
Gengið er út frá því í almennri umræðu, að
fjölmiðlar hafi mikil áhrif á gang mála í samfé-
laginu. Þetta má til sanns vegar færa að vissu
marki, en samt verður að gera ýmsa fyrirvara
í þessu sambandi. Þannig skiptir miklu að
gera greinarmun á áhrifum fjölmiðla á al-
menna umræðu í þjóðfélaginu annars vegar
og svo hins vegar beinum áhrifum þessara
miðla til breytinga. Algengast er, að menn
gleymi að gera þennan mikilvæga greinar-
mun.
í fyrra tilvikinu er ótvírætt, að fjölmiðlarnir
geta nánast ráðið þjóðfélagsumræðunni, þ.e.
ákveðið hvaða mál eru á dagskrá hinnar al-
mennu umræðu í samfélaginu.
I síðara tilvikinu er um að ræða annan þátt
íhlutverkifjölmiðla, sem eraðhaldsþátturinn,
þ.e. að gegna því bráðnauðsynlega hlutverki
að benda á það, sem betur mætti fara, grafast
fyrir um hvaðeina, sem brýtur í bága við leik-
reglur samfélagsins o.s.frv.
Helgarpósturinn hefur gegnt mikilvægu
hlutverki á báðum þessum sviðum, en er
sennilega þekktara í hugum fólks fyrir þau
ótal mál, sem blaðið hefur flett ofan af.
En oft fer það saman, að Helgarpósturinn
hefur með því að benda á misfellur í samfé-
laginu skapað þarfa umræðu um brýn þjóð-
félagsmál.
Dæmi um þetta eru ábendingar Helgar-
póstsins og gagnrýni á rekstur Hjálparstofn-
unar kirkjunnar í fyrra. I fyrstu voru viðbrögð-
in sígild: Forsvarsmenn stofnunarinnar neit-
uðu staðfastlega gagnrýninni, efndu til and-
mæla á opinberum vettvangi o.s.frv., en að
lokum sigraði sá sannleikur, sem Helgarpóst-
urinn hafði vakið athygli á.
Rétt er að fram komi, að þar eiga Pétur Sig-
urgeirsson, biskupinn yfir íslandi, og stjórn
Hjálparstofnunarinnar hrós skilið fyrir að fall-
ast á gagnrýni HP og efna til endurskoðunar
á starfsemi HK. Þá hljótum við að geta þeirra
kirkjuþingsmanna, sem höfðu hugrekki og
þor til þess að viðurkenna staðreyndir í stað
þess að stinga hausnum í sandinn.
Á mánudag var efnt til blaðamannafundar,
þar sem Árni Gunnarsson, nýkjörinn stjórnar-
formaður HK, Haraldur Ölafsson, nýr stjórnar-
maður og biskupinn kynntu nýja stofnskrá
Hjálparstofnunarinnar, leiðir til endurreisnar
HK og laka fjárhagsstöðu HK.
Á fundinum kom fram, að sú gagnrýni,
sem Helgarpósturinn setti fram á sínum tíma
hafi verið réttmæt enda þótt nýi stjórnarfor-
maðurinn vildi ekki viðurkenna, að allt hafi
verið réttmætt í gagnrýninni.
í sjálfu sér skiptir það ekki máli. Hjálpar-
stofnun kirkjunnar á að verða önnur og betri
stofnun en hún var áður. Það er megininntak
þess boðskapar, sem kynntur var á frétta-
mannafundinum og í viðtölum við fjölmiðla.
Það er gleðilegt og er mikilvægt fyrsta skref
til þess að „berja í trúnaðarbrestina", eins og
Árni Gunnarsson komst að orði um brýnasta
verkefni nýju stjórnarinnar. Á þeim grunni
ætti að verða unnt að endurreisa Hjálpar-
stofnun kirkjunnar.
Lykilatriði í þessu endurreisnarstarfi er
skynsamleg fjármálastjórn, afnám leyndar
um reksturinn og lágmarksrekstrarkostnaður,
sem kominn var úr böndunum.
