Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 38
Tími til kominn að
Vestur-Evrópa standi á
eigin öryggisfótum, segir
Helmut Schmidt.
Afvopnunarskref í fyrsta sinn
rætt í alvöru í Genf
YFIRSÝN
Viðræður risaveldanna, Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna, um takmörkun kjarnorkuvíg-
væðingar hafa nú staðið af og til hátt á þriðja
áratug. Framan af var nær einvörðungu rætt
um ráðstafanir til að halda vígbúnaðarkapp-
hlaupinu innan tiltekinna marka. Gerðir
samningar fjalla um takmörkun tilrauna-
sprenginga, hámarksfjölda langdrægra eld-
flauga og langfleygra sprengjuflugvéla, gerð-
ir þeirra og hömlur á gagneldflaugakerfi.
Nú er í fyrsta skipti af fullri alvöru rætt um
raunverulegt afvopnunarskref, að taka niður
og eyðileggja umtalsverðan fjölda burðar-
flauga og fækka kjarnorkuvopnum í skot-
stöðu um á að giska fjóra af hundraði þeirra
50.000 sprengja af þvi tagi, sem talið er að
kjarnorkuveldin hafi til umráða. Þessi verð-
ur árangurinn, ef samningur tekst um útrým-
ingu meðaldrægra kjarnorkuvopna úr
Evrópu, allt frá Atlantshafi til Úralfjalla.
Á Reykjavíkurfundi Gorbatsjoffs og
Reagans í október féllst sovéski leiðtoginn á
fyrri tillögu Bandaríkjaforseta um þetta efni,
svokallaða núll-lausn, en spyrti samkoinulag
um hana í fundarlok við heildarlausn allra
kjarnorkuvígbúnaðarmála, sem á borðinu
voru í Höfða, sér í lagi áratugs hömlur á til-
raunum með vopnabúnað fyrir geimvarna-
áætlun Bandaríkjanna. Fyrir hálfum mánuði
lýsti Gorbatsjoff svo yfir, að frá þessu skilyrði
væri fallið varðandi samkomulag um meðal-
dræg kjarnorkuvopn. Síðan hafa fulltrúar
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á fundum í
Genf um takmörkun vopnabúnaðar hvorir
um sig lagt fram heildstæð samningsdrög um
efnið.
Haft er fyrir satt, að sovétmenn hafi fram
til þessa komið fyrir í Evrópu 441 eldflaug af
gerðinni SS-20, og ber hver um sig þrjár
kjarnorkusprengjur, sem unnt er að miða
sinni á hvert skotmark. Samkvæmt ákvörð-
un NATD frá 1979 átti að svara þessum sov-
éska vopnabúnaði, sem einvörðungu ógnaði
Vestur-Evrópu, með því að koma þar fyrir
bandarískum Pershing-2 eldflaugum og
Cruise flugskeytum, alls 572 búnum einni
sprengju hvert. Um er því að ræða niðurtöku
1323 kjarnorkusprengja af sovéskri hálfu og
572 bandarískrar sprengjur hverfa úr sög-
unni. Vopnum þessum verður síðan eytt, að
undanteknu sínu hundraði sprengja hjá
hvoru risaveldi. Sovétmenn mega sam-
kvæmt samkomulagsdrögunum hafa sitt
hundrað meðaldrægra vopna í Síberíu en
Bandaríkjamenn hundraðið sitt í Bandaríkj-
unum sjálfum.
Samningamenn beggja hafa undanfarið
látið uppi mat á því, hversu löng samninga-
vinna er eftir, áður en frágenginn sáttmáli
getur legið fyrir til undirskriftar. Talsmaður
sovésku samninganefndarinnar nefnir þrjá
til fjóra mánuði, þeirrar bandarísku sex til
átta.
Af ófrágengnum samningsatriðum eru
þrjú einkum rædd í fregnum af framvindu
mála í Genf. Fyrst er að nefna eftirlit með að
samkomulag sé haldið. Þar verða Banda-
ríkjamenn tvímælalaust kröfuharðir. Bæði
kemur til að sovésku SS-20 flaugarnar eru
færanlegar og þeim mun viðsjárverðari, og
svo eru í bandaríska landvarnaráðuneytinu
harðlínumenn, sem vilja alls engar vígbún-
aðarhömlur, og eina færi þeirra úr þessu á að
stööva samningsgerðina, sem nú er komin á
rekspöl, er að magna ágreining um eftirlits-
ráðstafanir.
