Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 32
Eflaust hafa tónlistarunnendur falliö í stafi af hrifningu á sínum tíma þegar þeir gátu hlustaö á sjö- tíu og átta snúninga plöturnar sín- ar í rafmagnshátalara t staö gjall- arhorns og aöeins kveikt á spilar- anum án þess aö þurfa aö trekkja hann upp fyrst. Þœr breytingar flokkast þó aöeins undir þróun. Stökkbreytingar í sögu hljómplöt- unnar eru aöeins tvœr: er hœtt var aö nota sívalning og platan tekin upp í staöinn og síöan er geislaplatan (CD) leysti vínylplöt- una af hólmi. Það eru aðeins rétt fjögur ár síð- an fulltrúar Sony, Philips og Poly- Gram kynntu .geislaplötuna fyrst. Og allir sem til heyrðu féllu í stafi — en með fyrirvara þó. Prátt fyrir frábæran hljóm, smæð og það að spila mátti plötuna í fullar sjötíu mínútur (í stað 40—50 áður) þá ieyfðu menn sér að efast um að sú stutta ætti eftir að leysa þá svörtu af hólmi í náinni framtíð. í fyrsta lagi var ekki hægt að spila geislaplötu á venjulegum plötuspilara. í öðru lagi var ekki uhnt að framleiða nema tiltöiulega fáar geislaplötur á hverju ári auk þess sem afföllin voru talsverð til að byrja með. Og síðast en ekki síst varð geislaplatan og spilarinn að flokkast undir munað vegna þess hve mikið þessar nýjungar kostuðu. Höfundar geislaplötunnar voru þó fullir bjartsýni og fullýrtu að í kringum árið 1990 myndi selj- ast álíka mikið af hvorri gerð um sig. STÓRT STÖKK '85 Sala geislaplatna og -spilara fór hægt af stað af skiljanlegum ástæðum. Verksmiðjur höfðu ein- faldlega ekki undan að framleiða. Neytendur voru einnig varkárir. Þeir minntust stríðsins um kerfin á myndbandamarkaðinum þar sem ákveðnir framleiðendur veðjuðu á Beta, aðrir á VHS og enn aðrir á V-2000. En fljótlega kom í ljós að allir ætluðu að halda sig við sömu geislaplötuna og svipaða gerð spil- ara. Síðan tók verðið að lækka — bæði á plötum og fónum — og óumflýjanlega fór brúnin að létt- ast á framleiðendum og sölu- mönnum þar til á síðasta ársfjórð- ungi 1985 varð sölusprenging. Þá varð lýðum ljóst hver jólagjöf þess árs yrði. Þróunin hélt síðan áfram Geoff Kempin hjá Picture Music Interna- tional, með þrjár staerðir myndplatna sem eru væntanlegar á markaðinn fyrir næstu jól. í fyrra og samkvæmt nýjustu könnunum frá Bretum þá jókst salan hjá þeim í fyrra borið saman við árið 1985 um hvorki meira né minna en 171 prósent. Brúnin á bandarískum kaupmönnum og framleiðendum var einnig létt um síðustu áramót. Það fer heldur ekkert á milli mála að eitthvað mikið er um að vera þegar komið er inn í al- mennilegar hljómplötuverslanir í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýska- landi og víðar. Æ meira pláss fer undir geislaplöturnar og sífellt þrengra verður um plastið. Ohætt er til dæmis að fullyrða að á þriðj- ungi götuhæðar Tower Records á Broadvvay í New York séu nú geislapíötur til sýnis. Og í sígildu deildinni í kjallaranum fer ekkert á milli mála um hver sækir á á kostnað hvers. GOTT ÁR f ÁR Hvernig eru svo horfurnar árið 1987? Svörin eru rnisjöfn eftir því hver er spurður. Útgefendur eru almennt nokkuð bjartsýnir. Fram- leiðendur geislaplatnanna benda þó á að platan verði að lækka í út- söluverði þar eð framleiðslukostn- aður verði sífellt minni. Og ekki má líta fram hjá því að verð geislaplötuspilara heldur áfram að Iækka. Það þótti stór áfangi þegar hægt var að koma verði ódýrustu spilaranna niður í 99 dollara. En verðið hélt áfram að lækka og á síðasta ári kostuðu ódýrustu geislaspilararnir aðeins 79 dollara. Meira að segja vönduð vasadiskó kosta meira. Það má því með sanni segja að geislaspilarar hefðu átt að ná því að verða almenningseign á síðasta ári. Sjötíu og níu dollarar svara til um 3.199 krónur og þeir eru fáir sem ekki geta klipið slíka upphæð af matarpeningunum. En þá kom annað til sögunnar: geislaplöturn- ar höfðu ekki lækkað til samræm- is við spilarana og nú þykir sann- að að þeir sem keyptu ódýru fón- ana á síðasta ári bíði nú þess að plöturnar lækki líka! — Einhver merki hafa sést um að einstaka plötur lækki á þessu ári en al- menn verður lækkunin víst ekki. Bjartsýnir spámenn telja að á þessu ári eigi um tvær og hálf milljón geislaspilara eftir að seljast og um fjörutíu og fimm til fimmtíu milljón plötur. í fyrra seldust um 1,8 milljónir spilara og um átta- hundruð þúsund árið 1985. Rétt er að tína til nokkur atriði sem sérfræðingar telja eiga eftir að hafa hvað mest áhrif á söluna á þessu ári: • Útgefendur lofa því