Úttekt Helgarpóstsins á málefnum Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar er dæmi um árangurs-
ríka og áþreifanlega fjölmiðlun. Hún varð
e.t.v. fyrst og fremst áþreifanleg vegna þess,
að kirkjunnar menn hlustuðu.
Helgarpósturinn fagnar því, að hafin er
endurreisn þessarar stofnunar, og vonar að al-
menningur byrji á nýjan leik að láta fé af hendi
rakna til hennar.
Auðvitað má áfram deila um hvaða leiðir
séu bestar í hjálparstarfi, en það breytir því
ekki, að okkur ber siðferðileg skylda til að
hjálpa hungruðum heimi.
E að líkum lætur mun Indriði
G. Þorsteinsson setjast í ritstjórn-
arstól Tímans innan skamms. Þau
mál eru þó ekki frágengin enda á
Indriði marga óvini innan Fram-
sóknarflokksins. Það eru ein-
staklingar innan „landbúnaðarliðs-
ins". Þeir hafa áður komið í veg fyrir
að Indriði kæmist aftur í stólinn,
þegar til stóð að Indriði, Magnús
Bjarnfreðsson og Helgi Péturs-
son gerðust allir ritstjórar NT á sín-
um tíma. Landbdnaðarliðið á við
erfiðan mann að eiga, því Kristinn
Finnbogason, framkvæmdastjóri
Tímans, vill allt til vinna að fá Ind-
riða. Hann treystir honum til þess að
rífa blaðið upp á rassinum úr þeirri
lægð sem það hefur verið í undir
stjórn Níelsar Árna Lund, allt frá
endurfæðingunni...
l^Ua
látæka pressan hefur nú tekið
sig saman um að flytja upp á Höfða
með ritstjórnir sínar og Blaða-
prent, prentsmiðju sem Tíminn,
Þjóðviljinn og Alþýðublaðið eiga
10 HELGARPÓSTURINN
saman. Gengið hefur verið frá teikn-
ingum af stórhýsi sem rísa á framan
við stórhýsi Þýsk-íslenska. Ómar
Kristjánsson, forstjóri Þýsk-ís-
lenska, varð ekki hrifinn þegar
hann sá þessar teikningar. Þannig er
að nú sést hús Þýsk-íslenska og aug-
lýsingarnar utan á því mjög vel frá
Vesturlandsveginum. En ef hús
Blaðaprents verður reist munu aug-
lýsingar Þýsk-íslenska að mestu fara
í hvarf að baki nýja húsinu. Ómar
kærði því teikninguna til byggingar-
nefndar, en skipulagsnefnd hafði
áður samþykkt hana. Niðurstaða
nefndarinnar varð sú að Blaða-
prentsblöðunum var gert að lækka
sitt hús um 1 metra, en Ómar hafði
gert kröfu um mun meiri lækkun.
Hús og auglýsingar Þýsk-íslenska
munu því bráðum hætta að blasa
við þeim sem fara um Vesturlands-
veginn, en þess í stað mun baksíðan
á fátæku pressunni blasa við augum
vegfarenda...
Þ
að gengur illa hjá Þýsk-ís-
lenska að greiða þær 51 milljón kr.
sem fyrirtækið var sektað um vegna
vantalins skatts á sínum tíma. Þær
sögur heyrast nú úr fjármálaráðu-
neytinu að Guðmundur G. Þórar-
insson, efsti maður á lista Fram-
sóknar í Reykjavík og bróðir Ómars
Kristjánssonar, eiganda Þýsk-ís-
lenska, herji nú á Þorstein Páls-
son, fjármálaráðherra, um að sam-
þykkja skuldabréf frá fyrirtækinu
fyrir sektinni. Slíkt mun eiga sér for-
dæmi, því Albert Guðmundsson
tók upp slíka þjónustu í fjármálaráð-
herratíð sinni...
B
orgarspitalinn er mann-
margur vinnustaður. HP heyrir að
menn séu búnir að reikna það út að
ef borgin seldi ríkinu spítalann,
eins og hugmyndir hafa verið uppi
um, og eignin gerð upp fyrir sölu,
þyrfti m.a. að framreikna öll lífeyris-
sjóðsréttindi starfsmanna. Og út-
koman yrði sú að borgin þyrfti að
greiða með spítalanum til ríkisins.
