Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 31
KVIKMYNDIR
Fámál fegurð
Háskólabíó, Trúboðsstödin (The
Mission) ★★★
Bandarísk, árgerð 1986.
Framleiðandi: Fernando Ghia og
David Puttnam. Leikstjórn:
Roland Joffé. Handrit: Robert
Bolt. Kvikmyndun: Chris Menges.
Tónlist: Ennio Morricone. Aðal-
leikarar: Robert de Niro, Jeremy
lron og Ray McAnnaly.
Enski kvikmyndaframleiðand-
inn David Puttnam hefur látið það
frá sér fara að besti greiði sem
hann hafi hingað til gert kvik-
myndagerðinni væri að veita
Roland Joffé tækifæri til að takast
á við breiðtjaldið. Joffé hafði allt
þar til hann lagði í gerð Killing
Fields (Vígvalla) fyrir þremur ár-
um, haldið sig við sviðsleikstjórn
og sjónvarpsmyndagerð, en virtist
strcix í sinni fyrstu kvikmynd,
næsta fullmótaður verkmaður á
því sviði.
Mission er semsé önnur kvik-
mynd hans. Hún hefur verið mjög
umtöluð síðustu mánuði fyrir
frumsýningu, enda eftirvænting
manna mikil þar eð þeim þótti
undrabarn vera á ferðinni. Aðrir
þátttakendur í myndinni svo sem
ekki af lakara taginu heldur; de
Niro og lrons í leikhlutverkum,
Menges við tökuvélina og Bolt
með stílvopnið á lofti, einhver
mikilhæfasti handritshöfundur
Breta um langt árabil.
Trúboðsstöðin, eins og Páll
Heiðar Jónsson þýðir titil verks-
ins, sver sig að mörgu leyti í ætt
við fyrri sögur Bolts. Þetta er fá-
mál mynd sem byggir langtum
fremur á myndmáli en samræð-
um, senurnar eru víðar og stór-
brotnar og maðurinn næsta til-
komulítill í miðju þessa alls, sam-
anber Arabíu-Lawrence og Man
for all season. Myndin er sömu-
leiðis hæg og fögur, falleg í lands-
lagi og músík.
Hér segir frá tveimur ólíkum
mönnum í trúboðsstöð inni í Suð-
ur-Ameríku, þar sem landamæri
Brasilíu, Argentínu og Paraguay
skerast um 1750. Annar þeirra
(Irons) hefur verið Jesúíti til
margra ára en hinn (de Niro) geng-
ur til liðs við regluna sem yfirbót á
bróðurmorði og sínu fyrra starfi
sem þrælafangara. Þeir boða inn-
fæddum siðmenninguna í trássi
við páfadóminn sem sækir á með
landnámi Portúgala og Spánverja.
Svo virðist sem leikurinn sé þeim
fyrirfram dauðadæmdur.
Mission er mikið bíó að mynd-
máli og víða stórfengleg á því
sviði. Textinn heldur hinsvegar
ekki alltaf í við tökurnar og virkar
rýr á stöku stað, rétt eins og kjötið
vanti á beinin. Það er til dæmis
þessvegna sem átökin undir rest-
ina eru ósannfærandi; myndmálið
dugar ekki við uppbyggingu
þeirra atriða, fagurt sér og heill-
andi. Maðurinn verður óvart ekki
lengur miðdepillinn, heldur um-
hverfi hans.
Robert de Niro og Jeremy Irons
virðast mér komast ágætlega frá
sínum hlutverkum, þó báðir hafi
þeir fengist við gjöfulli rullur fyrr
á leikaraferli sínum. Þó svo per-
sónur þeirra séu langtum mikil-
vægastar í myndinni, virðast hand-
ritshöfundur og leikstjóri ekki
hafa lagt að sama skapi mikið í
þær. Og fer reyndar svo að eitt
aukahlutverk verksins, sögumað-
urinn úr páfadómi (McAnnaly)
nær betra sambandi við áhorfend-
ur.
Mission er sumpart eins og við-
hafnarútgáfa af National
Geographic, sumpart líflegri, en
alltaf vönduð.
-SER.
Stórt bros
Whoopi
Bíóhöllin, Jumpin Jack Flash
★★
Bandarísk, árgerð 1986.
Framleiðandi: Lawrence Gordon
og Joel Silver. Leikstjórn: Penny
Marshall. Handrit: David H.
Franzoni. Kvikmyndun: Matthew
F. Leonetti. Tónlist: Thomas
Newman. Aðalleikarar: Whoopi
Goldberg, Stephen Collins og
John Wood.
