Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 18
eftir Kristján Kristjánsson mynd Jim Smart FORVITNIN REKUR MIG ÁFRAM Þegar ég banka uppá á heimili Guömundar og konu hans, Halldóru Þor- steinsdóttur, eldsnemma á föstudagsmorgni, tekur á móti mér madur, sem mér finnst vera aldurslaus og ad einhverju leyti hafinn yfir tíma. Hann býð- ur mér til stofu og vill vita hvernig ég hafi hugsað mér vidtalið. Ég hefi ekki ákveðið neitt sérstakt en rifja upp í fljótheitum eitthvað um lífsmottó og áhugamál, en honum líst greinilega ekki á það. Ég ákveð að byrja á ein- hverju, sem getur tengt okkur saman og minnist þess að hafa heyrt ákveðna kenningu um tilurð Heimaeyjargossins. Hann víkur sér undan að svara og segist ekki hafa verið hérlendis þegar gaus í Heimaey, heldur í Nicaragua að upplifa aðrar náttáruhamfarir. Reyndar virðist hann verja töluverðum tíma erlendis. Hann er nýkominn afráðstefnu á Hawaii, nýbú- inn að vera í Tromsö, þar sem hann var andmælandi við doktorsvörn og eftir fáar vikur er hann á leið til Kamerún í Afríku að taka þátt íráðstefnu, sem á að greiða úr ágreiningi vísindamanna um orsakir slyssins við Nyos vatn í ágúst í fyrra. Og nú er hann á leið norður í land að fylgjast með Kröflu. Hann talar frekar hœgt en hiklaust og segulbandið suðar í bak- grunninum. Ætli hann hafi alltafverið ákveðinn íað verða jarðfrœðingur? „Bæði já og nei. Valið stóð á milli bókmennta og náttúruvísinda, jarðfræði þá helst. Eftir stúd- entspróf hafði ég ekki efni á að fara beint í há- skólanám erlendis svo að ég innritaðist í læknis- fræði hér við Háskólann til að læra efnafræði, en hætti því fljótlega og fór að vinna. Næsta haust, 1953, fór ég til Göttingen í Þýskalandi, ílentist þar og lauk doktorsprófi 6 árum seinna." — Hvernig var Þýskaland svo skömmu eftir stríd? „Það var út af fyrir sig ágætt. Ég kunni ákaf- lega vel við mig þar. Göttingen er gamall há- skólabær, lítill í þá daga og var næsta ósnortinn af stríðinu. Bæklaðir uppgjafahermenn minntu þó á stríðið. í Göttingen eimdi eftir af því and- rúmslofti, sem ég geri ráð fyrir að hafi ríkt á eðli- legri tímum, löngu fyrir stríð." — Varla hefur mikid verid ad gerast í vísindum hjá Þjódverjum á þessum tíma. „Nei, og eftir á að hyggja þá var rangt að leita þangað til náms. En auðvitað fékk ég góða grunnmenntun, sem hefur nýst mér vel. Ég var svo heppinn að geta byggt ofan á þá grunn- menntun með því að fara til Bandaríkjanna eftir Þýskalandsdvölina." — Varstu strax kominn á kaf í eldfjallafrœd- ina? „Nei, nei, doktorsverkefnið mitt laut að jarð- hitamálum. Ég hélt á þeim tíma að þar væru at- vinnumöguleikar mestir hér heima. Prófessor- inn minn fann handa mér verkefni, sem gerði mér kleift að rannsaka sýni frá Islandi, en verk- efnið var þess eðlis að hann gat leiðbeint mér án þess að hafa komið til íslands." VÍTAVERÐUR GLANNASKAPUR VIÐ KVIKMYNDUN — Svo ferdu til Bandaríkjanna. Hvernig kom það til? „Eftir doktorsprófið réð ég mig til starfa við háskólann í Göttingen, en langaði heim í tvo eða þrjá mánuði, áður en ég hæfist handa. Þegar heim kom bauðst mér styrkur frá bandarísku vísindaakademíunni til framhaldsnáms í tvö ár. Ég ákvað að fara ekki til Göttingen aftur. í Bandaríkjunum dvaldi ég í eitt ár í Washington DC og annað ár í Kaliforníu og hélt áfram að fást við jarðhita. Eftir það fór ég heim, en daginn sem ég kom, mældust jarðskjálftar í Dyngjufjöll- um og hálfum mánuði síðar hófst gosið í Oskju 1961. Ég fékk tækifæri að taka þátt í að rannsaka það gos og þar hófust kynni mín af Sigurði Þór- arinssyni. Eftir það fjarlægðist ég jarðhitann og færði mig nær eldvirkninni." — Sigurður hefur