Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 19
Eldfjöll og menn eiga fátt sameiginlegt. Samt verja sumir ævinni í að rannsaka eldfjöll. Emn þeirra er Guðmundur E. Sigvaldason, jarðfræð- ingur og forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvar- innar. Hann er í HP viðtali. i!ÉJ§ si “ftp / '■■■■.;.. W&- 'i . ■ mæm 5Sp«?Í ■há • 1111! ... • henda þessum fyrirtækjum rannsóknaaðstöðu og tækniþekkingu Háskólans. Verði það gert er ekki lengur um háskóla að ræða heldur þjón- ustustofnun, sem ber rangnefnið háskóli." — En samvinna, kemur hún til greina? „Háskóli er stofnun þar sem fer fram kennsla og rannsóknir. Rannsóknirnar eiga ekki að stjórnast af öðru en forvitni og háskóli á að brautskrá forvitna, leitandi einstaklinga, sem hafna því að fylgja djúpum hjólförum vanans. Þannig skapar háskóli nútímalegt fólk. Ég sé ekki hvernig þjónusta við smáfyrirtæki úti í bæ fellur að þessu hlutverki. Fyrirtækin geta sótt þá þjónustu til rannsóknastofnana atvinnuveg- anna. Hitt er svo annað mál að öll framþróun í tækni, og þar með hagvöxturinn, á rætur í þess- ari margumtöluðu forvitni og þess vegna ættu áhugamenn um hagvöxt að veita Háskólanum allt það fé sem hann biður um en láta hann svo í friði." SEM MINNST ÚT FYRIR MOTTUNA MÍNA — Þú hefur komid vída, búid víða. Hefuröu haft tíma til ad sinna ödru en vísindum? „Ég reyni að fara sem minnst út fyrir litlu mottuna mína.“ — En þykir þér gaman ad ferdast? „Ég hefi ákaflega gaman af að ferðast svo framarlega sem það er ekki til útlanda. Það er gaman að ferðast á íslandi og það ferðalag sem mér finnst skemmtilegast er að taka skíðin og bakpokann og ganga yfir landið." — Yfir landid? „Ja, þetta eru vetrarferðir sem við höfum far- ið nokkrir „eldri borgarar" á tveggja ára fresti. Við höfum þrammað á skíðum t.d. frá Gullfossi og norður í Eyjafjörð eða frá Breiðá yfir Vatna- jökul og til Möðrudals á Fjöllum. Þetta eru ferðir, sem taka okkur viku til tíu daga en öll ferðalög önnur verða bragðdauf eftir slíka reynslu." — En bitna ekki öll þessi ferdalög til annarra landa ú fjölskyldulífinu? „Sem betur fer er það allt í góðu standi. Ég á góða konu, sem hefur sitt starf og sín áhugamál og það ríkir gagnkvæmur áhugi á því sem verið er að gera hverju sinni. Vissulega er ég nokkuð oft að heiman en ferðalögin eru flest stutt og þetta kemst upp í vana. Ég byrja yfirleitt ekki að hugsa um sjálfa ferðina fyrr en undir miðnætti kvöldið fyrir brottför. Svo er líka alltaf gaman að koma heim, það er kannski það skemmtilegasta við hvert ferðalag." Eftir þetta verdur hljótt í smústund, en sídan ummum vid hummum ogjúum íkórogégþykist vita aö ég sé farinn að tefja Guðmund frú skyldu- störfum og impra ú því. Hann bregst Ijúflega við og segir að svo sé ekki. Ég halla mér afturábak í sófann og spyr hvort verkefnin bíði hans bara ekki þegar hann kemur til vinnu og hann kveöur já við. „Það tímaskyn, sem maður ávinnur sér sem jarðfræðingur kennir mar.ni að taka hlutina ekki of alvarlega. Það þýðir ekki að láta eins og himinn og jörð séu að farast vegna smámuna. Lífið er ekki nema örlítið augnablik í öllu þessu tímahafi og hver einstaklingur áorkar afskap- lega litlu."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.