Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 12
B0RGARFÓ6ETI SELUR KLÁM eftir Gunnar Smára Egilsson mynd Jón Óskar Pegar dómsmálaráduneytid fór þess á leit viö lögreglustjórann í Reykjavík ad hann heföi yfirstjórn á „samrœmdum eftirlitsaögeröum“ á myndbandamarkaöinum, var ein af þeim ástœöum fyrir aögeröunum sem tilgreindar voru sú, aö mikiö magn af klám- og ofbeldismyndum vœru á markaöinum. Lögreglan lagöi hald á um 15 þúsund mynd- bönd og vinnur nú aö flokkun þeirra. A sama tíma og þetta átti sér staö, keypti maöur hér í borg klám- rrryndir á uppboöi hjá borgarfóget- anum í Reykjavík. REFSIVERÐ KLÁMSALA Kvikmyndaeftirliti ríkisins er gert að skoða allar kvikmyndir, bæði á myndböndum og filmum, sem til stendur að dreifa á markað hérlend- is. Nefndarmenn í kvikmyndaeftir- litinu horfa á allar myndir og meta hvort þær séu boðlegar almenningi. Eftirlitið gefur síðan út lista yfir þær myndir sem ekki hafa fengið náð fyrir augum þess og er þar með bannað að dreifa þeim. Þær flokkast undir ólöglegar ofbeldismyndir eða klám. Bannað er að búa til, flytja inn, selja eða dreifa klámi á annan hátt og varðar slíkt við almenn hegning- arlög. í 210. gr. þeirra laga segir að slíkt atferli varði sektum og varð- haldi eða fangelsi allt að sex mánuð- um. Það er ekki algengt að höfðað sé opinbert mál sem byggir á þessari lagagrein, en þó kemur það fyrir. Þriðjudaginn 18. nóvember voru tveir menn fundnir sekir um brot á 210. gr. hegningarlaganna fyrir hér- aðsdómi Kópavogs. Annar þeirra hafði leigt út af myndbandaleigu sinni 17 klámmyndir og framleigt og selt hinum hluta af þessum myndum. Þeir voru dæmdir til 12.000 kr. sektar og skyldi 6 daga varðhald koma til ef þeir greiddu ekki sektina innan tilskilins tíma. Sigríöur Ingvarsdóttir, héraðs- dómari í Kópavogi, sem kvað upp þennan dóm byggði niðurstöður sínar ekki á bannlista kvikmynda- eftirlitsins, heldur eigin mati, eftir að hafa skoðað myndböndin. En þó bannlistinn sé ekki viðurkenndur sem úrskurðaraðili í dómsmálum, er ólíklegt að myndir á honum fengju náð fyrir augum dómara. VÖRSLUSVIPTING Á KLÁMI En hvernig stendur á því að klám- myndir eru til sölu á uppboði hjá borgarfógetanum í Reykjavík? Að undanförnu hefur rekstur margra myndbandaleiga gengið illa, kannski ekki síst eftir aðgerðir lögreglunnar í desember og janúar. Nokkrar hafa orðið gjaldþrota og enn fleiri komist í alvarlegan greiðsluvanda. í skiptamálum myndbandaleiga er oftast reynt að selja leigurnar í fullum rekstri til þess að fá sem mest upp í kröfur í búið. Ef slíkt gengur ekki er reynt að selja myndbönd leigunnar í heilu lagi á almennum markaði, þar sem lítil von er til þess að raunhæft verð fáist fyrir hana á uppboði. Þær leigur sem eiga í greiðsluerf- iðleikum, en halda sér réttu meg- in við gjaldþrotið, lenda hins vegar oft í fjárnámsaðgerðum. Það fer þannig fram að lögfræðingur krefst fjárnáms í eignum myndbandaleig- unnar. Ef það er samþykkt er áætl- aður einhver tiltekinn fjöldi mynd- banda sem talinn er geta staðið und- ir skuldinni á uppboði. Ef svo eig- andi myndbandaleigunnar greiðir ekki skuld sína, fer fram vörslusvipt- ing. Þá fer lögmaðurinn, eða fulltrúi hans, á myndbandaleiguna og nær í þennan tiltekna fjölda myndbanda. Mjög sjaldgæft er að efni myndanna sé kannað, heist er gengið úr skugga um að myndirnar séu ekki mjög gamlar og slitnar. Ef svo eigandi myndbandaleig- unnar greiðir ekki skuld sína fyrir auglýst uppboð, fer lögmaðurinn með myndböndin á uppboðsstað. Það gerist oft með stuttum fyrir- vara, allt að 10 mínútum áður en uppboð fer fram. Uppboðshaldari hefur því lítinn tíma til þess að yfir- fara myndirnar, með tilliti til 210. gr. hegningarlaganna. Þeir hlutir sem boðnir eru upp, eru auk þess á ábyrgð gerðarbeiðanda. SÆLIR VIÐSKIPTAVINIR Einhvern veginn svona munu klámmyndirnar, sem maður nokkur keypti um daginn í Tollhúsinu í Reykjavík, hafa komist á uppboð borgarfógetans í Reykjavík. Á síðasta uppboði voru boðin upp um 250 myndbönd. Uppboðið fer þannig fram að kassar með mis- munandi fjölda myndbanda eru boðnir upp, einn í einu. Aðstoðar- maður uppboðshaldara opnar kass- ana og sýnir uppboðsgestum nokk- ur efstu myndböndin. Síðan bjóða menn í. Myndböndin fara á mjög mismun- andi verði. Á síðasta uppboði fór t.d. einn kassi með 44 myndböndum á 3.300 kr., en annar með 16 mynd- böndum á 11.000 kr. Verðið á hverri spólu er því frá 75 kr. og upp í 687 kr. En verða menn ekki hvumsa þegar þeir koma heim og sjá að þeir hafa keypt klámmyndir hjá borgar- fógetanum í Reykjavík? „Það hefur hringt hingað fólk sem hefur sagt okkur frá þessu,“ sagði einn fulltrúi fógeta í samtali við HP. „Við höfum tekið aftur ónýt heimil- istæki sem fólk hefur keypt á upp- boðum og greitt andvirðið til baka. Ég bauð einu sinni manni sem hringdi og sagðist hafa fengið klám- myndir innan um og saman við að koma og skila þeim. Ég hef ekki séð hann enn.“ 12 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.