Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 17
að leggja Hollívúdd niður í núver- andi mynd og „bægja" frá staðnum vel klæddu diskóliði. Meiningin er nefnilega að leggja niður diskótek- starfsemi í húsinu en taka þess í stað upp gamla siði í ætt við þá, sem tíðk- uðust í Glaumbæ, Sigtúni og Tjarnarbúð á árunum á milll. 1965 og 1975 og tónlistin, sem nú' á að leika í Hollívúdd verður einmitt frá þessum árum og helst ekki yngri en frá 1975. Ætlunin er að þarna komi fram ýmsar gamalkunnar hljóm- sveitir frá þessari gömlu tíð, s.s. Hljómar, Flowers, Náttúra, Dúmbó og Steini o.s.frv. Þá hafa starfsmenn Laufdals í hyggju að setja upp eins konar poppminjasafn á staðnum, þar sem brotna tönnin hans Bjögga Halldórs mun að sjálfsögðu skipa heiðurssess. í kvöld á að efna tii ráð- stefnu um málið. Þetta ætti að gleðja hina svokölluðu 68-kynslóð.. . A landsfundi Sjálfstæðis- flokksins ríkti mikill samhugur, og fannst mörgum fulltrúum friðurinn helsti mikill og jaf nvel of dýru verði keyptur. Telja þeir, að svona friður sé „sovéskur", og að svolítil spenna hefði orðið flokknum meiri lyfti- stöng en þessi landsfundur Þor- steins Pálssonar. í baksölum landsfundar var nokkuð um þetta rætt, en eins og oft áður, voru lands- byggðarmenn óánægðir með frjáls- hyggjutóna úr Reykjavík. Hins veg- ar fögnuðu þeir mjög liðsinni nýs manns, Vilhjálms Egilssonar, sem nú er kominn í framboð í Norður- landi vestra. Vilhjálmur þótti mjög styrkja stöðu sína á landsfundinum, fékk góðar undirtektir við málflutn- ing sinn um „byggðastefnu unga fólksins", sem hann bjó í þann bún- ing, að landsbyggðarmenn þóttust hafa fundið pólitíska réttlætingu fyrir áherslum sínum, um leið og Vilhjálmur flutti mál sitt með mark- aðstónum, sem frjálshyggjumönn- um fannst vera staðfesting á því að hann væri ennþá þeirra maður — þrátt fyrir allt. Gömlu refunum fannst Vilhjálmi vel hafa tekist til við að halda ósættanlegum viðhorf- um og hagsmunum góðum — og sjá því ráðherraefni í drengnum. .. GRAFE LDUR I NYJUM BUNINGI! Gráfeldur er nú fluttur í nýtt og stærra húsnæði í Borgartúni 28. Sem fyrr skipa Lundia hillur og samstæður öndvegi hjá okkur, en úrvalið af húsgögnum fyrir heimilið og fyrirtækið, er meira en nóg til að gleðja augað og kveikja nýjar hugmyndir. Lundia litagleði Þú færð Lundia samstæðurnar í þínum lit. Við blöndum litinn að þinni ósk. Fyrir skrifstofuna og fyrirtækið Skrifstofu húsgögn Palletturekkar Skjalageymslur Lagerhillur Hagstætt verð Gerum tilboð Nýjungar Skemmtileg^og ódYr unglingahúsgögn Stólar, svefnstifar, sófar, hornborð, símaborð, sjónvarpsborð, skápar. Líflegar smávörur o.m.fl. F rá bært verð ! Óta I I iti r! Heildsala um allt land Seljum húsgögn og gjafavörur í heildsölu til verslana um allt land KOMIÐ í GRÁFELD ÞAR KVIKNA HUGMYNDIR GRÁFELDUR HF. BORGARTÚNI 28 SÍMI 91-62 32 22 P&Ö/SlA HELGARPÓ8TUHWW 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.