Meðaldræg eru þau kjarnorkuvopnaskeyti
kölluð, sem draga 1600 til 2000 kílómetra.
Auk þeirra er í Evrópu fjöldi skammdrægra
skeyta, þar á meðal eldflaugar, sem sovét-
menn tóku að koma fyrir í Austur-Þýskalandi
og Tékkóslóvakíu eftir að farið var að setja
upp bandarísku vopnin Pershing-2 og Cruise
í Vestur-Evrópu. Fyrir áeggjan bandamanna
sinna í Evrópu leggur Bandaríkjastjórn
áherslu á að þessi vopn fylgi SS-20 flaugun-
um á ruslahaugana. Gorbatsjoff hefur góð
orð um að sovéskir samningamenn skuli fús-
Iega ræða fækkun skammdrægra kjarnorku-
vopna í Evrópu jafnframt útrýmingu þeirra
meðaldrægu úr álfunni. En geta má nærri að
margt er álitamálið í þessu efni.
Þriðja hugsanlega ágreiningsatriðið sem á
góma ber í fréttaflutningi, eftir að Gorbat-
sjoff ko.m með tilboð sitt, er hvar koma skal
fyrir þeim 100 vopnum, sem eftir verða hjá
hvorum aðila, og sovétmenn mega vista í
Asíu en Bandaríkjamenn heima hjá sér. I
undirbúningsviðræðum höfðu samninga-
menn sovétstjórnarinnar hreyft því, að hún
vildi útiloka staðsetningu í Alaska, þaðan
sem bandarísk meðaldræg vopn ná til aust-
asta hluta Sovétríkjanna. Óljóst er, hvort
þessi krafa er enn höfð uppi. Hins vegar frétt-
ist nú frá Washington, að bandarísku samn-
inganefndinni verði að líkindum falið að
leggja til, að sovésku vopnin 100 verði höfð
í einum hnapp í námunda við Novosibirsk í
Mið-Asíu, þaðan sem þau ná hvorki til Jap-
ans né Norður-Ameríku.
Ótrúlegt er að samkomulag verði, úr því
sem komið er, látið stranda á þessum eða
öðrum tæknilegum eða herstjórnarlegum
atriðum. Báðum ríkisstjórnum ríður á af
pólitískum ástæðum, að samkomulagið sem
nú virðist í sjónmáli breytist í veruleika. Núll-
lausnin er tiliaga Bandaríkjastjórnar, og hún
getur ekki látið um sig spyrjast að hlaupa frá
henni jafnskjótt og sovéski leiðtoginn tekur
eftir Magnús Torfa ólafsson
# % : ÉZM
Bandaríkjaforseta á orðinu. Síst hefur
Reagan efni á slíku eins og nú er komið fyrir
honum. Þvert á móti gæti áþreifanlegur ár-
angur í viðræðum við sovétmenn um fyrsta
raunhæfa skrefið til kjarnorkuafvopnunar
orðið til að lyfta stjórn hans svo um munar
upp úr Iranskviksyndinu í augum bandarísks
almennings og umheimsins.
Mikhail Gorbatsjoff hefur sjálfur lýst opin-
skátt og skilmerkilega samhenginu milli
stefnu sinnar heima fyrir og á alþjóðavett-
vangi. Hann gerði þetta á ráðstefnunni
miklu, sem efnt var til í Moskvu í síðasta
mánuði, til að gefa alþjóðlegri samkundu
tækifæri til að skiptast á skoðunum um frið
á kjarnorkuöld við málsmetandi sovétmenn.
Gorbatsjoff fórust svo orð, að forusta Sov-
étríkjanna hefði tekist á hendur víðtæka
endurreisn og ummyndun á sovésku hag-
kerfi og stjórnarháttum. Eitt höfuðskilyrðið
til að þessi viðleitni bæri skjótan og veruleg-
an árangur, væri að friðvænlega horfði í
heiminum, sambúð kjarnorkuveldanna
hvíldi á svo traustum grunni, að þau gætu
treyst á að stöðugleiki ríkti um fyrirsjáanlega
framtíð. Þess vegna legði stjórn sín svo mikið
kapp á að hemja vígbúnaðarkapphlaupið og
helst vinda niður af því.
