Helgarpósturinn - 12.03.1987, Síða 14

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Síða 14
Almanök frá hinum ýmsu fyr- irtækjum mátti víða sjá með myndum sem þessum. Fyrir aldarfjórðungi hefðu döm- urnar að minnsta kosti skartað bikini... eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart Vélar, spýtur, dekk, uarahlutir, verkfœri. Olíusmurd hrúgöld, skítugir skápar, yfirhladnar hillur, ómáladir veggir. Brotajárn og málmar og hvolfdar dollur á gömlum dagblödum. Fátt gleöur augaö á erilsömum verkstœöum nema þjálfaöar (en skítugar) hendur vinnuglaöra iönaöar- manna. Og svo myndirnar af misjafnlega fáklœddum kven- mönnum uppi á vegg... Hvað þá, klám á vinnustöðum? Já, samkvæmt hörðustu skilgrein- ingunni þar sem miðað er við að konurnar séu að niðurlægja sig, liggja kannski berbrjósta á Good year dekki eða faðma hefilbekki með unaðssvip á andliti. Þegar blaðamaður og ljósmynd- ari HP gerðu sér ferð um daginn og heimsóttu nokkur bifreiðaverk- stæði, hjólbarðaverkstæði, tré- smíðaverkstæði og fleiri verk- stæði, var ætlunin að kanna laus- lega hversu útbreidd þessi „menn- ing“ væri; hvort á slíkum stöðum væru veggir iðulega þaktir myndum af allsberu kvenfólki. Og niðurstaðan er að á flestum slíkum stöðum má finna slíkar myndir, en oftast í litlum mæli og þá gjarnan myndir með þrefaldan tilgang; að sýna failegt kvenfólk, gefa mönn- um upplýsingar um dagsetninguna (almanök) og svo auðvitað að auglýsa einhverja tiltekna vöru. Sömu myndirnar mátti sjá aftur og aftur. Vinsæl mynd var stúlka á sígarettuauglýsingu, en sú mynd hafði þá sérstöðu að hún var upphleypt eins og þegar landslag er sýnt á kortum. ANDSTÆÐAN VIÐ LJÓTLEIKANN „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé hengt upp á vegg til að létta mönnum leiðindin í vinnunni. Það er eitt í þessu, að maður horfir á myndirnar, en án þess að sjá þær raunverulega. Þetta er í rauninni tvennt ólíkt. En það er víst, að þessar myndir eru góð andstæða við ljótleikann á staðnum, vél- arnar og smurninguna," sagði viðmælandi HP á einu verkstæð- anna. Yfirleitt var það þannig að það losnaði um tunguhaftið og létta skapið hjá starfsmönnunum þegar lofað var að nöfn mann- anna og verkstæðanna skiptu ekki máli og yrðu ekki tíunduð. Ekki það að þetta væri mikið feimnis- mál, menn vilja bara ekki vera að auglýsa þetta sérstaklega. Flestir tóku myndunum sem sjálfsögðum hlut, sem tilbreytingu, sem sak- lausri upplyftingu. „Þetta kætir mjög sálina," sagði einn. „Þetta heldur uppi móraln- um í mannskapnum, maður, það er alveg pottþétt. Við erum með eina í kaffistofunni með alvöru brjóst, þau standa upp úr,“ sagði annar. Margir lögðu áhersluna á hlutverk myndanna innan um draslið. „Þetta er andstaðan við þetta véladrasl," sagði einn viðmælendanna og bætti við: „Þetta er alls staðar í einhverjum mæli hér í kring og sjálfsagt um allan bæ í svona atvinnu. Þetta er mjög sakleysislegt hérna, maður hefur séð það miklu kræfara. Sumir staðir hérna eru ansi skrautlegir, án þess að ég fari að nafngreina þá.“ KRYDD í TILVERUNA Vissulega var lítið um grófar myndir. „Þetta eru nú aðallega brjóst og bein. Ég held að fáir hafi beinlínis klæmnar myndir. Það verður auðvitað að taka tillit til viðskiptavinanna, það má ekki ofbjóða þeim. Kannski má finna grófari myndir í skápunum," sagði ^ einn aðspurður um grófleikann. Sá hafði ákveðnar hugmyndir um kynlífsumræðuna í dag. „Kynlífið er sterkasta hvöt mannsins. Það er alls ekkert að því að horfa á nakinn líkama. Það er orðið allt of mikið af leiðinlegum áróðri frá þessum rauðsokkum og hvað þær nú kalla sig. Helmingur þeirra lítur út fyrir að vera lespur og flestar ljótar." Hann sagði reyndar HP KÍKIR INN Á NOKKUR VERKSTÆÐI TIL AÐ KANNA ÚTBREIÐSLU ÞEIRRAR MENN- INGAR AÐ HENGJA UPPMYNDIR AF NÖKTU KVENFÓLKI INNAN UM VÉLARNAR OG VERKFÆRIN. Þessar auglýsingar ganga auðvitað út á það eitt að segja fólki að það sé sexý að reykja! Þessar myndir eru væntanlega frá því um 1968-1970. Þessar eru frá því um 1962. Til vinstri er blómarós í efnislítilli náttflík að auglýsa tæki sem gerir göt fyrir skrúfur (undir konf- ektkassanum!) en til hægri er önnur í bikini að auglýsa skrúf- stykki.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.