Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 44
einnig litið til þess að forráðamenn
litlu stofanna eru nú allt „mjög
snjallir strákar", eins og það er orð-
að í eyru HP, dugandi og hæfir at-
vinnumenn í faginu. Og er hér átt
við Kolbein Pálsson hjá Terru,
Orn Steinsen hjá Sögu, Karl Sig-
urhjartarson hjá Pólaris og Böðv-
ar Valgeirsson hjá Atlantik. ..
B orráðamenn Verslunarráðs
kvörtuðu yfir mannfæð á síðasta
viðskiptaþingi, en ástæða fæðarinn-
ar er einföld að mati heimildar-
manna HP í viðskiptageiranum.
Verslunarráð hefur á síðustu árum
æ meira tekið á sig mynd forstjóra-
klúbbs stærstu fyrirtækja í landinu
með þá Sigurð Helgason hjá Flug-
leiðum, Gunnar Hansson hjá IBM
og Friðrik. Pálsson hjá SH í farar-
broddi. Margir bera forráðamönn-
um ráðsins það á brýn að þeim sem
reka smáfyrirtæki í landinu sé ekki
sinnt sem skyldi af hálfu ráðsins —
og starfið allt komið á annað plan,
en þeim hæfi. Verslunarráð snobbi
einum of mikið upp á við þessa
mánuðina, eða jafnvel út á við.. .
hannesdóttir, ríkisútvarpskona til
margra ára, taki við Reykjavík síð-
degis eftir helgina. Hallgrimur
Thorsteinsson snýr sér hins vegar
að því að stýra fréttastofunni, eins
og við sögðum frá í síðustu viku...
|k|
■ ýlega kom auglýsing í blaði
um nauðungaruppboð á lausafé í
eigu skemmtigarðsins í Hveragerði.
Uppboðið er haldið að kröfu Guð-
mundar Ágústssonar lögmanns,
og verða m.a. boðnar upp forláta
hringekjur. Margir furða sig á því,
að fyrirtæki sem á í svo miklum erf-
iðleikum að kemur til auglýsingar á
uppboði, skuli standa í dýrum fram-
kvæmdum. Nú er verið að byggja
yfir skemmtigarðinn og kostar það
víst skildinginn sinn. Skemmtigarð-
urinn er í eigu hlutafélags, þar sem
m.a. þeir Pálmar Magnússon og
Sigurður Kárason eru í stjórn. Sig-
urður hefur séð hann svartan áður í
fjármálum, en hann átti ávísunina
góðu uppá 180 milljónir, sem reynd-
ist víst um síðir hafa eitthvað minna
verðgildi. Þrálátur orðrómur er um
það, að fleiri séu að koma til liðs við
hlutafélagið um Tívolíið og hafa þar
heyrst nöfn Helga Þórs Jónssonar
og Ólafs Ragnarssonar. ..
||
■ ■ lutabréfin á Stöð 2 þykja
eftirsótt þessa dagana. Skv. heimild-
um HP hafa ýmsir framámenn inn-
an SÍS iengi haft augastað á hlut í
sjónvarpsstöðinni, en ekki fengið.
Sömu heimildir herma að Hans
Kristján Árnason hafi selt sinn
hlut í fyrirtækinu. Kaupandi mun
vera gamla handboltahetjan og eig-
andi Hummelbúðarinnar Ólafur H.
Jónsson, en hann hefur séð um
fjármál. fyrirtækisins síðustu mán-
uðina.. .
O g talandi um Ólaf H. Jóns-
son. Hann á einnig góðan hlut í
Hótel Stefaníu á Akureyri og
keypti í síðustu viku verslunina
Vesturröst á Laugaveginum, en
verslunin flytur inn mikið af þekkt-
um skíðavörum. Umsvifamikill ung-
ur viðskiptamaður Ólafur H...
|L|
■ ýjustu fréttir af Bylgjunni
herma að Ásta Ragnheiður Jó-
Nýbýlavegi 12 Sími 44011.
200 Kópavogur
s
^^^toru ferðaskrifstofunum Ut-
sýn og Samvinnuferðum ku ekki
standa alveg á sama um þá blokk
sem litlu ferðaskrifstofurnar Terra,
Saga, Atlantik og Pólaris hafa
myndað gegn þeim að undanförnu
— og lýsir sér m.a. í sameiginlegum
samningum á leiguvélum.* Þessi
blokk þykir sterk og ljóst að hún eigi
eftir að eflast til muna á næstu miss-
erum þar eð möguleikarnir séu
mikiir og vænlegir. Þarna sameinist
kostir smæðarinnar, yfirsýn og per-
sónuleg þjónusta, kraftur og góður
andi á vinnustað, valdinu og góðri
samningsstöðu stóru stofanna. Þá er
INNVAL býður mikið úrval innréttinga í eldhús ásamt fataskápum og baðinnréttingum. I sýningar-
sal okkar gefst tækifæri til þess að skoða nýju innréttingarnar okkar og sannfærast um, að í þeim
sameinast notagildi gæðum sem tryggir þér gott vinnueldhús. Við kappkostum að veita þér alla
þá þjónustu sem þörf er á við hönnunn og skipulag eldhússins og höfum að markmiði að gera
þig að ánægðum viðskiptavini.
INNVAL BÝÐUR ENNFREMUR MIKIÐ ÚRVAL VIFTUHATTA í ELDHÚS, LITAÐA EÐA ÚR
STÁLI, ÁSAMT MÖRGUM GERÐUM TRÉSTIGA Á HAGSTÆÐU VERÐI.
SÝNING UM HELGINA, LAUGARDAG 10-16 OG SUNNUDAG 13-16.
44 HELGARPÓSTURINN