Efni væri í aðra grein að fjalla um, hverjar
hugsanir og kenndir það hefur vakið í ríkjum
Evrópu vestan Rússlands, hvernig risaveldin
hafa undanfarinn rúman áratug ráðskast
með álfuna. Skákað fram kjarnavopnum sitt
á hvað, og semja nú um að færa mál til fyrra
horfs sín á milli, án þess að ráðgast við
bandamenn sína nema til málamynda.
Helmut Schmidt, þá kanslari Vestur-Þýska-
lands og foringi sósíaldemókrata, átti manna
mestan þátt í ákvörðun NATÓ 1979 um að
svara SS-20 eldflaugum sovétmanna með
Pershing-2 og Cruise, um leið og reynt væri
eftir samningaleið að losa Evrópu við þann
ófögnuð allan. Fór svo að hann stóð loks
uppi nær einangraður í eigin flokki.
Nú lætur Helmut Schmidt ekkert tækifæri
ónotað til að brýna fyrir Evrópumönnum, að
tími sé kominn til að þeir taki eigin öryggi og
örlög í eigin hendur. Þar verði Vestur-Evrópa
að hafa forustu, því ríki hennar hafa athafna-
frelsi, en þekki þau sinn vitjunartíma, geti
þau jafnframt aukið svigrúm undirokaðra
þjóða Austur-Evrópu til stórra muna.
MATKRAKAN
Sjálfs er höndin hollust
Á landsfundi stærsta stjórnmála-
flokks landsins sem haldinn var í
einstöku góðviðri um síðustu
helgi varð mönnum að sönnu tíð-
rætt um Góðærið mikla. Sjálfs er
höndin hollust eru einkunnarorð
þessa flokks, en þó hefur það
sannast hér sem annars staðar, að
sumar hendur eru hollari en aðrar.
Sumir eru öðrum fremri smiðir
gæfu og bergkastala. Hérlendis
fylgir því t.d. meiri gæfa að selja úr
landi niðursuðudósir en að búa
dósirnar til eða í þær gumsið, rétt
eins og affarasælta er að selja
bækur heldur en að skrifa þær.
Ef menn eru svo skyni skroppnir
að skilja þetta ekki kalla þeirra
eigin handaverk óhollustu yfir þá
sjálfa. Gildir þá einu hversu vel
þeir kunna að vera til munns og
handa. Svo geta aðrir verið afar
óvandaðir til handanna en samt
smíðað eigin gæfu úr ógæfu ann-
arra, til dæmis með því að gerast
innheimtumenn lánardrottna á
hendur vanskilafólki sem hefur
enn ekki skilið framangreint
grundvallarlögmál að sjálfs er
höndin hollust. Sú hægri yfirleitt.
Ég verð að játa að ég fylli flokk
hinna skilningssljóu og hefur mér
því gengið brösuglega að fá eitt-
hvað í aðra hönd, þótt ég hafi lagt
gjörva hönd á margt og sé síður en
svo nein annarrar handar kona,
þótt ég segi sjálf frá. Sem fleirum
hefur mér t.d. reynst ótrúlega
erfitt að halda þaki yfir höfði mér
og mínum í því skyni að leggja
mitt af mörkunum til að viðhalda
búsetu í landinu. Að vísu með
feikilega óarðbærum störfum.
Sjálfsagt kemur að því að ég yfir-
gef þetta sker með tvær hendur
tómar og flyt til annars Iands þar
sem ég get áhyggjulaus bitið
grænan jarðargróður mér til
manneldis í stað þess að nurla
saman fyrir þessu sama grænmeti
niðursoðnu í ryðguðum dósum.
Ég hef nefniiega oft brugðið á
þann leik mér til bjargráða að
nærast á því sem ódýrast er hverju
sinni samtímis því að næra með
mér ógeð á öðrum matvælum.
Læt samt á engu bera. Náttúru-
lega.
