Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 27
eggjandi og fjörugur hefur gengið við mikla hylli í tvö ár í Kölnaróper- unni í meðförum dansflokksins Tanz Forum, en með honum starfa þau Jochen og Sveinbjörg. íslenski dansflokkurinn, nýbakaður verð- launahafi menningarverðlauna DV, verður þarna í aðalhlutverki en fær til sín tvo gestadansara, aðalkarl- dansarana úr þeirri sömu Kölnar- óperu, þá Athol Farmer sem er ný- sjálenskur og Frakkann Philip Talard. Enn er þó ekki öllu lokið því í sýningunni taka þátt tveir íslenskir söngvarar, Stuðmaðurinn snjalli Egill Olafsson og Jóhanna Linnet sem fór svo eftirminniiega með Seg- ulstöðvarblús Didda fidlu hér um árið. ÞEIR Þjóðleikhúsmenn hafa einn- ig eftir því sem óstaðfestar fregnir herma, verið að reyna að fá hingað til lands söngleiksgerð Hasse Al- fredson af Atómstöðinni, en eins og kunnugt er gengur hún nú í Svíaríki við miklar vinsældir. Hinsvegar er sá ljóður á, að vinsældir leiksins eru svo miklar að erfitt mun vera um vik fyrir Svíana að koma til landsins. Þetta yrði hinsvegar kærkomið, einkum ef tillit er til þess tekið að höfundurinn, Halldór Laxness, verður 85 ára á sumardaginn fyrsta, 23. apríl. LISTAP MALA TIL AÐ SKILJA HEIMINN Guðrún Tryggvadóttir, ein bjartasta von íslendinga í myndlist, í stuttu spjalli við HP Guðrún Tryggvadóttir er senni- lega ekki ýkja þekkt nafn hér heima. Hún hefur þó vakið mikla athygli fyrir myndlist sína erlendis, hlaut m.a. œðstu verðlaun Aka- demíunnar í Múnchen þegar hún lauk þar prófi og var valin, fyrst út- lendinga, af skólastjórninni til sér- stakrar kynningar með sýningu og prentun á veglegum bœklingi sem þýska menntamálaráðuneytið kost- ar. HP hitti hana í vinnustofu henn- ar, þar sem hún var að leggja allra síðustu hönd á verk stn. Frá hvaða tímabili eru þessar myndir sem þú œtlar að sýna núna? „Þær eru frá fjórum síðastliðnum árum, en ég hef aldrei sýnt þær áð- ur hér heima. Sumar sýndi ég útí Múnchen en þær eru orðnar allt öðruvísi núna.“ Gerirðu mikið af því að endur- vinna myndirnar þínar? „Núna gef ég mér fyrst og fremst æðislega langan tíma í hverja mynd. Þær hafa allar ákveðna hugmynda- fræði á bak við sig og ég nota þær til þess að læra um sjálfa mig og þroska mig í leiðinni, ég vpna að þetta sé fljótleg leið til þess. Ég nota myndlistina til þess að skilja alheim- inn og hvernig hann fúnkerar því ef maður fæst við liti og form fæst maður við mynstur alheimsins. Ég mála ekki til þess að mála fallegar myndir og ef útkoman er ófögur er það vegna þess að hún varð að vera það.“ Eru einhver mótíf gegnumgang- andi í myndunum? „Já, ég sjálf, í rauninni er þetta allt ég sjálf.“ Er þetta ekki bara egóflipp? „Ég veit ekki hvort þetta er egó- flipp, kannski þveröfugt, ég lyfti hul- unni af egóinu og skoða það sem er að baki. Þetta eru ekki bara jákvæð- ar hliðar sem ég dreg fram, líka nei- kvæðar. Maður gengur í gegnum svo margt þegar maður málar." Ertu mjög involveruð í myndirnar meðan þú málar? „Já, ef ég mála hest, verð ég að vera hestur, lifa mig inní það að vera MYNDLIST Þaö aö vefa sig inn í þögnina... .. .og hana að sér. Það er verk Ásgerðar Búadóttur. Hún hefur þögnina til sýnis á sýningu sinni, sem stendur nú yfir í Listasafni al- þýðu