Terry Doolittle er gáfuð, glað-
lynd stúlka sem vinnur heldur
leiðigjarnt starf í tölvudeild stór-
banka. Tölvan hennar er biluð á
þann hátt að öðruhvoru slær
henni saman við sovéskan gervi-
hnött (!) yfir henni Ameríku — og
það gerist svo einn góðan að Terry
nær sambandi við enskan njósn-
ara í kröppum leik eystra.
Þetta er að mörgu leyti hressileg
gamanmynd borin uppi af útlima-
miklum leik Whoopi Goldberg.
Það stenst enginn bros þessarar
mikilhæfu leikkonu með óvenju-
lega andlitið sem skiptir hér snar-
lega um ham eftir Purpuralit Spiel-
bergs. Inntak Jumpin Jack Flash
er klént og kemur fyrir að farsinn
er illa tæmdur...
En Whoopi skyggir á það.
-SER.
Einlœg forvitni
Stjörnubíó, Stöndum saman
(Stand by me) ★★
Bandarísk, árgerð 1986. Fram-
leiðandi: Andrew Sheimman.
Leikstjórn: Rob Reiner. Handrit:
Reynold Gideon og Bruce Evans
eftir sögu Stephen King. Kvik-
myndun: Thomas Del Ruth. Tón-
list: Jack Nietzsche. Aðalleikarar:
Wil Wheaton, River Phoenix,
Corey Feldman, Jerry O’Connell
og Kifer Sutherland.
Það er með ólíkindum hvað
ásókn kvikmyndagerðarmanna
er mikil í sögur Stephen King,
kannski svo mjög að honum of-
bauð sjálfum fyrir giska ári og
réðst með eigin hendi í gerð
myndar eftir sögu sinni Maximum
Overdrive. Hún er hinsvegar
þannig að King gerir ekki fleiri
myndir.
Hér er Rob Reiner með eina
smásögu King í meðförum sínum,
notalega unglingasögu án blóðs
og aðeins með einu morði! Reiner
tekst ágætlega að vekja upp ein-
læga stemmningu unglingsár-
anna, þegar forvitnin er drifkraft-
ur lífsins. Leikur drengjanna er
gjarnan sjarmerandi í leit þeirra
að líki úti í skógi.
-SER.
KVIKMYNDAHUSIN
ÉG ER MESTUR
(Aladdin)
★
Gamanmynd með Bud Spencer. Sýnd
kl. 5, 7, 9 og 11.
BROSTINN STRENGUR
(Duet for One)
★★★
Afskaplega hreint hrífandi mynd.
Konchalovsky leikstýrir úrvalsleikurum.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
I NAUTSMERKINU
(I tyrens tegn)
★
Ein af þessum dönsku léttdjörfu og
plnu fyndnu. Endursýnd kl. 5, 7, 9 og
11.
■MNftlial
NJÓSNARINN
(Jumpin Jack Flash)
★★
Gamanmynd með Whoopi Goldberg,
stjörnunni úr Color Purple. Sýnd kl. 3,
5, 7, 9 og 11.
GÓÐIR GÆJAR
(Tough Guys)
★★★
Tveir gamlir kallar uppgötva að tíminn
stendur ekki kyrr. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
FLUGAN
(The Fly)
★★
Jeff Goldblume breytist (flugu. Galdrar
og hrollur fyrir það sem þess er virði.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Sýnd kl. 9 og 11.
PENINGALITURINN
(The Color of Money)
★★★
Tekur við þar sem The Hustler hætti.
Nú er Newman kominn I hlutverk hins
ráðsetta og reynda.
Sýnd kl. 5 og 7.
ABENDING
Mission er alveg absólútt fyrir alla sem
á annað borö hafa gaman af að fara I
bíó. Nafn Rósarinnar er nú sennilega að
syngja sitt slðasta, Brostinn strengur í
Austurbæjarbíó er líka góð mynd og að
auki má benda á endursýningu á
Subway í Stjörnubíó.
KRÓKÓDlLA DUNDEE
(Crocodile Dundee)
★★★
Mick Dundee, Ástralíubúi kemur til
New York. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
LUCAS
★★
Enn ein unglingamyndin. Sýnd kl. 5, 7,
9 og 11.
BÍÓHÚSIÐ
SJÓRÆNINGJAR
(Pirates)
★★★
Mikil mynd að vöxtum eftir þann fræga
Rolanski. Matthau fer að vfsu á kostum
en það er kannski ekki svo mikið meira.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.10 og 11.15.
TRÚBOÐSSTÖÐIN
(Mission)
★★★
Vönduð stórmynd eftir Bretann Roland
Joffe með þeim Robert de Niro og
Jeremy Irons ( aðalhlutverkunum.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
LAUGARÁS
B I O
RÖDD ÚR ÖÐRUM HEIMI
(Making Contact)
NÝ
Ævintýramynd um dulræna atburði.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
EFTIRLÝSTUR LlFS EÐA LIÐINN
(Wanted Dead or Alive)
★★★
Hörku spennumynd með Rutger Hauer
og Gene Simmons. Bönnuð yngri en
16. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
E.T.