Sem í góðæri skunda ég þá til
kaupmannsins á horninu með fasi
nasaupptrekkts Norðlendings eða
nýlentrar heimskonu, alveg út úr
heiminum, og hirðir ekki um að
ná áttum. Geng beint að kjötborð-
inu og hrylli mig: oj bara bjúgu; oj
bara rolla sundurbútuð á þennan
séríslenska óestetíska hátt kennd-
an við súpu; oj bara nautahakk,
lundir og té-bein nefnd eftir holdi
á ungu nauti en eru í raun dulbún-
ar formæður þess sundurhakkað-
ar og kryddlegnar á hinn viður-
styggilegasta hátt; oj bara saltaðir
svínaskankar sem sumir tæta enn
í sig sjóðheita sjúgandi fituna af
dýrslegum losta eins og mellu-
mötunautarnir í Böðlinum og
skækjunni.
Frá kjötborðinu að dósahillun-
um; oj bara ORA-fiskibollur eins
og kinnarnar á Þorsteini for-
manni; oj bara ORA-blandað
grænmeti eins og augun í Jóni
Baldvin; oj bara ORA-rauðbeður
eins og nefið á Steingrími kom-
andi af fjöllum í fjölmiðlum. En
innan um alla þessa ólystauka
fundust tólf dósir af ryðguðu spín-
ati: talpe chopped spinach, inn-
flutt frá Belgíu; 397 grömm fyrir
34.50! Þá hætti ég að hugsa oj
bara en sá þess í stað fyrir mér
spínatdósirnar hnykla upphand-
leggsvöðvana á sköllótta skipp-
ernum með pípuna, Skippí Skræk
alias Stjána bláa, albúnum í slag-
inn við eljara sinn, ófétið hann
Borgara, enda stútfullur af A, B og
C vítamínum, járni og kalki. Svo
ég skellti mér á þetta dósadúsín
ásamt slatta af kotasælu, rjóma-
osti, pilsner og eggjum og sletti
þessu svo eftir þörfum í slagnum
við möppudýrin. Ef mér tekst að
koma í veg fyrir annað og síðara
uppboð á húseign minni þann 23.
þessa mánaðar verður það hern-
aðartækni Stjána bláa að þakka
og engu öðru.
Ýmist sletti ég þessum hráefn-
um sundurlausum eða saman-
hrærðum eftir því sem við á. í
þessari tilraunastarfsemi fann ég
svo upp afar hentuga hræru sem
ýmist má sletta eða nota sem fyll-
ingu í mat, t.d. pönnukökur og
lasagna. Kem ég þeirri uppskrift á
framfæri hér með og ónauðsyn-
legt er sjálfsagt að taka fram að
mun skemmtilegra er að fá hana
ofan í sig en á.
Pönnukökurmeð
spínatfyllingu
Úr þessum hrærum fást pönnu-
kökur sem metta fimm til sex
manns sé hrásalat borið fram með
þeim.
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
DEIGID:
125 g hveiti
2 dl pilsner
4 egg
örlítid af rifnu múskati og salti
Þeytið fyrst saman eggin, hrær-
ið síðan hveitið saman við og
vökva og kryddi að lokum.
FYLLING:
397 g nidursodið spínat
150—200 g kotasœla
75—100 g rjómaostur
salt og pipar
rifid múskat
Hrærið öllum hráefnunum sam-
an. Haga má hlutföllunum eftir
smekk, en af sjálfu sér leiðir að
mun ljúffengara er að rífa múskat-
hnetuna sjálfur en að nota duft úr
stauk.
Þá er bara að baka pönnukök-
urnar, smyrja fyliingunni á þær og
rúlla þeim upp eða brjóta þær
saman, leggja í eldfast mót og
pensla með ögn af bræddu smjöri,
strá parmesan-osti yfir og baka í
ofninum þar til osturinn hefur tek-
ið fallegan lit.
Sem fyrr segir hentar þessi
spínatfylling og afar vel með
lasagna á móti klassískri tómat-
sósu úr niðursoðnum tómötum,
lauk, hvítlauk og kryddi, með feit-
um osti á milli laga og smöri og
parmesanosti efst. Þá er og mjög
gott að strá yfir allt saman ristuð-
um val- eða heslihnetum, söxuð-
um.
38 HELGARPÓSTURINN