Þetta eru óstaðfestir útreikningar,
en fullrar athygli verðir, ef réttir
eru.. .
Þ
að þykir skjóta nokkuð
skökku við hjá því opinbera að á
sama tíma og dregið er verulega úr
fjárstreymi til forvarnarstarfs vegna
eiturlyfjavandans og til dæmis hætt
við gerð heilu fræðslumyndanna
gegn vágestinum kosti sömu aðilar
á aðra milljón í veislu á 75 ára af-
mæli ÍSÍ, sem fram fór á dögunum.
Að sögn viðstaddra var brennivínið
áberandi í teitinu a tarna og óspart
veitt af hálfu hins opinbera, svo sem
eins og í ráðherraveislum þegar
hundruðum þúsunda er kyngt í
formi kokteila...
largt skrýtið og skemmti-
legt gerðist á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins þótt ekki kæmi til alvar-
legrar pólitískrar umræðu um mál-
in, í friðarins þágu og einingar. Með-
al hressilegri málflytjenda á lands-
fundinum var Rannveig Tryggva-
dóttir, sem hélt m.a. langa tölu
gegn Ólafi Ragnari Grímssyni.
Hún upplýsti að fyrir nokkrum ár-
um, væntanlega 1979, hefði þing-
frambjóðandinn sótt sovéska sendi-
ráðið heim fimm sinnum. Ekki nóg
með það, heldur hefði prófessorinn
a.m.k. einu sinni lagt bifreið sinni
spölkorn frá sendiráðinu — við til-
tekið hús við Hólavallagötu. „Ég
treysti ekki slíkum manni fyrir
stjórnun landsins," sagði Rannveig.
Þetta mun hafa verið í eina skiptið
sem Sovétríkin komu við sögu á
fundinum en þau hafa yfirleitt gegnt
mikilvægu hlutverki á landsfundum
Sjálfstæðisfiokksins áður og fyrr.
Sennilega hefur þíðan í Sovét haft
þessi áhrif. Á hinn bóginn kvörtuðu
fulltrúar stundum undan sovéskum
friði og vinnubrögðum, þegar þeir
fengu sér kaffi, af því að öllum
ágreiningi var eytt á bak við tjöldin,
vegna kosninganna...
u
B W Hcira af landsfundi sjálf-
stæðismanna. Rannveig Tryggva-
dóttir kom aftur við sögu á fundin-
um undir lokin, þegar hún talaði
fyrir hönd ófæddra íslendinga.
Fagnaði hún sérstaklega þeirri iíkn-
arhönd sem Ragnhildur Helga-
dóttir hefði rétt hinum óbornu
löndum, — og átti þar væntanlega
við lengingu fæðingarorlofs, sem
ráðherra heilbrigðismála hefur
staðið fyrir. Þegar hér var komið
sögu var stemmningin á fundinum
orðin mjög hástemmd og klökk, —
og fjöldi landsfundarfulltrúa gráti
nær af gleði, bæði fyrir hönd
ófæddra Islendinga og Sjálfstæðis-
flokksins alls. Til að kóróna þessa
klökku hátíðarstemmningu var
ákveðið að karlarnir í flokknum
fengju að syngja Fósturlandsins
Freyja í heiðursskyni við konur þær,
sem ættu eftir að bera hina ófæddu
íslendinga undir belti. Með grát-
brostinni röddu tókst að ljúka þess-
um lið dagskrárinnar, en hins vegar
mun ráðherra vestan af fjörðum,
ekki hafa getað stillt sig um að tauta
eftir þessi ósköp: Þetta er eins og á
samkomu hjá Hjálpræðishern-
um!...
||
■ ■ úseignir sem staðsettar eru
í gamla miðbæjarkjarnanum gefa
vel af sér í leigu og ekki síður sölu.
