Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 16
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur
Greinargerð Árna Johnsen alþingismanns um verulega háan
lyfjakostnað hér á landi hefur að vonum vakið athygli. Árni segir í
greinargerð sinni að á árinu 1985 hafi kostnaður vegna gigtar-
hjarta- og magalyfja verið stœrsti þátturinn og nefnir í því sambandi
að kostnaður fyrir sárasjúkdómalyf hafi numið um 200 milljónum
króna.
Reynist þessar upplýsingar réttar þykir sýnt að annað tveggja sé
að gerast í þessu þjóðfélagi: íslendingar séu með hœrri tíðni sár-
myndunar í maga- og skeifugörn eða að lœknar séu ofgjarnir á að
skrifa út lyfseðla þótt lœknisfrœðileg rök séu ekki fyrir hendi. A
markaðnum eru fimm tegundir lyfja vegna meltingarsjúkdóma
algengastar, erlendu lyfin Zantag og Tagamet og íslensk samskonar
lyf, Asýran, Gastran og Cimetidin. Hart er barist á markaðinum en
vert er að velta fyrir sér spurningunum hver sé orsök þessa háa lyfja-
kostnaðar og hvort sártíðni sé í raun hœrri hér á landi en annars
staðar. HP leitaði álits fjögurra aðila á þessum spurningum og
fleiri sem vakna og þótt svörin séu mismunandi eru þessir aðilar þó
sammála um eitt: Lyf eru dýr...
MYNDUN MAGASÁRA
MÁ FYRIRBYGGJA MEÐ
RÉTTU FÆÐUVALI
„Ég treysti mér ekki til að
segja til um hvort íslenska þjóð-
in sé með magasár né heldur
hvort gripið sé til lyfjagjafa of
snemma," sagði Brynhildur
Briem nœringarfrœðingur. „Hitt
er annað mál, að það má auð-
veldlega fyrirbyggja myndun
magasára með réttu fæðuvali.
Meginreglurnar í því sambandi
eru þrjár: að borða reglulega,
borða í rólegheitunum og borða
alhliða, fjölbreytta fæðu. í því
sambandi er rétt að minna á að
nýmeti er hollara en mikið reykt
og saltað. Fæðan á að innihalda
mikið af grænmeti og ávöxtum,
grófu korni og brauði. Prótein
þurfum við og það fáum við úr
kjöti og fiski eða baunum. Æski-
legt er að spara fitu og þá sér-
staklega harða (mettaða) fitu. Ef
fólk er hins vegar komið með
magasár og þessar fyrirbyggj-
ER ÍSLENSKA
ÞJÓÐIN MEÐ
„Það er ekki vitað með neinni
nákvæmni um nýgengi skeifu-
garnar- og magasára í Islending-
um en niðurstaða rannsóknar
sem gerð var á íslandi á árunum
ur enginn vafi á að kostnaður
vegna skurðaðgerða, sjúkra-
hússvistar og vinnutaps yrði
mun meiri ef sú meðferð yrði
valin.“
andi aðgerðir duga ekki lengur,
þá á að sjálfsögðu samt að halda
áfram að lifa á hollu fæði. Það
eru einkum þrjú atriði sem hægt
er að segja að séu óholl: kaffi,
alkohól og reykingar. í rann-
sóknum sem gerðar hafa verið
hefur ekki verið sýnt fram á að
það að sleppa kryddi úr fæðu
dragi úr magasári, þannig að
ekki er sannað að kryddlaus
matur breyti nokkru í þessu
sambandi. Auðvitað er æski-
legra að fyrirbyggja sjúkdómana
heldur en að grípa til lyfja þegar
í óefni er komið og öll þjóðin
ætti að lifa reglulegu lífi. Lyf eru
dýr og ef unnt er að lækna
magasár með réttu mataræði
eða koma í veg fyrir að það
myndist, er það að sjálfsögðu
mjög gott."
SKURÐAÐGERÐIR ERU
MUN DÝRARI KOSTUR
Ottó S. Ólafsson, innflytjandi
Zantag lyfjanna:
1980—1982 bendir til að svipuð
tíðni sé á þessum sjúkdómi hér-
lendis og í Bandaríkjunum og
flestum löndum Evrópu. Nú er
nýhafin viðamikil athugun á ný-
gengi skeifugarnar- og maga-
sára á íslandi sem mun standa
yfir í tvö ár.
Mér vitanlega hefur ekki verið
sýnt fram á að mataræði eða
streita hafi áhrif á algengi sjúk-
dómsins en þó er vitað að kaffi-
neysla og tóbaksreykingar auka
sjúkdómslíkurnar.
Algengasta meðferð á sjúk-
dóminum hérlendis er lyfjameð-
ferð en áður þurfti oft að grípa til
skurðaðgerða sem eru mun dýr-
ari kostur. Ef tekið er tillit til
þess, að þetta er sjúkdómur sem
tekur sig oft fljótt upp aftur, er
ekki óeðlilegt að margir þessara
sjúklinga séu hafðir á fyrirbyggj-
andi meðferð, jafnvel árum
saman.