við Grensásveg. Hver er lögun þagnarinnar? Ef ykkur langar að vita það, far- ið þá og skoðið ofna þögn á sýn- ingu Ásgerðar. Hvernig er þögnin á litin? Langi ykkur að vita það, skoðið þá lit þagnarinnar á sýningu Ás- gerðar. Lítið síðan í eigin barm. Þið finn- ið samhljóm þagnarvefsins. Eyborg heitin Guðmundsdóttir var vön að segja í sinni geometr- ísku trúarhrifningu: Josef Albers helgaði líf sitt ferhyrningnum. Og orð hennar komu upp í huga mér, þegar ég gekk inn á sýningu Ás- gerðar og ég sá vefnað hennar, sem mér virtist vera ofinn í trú á það sem Frakkar kalla Dieu-Rien. Það merkir þetta: á guð sem guð- ekkertsins. Teppin eru ekki ofin vegna efn- isinnihaldsins, það er að segja í trú á frásögnina, heldur er efnið hið æðsta stig. Allt er dálítið í ætt við æðsta- stigs hugmyndir Malevits: efnið er í hinu óefniskennda. Hljómurinn er í þögninni. Verk eða efni Ásgerðar eru samt ekki alveg komin á þetta stig. Enn bregður fyrir vangaveltum, sem eru andstæða trúarinnar. Efinn hjá Ásgerði kemur fram í því sem ég leyfi mér að kalla nýtni hug- myndanna, sem er ekki beinlínis endurtekning, ellegar sama hug- mynd endurtekin í nýjum lit. Eins og til að mynda í verkum Albers. Það er dálítið erfitt að skýra frá þessu í orðum. En verkin bera vitni um það sem ég á við. Til að mynda í verkunum sem eru núm- er 4 og 8. Og takið einnig eftir hinni talnalegu tilviljun. Fjórir eru ekki aðeins helming- urinn af átta heldur er mynd núm- er 4 helmingurinn af mynd númer 8. Það er að segja, þau form sem eru efst í annarri myndinni eru neðst í hinni. Þannig starfar eðli Guðs-Ekkert. I list sem trú kemur þetta gjarna greinilega fram. En það eru afar fáir sem taka eftir slíkri ,,tilviljun“ hins guðlega eðlis. Annað dæmi: Skyldleiki við ,,anda“ Albers er auðsær í myndum númer 2 og 3.. Formin eru endurtekin. Og endur- tekningin er einslags stuðlun inni- haldsins. í ljóðagerð er algengt að í stað stuðlunar kemur endurtekn- ing. Verk atómskáldanna vitna um þann sannleika. Um verk Ásgerðar er annars afar fátt að segja. Hún vefur sig smám saman inn í þögn. Annað hvort er maður með eða móti að- ferðum hennar. I viðhorfum til þeirra er varla til neitt millistig eða hálfvelgja. Hún hlýtur að vekja trúarlega lotningu eða djöfullega formælingu. Þess vegna er best að hafa hér nokkrar auðar línur, en kannski bara punkta á stöku stað. Svona til að líkja eftir „hnýt- ingu“ verksins. Aðrir sem hafa gaman af saman- burði, geta borið saman myndir NN FELAG íslenskra myndlistar- manna (FÍM) hefur fest kaup á sýn- ingarsal að Garðastræti 6 og áætlar að opna hann formlega ef vel geng- ur á sumardaginn fyrsta, 23. apríl. Þarna er um einn sal að ræða, ca. 80—100 fm. að stærð og verður hann opinn öllum starfandi mynd- listarmönnum, án tillits til þess hvort þeir eru félagsmenn í FÍM eða ekki. Salurinn verður rekinn með „gamla laginu", þ.e. hann verður leigður út og sýnendur sjá sjálfir um að kynna sýninguna og koma verk- unum fyrir. