Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 7
Anna Björns er að Ijúka við gerð heimildarmyndarinnar Ast og stríð, sem fjallar um hlutskipti þeirra íslensku kvenna sem giftust bandarískum hermönnum og fluttu með þeim vestur um haf Anna Björnsdóttir hefur dvaliö vestanhafs meira og minna sídustu tólfár í lífi sínu. Og fengist viö ýmis- legt; fyrirsœtustörf, auglýsingagerð, kvikmyndaleik og nú síöast heimild- armyndagerd. Hún á þegar aö baki eina heimildarmynd, sem sýnd var í íslenska sjónvarpinu fyrir nokkrum misserum. Hún fjallaöi um afkom- endur íslendinga sem fluttust til Brasilíu foröum daga. Anna er þessa dagana aö ganga frá annarri heimildarmynd — og enn eru burt- fluttir íslendingar á dagskrá, að þessu sinni íslenskar konursem gift- ust bandarískum hermönnum og fluttu með þeim vestur um haf. „Hugmyndin að þessari nýju mynd kviknaði einmitt þegar ég var að undirbúa gerð Brasilíufaranna, líkast til í kringum 1981,“ segir Anna í samtali við HP. „Ég hitti um það leyti armenskan Bandaríkjamann að nafni Samuel Kadorian, sem starf- aði sem ljósmyndari fyrir herinn. Hann tók hér mikið af efni á sextán millimetra filmur — litfilmur — sem vera má að séu fyrstu litmyndirnar sem teknar eru á íslandi. Þetta eru mjög góðar myndir hjá honum og ákaflega merk heimild um lifnaðar- hætti okkar á stríðsárunum eins og gefur að skilja." MJÖG AHUGASÖM UM ÞETTA UMRÓTSTÍMABIL Anna segir að öðru leyti um kveikjuna að því að hún ákvað að gera heimildarmynd um þessi ár að hún hafi allt frá unglingsárum haft mjög mikinn áhuga á þessu umróts- tímabili í sögu landsins. Hún kveðst reyndar í upphafi hafa ætlað sér að fjalla almennt um heimsstyrjaldar- árin á íslandi í þessari heimildar- mynd sinni, en fyrir um tveimur ár- um hafi hugmyndin runnið í þrengri farveg. „Þá hitti ég Ingu Dóru Björnsdóttur mannfræðing í jóla- boði heima á íslandi. Hún sagði mér þar frá rannsóknum sínum á hlut- skipti íslenskra kvenna sem giftust bandarískum hermönnum upp úr stríðinu, en Inga Dóra er núna að ljúka doktorsritgerð í mannfræði um þetta efni í Arizonaháskóla. Ég hreifst strax af þessu afmarkaða við- fangsefni, kannski ekki síst af því hvað ég hef sjálf búið lengi í Banda- ríkjunum og á mig hafa sjálfsagt sótt sömu hugrenningar og þessar kon- ur, þó svo ég hafi aidrei orðið fyrir sama aðkasti og þær,“ segir Anna. Þær Inga Dóra fengu styrk úr Kvikmyndasjóði íslands á síðasta ári að upphæð 500 þúsund sem gerði þeim kleift að fara af stað. Alls er tal- ið að í kringum 350 íslenskar konur hafi gifst bandarískum hermönnum á stríðsárunum og annar eins fjöldi breskum og norskum dátum. í heimildarmyndinni er rætt við nokkrar konur vestra og heima á ís- landi. Þau viðtöl voru samklippt á síðasta hausti. í ársbyrjun fengu Anna og Inga Dóra svo annan 500 þúsund króna styrk úr Kvikmynda- sjóði og verður hann til þess að verkinu lýkur í maí. „Ég er sem sagt að fínklippa verkið þessar vikurn- ar,“ segir Anna. MYNDIN SEGIR MARGAR OG MISJAFNAR SÖGUR Myndin á að heita Ást og stríð. ís- lenska sjónvarpið hefur þegar keypt tvo sýningarrétti að henni og verð- ur hún að öllum líkindum frumsýnd ellefta maí ellegar sjöunda júlí. „Það er annaðhvort," segir Anna, „ellefti maí er dagurinn sem Bretar stigu á land, en sjöunda júlí komu Banda- ríkjamenn. Það er um að gera að stíla frumsýninguna upp á viðeig- andi daga.