haft þessi áhrif á þig. „Já, vissulega. Allir, sem kynntust Sigurði hlutu að laðast að honum. Og svo rak hvert eld- gosið annað. Það varð ekki aftur snúið, en ég sé ekki eftir því að hafa farið inn á þessa braut.” — Voruð þið farnir að kvikmynda í þá daga? „Nei, ekki við jarðfræðingar, en einmitt í Öskjugosinu var Árni heitinn Stefánsson bif- vélavirki með myndavélargarm. Árni hafði meðferðis lítinn hamar, sem hann notaði til að berja í vélina þegar hún var með kenjar. Þetta var ekki beint fagmannlegt en með vítaverðum glannaskap náði Árni stórkostlegum myndum. Eftir þetta eltu okkur oftast einhverjir kvik- myndamenn, en yfirleitt höfðu þeir aðrar hug- myndir en við um hvað væri þess virði að mynda og voru víðs fjarri þegar við þóttumst sjá eitthvað merkilegt. Þetta fór dálítið í taugarnar á mér og ég fór að hugsa um að réttast væri að við jarðfræðingarnir hefðum sjálfir kvikmynda- vél í fórum okkar. Við keyptum samt ekki vél fyrr en 1977.“ — Þið hafið þá náð því sem þið vilduð? „Ekki fór það nú alveg eftir. Af sparnaðar- ástæðum var keypt gömul, aflóga kvikmynda- vél, og árangurinn ekki alltaf eins og til var ætl- ast. Arinni kennir illur ræðari. Smám saman sannfærðist ég um að kvikmyndataka væri dá- Iítil kúnst, bæði hvað varðar tæknileg atriði og eins að hafa auga fyrir því hvað fer vel á mynd.“ VARÐ FYRIR LOSTI í ELSALVADOR Guðmundur dvaldi þó ekki ýkja lengi hér heima og 1967 fór hann til E1 Salvador á vegum Sameinuðu þjóðanna til að vinna að forrann- sóknum vegna virkjunar, sem þar átti að reisa og var reyndar reist. — Hvernig var að koma til El Salvador? „Já, — þetta var fyrsta þróunarlandið, sem ég kom til og það var ákaflega einkennilegt að koma þangað frá velferðarríki eins og okkar. Það er rétt eins og detta snögglega inná annað tilverustig. Flugvöllurinn er skammt utan við höfuðborgina, San Salvador, og til að komast inn í bæinn er ekið gegnum fátækrahverfi. Réttara sagt hélt ég þá að þetta væri fátækrahverfi, en átti síðar eftir að kynnast raunverulegu fátækra- hverfi annars staðar í borginni. Þetta var líkast losti, og það tók mig marga mánuði að jafna mig. Eymdin er svo geigvænleg að allt tal um pólitískar stefnur eða hugsjónir til hægri eða vinstri er út í hött. Þegar maður hefur alist upp í landi þar sem allt er til alls og gengur svo um framandi stræti og sér fólk gamalt og sjúkt án nokkurrar vonar um hjálp, en handan götunnar ríkmannlegar, víggirtar lúxusvillur, þá væri það undarlegt innræti að vera ósnortinn.” — Breytti þetta þér? „Vissulega, það er ekki hægt annað en breyt- ast og líta öðrum augum á lífið. Ég held ég skilji betur en þeir, sem ekki hafa þessa reynslu, bæk- urnar eftir Marquez. Sumum finnast þær öfga- kenndar, en þær gefa sanna lýsingu á þjóðum Mið- og Suður-Ameríku. Verst er vonleysið. Það er engin von á breytingu, engu líkara en þessar þjóðir séu í illum álögum." ÞEIR ERU ÁNÆGÐIR MEÐAN ÞEIR VITA EKKI BETUR — Þá hefur líka búið íNicaragua. Hvernig var það? „Já, ég var í Nicaragua á árunum 1972—1973. Nicaragua er ólíkt E1 Salvador, ekki eins þétt- býlt, stórt og víðáttumikið. Landið er hreint og ósnortið, fólkið hjartahlýtt og þægilegt." — Er,þér hlýtt til Nicaragua og Mið-Ameríku? „Já, ég verð að segja það. Af þeim löndum, sem mér er hlýjast til, utan íslands, eru það Nicaragua og E1 Salvador, sérstaklega Nicara- gua.