Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 9
vinnu vegna opnunartíma dag- heimila. Raunar bendir þessi mikli fjöldi til þess að ekki sé hægt að reka heimili án mikillar eftirvinnu eða tveggja útivinnandi. Ellilífeyrisþegar er annar stór hópur af skjólstæðingum Félags- málastofnunar. Um 1.400 ellilífeyris- þegar leituðu til stofnunarinnar á síðasta ári. Flestir þeirra leituðu ekki eftir beinni fjárhagsaðstoð, heldur húsnæði eða heimilishjálp. í lok ársins 1985 hafði Félagsmála- stofnun 300 íbúðir fyrir aldraða til bænum og lifði á lifeyri frá Trygg- ingastofnun," sagði Sigrídur Jóns- dóttir, félagsfræðingur hjá Félags- málastofnun. „Þar kom í ljós að þetta fólk skrimtir fyrstu þrjár vik- urnar frá útborgunardegi, en eftir það eru peningarnir uppurnir. Þetta var könnun meðal þeirra sem borg- uðu lága húsaleigu, svo það er ljóst að þeir eru betur settir en marg- ir jafnaldrar þeirra. En þetta fólk kvartar ekki.“ KERFIÐ MISNOTAÐ Öryrkjar búa um margt við svip- komulags hjá Tryggingastofnun get- ur örorkustyrkur fallið niður um tíma meðan verið er að endurmeta örorku hlutaðeigandi. Þann tíma hafa þessir einstaklingar ekki í ann- að hús að venda en Félagsmála- stofnun Reykjavíkur. Örorkustyrkur fellur einnig niður þegar öryrki leggst inn á sjúkrahús. Þá fær hann ekkert annað frá Trygg- ingastofnuninni en sjúkradagpen- inga. Þegar hann svo útskrifast get- ur Iiðið langur tími þar til hann kemst aftur á örorkustyrk. Þar til verður hann að lifa af sjúkradagpen- Mun fleiri af þeim sem leita eftir aðstoð stofnunarinnar eiga í áfengis- og fíkniefnavandamálum Margar fjölskyldur hafa við mörg vandamál að stríða. Ómegð, of- neyslu áfengis og fíkniefna, geð- veiki, örorku. Þetta eru þau mál sem eru erfiðust viðfangs. Þá eru innan um og saman við einstaklingar og fjölskyldur sem ekkert hafa með opinbera fram- færslu eða fjárhagsaðstoð að gera. Eins og öll kerfi býður Félagsmála- stofnun upp á misnotkun og allir starfsmenn stofnunarinnar sem Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. ráðstöfunar. 25 íbúðum var úthlutað til nýrra leigjenda, en á biðlistann bættust 162 umsækjendur. Ellilífeyrir, með tekjutryggingu og heimilisuppbót fyrir einstakling er í dag 23.523 kr. „Við gerðum könnun meðal ellilíf- eyrisþega er bjuggu í húsnæði frá uð kjör og ellilífeyrisþegar. Örorku- bætur, miðað við 75% örorku, eru þær sömu og ellilífeyrir. Ef öryrki hefur barn á framfæri sínu, getur hann þó fengið upphæð sem sam- svarar meðlagi, 4.513 kr., aukalega. Fjórðungur þeirra sem leita á náð- ir Félagsmálastofnunar eru öryrkj- ar. Þeir leita þar bæði eftir húsnæði og fjárhagsaðstoð. Vegna fyrir- ingum, sem eru 314,75 kr. á dag. Þeir sem oft þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veikinda sinna, en dvelja stutt í hvert sinn, geta þannig verið tekjulausir meiri hluta þess tíma sem þeir eru utan sjúkrahúsa. Um tvö hundruð af skjólstæðing- um Félagsmálastofnunar má flokka undir „útbrunna alkóhólista". Þeir þiggja flestir bæði húsnæði og fram- færslu af stofnuninni. Helgarpósturinn ræddi við voru sammála um að misnotkun ætti sér stað innan hennar. „MAÐUR ER ALLT f EINU ORÐINN VANDAMÁL" Á undanförnum fjórum árum hef- ur umsóknum um aðstoð frá Félags- málastofnun fjölgað um 60%. Á sama tíma hefur starfsmönnum stofnunarinnar fjölgað lítillega, en ekkert í líkingu við málin sem eru þar til meðferðar. Mál skjólstæðinga Félagsmála- stofnunar eru afgreidd í viðtölum þeirra við félagsráðgjafa. Félagsráð- gjafinn metur óskir og þarfir skjól- stæðingsins og leitar úrræða. Þetta kerfi er því sveigjanlegt að vissu marki, öfugt við Tryggingastofnun- ina. Þar fá allir sömu þjónustu eftir að hafa sannað rétt sinn til hennar. Það er því auðveldara að misnota hið sveigjanlega kerfi Félagsmála- stofnunar. í framfærslulögunum má finna ýmsa varnagla til þess að hindra slíka misnotkun. 