★★★
Frábær fjölskyldumynd. Sýnd kl. 5 og
7.
LAGAREFIR
(Legal Eagles)
★★★
Mjúkt lögfræðingadrama. Sýnd kl. 9
og 11.
IRE0NBOGIINN
HJARTASÁR
(Heartburn)
NÝ
Karlremban Jack Nicholson og hinn
frjálsi sterki kvenmaður Meryl Streep
saman I mynd. Það hlaut að koma að
því. Sýnd 3, 5.30, 9 og 11.15.
SKYTTURNAR
★★★
Ný íslensk mynd eftir Friðrik Þór. Fer
hægt af stað en sterkur endir. Sýnd kl.
3, 5, 7, 9 og 11.15.
HEPPINN HRAKFALLABÁLKUR
1 (Foreign Body)
★
Gamanmynd með Victor Benerjee. Inn-
flytjandi frá Indlandi gerist læknir á
fölskum forsendum. Sýnd kl. 3.10,5.10,
7.10, 9.10 og 11.10.
FERRIS BUELLER
★★
Gamanmynd um skróp og Ferrari bí).
Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05,9.05 og 11.05.
NAFN RÓSARINNAR
(The Name of the Rose)
★★★
Var Kristur kátur? Sterk mynd. Sýnd kl.
9.
ELDRAUNIN
(Firewalker)
★★
Chuck brosir. Sýnd kl. 3, 5 og 7.
TIL HAMINGJU MEÐ ÁSTINA
NÝ
Frönsk mánudagsmynd. Sýnd kl. 7.15
og 9.15.
STATTU MEÐ MÉR
(Stand by Me)
★★
Unglingar sem ákveða að finna lík sem
ekki finnst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
ÖFGAR
(Extremities)
★★★
Farrah Fawcett kemur öllum á óvart.
Bönnuð yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
SUBWAY
★★★
La bella Isabella. Endursýnd kl. 11.
Kærleiksbirnir og Völundarhús kl.
3 um helgina.
Tfltiubío
VlTISBÚÐIR
(Hell Camp)
★
Um ameríska hermenn sem lenda i
ýmsu misjöfnu. Bönnuð yngri en 16.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ mjög góð
★ ★ miðlungs
★ þolanleg
O mjög vond
MYNDBAND VIKUNNAR
Deliverance: ★★★
777 útleigu m.a. hjá Videohöll-
inni, Lágmúla. Bandarísk, árgerð
1972. Leikstjóri og framleiðandi:
John Boorman. Aðalhlutverk:
Jon Voight, Burt Reynolds, Ned
Beatty, Ronny Cox.
Einn af kostum myndbandaleig-
anna er að þar má oft finna gaml-
ar góðar myndir sem kvikmynda-
húsin hefja ekki til endursýningar.
Deliverance er ein slíkra mynda,
en þetta 15 ára gamla klassastykki
er nú nýkomið á leigurnar við
góðar undirtektir myndbandanot-
enda. Myndin, sem hlaut geysi-
mikla hylli á sínum tíma, segir frá
ferð fjögurra manna á kanóum
niður straumþungt fljót í óspilltri
náttúrunni. Þar ætla þeir að sjá
hugrekki sitt og manndóm í réttu
ljósi og sigrast á sömu erfiðleikum
og frumbyggjarnir á sínum tíma.
En sigling þeirra reynist erfiðari
en á horfðist og áður en langt um
líður hafa örlögin gripið í taum-
ana, þannig að ferðin verður bar-
átta upp á líf og dauða.
Þessari átakanlega sterku mynd
er komið í myndform af hinum
umdeilda leikstjóra John Boor-
man, en ferill hans hefur svo sann-
ariega átt sína toppa og lægðir.
Deliverance er án efa hans hæsti
toppur og hefur Boorman ekki
náð að sýna eins öfluga leikstjórn
síðan hún var filmuð. í henni má
finna stórgott samspil tæknilegra
þátta og er klippingin til að mynda
alveg sérstaklega vel úr garði
gerð. Þá skartar myndin einkar
sannfærandi leik í öllum aðalhlut-
verkum, þar sem Jon Voight
vinnur einn af sínum mörgu
leiksigrum og Burt Reynolds hrist-
ir af sér slenið með feikigóðum
leik.
Deliverance er mynd um gamal-
kunnugt þema sem oft hefur verið
kvikmyndað. Hér er því komið til
skila á sérstaklega áhrifamikinn
hátt sem fellur seint úr gjeymsku.
Þorfinnur Ómarsson
HELGARPÓSTURINN 31