Kostnaður við þessa lyfjameð-
ferð er vissulega mikill. Þó leik-
GEYSILEG
PENINGASÓUN
„Að mínu mati er alltof al-
gengt að fólk taki þessi lyf og
samkvæmt neyslunni mætti
halda að ótrúlega stór hópur hér
á landi sé með sár í maga eða
skeifugörn,“ sagði Gunnar Ingi
Gunnarsson heilsugæslulæknir.
„Kjarni málsins er hins vegar sá
að þessi lyf á aðallega að gefa
við sármyndun í maga og skeifu-
görn. Hins vegar bendir geysileg
notkun þessara lyfja til þess að
ýmsir aðrir en þurfa séu að
borða þau. Það er fyrst og fremst
læknum að kenna. Fólk sem leit-
ar læknis vegna óþæginda í
maga biður ekki endilega um lyf
og læknar eiga fyrst og fremst
að gera sér grein fyrir ýmsu
varðandi lífshætti sjúklinga, s.s.
líferni, fæðuvali, andlegu og lík-
amlegu álagi o.fl., áður en gripið
er til lyfjagjafa. Þótt þessi lyf séu
hættulítil er þetta geysileg pen-
ingasóun. Þótt fólk sé ekki kom-
ið með sár líður því oftast betur
við inntöku lyfjanna þar sem
þau draga úr sýrumyndun. Það
myndast því sækni í þessi lyf.
Tvö helstu erlendu lyfin sem
hér um ræðir eru Tagamet og
Zantag. Ástæða þess að íslensk-
ir lyfjaframleiðendur fá síðan
áhuga á þessum efnum er ein-
faldlega sú að bæði þessi lyf
urðu mjög vinsæl, bæði meðal
lækna og sjúklinga, enda hafa
þau veruleg áhrif. í framhaldi af
þessu fara íslensku fyrirtækin að
framleiða samskonar lyf undir
nöfnunum Asýran, Gastran og
Cimetidin og í dag ríkir geysileg
samkeppni allra þessara aðila
um íslenskan markað. Ástandið
nú er þannig að lyfin eru oft gef-
in gegn einkennum einum sam-
an og því er notkunin alls ekki i
samræmi við það sem læknis-
fræðileg rök samþykkja."
TÍÐNI MAGASÁRA VAR
TVÖFALT HÆRRI HÉR EN
í KAUPMANNAHÖFN
ÁRIÐ 1980
„Þekkingu á orsökum sára í
maga og skeifugörn er í ýmsu
ábótavant,“ sagði Ólafur Gunn-
laugsson, meltingarsérfræðing-
ur. „Það er þó ljóst að það er skil-
yrði fyrir myndun maga- og
skeifugarnarsára að maginn
framleiði saltsýru. Því er það að
sármeðferðin hefur gegnum ár-
in aðallega byggst á notkun
sýrueyðandi lyfja. Síðasta ára-
tug hefur nýr lyfjaflokkur, svo-
nefndir H2 blokkerar, náð mik-
illi útbreiðslu en þessi lyf draga
verulega úr sýrumyndun og
flýta þannig fyrir að sárin grói.
í leiðbeiningum sem fylgja
þessum lyfjum, þ.e. H2 blokker-
um, eru þau ráðlögð gegn sárum
í efri hluta meltingarfæra og
bólgum í vélinda. Einnig sem
fyrirbyggjandi meðferð gegn
sármyndun í skeifugörn og
maga. Æskilegt þykir að sjúk-
dómsgreining sé staðfest með
speglun. Ég býst við að melting-
arlæknar noti yfirleitt lyf við
maga- og skeifugarnarsárum á
þennan hátt og geri þá einnig
nauðsynlegar rannsóknir til
staðfestingar á sjúkdómsgrein-
ingu áður en meðferð hefst.
Tíðni sára í maga og skeifu-
görn hér á landi er ekki alveg
ljós. Fyrir nokkrum árum var
gerð könnun á tíðni þeirra og
byggðist hún á röntgengrein-
ingu. Sú könnun hefur misst af
þeim sjúklingum sem aðeins
komu í magaspeglun þannig að
tíðnin er í raun hærri. Árið 1980
greindust með skeifugarnarsár
tveir karlar og 1,7 konur af
hverjum 1.000 eldri en 15 ára.
Samsvarandi tölur yfir magasár
voru 0,8 fyrir konur og 0,98 fyrir
karla. — Samsvarandi tölur frá
Kaupmannahöfn og Tromso
sýna hærri sártíðni hér á landi.
Tíðni magasára var til dæmis
tvöfalt hærri hér á landi en í
Kaupmannahöfn.
Nú er að fara af stað könnun
hér á landi sem er í því fólgin að
þeir læknar sem gera maga-
speglanir og taka röntgenmynd-
ir af maga skrá þau sár sem þeir
greina. Er vonast til að eftir eitt
til tvö ár liggi fyrir nákvæmari
upplýsingar um tíðni sára í maga
og skeifugörn hér á landi.“
16 HELGARPÓSTURINN