Eins og kunnugt er flutti verslunin
Gráfeldur fyrir skömmu úr Banka-
strætinu inn í Borgartún en húsnæð-.
ið í Bankastrætinu er leigt út. Hús-
eignin gegnt Gráfeldi, Þingholts-
stræti 1, er nú til sölu og er söluverð-
ið 25 milljónir króna. Eigendur
hússins eru Óli Friðþjófsson og
Svavar Egilsson en sá síðarnefndi
keypti veitingahúsið Naustið ný-
lega. Þeir félagar unnu áður hjá Jöf-
ur h.f., en létu af störfum þar árið
1978...
il\l^^iklar líkur eru á því að
Sjálfstæðisflokkurinn fái forsæt-
isráðherra næstu ríkisstjórnar og þar
af leiðandi verði utanríkisráðherra
þeirrar stjórnar úr öðrum flokki, þar
eð venjan hefur verið að þessi
embætti tilheyri sitthvorum sam-
starfsflokknum. Matthíasi Á. Mat-
hiesen núverandi utanríkisráð-
herra er þetta fullkomlega ljóst og
taka menn eftir því, m.a. af því hvað
hann hefur verið dugandi að koma
sínum mönnum að í næstu sendi-
herraembætti. Sverrir Haukur
Gunnlaugsson, Helgi Ágústsson
og Helgi Ingólfsson, allt mjög hæf-
ir menn, bíða nú allir eftir erlendu
brauði fyrir tilstilli Matthíasar og er
nokkuð ljóst að næsta utanríkisráð-
herra vinnst vart tími til að koma
sínum mönnum að sakir þessa „for-
varnarstarfs Matthíasar í utanríkis-
málum, eins og það er nú kallað ...
V
ið höfum komið inn á ríkj-
andi bingóstríð í blaðinu. Síðastlið-
ið þriðjudagskvöld brá svo við að
Magnús Blöndal Jóhannsson og
félagar fluttu bingókvöld sitt um set
úr Hótel Borg í Broadway og aug-
lýstu 3 bifreiðavinninga (Lada), en á
sama tíma héldu Þróttarar bingó í
Glæsibæ. Eitthvað hafa Magnús og
félagar verið bjartsýnir um of, því
aðeins á þriðja hundrað manns
mættu á Broadway, en húsið tekur
um 1200 manns. Þegar ein bifreiðin
hafði gengið úr brá svo við að Magn-
ús tilkynnti að tölvan hefði bilað.
Áætla heimildir okkar að mikið tap.
hafi verið af þessu Broadway-ævin-
týri. Þaðan streymdu hins vegar
gestirnir í Glæsibæ, en margir urðu
frá að hverfa, þar eð húsið var nær
fullt fyrir með um 400 gesti. ..
LAUSN Á
SPILAÞRAUT
Suður spilar 3 grönd. Útspil
spaða-3:
N
♦ Á10
D93
<> DG109
+ D1054
♦ D543 + G862
G1054 72
<> 6 <> ÁK732
+ K976 S + G2
+ K97
ÁK86
854
+ Á83
Sagnir og spilamennska hafa
leitt líkur að því að skipting vest-
urs sé 44-1-4. Með 5-lit í laufi eða
hjarta hefði vestur sennilega valið
að spila út í langlitnum. Einnig er
sennilegt að vestur eigi laufkóng,
því ella hefði austur opnað í 3.
hönd.
En vegamótin í spilinu eru í
fjórða slag, hvaða spili fleygir þú
úr borði í spaðakóng?
Hafir þú hugsað spilið vel sérðu
að þú mátt alls ekki missa hjarta,
svo lauf er svarið. Ástæðan er ljós
í 8. slag, þegar austur skipti í
hjarta-7, ætlunin var að leiða
sagnhafa á villigötur um staðsetn-
ingu laufkóngsins.
Það er nauðsynlegt að eiga
hjartaslaginn heima til að geta
framkallað Vínarbragð; næst er
tekið á laufás. Þá hjarta á drottn-
ingu. í frítígulinn kastar þú laufi og
vestur er fastur í kastþröngsnet-
inu, með hjörtun og laufkóng.
Ef hjarta er fleygt í 4. slag vantar
samgang, því austur hagar vörn-
inni eins. í fríspaða austurs kastar
þú vitaskuld laufi frá báðum hönd-
um.