Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 36
Bæjarstjórn Akraneskaupstaöar tók næstlægsta tilboði í viðbyggingu Grundaskóla, sem var milljón krónum hærra en það lægsta. Pólitískir hagsmunir taldir eiga hlut að máli. BÆJARBÚAR BORGA KOSNINGASMÖLUN segir verktakinn, sem átti lægsta tilboöiö Sögusagnir um pólitískt hags- munapot og flokksbundnar hygling- ar eru stdur en suo óvanalegar hér á landi, en þegar kosningar eru á nœsta leyti gerast dœmin annad hvort fleiri eda meira er um þau rœtt. Þá virdist a.m.k. ekki þverfót- að fyrir frásögnum af því hvernig flokkspólitískir menn nota aöstödu sína til þess nánast ad ,,kaupa" sér atkvœöi. PÓLITÍSKUR ÞEFUR HP hafði spurnir af óánægju og umkvörtunum af þessum toga á Akranesi, þar sem í bæjarstjórn var sl. þriðjudagskvöld tekin ákvörðun um B-hluta annars áfanga við Grundaskóla. Það var Trésmiöja Guömundar Magnússonar þar í bæ, sem átti lægsta tilboð í verkið. Næst- lægsta tilboði var hins vegar tekið, þó það væri milljón krónum hærra, verkið — munaði nú tíu þúsund krónum — og var lægsta tilboðinu tekið. Þriðja útboðið í tengslum við skól- ann snýst um innréttingar og inn- veggi, sem ljúka á fyrir upphaf haustannar nú í september. í þetta sinn var það Trésmiðja G.M. sem átti lægsta tilboðið, 17 milljónir, og munaði tæpri milljón á því og næst- lægsta boði. Sagði Emil Þór þá því hafa verið nokkuð vongóða um að hljóta verkið, en á fyrrnefndum bæj- arstjórnarfundi í byrjun vikunnar var nœstlœgsta tilboöinu hins vegar tekiö, þeim til mikillar undrunar og gremju. „BÆJARSTJÓRN VEGUR AÐ ÆRU MANNS" En telur Emil að stjórnmál hafi haft hér eitthvað að segja? ,,Ja, það eru tvö lítil fyrirtæki hér verkið að sér með okkur, því þetta nær til allra þátta iðngreinanna. Einnig þurftum við að gefa upp fjölda starfsmanna og öllu þessu, skiluðum við inn í tæka tíð. Okkur: er hins vegar hafnað á allt öðrum forsendum en þeim, sem við vorum beðnir um upplýsingar um. Ástæða höfnunarinnar er sögð vera mála- ferli, sem við stöndum í út af bygg- ingu tíu sjálfseignaríbúða hjá dval- arheimilinu Höföa. Alþýðubanda- lagsmaður í byggingarnefnd þessara íbúða barðist fyrir því að fá útborg- að tryggingarfé, um 600 þúsund krónur, og rökstuddi það með því að þeir hefðu þurft að láta ljúka óunnu verki við íbúðirnar, sem við hefðum skilið eftir. Við erum að leita réttar okkar í því máli og það er í höndum lögfræðings fyrirtækisins, en það tengist bæjarfélaginu hérna ekki neitt, að öðru leyti en því að þeir eiga fulltrúa í byggingarnefndinni. BEIÐNI UM FRESTUN NEITAÐ — Var þessi umrœddi framsókn- armaöur meö lœgstu tilboöin í fyrri tilvikunum tveimur? „Já, hann var með lægsta tilboð í fyrri áfanganum, þar sem uppsteyp- an var boðin út, og á að vera búinn að skila sínu verki 15. mars. Húsið er hins vegar ekki orðið fokhelt, þó það eigi að byrja að vinna inni í því eftir helgi! Þessi aðili var líka með skólabyggingu á síðasta ári og þar seinkaði afhendingu um alit að þrjá mánuði, eftir því sem ég best veit. Og þetta sama fyrirtæki á enn ólok- ið skólabyggingu uppi í Reykholti. Bæjarfélagið semur nú aftur við sömu aðila og tekur þannig áhætt- una á því að ekki verði hægt að komast inn í skólann í september, eins og áætlað er. Þetta finnst mér lykta af pólitík. Nýbyggingin við Grundaskóla á Akranesi. z~'' og þykir mörgum pólitískan þef leggja af málinu. Emil Þór Guömundsson, bygging- artæknifræðingur hjá Trésmiðju Guðmundar Magnússonar, var að vonum óhress með ákvörðun bæjar- stjórnarinnar. Hann sagði fyrirtæki sitt hafa boðið í uppgröft og fyllingu skólabyggingarinnar og hafa Verið með næstlægsta boðið. Lægsta boði, sem var eittþúsund krónum lægra, var tekið. Næst var boðin út uppsteypa á skólanum og hljóðaði lægsta tilboð upp á tæpar 11 milljónir. Trésmiðja G.M. átti aftur næstlægsta boð í á Akranesi, sem standa að þessu næstlægsta tilboði. Hvorugt þeirra er með vélar eða annað til að taka þetta að sér. Hins vegar er eigandi annars fyrirtækisins í framkvæmda- ráði Framsóknarflokksins á Akra- nesi og meirihluta bæjarstjórnar skipa 3 framsóknarmenn og 2 al- þýðubandalagsmenn." — Komuö þiö þá aldrei