Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 34
| nnan úr herbúðum stjórnar- flokkanna heyrist nú æ oftar að áframhaldandi stjórnarsamvinna Framsóknar og íhalds verði líkast til skársti kosturinn eftir kosningar. HP er sagt að þegar séu menn innan þessara flokka farnir að leggja lín- urnar fyrir frekara samstarfi í ríkis- stjórn og sé ágreiningurinn vart um annað en innbyrðis tilfærslur á ráð- herrum núverandi ríkisstjórnar og uppstokkun í ráðherraliði hvors flokks um sig. Þannig er rætt um Þorstein Pálsson sem forsætisráð- herra, Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra, Halidór Ás- grímsson fjármálaráðherra eða jafnvel sjávarútvegsráðherra áfram og þá Guðmund Bjarnason fjár- málaráðherra, ellegar Guðmund G. Þórarinsson. Ný ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins eru helst nefnd Friðrik Sophusson, Eyjólfur Konráð Jónsson í viðskiptamálin, einnig sem vilji er fyrir því meðal sumra sjálfstæðismanna að Björn Dagbjartsson fyrrverandi for- stöðumaður Rannsóknarstofnun- ar sjávarútvegsins fái að spreyta sig í sjávarútvegsráðuneytinu. Þetta er vitaskuld allt sett fram sem tilgát- ur og meira til gamans en alvöru þessar aðfaravikur alþingiskosning- anna... V ið höfum talsvert sagt frá starfsemi grísk-íslenska vinafélags- ins í þessum dálkum á undanförn- um misserum, en starf þess í Reykja- vík hefur verið í miklum blóma. Annað vinafélag var stofnað nýlega og nefnist Ítalía, ítalsk-íslenska fé- lagið. Starfsemi þess hefur farið lágt það sem af er, en nú heyrir HP að allt fari á fullt um næstu helgi með seratá italo islandese í Djúpinu við Hafnarstræti þar sem boðið verður upp á suðræna stemmningu í mat og drykk. Sérstakur kokkur kvöldsins verður Tino Nardini, sem undanfarna mánuði hefur mat- reitt fyrir gesti Sælkerans í Austur- stræti, en hann mun nú hafa ráðið sig á Hornið, hvar Djúpið er undir niðri. . . U tlit er fyrir að ferðamanna- straumurinn frá Norðurlöndum til Augnablik góleysis I akstrl getur varað að eilifu! Vaknaðu maður! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi ökumanna eru langalgengustu or- sakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöpp- in, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarendum í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niðurstaða úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umferðarslysa). SAMVINNU TRYGGINGAR íslands eigi eftir að aukast að mikl- um mun á næstu sumrum og vetr- um, að prósentum jafnvel meira en úr öðrum áttum. H P heyrir að ísland hafi fengið mjög góða kynningu í kjölfar leiðtogafundarins í Höfða og sölumenn Flugleiða í þessum lönd- um notað sér tilefnið í ystu æsar. Reyndar er sagt um þessa menn, Stein Lárusson í Osló, Pétur Ei- ríksson í Stokkhólmi og Emii Guð- mundsson í Köben, að þeir hafi blómstrað í störfum sínum ytra. . . D omurinn frægi t kaffibauna- málinu þar sem Erlendur Einars- son fyrrverandi forstjóri SÍS var sýknaður af öllum ákærum í Saka- dómi þykir bera vott um svokallaða „stjórnun án ábyrgðar", eins og það kallast í útlöndunum. Þetta er held- ur slæm einkunn á stjórn, enda ber hún vott um að topparnir viti ekki hvað sé að gerast í kringum þá, sam- anber Reagan nú síðast í Ameríku. Reyndar heyrir HP að margir lögfróðustu menn landsins hristi hausinn enn yfir kaffibauna- dóminum í Sakadómi, sem er að sönnu umdeildur, og er helst haft á orði að þarna hafi vera Erlendar í Frímúrarareglunni ekki spillt úr- slitum . . . s ^^^tjórn Verkalýðsfélagsins Einingar hefur fengið sent bréf, þar sem þess er krafist að fram fari rannsókn á bókhaldi félagsins sl. tvö ár og verði til þess fenginn löggiltur endurskoðandi.. . BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 34 HELGARPÚSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.