“ — Nú berast menn þar á banaspjót. „Já, en við skulum ekki tala um það. Ég gæti sagt eitthvað miður fallegt. Samt verð ég að segja það, að mér finnst einatt talað um þetta fólk með óvirðingu, að það sé latt og fátæktin orsakist af getuleysi og hæfileikaskorti að haga lífi sínu betur. Það er einfaldlega rangt. Þetta er duglegt fólk. Það þrælar frá morgni til kvölds og er vel gefið. Ég minnist sérstaklega bónda, sem ég réði eitt sinn sem burðarmann. Ég var ásamt nemanda mínum á ferð að safna sýnum af hvera- gasi einhvers staðar úti í sveitum Nicaragua. Nemandinn var efnafræðingur og átti að læra þessa tækni í sambandi við jarðhitarannsóknir og halda verkinu áfram þegar ég væri horfinn á braut. En þrátt fyrir efnafræðimenntunina átti hann í dálitlum erf iðleikum með skilning. Bónd- inn, sem með okkur var þennan dag, var búinn að skilja og læra ef tir að hafa séð mig setja tækin upp í eitt skipti. Næst þegar ég setti tækin upp varð ég þess allt í einu var að þegar mig vantaði eitthvað var bóndinn með það í höndunum og rétti til mín. Hann fékk jafnvirði eins dollara fyr- ir dagsverkið og setti kross á kvittunina því hann var ólæs og kunni ekki að skrifa nafnið sitt. Ekki veit ég hvað sandinistar gera, en mikil- vægur þáttur í stjórnunaraðferð Somoza var að hindra almenna menntun vegna þess að „þeir eru ánægðir meðan þeir vita ekki betur“.“ AÐ SEGJA SÖGUR AF ELDGOSUM Guðmundur er á næstunni að fara að vinna ásamt Jóni Hermannssyni að heimildarmynd um eldgos og jarðskjálfta, sem verður tekin víða um heim. Þetta er stærsta verkefni á sviði heim- ildarmyndagerðar, sem íslendingar hafa ráðist í til þessa. Hann segist vera dauðhræddur við verkið. Venjulega hefur farangurinn verið einn bakpoki þegar hann hefur myndað eldgos, en nú verður farið af stað með her manns og mikii tæki. — Þú œtlar aftur til Suður-Ameríku, núna til að mynda. „Já, við ætlum að mynda m.a. í Kólombíu, Mexíkó og Bandaríkjunum, en auk þess í Kína, Sovétríkjunum og Indlandi. Ætlunin er að fjalla um eldgos og jarðskjálfta og segja á myndrænan hátt frá því hvernig jarðvísindin reyna að skýra þessi fyrirbæri. Síðan er reynt að lýsa hvernig takmörkuðum skilningi okkar er beitt til að koma í veg fyrir eða draga úr tjóni af völdum þessara náttúruhamfara. Áherslan verður fyrst og fremst á samskipti manns og náttúru, en ekki á rauðglóandi hraunfossa og gjóskuský. Til dæmis ætlum við að segja söguna um Haicheng í Kína þegar jarðskjálftafræðingar björguðu hundruðum þúsunda frá vísum dauða. Einn þráður þeirrar sögu hefst í Sovétríkjunum og liggur um Kaliforníu, en aðrir þræðir eiga upp- tök í aldagamalli sögu Kina. Allir koma þræðirn- ir saman í Haicheng. Á Indlandi ætlum við að afla efnis til að skýra þann hluta landrekskenn- ingarinnar, sem fjallar um árekstur meginlanda, en ummerkin eru stórfenglegust þar sem Ind- land siglir inn í meginland Asíu og ýtir upp Himalayafjallgarðinum." — Hvað rekur þig út í gerð svo stórrar mynd- ar? „Slysið í Armero í Kólombíu var gífurlegt áfall fyrir eldfjallafræðinga um allan heim. í heilt ár horfðum við á hvernig eldfjallið sendi ótvíræð boð um hvað væri í aðsigi. Við buðumst til að aðstoða, alþjóðastofnanir tilnefndu hópa sér- fræðinga að fara á staðinn og gera nauðsynlegar mælingar og ráðleggja um forvarnir. Þegar stjórnvöld Kólombíu rumskuðu var allt orðið um seinan. Hvern getum við ásakað nema okk- ur sjálfa, að hafa ekki komið þeirri vitneskju á framfæri að vísindin séu í stakk búin að milda áhrif náttúruhamfara á borð við eldgos og jarð- skjálfta? Myndinni er ætlað að dreifa þeirri vitn- eskju, ef það mætti verða til þess að opna augu fólks fyrir því að það er engin ástæða að beygja sig aðgerðalaus fyrir hamförum náttúrunnar, það verður að takast á við umhverfið og sigra. En það er fleira. Vísindamenn eru ásakaðir fyr- ir að loka sig inni í svokölluðum fílabeinsturni án tengsla við samfélagið sem ber kostnaðinn af störfum þeirra. Þær