“ Hvað frekari dreifingu varðar, segist Anna vona að myndin fari víða. Altént finni hún fyrir áhuga á viðfangsefninu vestanhafs. Fólki finnist það mjög áhrifamikið þegar því er sagt frá hernámsárun- um á íslandi þegar erlendir her- menn urðu næsta jafnmargir fólki með forna og einangraða menningu i miðju úthafi. „Mér hefur tekist að vinna þessa mynd fyrir mjög lítinn pening, en vona engu að síður að mér hafi tek- ist ætlunarverkið. Það var að ná fram stemmningu þessara ára, þann- ig að áhorfendur fengju tiifinningu fyrir tímabilinu; tíðarandanum, hugsanagangi fólks og viðbrögðum við hernáminu. Þarna eru sagðar margar og misjafnar sögur," segir Anna og kveðst ekki vilja fara nánar út í efnistök myndarinnar. En hún segir að sér hafi fundist mjög áhrifa- mikið að vinna að þessu verkefni: „Ég hef dútlað við leik á síðustu ár- um. Að horfa á lifandi fólk segja sína eigin sögu er miklu áhrifameira en nokkur leikur. Þetta verkefni hefur að mörgu leyti breytt viðhorfi mínu til leiklistar.“ ÞEKKIEKKI HARÐAN HEIM KVIKMYNDA- LEIKSINS Við tölum svo um hennar fyrri störf; þegar hún var fyrirsæta, leik- ari og kom fram í hverri auglýsing- unni af annarri. Hún heldur hún hafi tekið þátt í giska 300 sjónvarpsaug- lýsingum til þessa, auk þess sem hún hefur talsvert komið nálægt kvikmyndaleik. Hún segist samt aldrei hafa hellt sér af alvöru út í þann harða heim sem kvikmynda- leikur er í Kaliforníu þar sem hún býr. Leiklistin sé þó aldeilis ekki að baki, ekki að sama skapi og fyrir- sætustörfin. Þau segist hún alveg vera búin að leggja á hilluna. Árin frá 20 til 30 séu besti tíminn til fyrir- sætustarfa, og þau ár séu að baki í hennar lífi. Heimildarmyndir koma svo aftur til tals og ég spyr Önnu hvað heilli hana helst á því sviði. Hún segir það vera sjálfa filmuvinnuna. „Það get- ur verið mjög gefandi að vinna með myndum, raða þeim saman, ná fram ákveðnum áhrifum, andrúmslofti — og segja sögu eins og hún er, eða eins og í mínu tilviki núna, var. Ég er að koma til skila mynd sem segir sannleikann, sem væntanlega hreyfir við fólki og vekur með því umhugsun. Sjálfsagt er ég grúskari í eðli rnínu," heldur Anna áfram. „Ég hef gaman af að sökkva mér niður í for- tíðina, þó ekki væri nema vegna þess hvað margt er af henni að læra. Ég hef ýmislegt á prjónunum í þessu efni og vona að ég geti unnið að fleiri verkefnum sem snerta ísland og íslendinga. Þó ég hafi búið í Bandaríkjunum í fjöldamörg ár er ég og verð alltaf sami íslendingur- inn — og þessar heimildarmyndir eru að vissu marki mín leið til að halda sambandi við mína tungu og mitt fólk," segir Anna. EIGINMAÐURINN OG HAFIÐ Þegar hún er spurð hvort hún sé endanlega sest að vestra svarar húri sumpart játandi og sumpart hik- andi. Hún kjósi Bandaríkin mestan- part ársins, en hafi hinsvegar þann háttinn á að koma mjög reglulega til íslands og dvelja þar góða stund hverju sinni. Anna giftist Banda- ríkjamanni á síðasta ári, Mark Rosswell að nafni og þau búa saman við sjávarsíðuna í Los Angeles, þar sem heitir Pacific Palisades, en Anna segist ekki geta þrifist án þess að sjá sjóinn. Rosswell starfar ekki að ólíkum viðfangsefnum og Anna. Hann hefur talsvert fengist við gerð kvikmyndahandrita og eins valið tónlist i myndir, nú síðast nýja músík Fine Young Cannibals í kvikmynd- ina Tin Men eftir Barrv Levinson (Diner og The Natural). Og hvort Rosswell hafi valið tón- listina í Ást og stríð? „Nei, ég vissi að það væri svo spennandi grúsk, að ég gerði það sjálf," segir Anna Björns að lokum. eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Alberto Tolot HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.