til greina' aö þínu mati? „í framhaldi af útboðinu vorum við beðnir um yfirlýsingu um bankatryggingu og staðfestingu undirverktaka á því að þeir taki Bæjarstjórnin er hins vegar farin að vega að æru manns, til þess að rétt- læta sínar misgjörðir. Áður en okkur er gefin þessi ástæða fyrir höfnun tilboðsins, eru bæjaryfirvöld hins vegar búin að viðurkenna okkur sem bjóðendur í verkið. Við höfum sent tilboð í alla þrjá þættina en það er ekki fyrr en í lokaáfanganum sem við erum lægstir og þá er okkur hafnað. Þetta finnst mér illa gert. Þarna er verið að hygla kosningasnapa Framsókn- arflokksins og bæjarfélagið látið borga fyrir það eina milljón króna!“ ■■eftir Jónínu Leósdóftur** Þarna eru hagsmunir margra aðila bornir fyrir borð af pólitískum ástæðum og skattgreiðendur látnir borga eina milljón fyrir kosninga- smölun hjá Framsóknarflokknum. Meira að segja var beiðni frá Meist- arafélagi byggingarmanna um að fresta afgreiðslu málsins um tvo til þrjá sólarhringa hafnað. Við ætluð- um að fá lögfræðing félagsins til þess að athuga lagalega hlið þessa máls, því við höfum verið teknir gjaldgengir í tilboðum í alla áfanga þar til við fáum þetta á okkur núna.“ — Er tilboö ykkar ef til vill taliö óraunhœft, Emil? „Alls ekki. Það er um 95% af kostnaðaráætlun, sem annars stað- ar þætti mjög eðlilegt tilboð. Út- boðsaðilum er auðvitað heimilt að hafna hvaða tilboði sem er og jafn- vel öllum, en bæjarfélag er ekki bara eins og einhver aðili, sem býð- ur kannski einu sinni út verk. Bær- inn er hins vegar sífellt að leita til- boða í ýmis verk og það sýnir sig að hann tekur oftast lægsta boði — svo fremi að það sé innan bæjarfélags- ins.“ EKKI ALLAR ÁSTÆÐUR I' BÓKUNUM FUNDARINS Helgarpósturinn leitaði til Daníels Árnasonar, tæknifræðings hjá Akraneskaupstað, og spurði hann um ástæðu þess að lægsta tilboði í umræddan áfanga Grundaskóla var hafnað. Sagði hann tilboðinu hafa verið hafnað sökum þess að sam- skipti við þann aðiia í tengslum við önnur verk hefðu ekki verið eins og menn hefðu helst kosið. Daníel kvað þarna hafa verið um að ræða verkefni, sem ekki heyrðu undir hann. Þetta hefðu verið verk fyrir dvalarheimilið Höfða og síðan ein- hverjar leiguíbúðir. Þá snerum við okkur til Andrésar Ólafssonar, bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, sem svaraði fyrir- spurninni á eftirfarandi hátt: „Það var í þessu máli eins og öll- um öðrum, að maður skoðar m.a. fyrri verk verktaka út frá ýmsum hliðum, svo sem verkskilum, sam- skiptum og fleiru. Þannig er þetta almennt á verktakamarkaðnum og við fórum allar þær leiðir, sem venjulegar eru í þeim málum. Það er auðvitað kostur fyrir verk- taka að vera lægstbjóðandi, en margt annað spilar þarna einnig inn í, sem menn kanna og leita sér upp- lýsinga um. Mörgu af því er maður ekkert að skýra frá, heldur eru per- sónulegar upplýsingar þeirra, sem eiga að taka ákvörðun. En í þessu verki skiptir það óskaplega miklu máli að þarna er mikil tímapressa. Það þarf að skila þessu á mjög stutt- um tíma, þar sem skólahald á að hefjast í byggingunni í haust.“ — Ersá verktaki, sem fékk verkiö, ekki einmitt á eftir áœtlun meö þann hluta sem skila á um helgina? „Nei, ekki samkvæmt þeim upp- lýsingum sem við höfum. Þetta er bara dagaspursmál." — Þiö tölduö sem sagt meiri hœttu á aö lœgstbjóöandi skilaöi ekki á réttum tíma, eöa hvaö? „Ja, við höfðum einkum í huga og vitnuðum í tvö mál, sem verktakinn hefur unnið hér í bænum. En þegar menn eru að afla sér upplýsinga geta margir þættir spilað inn í, þó það sé ekki tiltekið í bókunum á fundum. Þetta er alltaf mat og menn eru að meta hlutina eftir bestu sam- visku." — Hverju svararöu því aö veriö sé aö hygla atkvœöasmala Framsókn- arflokksins? „Auðvitað kemur svona alltaf upp. Þarna er um marga aðila að ræða sem taka þessa ákvörðun og m.a. einn sem tengist Framsóknar- flokknum opinberlega. Ég veit það ekki... menn hafa nú sagt ýmislegt um mig. . . En þegar svona útboð eru til afgreiðslu, eru þá ekki allir framsóknarmenn sem tala við mann? Nei, án gríns, þá tek ég svona hluti mátulega alvarléga." 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.