1 þeim er rikjandi tortryggni gagnvart þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Sömu tortryggni er að finna meðal almennings, oft í formi fordóma. Þó undarlegt kunni að virðast varð þessarar tortryggni vart meðal þess fólks sem þegið hefur aðstoð hjá Félagsmálastofnun og Helgar- pósturinn ræddi við. Einstæðar mæður töluðu gjarnan um fíleflda karlmenn sem þær hefðu rekist á á göngum stofnunarinnar. Samskon- ar tortryggni varð vart meðal ann- arra hópa. En skjóistæðingarnir kvörtuðu líka undan stofnuninni sjálfri. Oft báru þeir þá sögu að þeir hefðu leit- að þangað eftir sýnilegri hjálp, t.d. fyrirframgreiðslu upp i húsaleigu, en ekki fengið. Þess í stað væru þeim skammtaðar litlar fjárhæðir til að lifa fram á næsta dag. Þeim tækist því aldrei að vinna sig frá þeim að- stæðum er leiddu til þess að þeir leituðu eftir aðstoð í upphafi. „Maður kemur vegna þess að maður býr í ömurlegu húsnæði," sagði ein einstæð móðir. „Svo fara félagsráðgjafarnir að hnýsast í allt og skipta sér af öllu. Maður er allt í einu orðinn að vandamáli. Svo verður maður hræddur um að þeir ætli að taka af manni börnin." RUSLAKISTA KERFISINS Framlög Reykjavíkur til félags- mála eru um 34% af fjárhagsáætlun borgarinnar. Þar af renna um 57% til Félagsmálastofnunar. Fram- færslustyrkir nema síðan um 20% af heildarútgjöldum stofnunarinnar, eða um 80 milljónir kr. Það eru rúm 2% af fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Til samanburðar má geta þess að framlag ríkisins til Tryggingastofn- unarinnar verður á þessu ári hátt í 10 milljarða króna, eða tæpur fjórð- ungur útgjalda ríkisins. Innan félagsmálakerfisins hafa verið uppi umræður um hvort fram- færsluaðstoð í núverandi mynd sé heppileg. Bæði Félagsmálaskrif- stofa Reykjavíkur og Akureyrar hafa staðið fyrir ýmsum tilraunum í starfsemi sinni. Þar hafa t.d. verið haldin námskeið í því hvernig hægt sé að lifa af lágum tekjum. Þar sem fátækt er almennt ekki viðurkennd á fslandi eiga þeir sem lifa við hana oft erfitt með að sætta sig við og skilja hana. Því binda forsvarsmenn þessara stofnana vonir við þessi námskeið og önnur svipuð. í samtölum Helgarpóstsins við þá sem starfa við Félagsmálastofnun kom oftsinnis fram að þessar stofn- anir fást við mál sem í raun tilheyra öðrum þáttum félagsþjónustunnar. Ellen Júlíusdóttir, félagsráðgjafi hjá Félagsmálastofnun, sagði t.d. að mikill hluti mála stofnunarinnar ættu í raun að fá afgreiðslu í heilsu- gæslustöðvum. I raun væri stofnun- in orðin ruslakista kerfisins og fengi í hendur öll þau mál sem aðrir gætu ekki, eða kærðu sig ekki um að fást við. Ef slíkt yrði gert gætu þeir sem hingað til hafa ekki noi samskon- ar þjónustu sem Félagsm ilastofnun veitir, fengið aðgang að henni. Þar er átt við íbúa fámennari byggðar- laga. Til þess að af því geti orðið þyrfti að endurskoða alla lagasetn- ingu um félagsþjdnustu og marka verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Eins og ástandið er í dag eru mörkin óljós, sem oft verður til þess t.d. að öldruðum er komið fyrir á sjúkrahúsi (dýr lausn sem ríkið borg- ar fyrir) í stað þess að veita heimilis- hjálp (ódýr og betri lausn, en á kostnað sveitarfélagsins). Þar til félagsþjónustan verður endurskoðuð verða þeir sem leita aðstoðar umfram almannatrygg- ingar að segja sig á sveitina sam- kvæmt gömlu framfærslulögunum. HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.