statt og stööugt aö á þessu ári muni þeir anna eftirspurn kaupenda. • Klassískar plötur hafa þegar lœkkaö t veröi aö einhverju leyti, PolyGram hefur lofaö aö lœkka eitthvaö af poppinu á þessu ári og sumir aörir útgefendur hyggjast fylgja í kjölfariö. • Motown útgáfan sló hressilega í gegn í fyrra meö því aö gefa út seríu meö tveimur gömlum þekkt- um breiöskífum á einni geisla- plötu. Aö minnsta kosti MCA fetar í fótspor Motown á þessu ári og gefur út seríur meö Jimmy Buffett, Joe Walsh, B.B. King og George Strait. m Fyrstu fjórar breiöskífur The Beatles eru komnar út á geisla- plötum og hinar koma út á þessu ári. Það er afar skynsamleg ráðstöf- un hjá fórráðamönnum EMI að gefa ekki allar Bítlaplöturnar út í einu. Gömlu Rolling Stoiies plöt- Geislaplötuhornið í stórverslun erlendis. Einsog sjá má er fjöldinn af útgefnum titl- um þegar orðinn mikill. urnar komu velflestar út í einu á síðasta ári og lentu því í harðri samkeppni hver við aðra. Svipuð varð raunin er gamlar plötur með Frank Sinatra komu út á geisla- plötum. — Talsmenn EMI tóku það fram er fyrstu Bítlaplöturnar komu út þann 26. síðasta mánaðar að þeir hafi alla tíð haft lagalegan rétt til að gefa Bítlasafnið út á geislaplötum. Þeir hafi hins vegar beðið með útgáfuna þar til þeir væru öruggir um að geta annað eftirspurn. ÞRÓUNIN HELDUR ÁFRAM Á venjulega geislaplötu sem er fimm tommur að þvermáli komast um sjötíu mínútur af tónlist eða öðru efni. Útvarpsstöðvar sem senda á FM tíðni eru nú sem óð- ast að taka geislatæknina í sína þjónustu og þar með er komin þörf fyrir geisla-smáskífur. Nokkr- ar slíkar hafa þegar komið út, eins til fimm laga á venjulegum fimm tommu plötum. Fyrir árslok í ár má hins vegar reikna með eigin- eftir Ásgeir Tómasson «a legum smáskífum sem verða aðeins þrjár tommur í þvermál. Þeim er ætlað að leysa tveggja laga 45 snúninga plöturnar af hólmi. Á þessar „örplötur" á að verða hægt að koma um tuttugu mín- útna löngu efni eða um fjórum lögum. Þær verður að sjálfsögðu hægt að spila á venjulegum geisla- spilurum með tiltölulega litlum aukaútbúnaði að sögn talsmanna Philips og Sony sem vinna þessa dagana að þróun örplötunnar. En það er fleira á döfinni hjá uppfinningamönnum Philips og Sony en ný smáskífa. Fyrir næstu jól koma þrjár stærðir myndplatna á markaðinn. Compact Disc Video (CDV) kallast þær á ensku. Á þess- um nýju verður að sjálfsögðu staf- rænn hljómur og auk þess mynd í hágæðaflokki (Laservision-quality). Til að enginn ruglist á venjulegum geislaplötum og geislamyndplöt- um verða þær síðarnefndu hafðar gulllitar. Minnsta myndplatan verður fimm tommur að þvermáli. Á hana á að komast um sex mínútna myndefni og um tuttugu mínútur af tónlist. Næsta stærð verður átta tommur og sú þriðja tólf. Á hana mun komast tónlist sem svarar til venjulegrar breið- skífu og myndefni í samræmi við það. Enn sem komið er liggja eig- inlega ekki fyrir mikið meiri upp- lýsingar um þessa nýju mynd- geislaplötu sem Philips og Sony vinna nú að í samvinnu við Dupont. En geislaplatan hefur eignast keppinaut sem væntanlega á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Það er starfræna kassettubandið, Digital Audio Tape (DAT). Spólan sú og tækið sem hún verður spil- SALA GEISLA- PLATNA OG GEISLA- SPILARA ER NÚ KOMIN Á VERU- LEGAN SKRIÐ BEGGJA VEGNA ATLANTSÁLA — OG ER NÚ HAFIN Á ÍSLANDI. HÉR SPÁIR HP í ÞESSA STÖKK- BREYTINGU í SÖGU HLJÓMPLÖTUNNAR uð á verða svo fullkomin að hægt verður að hljóðrita geislaplöturnar þannig að eyrað greinir ekki mun- inn. Bandarísk stjórnvöld hafa þrá- ast við að leyfa að þessi nýju tæki verði flutt inn frá Japan en ýmis- legt bendir til þess að þær varnir séu brostnar. ÍSLENSKIR GEISLAR Á íslandi er vart hægt að segja að landnám geislaplötunnar sé hafið þegar borið er saman við þróunina austanhafs og vestan. Þó hefur sala spilara og platna verið sæmileg. Ljóst er að fólki þykir verð á hvoru tveggja full hátt enn- þá. Þó mun nú vera hægt að fá geislaspilara fyrir rétt neðan við tuttugu þúsund (samanborið við 3.199 krónur í Bandaríkjunum). Verð á geislaplötum mun vera um það bil tvöfalt hærra en á þeim svörtu. Hins vegar eru geislaplöt- urnar smáar. Kunnáttumenn segja að smygl á þeim sé mikið og einn- ig fari talsvert af spilurum ólög- legu leiðina. Ástandið mun því vera svipað í þessari búgrein smyglaranna og þegar þeir mynd- bandavæddu þjóðina í lítilli þökk kaupmanna og yfirvalda. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.