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýn- ir þann 25. mars ballettinn Ich tanze mit dir in der Himmel hinein eftir Þjóðverjann Jochen Ulrich, sem er listdansstjóri óperunnar í Köln. Að- stoðardansstjóri sýningarinnar og dansahöfundur verður Sveinbjörg Alexanders, en hún starfar einnig við óperuna í Köln sem ballettmeist- ari, sólódansari og dansahöfundur. Vafalaust er flestum í fersku minni eftirminnileg samvinna þessara tveggja listamanna í Blindingsleik sem Þjóðleikhúsið sýndi 1980.1 sýn- ingunni eru tuttugu og tvö dansat- riði, samin í kringum tuttugu og tvö vinsæl dægurlög sem hafa verið út- sett og færð í nýjan búning. Ballett- inn sem er sagður vera leikandi, eftir Guðberg Bergsson númer 5 og 9. Þær eru kallaðar Leysing. í þeim er talsverð fyrr- nefnd ,,nýtni“. Eða þau hafa öllu heldur táknrænt eðli. Vegna teikn- inganna sem birtar eru af verkun- um er augljóst að listamaðurinn fæst við leysingu formanna, í bók- staflegri merkingu. Hún færir þau ekki bara til, úr einu verki í annað, eins og í myndum númer 4 og 8. Vert væri að athuga verk Ás- gerðar ekki aðeins út frá anda Malevits, heldur líka, til að mynda frá sjónarmiði túlkunar Arnheims á „mikilvaegi eða valdi miðjunn- ar“. Verk Ásgerðar eru eða hafa verið afar „miðlæg" verk. Þau hafa beinlínis beint auganu og at- hyglinni að miðju þeirra, i svo rík- um mæli að hún hefur tíðum ofið ferhyrning í þær miðjar. Hún gerir miðjuna beinlínis að „starfsviði" sjónarinnar. Hún notar ekki kross- formið. Það er of karlmannlegt fyrir hana. En hver er annars munurinn á því þegar armar mætast eða fer- hyrningur myndar op? Kannski bara hinn ,,beri“ mismunur sem er á kynjunum. hestur, móta hlutina og sjá þá fyrir mér, þetta eru sannar myndir af því hvernig ég sé fyrirbærin. Ég nota engar fyrirmyndir, þessvegna verð ég að móta allt eftir eigin höfði. Ég fæ útrás fyrir mínar tilfinningar og hugsanir með myndunum, ef ég myndi ekki mála þær svona yrði ég örugglega klikkuð." Þú talar um að þú viljir skilja heiminn með myndunum og að þœr hafi á bak við sig ákveðna hug- myndafrœöi. Hér inni eru tvœr myndir af Kristi, hvernig tengjast trúarbrögðin þessu? „Ja, það er í raun allt byggt á trú- arbrögðum og ég verð sem nútíma- manneskja að finna mér einhverja trú til að skilja heiminn. Ég er að reyna að læra um trúarbrögðin um leið og ég mála myndirnar og ekki síst að reyna að skilja hvað öll þessi trúarbrögð eiga sameiginlegt. Eg er reyndar ekki nema nýbyrjuð að lesa Biblíuna en hef mikið stúderað önn- ur trúarbrögð fyrr. Þetta var eitt- hvað sem kom bara af sjálfu sér, ég ákvað ekkert að fara útí trúarbrögð, það bara kom, kannski af því þau eru upphaf og endir alls.“ Og nú œtlarðu að fara að sýna fólki þessar hugmyndir þínar. „Já, það er skrýtið að setja þetta upp fyrir fólk að dæma, eftir að hafa lokað sig inni með þessu í þeirri ein- manalegu sköpun sem myndlistin er. Maður gengur í gegnum svo margt þegar maður er að mála en auðvitað er það líka hluti af þessu að gera eitthvað sem maður er ánægður með og vill sýna öðrum, reyna að koma boðskap á framfæri." Hvað tekur svo við að þessari sýn- ingu lokinni? „Ég er að fara til Berlínar og ætla að vinna þar.“ Ertu ekkerl bundin íslandi? „Jú, ég er bundin íslandi núna, ég hef verið hér í tvö ár og það hefur verið gott að vinna hérna en það er líka spennandi að fara, það þýðir ekki að vera bara hérna. Maður verður að þora að fara á vit örlag- anna og halda áfram." KK HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.