ásakanir eru sennilega rétt- mætar og því er annar aðaltilgangur myndar- innar sá að miðla upplýsingum um hvað verið er að gera í fílabeinsturni eldfjallafræðinnar. Svo má bæta því við að ég get blaðrað um há- leit markmið, en það verður fyrst og fremst Jóni Hermannssyni að þakka ef þetta kemst í fram- kvæmd." ELDGOS ERU ÆGIFÖGUR — Hvernig er það með ykkur jarðfrœðinga, hafið þið gaman af eldgosum? „Eldgos eru sjaldgæfir viðburðir og starf okk- ar snýst um ýmislegt annað en horfa á gjósandi eldfjöll. Þegar eldgos brýst út er öllum venjuleg- um störfum ýtt til hliðar og við gerum það sem við getum að fylgjast með gosinu þann stutta tíma, sem það varir. Það er óneitanlega gaman að hafa lögmæta afsökun fyrir því að hverfa um stund frá venjubundnum störfum og blaðamenn vita eins vel og jarðfræðingar að eldgosum fylg- ir spenna. Gamanið getur gránað ef fólki og verðmætum er stefnt í voða en þó verður ekki komist hjá því að eldgos eru ægifögur á svipað- an hátt og hrjóstrugt og hrikalegt landslag getur verið fagurt." — En munar kannski því að þau eru ekki mannskœð hér? „Já, það er varla hægt að tala um að það hafi orðið verulegt manntjón af völdum eldgosa á ís- landi. Sennilega hafa einhverjir tugir farist í Öræfajökulsgosinu 1362, en þrátt fyrir mikinn mannfelli í Móðuharðindunum þá var það vegna óbeinna áhrifa Skaftárelda í tengslum við bág kjör þjóðarinnar. í dag þyrfti enginn að far- ast þótt nýir Skaftáreldar brytust út. Hins vegar skall hurð nærri hælum í Heimaeyjargosinu 1973“ ENGIN ENDANLEG SVÖR AÐ FINNA — Hvað rekur þig áfram sem jarðfrœðing? „Ætli það sé ekki forvitnin. Það er vissulega ekki vonin um efnahagslegan ávinning, hvorki fyrir sjálfan mig né samfélagið. Ef forvitnin verð- ur til þess að einhver nýtanleg svör finnast við áhugaverðum spurningum kann að vera að samfélagið geti haft af þeim einhver not, annað- hvort á þann hátt að vera betur í stakk búið að lifa í þessu stórkostlega landi eða til ánægju fyrir allan þann fjölda fólks sem er líka forvitið og nýtur þess að vita meira. Auðvitað er aldrei um það að ræða að finna lokasvör. Enginn gerir sér vonir um það. Maður reynir stöðugt að finna nýjar staðreyndir, sem eru í mótsögn við ríkj- andi kenningar og smíða síðan nýjar tilgátur. Það er spenningurinn, drifkrafturinn." — Að hrekja eldri kenningar og koma með nýjar? „Sem maður svo reynir að hrekja aftur. Engin kenning er eilíf." — Er þessi svölun forvitninnar þá megin- markmið vísinda? „Já, að svala forvitni sem aldrei verður til fulls svalað. Starf vísindamanna og þó einkum þeirra, sem starfa við háskóla, á að vera að vekja forvitni stúdenta og svala eigin forvitni. Há- skólastarf er aldrei í tengslum við neitt annað en forvitni. Það er alltaf frumlegt og felst aldrei í eftiröpun eða þjónustu við annað en hagsmuni forvitninnar. Þess vegna getur það aldrei verið í tengslum við atvinnulíf nútímans." HÁSKÓLINN OG ATVINNULÍFIÐ — Þú ert þá vœntanlega ekki ánœgður með núverandi þróun innan Háskólans? „Ég skil vel að þessi þróun er gustur af sterk- um stormum sem nú fara um flest lönd. Stjórn- málamenn segja við vísindamenn: annaðhvort vinnið þið að verkefnum, sem auka hagvöxtinn eða þið fáið enga peninga. Vísindamenn eiga ekki margra kosta völ og stjórnmálamenn sjá um að koma þeim mönnum inn í háskólana, sem tala máli hagvaxtarins og telja fólki trú um að nútímalegir háskólar eigi að vera í tengslum við atvinnulífið. Á íslandi eru allflest fyrirtæki svo smá í sniðum að þau hafa ekki bolmagn til að leggja stund á rannsóknir í tengslum við vöruþróun. Mér heyrast raddir uppi um að af-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.